Þjóðviljinn - 17.07.1991, Page 4
BMJEMDAR FRÉTHR
Fiskur með steiktum
aftur á uppleið í Bretlandi
Fish and chips boriö fram í upprunaiegu formi: A aö aöla pennan reur
Einu sinni var fiskur, bras-
aður í deigi, borinn fram
með steiktum kartöflu-
ræmum, „fish and chips“,
hinn sanni skyndibiti breskrar
alþýðu. Vinsæidir þessa réttar
hafa farið dvínandi - þar til nú
bregður svo við að breskir uppar
hafa tekið hann upp á sína
arma!
„Fish and chips“ er matur sem
á sér einhverja sérkennilegustu
stöðu i bresku tilfmningalífi. Ekki
gott að líkja því við neit sem Is-
lendingar þekkja, þótt harðfiskur
komi til greina, fljótt á litið. Bók-
arhöfundur breskur, Pierre Picton,
talar um fisk með steiktum sem
„þjóðararf ‘ og segir að réttur þessi
hafi ekki aðeins sérstöðu, hann
hafi hjarta. Menn fá tárin í augun
þegar þeir sjá „fish and chips“ eftir
langan aðskilnað. Það munar ekki
miklu að hlédrægir Bretar verði
eins viðkvæmir og opinhjarta við
þá reynslu og þegar þeir hugsa um
krikkett og konungsfjölskylduna.
Réttur þessi hefur reyndar ekki
þótt nein kóngafæða, hvað sem
allri angurværð og minningagildi
líður. Tekinn er þorskbiti, honum
velt upp úr deigi og hann brasaður
og borinn fram (helst í dagblaðs-
snifsi) með fingurþykkum kart-
öflulengjum þrælsteiktum.
Þessi réttur er kannski afi allra
skyndibitarétta heims. Breskir
fiskbrasarar, svokallaðir „chippies“
voru fastagestir í hverju verka-
mannahverfi breskra borga á fyrri
öld. Þeir fengu sinn virðingasess í
bókmenntunum, svo var fyrir að
þakka Charles Dickens og skáld-
sögu hans um Oliver Twist.
Lyktin af þessari matseld þótti
vægast sagt ekki góð. Fiskurinn
var ekki endilega glænýr og hann
var gjama brasaður í þrárri feiti.
Því ráku stjómvöld fiskbrasarana
úr miðbæjunum árið 1911. En þeir
héldu velli samt meðal almenn-
ings. Fnykurinn hvarf smám saman
þegar brasarar fengu betri feiti að
steikja úr - jurtaolíu, svínafeiti.
„Fish and chips" hélt sinni út-
breiðslu í þeim mæli, að sérhver
Breti átti einhverjar óafmáanlegar
æskuminningar þessum rétti tengd-
ar.
En svo fór að halla undan fæti
fyrir þessum „þjóðararfi". A sjötta
áratugnum fór að koma losarabrag-
ur í hefðbundin verkamannahverfi
og um leið fór „fiski með frönsk-
um“ að hnigna. Það komu líka aðr-
ir skyndibitastaðir upp sem veittu
fiskbrösurum harða samkeppni.
Amrískir hamborgarastaðir, pitsu-
staðir, ódýrir asískir skyndibita-
staðir og þar fram eftir götum.
Fyrir hálfri öld voru um það bil
50 þúsund sölustaðir með „fish and
chips“, en fyrir tveim árum voru
ekki nema um 10 þúsund eftir.
Þetta er þróun sem hefur komið Is-
lendingum nokkuð við - um tíma
var óttast að þessi breyting á mat-
arvenjum mundi spilla mjög fisk-
sölu Islendinga til Bretlands.
