Þjóðviljinn - 21.06.1991, Side 21
Eru mennirnir bilaðir?
Það vakti mikla athygli í stór-
iðjuumræðunni á Alþingi vorið
1990, er Kristín Einarsdóttir líf-
fræðingur sagði frá tengingu áls
við Alzheimer-sjúkdóminn al-
ræmda og gat þess að víða um
heim færu fram rannsóknir til
stuðnings þessum kenningum.
Ástæðan var m.a. sú að óeðlilega
mikið af áli hefur fundist í heila
Alzheimer sjúklinga.
Iðnaðarráðherrann, Jón Sig-
urðsson, brást hinn versti við og
sakaði Kristínu um hræðsluáróður,
sem ætti ekki við nein rök að styðj-
ast. Búast heíði mátt við viðbrögð-
um frá ýmsu líf-og læknisfræði-
menntuðu fólki, sem fylgist vel
með í heimi vísindanna, en svo varð
þó ekki.
Vísindin efla alla
dáð
Sá, sem þessar línur ritar reyndi
að bæta um betur og birti í Mbl. síð-
sumars 1990 eins konar yfirlit yfir
það nýjasta sem í vísindaritum
mátti lesa um þetta. Það var m.a.
þetta:
„I greininni Aluminium
Toxicokinetics eftir Wilhelm, Jager
og Ohnesorge í tímaritinu
Pharmacology & Toxicology, bls.4-
9, 66. árg., 1990, segja höfundar að
sterkar líkur bendi til að ál sé or-
sakavaldur í ýmsum ellihrömunar-
sjúkdómum, t.d. elliglöpum (senile
dementia of Alzheimer's type),
vöðvarýmun (amyotrophic lateral
sclerosis) og Parkinson veiki.
Upptaka áls fer líklega ffarn
með tveggja þrepa kerfi í líkaman-
um. Fyrst úr maga eða lungum inn
í þekjuffumur. Þær sleppa álinu síð-
an inn í blóðrásina. Þar hefur það
margvísleg áhrif, m.a. á flutninga-
kerfi kalks, þegar það bindur fyrir
því fosfótin (tenging við prótein-
kínasa C). Þessu lýsa Katsuyama
og fleiri í grein í Archives of Tox-
icology, 63. árg. bls. 474-478. Þeir
telja líka að ATP tenging við
magnesíum jónir sé tmfluð af völd-
um áljóna.
í greininni: Dementias - the role
of magnesium deficiency and an
hypothesis conceming the pat-
hogenesis of Alzheimer's disease, í
Medical Hypotheses, 31. árg., bls.
211-225, 1990, heldur J.L. Glick
því fram að ál-jónir hamli starfsemi
efhahvata (enzyma), sem em háðir
magnesíum og eitt hvítusambandið
í blóðvökva (serum), - albumin-,
bindist áli ffekar en magnesíum,
þegar bæði em í boði. Villist jafh-
vel á þvi. Þetta ál-albumin á síðan
greiðari leið með blóðinu inn í
heilavefina en venjulegt albumin.
Þar binst álið taugafrumum og
hindrar um leið aðgang magnesí-
um-jóna. Glick gengur jafhvel svo
langt að kalla álið taugaeitur.
Hvítuefnið transferrin, sem flytur
jám um líkamann, verður líka hart
úti í samkeppninni við ál-jónir eins
og PuIIen og fleiri lýsa í grein í Jo-
umal of Neurochemistry, 55. árg.
bls. 251-259, 1990.
1 grein eftir Martyn og fleiri í
Lancet, 14. janúar 1989, bls. 59-62,
kemur ffam, að líkumar á
Alzheimer-sjúkdómi hjá fólki inn-
an við sjötugt em 50 af hundraði
meiri, í héruðum þar sem álinnihald
drykkjarvatns var 0,11 mg/lítra eða
meira miðað við svæði þar sem
styrkurinn var undir 0,01 mg/líter.
Könnunin var gerð í 88 hémðum í
Englandi og Wales á meðal 1203
einstaklinga, sem sýndu Alzheimer
einkenni.
