Þjóðviljinn - 27.06.1991, Qupperneq 2
Samhljómur
Morgunblaðsins og DV
Leiðarar Morgunblaðsins og DV í gær voru fróðleg lesn-
ing. Leiðari Morgunblaðsins flallaði um þá nýju tíma sem
nú eru greinilega í uppsiglingu hér á landi. Ríkisvaldið á
ekki að hafa nein afskipti af almennum atvinnurekstri og
alls ekki að skipta sér af því að fyrirtæki verði gjaldþrota
eða hætti rekstri. „Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi oft stað-
ið að slíkum aðgerðum, bendir afetaða hans í núverandi
ríkisstjóm til þess, að flokkurinn ætli að taka þveröfuga
stefnu og horfast í augu við þær staðreyndir, að skatt-
greiðendur hafa ekki efni á þessari styrkjapólitík og að
hún heldur lífekjörum fólks niðri. Það kostar átök að
breyta um stefnu. En það eru yfirgnæfandi líkur á því, að
þau átök skili árangri þegar upp verður staðið," segir í
leiðaranum.
DV Ijallaði um einkavæðingu ríkisbankanna og fagnaði
því sérstaklega að ríkisstjómin skuli nú ráðgera að selja
Búnaðarbankann, en telur koma til greina að ríkið eigi
verulegan hlut í Landsbankanum, þegar honum verður
breytt í hlutafélag. .Akvörðun um einkavæðingu þessara
banka á eftir að skila landsmönnum hagnaði. Ekki er
seinna vænna að ríkið hætti að reka viðskiptabanka og
atvinnupólitíkusar missi þau pólitísku völd, sem þeir hafa
haldið í úreltu skipulagi.
Búnaðarbankinn yrði seldur fyrst, einfaldlega af því að
hlutafé í honum yrði auðseljanlegra en hlutafé í Lands-
bankanum, vegna sterkrar flárhagsstöðu Búnaðarbank-
ans,“ segir leiðarahöfundur DV.
Leiðaramir eai ekki síst fróðlegir fyrir þann mikla sam-
hljóm þessara tveggja blaða sem þeir sýna. Samkvæmt
kenningum þeirra mun hagur þjóðarinnar fara batnandi,
næstum að segja sjálfkrafa þegar ríkið hættir að skipta
sér að atvinnurekstri og selur þá banka sem það enn
hefur á sínum snærum. Hér er talað eins og menn hafi
uppgötvað lögmál sem ekki þurfi að deila um og minnir
þessi málflutningur óneitanlega á upphafevaldadaga
Margrétar Thatcher í Englandi. Einkavæðing á öllum
sviðum var lykillinn að þeim glaðværu allsnægtatíð sem
ffamundan var eftir valdatöku jámfrúarinnar.
Þegar talað er um að afskipti ríkisvaldsins haldi „lífekjör-
um fólks niðri" og að „einkavæðing viðskiptabanka eigi
eför að skila landsmönnum hagnaði" þá er alls ekki verið
að tala um alla landsmenn. Afekiptaleysi ríkisvaldsins af
gjaldþrotum fýrirtækja í undirstöðuatvinnugreinum er frá-
leitt nokkurtrygging fyrir því að hagur þess fólks sem
haft hefur vinnu í viðkomandi fyrirtækjum, muni fara
batnandi. Enda þótt taprekstur geti ekki gengið til neinnar
frambúðar verður líka að horfast í augu við það hvað
gjaldþrotin kosta, í fyrsta lagi í peningum en í öðru lagi
því Ijóni sem atvinnuleysið veldur á mannlegum verð-
mætum.
Margrét Thatcher fór fyrir miklu frjálshyggjuliði sem boð-
aði einkavæðingu og afekiptaleysi ríkisvaldsins á öllum
sviðum. Afleiðingin af þessari stefnu, sem breska íhaldið
fékk vissulega góðan tíma til að reyna á þjóð sinni, er fyr-
ir löngu komin í Ijós. Hún birtist í því að hinir ríku hafa
orðið miklu rikari og hinir fátæku að sama skapi snauð-
ari. Ýmsar velferðarstofnanir hafa mátt sæta slíkum nið-
urskurði að þær eru ekki svipur hjá sjón. Menntunin er
oröin miklu dýrari og stéttaskiptingin hefur aukist. Síðast
en ekki síst eru milljónir breskra þegna á atvinnulausir,
ekki til skamms tíma heldur varanlega, jafhvel svo árum
skiptir. Atvinnuleysið er ekki tímabundið ástand heldur
innbyggt í þjóðfélagsgerðina, hluti af hagkeriinu.
