Þjóðviljinn - 21.06.1991, Side 18
Fljótir fætur og
rólegar hendur
Mikil uppsveifla hefur ver-
ið í tennisíþróttinni hérlendis
að undanförnu, enda hefur öll
aðstaða til iðkunar tennis stór-
batnað með fleiri völlum. Er
nú svo komið að hægt er að
spila tennis við marga skóla
höfuðborgarinnar, auk þess
sem gert er ráð fyrir tennis í
nýjustu iþróttahúsum lands-
ins. Fyrir utan Reykjavík eru
útivellir í Hafnarflrði, Sel-
fossi, einkavöllur á Suður-
Iandi, Akureyri, Stöðvarfirði
og þá er von á velli í Keflavik.
Hinsvegar eru engir útivellir á
Vestfjörðum né á Vesturlandi.
Hérlendis var fyrst farið að
spila tennis á stríðsárunum um
og eftir 1940 og þá á Melavell-
inum. Nokkru eftir það lagðist
ástundun íþróttarinnar að mestu
niður vegna aðstöðuleysis. En
frá byrjun síðasta áratugar hefur
tennisíþróttin verið á uppleið og
fyrir fimm árum var Tennissam-
bandið stofnað. Formaður þess
fyrstu þrjú árin var Guðný Ei-
ríksdóttir sem veitir Tennisskóla
knattspymufélagsins Þróttar
forstöðu.
Þar er veitt kennsla í undir-
stöðuatriðum iþróttarinnar, enda
aðstaðan mjög góð á sérstökum
afgirtum sandgervigrasvelli.
Guðný segir að enn sem
komið er séu íslendingar mjög
aftarlega í íþróttinni miðað við
nágrannaþjóðimar. Aftur á móti
séu við æfingar mjög efnilegir
unglingar og munu tveir þeirra
taka þátt í Olympíuleikum barna
Fyrir utan spaða, bolta og net
eru góðir skór algjört grunda-
vallaratriöi I tennis sem og (
mörgum öðrum fþróttum.
sem fram fara í Brussel i Belgíu,
þau Hrafnhildur Hannesdóttir og
Gunnar Einarsson. Þau hafa að
vísu bæði æft erlendis, hún í
Svíþjóð og hann í Bandaríkjun-
um.
í tennis gefur annar aðilinn
upp alla lotuna, en ein lota em
fimm stig. Ef það verður jafnt
verður að vinna lotuna með
tveimur stigum. Til að vinna eitt
sett verður að vinna sex lotur og
til að vinna leik verður að sigra í
minnsta kosti tveimur settum. A
alþjóðamótum erlendis em spil-
uð alls fimm sett, en aðeins tvö
hér heima, enn sem komið er.
Þeir sem hafa fylgst með tennis-
mótum í sjónvarpi eða séð leiki
erlendis vita að leikur í tennis er
ekki tapaður eða unninn fyrr en
með síðasta boltanum. Sá sem er
undir getur nefnilega breytt um
stíl og komið andstæðingnum úr
jafnvægi þó svo að staða hans sé
ekki vænleg í upphafi leiksins.
Guðný Eiríksdóttir segir að
galdurinn við að vera góður
tennisleikari sé að hafa fljóta
fætur og rólegar og yfirvegaðar
hendur til að geta gert góð högg.
Þá er hægt að spila tennis á öll-
um aldri, byrjað hvenær sem er,
og í spaðaíþróttum spila karlar
og konur saman í tvenndarkeppi,
auk þess að spila í karla- og
[ tennisskóla Þróttar og vlðar
er lagður grunnurinn að tenn-
isspilurum framtföarinnar. Þar
æfa þau yngstu af fuilum krafti
undir leiðsögn Gyðnýjar Ei-
rfksdóttir sem segir að efnivið-
urinn lofi góðu um framhaldið.
Myndir: Kristinn.
kvennaflokkum. í þessum íþrótt-
um ríkir því jafnrétti kynjanna,
sem er meira en hægt er að segja
um margar aðrar íþróttir.
Á íslandsmótinu í tennis fer
fram keppni í unglingaflokkum
helgina fyrir verslunarmanna-
helgi og í fullorðinsflokkum
helgina þar á eftir. Enn sem
komið eiga Islendingar enga
tennisspilara á alþjóðiegan
mælikvarða, en þó tóku íslenskir
tennisspilarar þátt í Smáþjóða-
leikunum í Andorra á dögunum
og stóðu sig ágætlega.
-grh
Tennisfþróttin nýtur æ meiri vinsælda meðal þeirra yngri sem
eldri, enda getur fólk byrjað f tennis á öllum aldri og hvenær sem
er.
Það er eins gott að vanda sig vel viö að slá tennisboltann, þvf það
getur verið dýrkeypt að gera byrjendamistök þegar f keppni er
komið.
18 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. júní 1991