Trond P. Flaten við háskólann í
Þrándheimi hefúr tekið saman svip-
aðar tölur ffá Noregi þar sem tengd
em saman Alzheimer einkenni og
ál-innihald drykkjarvatns. Þetta
kemur ffam í ritgerð hans frá
1986“.
Guðmundar
þáttur
tauga-spaugara
Þessar upplýsingar vöktu tals-
verða athygli en var ekki svarað op-
inberlega, jafnvel þótt hliðstæðri
grein væri á síðum Þjóðviljans
beint sérstaklega að taugalífifæð-
ingnum Guðmundi Einarssyni,
Einar Valur
Ingimundarsson
aðstoðarmanni iðnaðarráðherra að
hann kynnti sérþessi mál til að ráða
húsbónda sínum heilt. Mér og öðr-
um til mikilla vonbrigða varð fátt
um svör. Sú lína vafalaust valin að
þegja þetta í hel. Þegar Guðmundur
var spurður sl. haust hvort hann ætl-
aði ekki að svara greininni málefha-
lega kvaðst hann ekki finna nein
gögn á landinu, sem hægt væri að
byggja á. Ofangreind gögn komu
flest frá bókasafni Landspítalans,
en þangað ratar GE áreiðanlega
ekki.
Reyndar lét iðnaðarráðherra vin
sinn, Robert G. Miller varaforseta
Alumax, svara þessum upplýsing-
um síðastliðið haust. í svarinu kem-
ur fram að ffamleiðendur stálpotta
og panna í veröldinni hafi uppi
lymskulegan áróður gegn álpottum.
Miller karlinum varð ekki skota-
skuld úr því að hreinsa álfurstana:
„það er til sérstaklega viðkvæmt
fólk, sem á við ákveðinn nýma-
kvilla að striða, sem ekki þolir ál í
líkamanum, frekar en önnur auka-
efni“. Hann kvaðst síðan hafa leitað
fróðleiks hjá aðilum í heilbrigðis-
málum, sem hefðu fullvissað sig
um ágæti álsins.
Enn syrtir í álinn
Fyrir nokkrum vikum var
einnig sagt frá vaxandi grunsemd-
um í Bretlandi um tengsli áls við
hjartveiki. í tímaritinu The
Economist, 27. apríl sl.var greinar-
kom með heitinu Aluminium and
heart disease - ál og hjartveiki.
Þargreindi Derek Birchall, einn
af vísindamönnum ÍCI (Imperial
Chemical Industries) í Runcom frá
athyglisverðum niðurstöðum þar
sem aukin tíðni hjartveiki í Norður-
Englandi borið saman við Suður-
England er rakin til súrara gmnn-
vatns. Við þær kringumstæður leys-
ist meira af ál-jónum út í grunn-
vatnið. Aukinn styrkur áls í líkams-
vessum hefur áhrif á raf-svömn
hjartans með því að tmfla bæði
kalsíum- og jámbúskap líkamans.
Enn má vísa til sama tímarits,
sem ætla má að allir dúxar úr hag-
fræðingastétt lesi sér til fróðleiks. I
8. júní heftinu segir orðrétt á bls.
106:
JAN
„Fyrir nokkrum ámm fengu
læknar vísbendingu um eðli veik-
innar. Þeir komust að því að á
svæðum þar sem drykkjarvatn inni-
hélt umtalsverðan styrk ál-jóna var
tíðni Alzheimer tilfella hærri en
annars staðar. Þegar sneiðmyndir úr
heila látinna fómarlamba sjúk-
dómsins vom skoðaðar, kom í ljós
að i þeim hlutum heilans, sem
mestrar hrömunar varð vart, fannst
mikið af áli í vefúm.
Hópur bandarískra lækna hefur
nýtt sér þessar upplýsingar til að
reyna að hægja á sjúkdómnum. Dr.