í áratugi hefeir verið sæmileg sátt um það hér á landi að
gera baráttuna fyrir fullri atvinnu handa öllum að einu
mikilvægasta atriði íslenskra stjómmála og hafa allir
flokkar beitt ríkisvaldinu í þessu skyni, um lengri eða
skemmri tíma. Þessari sátt hefur ríkisstjóm Davíðs
Oddssonar greinilega sagt upp, sýnilega við umtalsverð-
an fögnuð Morgunblaðsins og DV.
hágé.
1>TÓÐVII-JINN
Málgagn sóslalisma þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandí: Útgáfufélagið Bjarkl h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Rltstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvlk.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verö i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
„Aukningin í fjölgun
ferðamanna“
í dag er rýnt í fréttabréf Ör-
yrkjabandalagsins sem var að ber-
ast. M^ðal emis í blaðinu er erindi
sem Ami Böðvarsson, málfars-
ráðunautur Rikisútvarpsins, flutti á
málþingi Öryrkjabandalagsins, og
Þroskahjálpar fyrir skömmu. Ami
Qallar um einfalt mál og flókið og
hvernig tungumálið er tengt
reynsluheimi fólks. Hann segir
m.a.:
„Stundum er tekið svo til orða
að einfalt mál sé betra en hið
flókna. Þetta er vitanlega rétt -
svona yfirleitt. Það á til dæmis við
ef bomar eru saman setningar eins
og annars vegar: „Auknmgin í
íjölgun ferðamanna fer minnkandi
miðað við síðastliðið ár“ - og
hinsvegar: Ferðamönnum íjölgar
minna en í fyrra. Langa setningin
er raunverulegt dæmi úr einhverri
fréttatilkynningu, nema hvað hún
mun hafa verið enn flóknari en
þetta. Þó em öll orðin í henni góð
íslenska. Þau verða vont mál þegar
þau koma saman á þennan hatt,
dæmi um að góð orð mynda vond-
an félagsskap þegar þau koma
saman.
Hins vegar getur einfalt mál
líka verið vont og óskýrt, og kom-
ið því illa til skila sem verið er að
segja. Ef við tölum um „þetta
héma fólk frá þessu héma íelagi
eða þannig, þú veist,“ þá er sú
setning á einfoldu máli. Eigi að
síður er það klúðurslegt og vont af
því að setningin er ómarkviss, en
ekki vegna þess að orðin séu vond
íslenska hvert um sig.
Eitt skýrasta einkenni vandaðs
máls er að orðin flytja þau skila-
boð sem þeim er ætlað. Með því er
að vísu ekki tiyggt að viðtakand-
inn skilji þau eins og til var ætlast.
Ef til vill ætlaði málbeitandinn að
skilja eftir einhverja óvissu í huga
viðtakandans, eða beina huga hans
inn á hliðarþraut samhliða aðal-
brautinni, eða eitthvað annað vakti
fyrir honum. Þá þarf viðtakandinn
að vera móttækilegur fyrir þessum
tilgangi málnotandans á þeirri
stundu sem hann heyrir eða Ies orð
hans.
Með þessu emm við komin að
markhópnum. Þetta orð, markhóp-
ur, er nýyrði og fullnægir kröfum
um vönduð íslensk orð. Þess gerð-
ist þörf í samfélaginu þegar hug-
takið fór að tíðkast, íyrr þurftum
við ekki á því að halda. Markhóp-
ur er sá hópur manna, sem fræðsla,
hvatning, áróður eða annar boð-
skapur beinist að. Ef til vill má
skýra merkinguna með litlu dæmi.
Fyrirlesari nokkur átti að flytja er-
indi og var spurður hvað hann ætl-
aði að segja. Hann svaraði á þá
leið að það gæti hann ekki vitað
fyrr en nann sæi áheyrendur sína.
Þó að hann vissi um hvað hann
ætlaði að tala. Hann þekkti sem sé
efnið, en vissi ekki í nvaða búning
hann ætlaði að klæða það fyrr en
hann vissi hverjir væm viðtakend-
ur boðskaparins.
Bfldóttur í moldroki
Lítum nú á hópana innan
landssamtakanna sem standa fyrir
tiessari samkundu Öryrkjabanda-
agsins og Þroskahjálpar. Gerum
fyrst ráð fyrir að ég ætlaði að tala
við fólk sem allt væri sjónskert eða
jafnvel blint frá fæðingu, fólk sem
litla eða enga reynslu hefði af því
að sjá heiminn, hefði aðeins lærj
að sífynja hann með öðmm hætti. I
orðum mínum til þessa hóps væri
óskynsamlegt að nota Iítt þekkt
myndræn orðatiltæki sem reist em
á sjóninni. Það væri sennilega
óþarfi að gera sér rellu út af orða-
samböndum eins og skuggalegur
maður, blikur á lofti, mórauð sam-
viska og öðmm slíkum vegna þess
að þau skilja flestir sem kunna ís-
lensku á annað borð. En það er
ekki víst að viðkomandi skildi mig
ef ég segðist vera orðinn bíldóttur
af því að vera sveittur út í mold-
roki; þetta skilja allir gamlir
sveitamenn sem þekkja liti á sauð-
fé. Það þarf líka sjáandi mann til
að skilja til fulls þegar skáldið
(Steingrímur Thorsteinsson) talar
um bragandi norðljósalog. Sjón-
skertir munu hins vegar vera næm-
ari en fullsjáandi á biæ hljóða og
öræfaþögn eða algera kyrrð hinnar
lifandi náttúm um lágnættið.
