Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 8
9 A Umsión: Sveinþór Þórarínsson Lífsafkoma okkar er í húfi Sama dag og Álafoss hf. var lýst gjaldþrota, tóku starfsmenn fyrir- tækisins á AJcureyri sig til og komu á fót sjö manna starfsmanna- ráði, sem verður í forsvari íyrir starfsmenn íyrirtækisins. Starfs- menn hafa sýnt ákveðinn áhuga á því að vera með í uppbyggingu nýs fyrirtækis, sem byggt yrði á grunni Álafoss hf. - Þjóðviljinn kynnti sér viðhorf nokkurra starfsmanna á Akureyri Ríkisstjórnin leitaði ekki upplýsinga um stöðu Álafoss aði um Álafossmáiið í gær og kom Ólafur Ólafsson forstjóri Álafoss meðal annarra til við- tals við nefhdina. Á fundinum kom í ljós að nefhd fjármála- ráðuneytis, forsætisráðuneytis og iðnaðanáðuneytis undir for- ystu Hreins Lofissonar aðstoð- armanns Davíðs Oddssonar, sem haföi það verkefni að fjalla um málefni fyrirtækisins hefur ekki aflað sér neinna upplýs- inga um stöðu þess hjá forstjóra Álafoss, áður en ákveðið var að gera fyrirtækiö gjaldþrota. ,4>að er bersýnilegt að ríkis- stjómin er ekki með nein áform á pijónunum varðandi ullariðn- aðinn. Á fundi iðnaðamefndar kom fram að Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hafði kynnt for- ráðamönnum Álafoss hug- myndir um að breyta skuldum í hlutafé, en hann hefiir greini- lega verið borinn atkvæðum í ríkisstjóminni," sagði Svavar Gestsson, alþingismaður og nefhdarmaður í iðnaðamefnd, f viðtali við Þjóðviljann. hágé. Anna Gréta Pálsdóttir verkstióri Atvinnu- leysi er alltaf slæmt í þessum sal sem ég vinn í, erum við að störfum frá klukk- an átta á morgnana til miðnætt- is á tvískiptum vöktum. Þannig að hérna er nóg að gera, enda varan sem við erum með sam- kvæmt nýjustu tísku. Það er því einkennilegt að það þurfí að Ieggja starfsemi sem þessa héma niður. En ef það verður af því sem nú er rætt um að við og bæjaryfirvöld tökum að okkur reksturinn mun það bjarga mörgum heimilum. Eg er ekki verst sett, héma vinna margar konur sem em einar í heimili og þurfa sumar hveijar að sjá fyrir stórri fjöskyldu. Ekki veit ég hvað yrði um það fólk ef það missti vinnuna. uu mun mala guU á nýjan leik Kolbeinn Sigurbjarnarson, talsmaöur hins nýja starfsmannaráös situr fyrir fram- an kort af Sovétrfkjunum, einu aðalmarkaössvæöi íslenskrar ullar. Mynd: Þor- finnur. Kolbeinn Sigurbjarnarson, markaðsfuiitrúi, var kjör- inn af starfsmönnum tii að vera í forsvari fyrir þessum hóp í viðræðum við hugsanlega samstarfsaðila. Þjóðviljinn heim- sótti Kolbein á skrifstofu hans á Akureyri í gær og forvitnaðist um gang mála. Kolbeinn sagði að á fúndinum í fyrradag hafi svo til allir starfs- menn fyrirtækisins á Akureyri látið sjá sig og mikil stemmning um að eitthvað þyrfti að taka til bragðs hafi einkennt fundinn. - Miðað við þann aðdraganda sem verið hefur í málefnum Ála- foss, komu engum á óvart þær fféttir að fyrirtækið væri orðið gjaldþrota. Okkur sem hér störfum finnst það mjög miður, því hlutim- ir hafa verið að færast mjög til betri vegar varðandi reksturinn. Það er staðreynd að fyrirtækið hef- ur verið með myllustein um háls- inn, sem eru gríðalegar skuldir. Með þau fjármagnsgjöld sem hafa verið á fyrirtækinu var dæmið von- laust, sagði Kolbeinn. Starfs- mannaráðið sem hefúr verið komið á fót, er skipað einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að þekkja til hlítar alla þætti starfseminnar. Hópurinn er þannig samansettur að fólk úr öllum deildum er þar fúll- trúar. Með þessu ætti ráðið að hafa gott yfirlit yfir alla starfsemi fyrir- tækisins. - Þessi hópur getur í raun virk- að sem ráðgjafaraðili, t.d. fyrir bæjaiyfirvöld sem hafa sýnt starfs- fólkinu héma mikinn skilning. Bæjaryfirvöld hafa án hiks komið til móts við okkar hugmyndir, en þær em að starfsmenn munu eiga hlut í fyrirtækinu. Það er því eðli- legt að við höfúm hönd í bagga hvemig þessi samvinna kemur