Þjóðviljinn - 27.06.1991, Qupperneq 1
Sama fljótaskrift á EES-sam-
komulagi og stjómarsáttmálanum
Það er ekkert borðliggjandi um það að ásættanlegir samningar tak-
ist milli EFTA-rikjanna og Evrópubandalagsrikjanna. Ég get ekki
séð annað en að rikisstjómin sé komin í öngstræti með þetta mál.
Sá stórsigur íslendinga sem forsætisráðherra talaði um eftir iund-
inn í Lúxemborg á dögunum er ekki annað en hálfgerður Viðeyjarsigur,
sagði Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalagsins er hann var innt-
ur eftir viðhorfi sínu til þeirrar stöðu sem upp er komin í samningavið-
ræðum EFTA og EB um sameiginlegt efnahagssvæði Evrópu.
-Úti í Lúxemborg hefur verið hlutunum og við stjómarmyndum
viðhöfð sama fljótaskriftin á þeirra Davíðs Oddsonar og Jóns
Baldvins, sagði Svavar og benti á
að samkvæmt ummælum Þor-
steins Pálssonar, sjávarútvegsráð-
herra, um að ekki yrði um frekari
eftirgjafir af hálfu íslendinga að
ræða varðandi veiðiheimildir, þá
væri sýnt að ríkisstjómin væri
komin á enda í samningunum við
Evrópubandalagið. - Miðað við
stöðu mála í samningaviðræðun-
um í dag er alls ekki víst að það
takist neinir þeir samningar sem
em ásættanlegir fyrir íslendinga,
sagði Svavar.
Kristín Einarsdóttir, þingliði
Kvennalistans, sagði í samtali við
Þjóðviljann í gær, að sér væri
fyrir löngu hætt að lítast á þá
stefnu sem samningaviðræðumar
hefðu tekið.
— Það er að koma æ betur í
ljós að við áttum aldrei að leggja
't£ Á—
Vegna sumarlokanna dagheimilanna hefur auglýsingum eftir barnapíum I júlí og ágúst fjölgað til mikilla muna undanfarið. Mynd: Þorfinnur.
Dagvistunargjöld hækka í Reykjavík
Borgarráð hefur nú sam-
þykkt tillögu Dagvistun-
ar barna um að hækka
gjaldskrá dagheimila í
Reykjvaík um 9 prósent. Hækk-
unin kemur til með að taka gildi
1. september nk.
Tillaga Dagvistunar bama feí-
ur í sér að dagheimilisgjöld verða
eftir hækkunina 14.400 krónur.
Fólk í forgangshópum, einstæðir
foreldrar og námsmenn, borga
minna fyrir böm sín og koma til
með að greiða 8.600 krónur eftir
hækkunina.
Gjaldskráin hjá þeim sem em
með böm sín á leikskóla fjórar
stundir á dag verður, 5.800 krónur
á mánuði, fyrir fimm stundir
greiðast 7.300 krónur, en 6.400
krónur fyrir forgangshópana. Fyrir
pössun i sex stundir koma foreldr-
ar til með að greiða 8.800 krónur
en forgangshópurinn 7.100 krón-
ur.
Maturinn hækkar til jalns við
dagvistunargjöldin og verður há-
degismatur fyrir bömin eftir
hækkunina 2.600 krónur á mán-
uði, en svokölluð hressing kemur
til með að kosta 900 krónur yfir
mánuðinn.
Nú fer og að koma að lokun
dagheimilinna sem orðin er hefð-
bundinn yfir sumartímann. Sam-
kvæmt hefð er nú búið að loka
einstökum dagheimilum vegna
sumarfría starfsfólks. Ingveldur
Bjömsdóttir, hjá Dagvistun bama,
sagði að þessar lokanir hefðu við-
gengist lengi og ekki væri mikið
um kvartanir vegna þeirra.
— Flestar lokanimar koma til
með að verða frá 15. júlí til 13.
ágúst. Dagheimilin gæta þess að
láta vita af þeim með góðum fyrir-
vara, svo fólk lendi síður í vand-
ræðum með böm sín meðan þær
standa yfir. Nokkur heimili hafa
tekið upp þá nýbreytni að skipta
sumarleyfum starfsfólksins yfir
tveggja mánaða tímabil og geta
foreldrar þá valið hvom mánuðinn
þau hafa böm sín á heimilinu.
Þetta hefur mælst mjög vel fýrir
og allt útlit fyrir að fleiri dagheim-
ili taki þetta form upp, sagði Ing-
veldur.
-sþ
upp í þessar viðræður. Okkar
grundvallarhagsmunum er ekki
borgið samkvæmt þeim hug-
myndum sem þama em á ferð-
inni. Þetta er ekki bara spuming
um fisk. Allt hitt sem fylgir með
skiptir ekki síður máli, s.s. eign-
arréttur á landi, réttur útlendinga
til fjárfestinga í íslensku atvinnu-
lífi og allir þeir laga- og reglu-
gerðarbálkar Evrópubandalagsins
sem við verðum að kyngja, sagði
Kristín Einarsdóttir.
Halldór Ásgrímsson, þing-
maður Framsóknarflokksins,
sagði að það væri langt í frá að
samningaviðræðumar væm
komnar á lokastig eins og forsæt-
isráðherra og utanríkisráðherra
létu í veðri vaka.
— Það er ekki ástæða til að
tala um sigur í þessu máli eins og
Davíð Oddsson hefur gert, heldur
er spumingin sú hvort viðunandi
niðurstaða fáist í málinu, sagði
Halldór.
Hann sagði að fengjum við
tollftjálsan aðgang að markaði
Evrópubandlagsins með okkar
fiskafurðir, án þess að láta á móti
veiðiheimildir, væri hægt að tala
um sigur, annars ekki.
Þá sagðist hann vera fullur
efasemda um þær gagnkvæmu
veiðiheimildir sem rætt hefði
verið um, þ.e. að íslendingar
fengju 30.000 tonna loðnukvóta
innan grænlenskrar landhelgi í
skiptum fýrir 1500 tonna þorsk-
ígildiskvóta innan íslenskrar
landhelgi.
— Hafa verður í huga að þessi
30.000 tonn af loðnu hafa ekki
verið veidd af Evrópubandalag-
slöndunum upp á síðkastið. Það
stafar einfaldlega af því að loðn-
an hefur ekki gefið sig á Græn-
landsmiðum.
Þá er rætt um að langhali
verði 70 prósent af þeim kvóta
sem við rlátum Evrópubandalag-
inu í té. Ég tel að áður en við lát-
um þennan hlut eftir verðum við
að tilraunaveiða langhala áður, til
að finna út hversu mikið af öðr-
um tegundum kemur með í aflan-
um, sagði Halldór.
Svavar Gestsson, sagði að
ástæða væri til að taka ffarn að
samningaviðræðumar við Evr-
ópubandalagið snérust ekki bara
um fisk, eins og skilja mætti af
sumum. — Þama er um að ræða
fjölmörg atriði sem varða sjálfs-
forræði þjóðarinnar í bráð og
lengd, sagði Svavar.
—rk