Hliðstætt má segja um þá sem
frá fæðingu búa við mjög skerta
heyrn, eða jafnvel algert neymar-
leysi. Þeir geta að vísu skilið orð-
tök sem byggjast á hljóðskynjun ef
stuðningur er af öðmm skynsvið-
um, svo sem titrandi rödd, þungur
niður, bjartur tónn og önnur slík,
og vitanlega læra þeir líka merk-
ingu orða af sambandi þeirra í
samfelldu máli. Eg get ekki sett
mér fyrir sjónir hvemig maður
sem er fæddur heymarlaus skilur
muninn á óperusöng þar sem
söngvarinn beitir röddinni eftir
reglum listarinnar, og svanasöng á
heiði sem fæstir mundu víst kalla
því nafni ef orðið væri ekkj svona
skáldlegt.
Báða þessa hópa, blinda og
heymarlausa, skortir þekkingu af
eigin reynslu til að skynja til fulls
grundvöllinn undir nokkmm hluta
orðaforðans. Þeir geta vitanlega
komist langt í skilningi með því að
Iæra merkingar eflir öðmm leið-
um.“
Þá víkur Ami að þeim stóra
hópi ungs fólks (og raunar einnig
að hluta til eldra) sem ekki telst til
fatlaðra, en hefúr ekki haft aðstöðu
til að öðlast skilning á algengum
orðatiltækjum af því að þau byggj-
ast á reynsluheimi sem þetta folk
þekkir ekki nema af afspum. Hér
nefnir hann einnig þroskahefta til
sögu. Hann segir:
„Sá sem aldrei hefúr séð mis-
ríða baggamuninn nema læra
merkinguna sérstaklega. Ög nú era
menn hættir að hafa súrt smér til
viðbits, en af því þótti ekki sérlega
góð lykt, ekki einu sinni þeim sem
þótti það gott á bragðið. Þess
vegna em menn skyndilega famir
að tala um smjörþefmn af ein-
hveiju sem eitthvað jákvætt, tala
jafnvel um að gefa útvarpshlust-
endum „smjörþefmn af góðri tón-
list.“
„Gerðuberg er stað-
sett í Breiðholtinu“
Að lokum er svo rétt, að grípa
niður í erindinu þar sem Ámi fjaíl-
ar um það sem kalla mætti mál-
tísku, þ.e. þegar einstök ofð eða
orðatiltæki komast í tísku. I þeim
efnum er blaðamönnum víst ekki
síður hætt en öðmm. Flann segir:
„Þar kemur mér í hug ágætt
orð, að staðsetja og nafnorðið stað-
setning. Merking þess er augljós,
að fmna einhveiju stað. Skípu-
leggjendur hafa staðsett ráðhús
Reykjavíkur i enda Tjamarinnar,
og í þeim skilningi er Þetta hús
staðsett þar. Það orðalag merkir að
húsinu hafi verið fúndinn staður
þama. Kortagerðarmaður mælir út
þann stað sem hann setur merki á
við verk sitt. Þá staðsetur hann
merkið þar. En orðalagið eins og
„Gerðuberg er staðsett í Breiðholt-
inu“ er óþarflega flókið og því
vont, þegar merkingin er einfald-
legaGerðurberg er í Breiðholtinu.“
Ami nefnir fleiri skondin dæmi
og skemmtileg úr tískumáli s.s.
„opnunartími" sem eðli málsins
samkvæmt ætti að þýða tímann
sem fer í að opna en ekki hversu
lengi er opið. Þá tekur hann eign-
arfallið, en margir fjölmiðlamenn
hafa tekið miklu ástfóstri við þetta
fall. Einn fréttamanna Ríkisút-
vaipsins bjó til gamans fyrir hapn
eftirfarandi dæmi um þetta: „Ur
hópi verksmiðjuhúsanna þriggja
brann aðeins eitt“ í stað þess að
segja: Aðeins eitt af verksmiðju-
húsunum brann.
(Millifyrirsagnir em Þjóðvilj-
ans.)
hágé.
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. júní 1991
Síða 2