Donald McLachlan, Dr. Theo
Kmck og fleiri við Institute for
Basic Research in Developmental
Disabilities í New York og við há-
skólann í Toronto hafa nú reynt að
meðhöndla Alzheimer sjúklinga
með lyfjum, sem fjarlægja ál úr lík-
amanum. Lyf þetta nefnist desfer-
roxamín og hefur áður verið notað
við arfgengum blóðsjúkdóm.
I tvö ár hefúr 25 Alzheimer
sjúklingum verið gefið lyfið reglu-
lega til reynslu og niðurstöðumar
bomar saman við aðra 23 hliðstæða
sjúklinga, sem ekki fengu lyfið. Á
meðan á rannsókninni stóð var
hrömun samanburðarsjúklinganna
tvöfalt hraðari en þeirra sem lyfið
fengu.
Ef við hugsum okkur fæmi-
mælikvarðann 0 til 100 fyrir sam-
anburðinn, þar sem sjúklingur er
annars vegar algerlega ósjálfbjarga
(0) og hins vegar eðlilegt á-
stand(100), breyttist fæmi sjúkling-
anna sem fengu desferroxamín úr
90 í 70 en fæmi hinna féll úr 90 í
50.
5 af23 samanburðarsjúklingum
létust á þessu tímabili, en enginn
þeirra sem fengu desferroxamín.
Umfangsmiklar prófanir þarf
að gera við margar rannsóknar-
stofnanir áður en desferroxamín
verður tekið í almenna notkun.
Þeir Dr. Donald McLachlan og
Dr. Theo Kmck segja að þessi með-
ferð sé engin lækning á Álzheimer-
veikinni. Lyfjagjöfin geti hins veg-
ar komið í vcg fyrir verstu einkenni
veikinnar, ef hún er hafin nógu
snemma. Enn áhrifameiri lyf til að
fjarlægja ál úr heilanum kunni
einnig að finnast síðar.“
r r
„Þessar niðurstöður em frekari
sönnun þess að ál hefúr mikið að
segja í þróun Alzheimer-veiki“
segja þessir vísindamenn og margir
fleiri um heim allan.
Hygginna manna
háttur
Hinir íslensku ál-Jónar taka
náttúrlega ekki mark á þessu frekar
en öðm. Þeirra er mátturinn og
dýrðin. Framtíð íslands skal vera
álver og evrópskt efnahagssvæði,
hvað sem það kostar.
„Þetta vildu kjósendur" sögðu
þeir á kosninganóttina. En hvað
vilja kjósendur nú? Samkvæmt nýj-
ustu skoðanakönnunum virðast þeir
ekki vilja Alþýðuflokkinn, jafhvel
þótt ál-Jónamir hafi óheflara um-
boð til að koma áhugamálum sínum
í framkvæmd í skjóli Sjálfstæðis-
flokksins en þeir höfðu í tíð síðustu
stjómar. Sú var líka gefin aðalá-
stæðan fyrir brotthlaupinu úr rikis-
stjóminni, sem raunvemlega vann
kosningamar.
Hvemig skyldi þá standa á því
að kjósendur kratanna virðast hafa
snúist til fylgis við Alþýðubanda-
lagið? Gæti ekki verið að meiri-
hluti landsmanna væri í reynd fylgj-
andi þeim fyrirvömm, sem Alþýðu-
bandalagið setti í tíð síðustu ríkis-
stjómar um stuðning við ofangreind
mál? Það er hygginna manna háttur
að rasa ekki um ráð fram og hlusta á
góð ráð. Hjörleifur Guttormsson
hefur til dæmis verið óspar á þau i
báðum ofangreindum málum og
verið fyrir það kallaður afturhald og
málþófsmaður.
En þegar ofsahrifningin og
álglýjan rennur af mönnum,
- þegar erlend skip em mætt til
veiða í íslenskri landhelgi og hið
frjálsa fjármagnsstreymi færir
landsmönnum heim sönnur á því
hvar hið raunvemlega vald liggur
- þá verður of seint að leggja eymn
við röddum skynseminnar.
Föstudagur 21. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — S(ÐA 21