Þjóðviljinn - 27.06.1991, Page 15

Þjóðviljinn - 27.06.1991, Page 15
„Settur“ og fleira Settur bæjarstjóri á (safirði, framsóknarmaðurinn Magnús Reynir Guð- mundsson, er ekki óvanur stjómunarstörfum, enda sinnt bæjarmálum um ára- bil. Áður en hann var settur bæjarstjóri gegndi hann starfi bæjarritara, en það embætti var lagt niður af fyrrum bæjarstjóra, gegn vilia Magnúsar, og raðinn aðstoðarskrifstofustjóri á bæjarskrifstofunum sem skipta á með sér verkum bæiarritara með öðru skrif- stofufólki. Nú í haust tekur Smári Haraldsson skóla- meistari Ml við bæjarstjóra- stöðunni og spumingin er nú sú hvort bæjarritara- staðan verður tekin upp aftur eða hvort Magnús fær að fjúka aftur. Fari svo þarf Magnús þó ekki að sitja auðum höndum, því auk þess að gegna formanns- starfi [ Svæoistjóm fatlaðra á Vestfjörðum pá er hann einnig stjórnarmaður í Tog- araútgerð (satjarðar, stjórn- armaður f Kaupfélagi Isfirð- inga og stiómarmaður í Is- husfélagi lsfirðinga... Vænt eitur? Dagblaðinu Vísi varð held- ur betur fótaskortur á tung- unni í gær. Á síðu tvö getur að líta stutta frétt frá Húsa- vík með fyrirsöqninni „Um- hverfisvænna eitur“ (!) og segir þar frá nýrri framköll- unarvél á Ijósmyndastofu á Húsavík sem notar minna eitruð efni en aðrar. Verð- lagsstofnun hefur nýlega kveðið upp þann úrskurð að auglýsingar um um- hverfisvæna bíla séu lög- brot þar sem bíiar geti aldrei bætt umhverfið eða verið með öllu skaðlausir. Sé svo, hvað má þá segja um eitur?! En áfram stendur á... Hagyrðingar taka gjarnan flugið í kringum kosningar og stjómarmyndanir. Eftir- farandi vísukom um síð- ustu stiórnarmyndun er að finna í Víkurblaðinu og er höfundur hennar Kristján Benediktsson á Akureyri. Tilefni hennar mun vera lyrirsögn í DV: „Allt opið og oljóst hjá Kvennalistanum : íhaldi hafa kratar kropið, kannast ekkert við forna vini, hjá kvennalistanum allt er opið, en áfram stendur á Hanníbals syni. Fróðleg frímerkjasýning RUSINAN... Verðlaunasafn 12 ára drengs, Björgvins Inga Ólafssonar. Safnið er einstaklega skemmtilega unnið en auk frl- merkja er sýna fugla Evrópu, hefur Björgvin sett texta inn á milli merkjanna sem segir frá ýmsu varðandi lífemi fugla. Mynd: Þorfinnur. Viðamesta frímerkjasýning sem haldin hefur verið hér á landi, NORDIA ‘91 hefst í dag kl.14.00. Verðmæti sýningarínnar er talið vera á bilinu 3 til 4 miljarðar og má nefna að eitt einstakt frímerki í eigu Þjóðskjal- safnsins er metið á litlar 40 miljón- ir. Rúnar Þór Stefánsson, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar, sagði við Þjóðviljann, á rölti um Laugardals- höllinni, að líklega væru um 200 þús- und merki til sýnis. - Það cru merki frá öllum heims- homum með á sýningunni, þó frí- merki frá Norðurlöndunum séu viða- mest. Islensk frímerki eru um 10 pró- sent af sýningunni og er þar margt merkilegt að sjá. Þjóðskjalasafnið verður með sýningarpláss héma og ef hlutur þess er metinn til fjár má áætla að verðmætið sé um 300 miljónir, sagði Rúnar. A þessari sýningu, þar sem að- gangur verður ókeypis, verður í fyrsta skipti í sögunni hægt að sjá öll íslensk frímerki á einum stað. Verðmætasta frimerkið er íslenskt. Þetta er þjón- ustubréf með þjónustufrímerki sem aðeins opinberir aðilar máttu nota. Bréfið var sent ffá skrifstofu Stranda- sýslu árið 1873 sem fylgibréf með sendingu á 283 ríkisdölum og 13 skildingum, sem var greiðsla í Jarða- bókasjóð. Verðmæti þessa ffímerkis er, eins og áður sagði, áætlað 40 milj- ónir króna. Rúnar sagði að verðmætasta safri- ið f einkaeign á þessari sýningu væri í eigu Bandaríkjamanns noldcurs og væri safn þessa manns tryggt fyrir 180 miljón króna. - Annars leiðist mér að nefna einhveijar tölur varð- andi ffímerki, oft á tíðum er ekki hægt að meta þau til fjár. Sumir safnarar lfta á söftt sín sem fjárfestingu, en flestir eru i þessari söfnun ánægjunnar vegna. Hér eru stórskemmtileg söfh sem eru mjög verðmæt í augum safn- arans sjálf, enda er hann kannski bú- inn að leggja ómælda vinnu við það. Ef svona safni er skipt upp verður kannski hvert einstakt ffímerki verð- lítið þó heildin sé nokkurs virði, sagði Rúnar. Athyglisverðasta safnið í augum blaðamanns var verðlítið safn sem tólf ára gamall piltur, Björgvin Ingi Ólafs- son hefur sett saman. Rúnar sagði að safn þetta, sem sett er saman úr fugl- um frá Evrópu, væri skemmtilegt dæmi um hvað hægt sé að gera með ffekar litlum tilkostnaði. - Björgvin Ingi hefur farið með þetta safh erlend- is og fengið viðurkenningar fyrir áhugaverða uppsetningu. Hann hefur sett safnið upp á þann hátt að ýmsar skýringar um lífemi fuglanna koma í ljós. Þegar ég lít yfir safhið verður mér ljóst að strákurinn veit margfalt meira en ég um háttemi fugla. Með þessu sést að ffímerkjasöfnun getur verið mjög Iærdómsrík, sagði Rúnar. A sýningunni verður auk stórfal- legra merkja og einkar athyglisverðra uppsetninga, hægt að kaupa tölvu- póstkort sem er nýmæli í augum safh- ara. Um fyrirlestur Rúnars um verð- gildi ffímerkja, sem byggist á fram- boði og eftirspum, spurði blaðamaður hvort ákveðnir aðilar myndu ekki ein- oka tölvuna og hleypa verðinu seinna meir upp úr öllu valdi. Rúnar sagði að það væri ekki hægt. - Það em ákveðin tímamörk um notkun tölvunnar, hver maður fær einungis fimm mínútur við að senda tölvupóstkort, sagði Rúnar. Á sunnudaginn verður í Laugar- dalshöllinni skiptimarkaður, sem byggist upp á því að menn „býtta“ á fn'merkjum. Ef ákveðnir aðilar safna einungis ffímerkjum sem sýna hunda, eiga þeir þess kost að fá þannig ffí- merki og láta einhver önnur merki í staðinn. Þama verða oft skemmtilegar uppákomur þegar margir aðilar vilja fá sama merkið og þá oft handagangur f öskjunni. Þegar Rúnar var spurður um svona tegundasöfhun og hvaða söfhun það væri sem honum þætti skrýtnust, svaraði hann - Ég veit um einn mann sem safnar ffímerkjum sem sýna, hans heilagleika, páfann á ferðalögum. -sþ Ég hef alltaf verið veikurfyrir þeim rauðhærðu... Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.