til með að verða, sagði Kolbeinn. Starfsfólkið í fyrirtækinu á ekki marga möguleika til að taka þátt \ rekstri svo stórs fyrirtækis sem Álafoss er í dag. Launin em ekki há, svo ekki getur fólkið lagt fram stórar fjárhæðir í hlutabréf. Það sem helst er talið koma til greina er að starfsmenn stytti sum- arffí sitt úr fimm vikum í þijár. Þetta þýðir að á tveimur ámm leggur hver einstaklingur fram fé sem nemur allt að einum mánaðar- launum. Ef mánaðarlaunin era að meðaltali um 50 þúsund krónur þýðir þetta um 20 miljóna króna framlag á tveimur áram. Kolbeinn segir að það hljóti að vera heppilegast að hagsmunaaðil- ar verði eigendur að nýju fyrirtæki, - Þá nefni ég starfsmennina, bæj- aryfirvöld, bændasamtökin og svo þá lánardrottna sem með hagnaði af viðskiptum við nýtt fyrirtæki geta fengið fé upp í sínar skuldir. I lokin var Kolbeinn spurður að því hvemig hann teldi að framtíð ullariðnaðarins yrði. - Það verður áffamhald á þess- um iðnaði á íslandi. Menn hafa ekki neínt hvað þessi iðnaður hefúr lagt í þjóðarbúið sl. 100 ár. Hann hefúr örugglega Iagt ffam meira fé en til hans hefúr verið eytt. Ég vona að ullin eigi eftir að mala gull á nýjan leik. Það er ágætt að hafa það í huga, að þegar Utgerðarfélag Akureyrar var að deyja hér drottni sínum fyrir tuttugu árum, hljóp bærinn þar undir bagga. Ég veit ekki um neitt bæjarfélag í dag, sem mundi hafna því að hafa það fyrir- tæki innan sinna bæjarmarka, sagði Kolbeinn. Einar Haraldsson laeerstjórí Stórfellt atvinnu- leysi blasir nú við Mér finnst ástandið að sjálf- sögðu alvarlegt, en margt bendir til að það horfi nú til betri vegar. Bæjaryfirvöld hafa sýnt okkar afstöðu mikinn skilning, og óneitanlega er maóur þakklátur fyrir það. Ef það kemur til þess að fólk missi vinnuna munu útgjöld at- vinnutiyggingasjóðs stóraukast og em þau þó ærin fyrir. En starfs- fólkið héma er orðið vonbetra um að úr rætist eftir fúndinn sem við héldum á fimmtudaginn, það er allavega komin hreyfing á málið. Dvrleif Eggertsdóttir vélamaður Ef ég missi vinnuna verð ég gjaldþrota Mér Hst ekkert á ástandið. Ef fyrirtækið rúllar endanlega yfir og starfsemin hérna hættir verður það slæmt mál fyr- ir mig persónulega. Eg hef eins og aðrir miklar skuld- ir á bakinu. Ég er búin að vera hérna í 26 ár og held að erfiðlega gengi að fá vinnu annars staðar. Ef starfsmennimir taka sig saman eins og um hefúr verið talað og verða með í rekstrinum mun ekki standa á mér að taka þátt í því. Ég leyni því ekki að ef ég missi vinnuna verð ég hreinlega gjaldþrota, og ég hygg að svo verði um fleíri. Aðalbiöre Sigvaldadóttir sniðskeri Lífsspursmál fyrir mig og fjölskyldu mína Eg bind vonir mínar við framgöngu starfsmannaráðsins núna, ég er tilbúin að ieggja mitt af mörkum til að fyrirtækið geti haldið starfsemi sinni áfram. Ef fyrirtækið lognast út af yrði það reiðarslag fyrir mig og mína - fjölskyldu. Það er hreinlega lífs- spursmál fyrir fjölskylduna að ég hafi einhveija atvinnu. Ég er búin að vera héma í ellefú ár og get ekki séð fyrir mér að ég hlaupi í hvaða vinnu sem er. Annars finnst mér einkennilegt að í allri þessari umræðu um hvað Álafoss hefúr fengið mikið fjár- magn í reksturinn, hefúr aldrei ver- ið minnst á hvað fyrirtækið hefúr skilað miklu fé í þjóðarbúið. Menn verða að taka það með í reikning- inn líka. Fríða Aðalsteinsdóttir vinnur við merkingar Margur mundi hætta á vinnumarkaði Astandið er nú ekki glæsi- legt, en margt bendir til að það breytist. Bæjarstjórnin virðist ekki ætla að hlaupa undan merkjum. Ef til lokunar kemur verður maður að fara að leita sér að ann- arri vinnu og víst yrði það skrítið eftri tuttugu ára starf í ullariðnað- inum. Og svo er það alltaf spum- ingin hvort nokláa vinnu er að hafa. Margur héma myndi sjálfsagt alveg hætta starfi, þó það sé ekla orðið 67 ára gamalt. Sfða 8 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.