En sem fýrr segir: nú er að
vænkast hagur þessa afa skyndibit-
anna. Og það eru breskir uppar
sem hafa tekið sig til (hvemig sem
á því stendur) og endurvakið efitir-
spumina eftir „fish and chips“. Það
er jaíhan ös fyrir fram veitingastað
á Leicester Square í London sem
ber nafh þessa réttar. Hann er kom-
inn á matseðla þekktra átstaða eins
og Sweetings og Bentleys - í upp-
runalegu formi sínu eins og það
heitir. Hótel eins og „Intemational
Portman Square" ber fram fisk
með steiktum í fomum stíl - með
kartöfluflögum í dagblaði.
Sem fyrr segir vita menn ekki
hvemig á þessum umskiptum
stendur. Kokkurinn hjá Interconti
segir að Bretar vilji aftur fara að
éta á hefðbundinn hátt (reyndar
hefur bresk matargerð lengi vakið
meginlandsmönnum mikinn hroll,
en það er önnur saga). Aðalritari
„Sambands fisksteikara", Arthur
Parrington, sem hefúr að baki sér
tuttugu og sjö ára brasreynslu,
hann býður upp á hvunndagslegri
skýringu: Við upplifnm nú kreppu-
tíma, segir hann. Fish and chips er
ódýrari en allir útlendir skyndirétt-
ir.
Það fylgir sögunni að þess hef-
ur verið farið á leit við Charles
erfðaprins, að hann aðli þennan
sögufræga rétt og gefi honum
nafnið „ The Royal English Fish
and Chips“.
áb tók saman.
/
Arlegur
fundur for-
manns sjö-
ríkjaklÚDbs
oe Sovét-
rikjaforseta
Sjöríkjakiúbburinn svo-
kallaði (þ.e.a.s. sjö mestu iðn-
ríki heims, Bandaríkin, Kan-
ada, Japan, Bretland, Frakk-
land, Þýskaland og Ítalía)
samþykkti í gær á leiðtoga-
fundi sínum í Lundúnum að
formaður klúbbsins skyldi
halda fund árlega með leið-
toga Sovétríkjanna.
Ríkin sjö skiptast á um að
hafa formennskuna á hendi.
Fréttin um þetta er höfð eftir
talsmanni þýsku stjómarinnar.
Þykir þetta benda til að leið-
togar ríkjanna sjö í klúbbnum,
sem kallaður er voldugasti við-
ræðuklúbbur heims, telji nauð-
synlegt að koma á sérstökum
tengslum milli ríkja sinna og
Sovétríkjanna. Er litið á þetta
sem mikinn ávinning fyrir Gor-
batsjov Sovétríkjaforseta, sem
að vísu var boðið á yfirstand-
andi fúnd leiðtoga sjöveldanna,
en ekki var þá gert ráð fyrir
frekari fundahöldum hans og
þeirra í framhaldi af því.
Barist í Djibúti
Bardagar hafa undanfama
rúma viku geisað í smáríkinu
Djibúti milli Issa, ráðandi þjóð-
ar þar, og eþíópskra flóttamanna
af Oromóþjóð. Næstum 250
manns hafa fallið i bardögunum.
Illindi þessi hófúst í Dire
Dawa í Eþíópíu eftir að Issar
þar búsettir drógu djibútíska
fánann á stöng. Því reiddust
Oromóar í borginni og laust
þeim og Issum saman. Bardag-
amir bámst svo inn í Djibúti.
Bush og Mitterrand, forsetar Bandaríkjanna og Frakklands, ræða málin fyrir
Lundúnafund - sá fyrrnefndi fékk stuöning hinna við stefnu slna viðvíkjandi
Austurlönd nær.
Sjöríkjaklúbbur lýsir yfir
stuðningi við Gopbatsjov -
viðskiptabann á Irak áfram
Leiðtogar sjö mestu iðnríkja heims hétu i gær á fundi sínum í
Lundúnum stuðningi við stefnu Gorbatsjovs Sovétríkjaforseta
í cfnahagsmálum. Jafnframt tóku þeir undir hótun Bush
Bandaríkjaforseta um loftárásir á írak ef það léti ekki af því
að reyna að framleiða kjarnavopn.
Gorbatsjov var í gærkvöldi
lagður af stað til Lundúna í boði
leiðtoganna sjö og kalla fréttaskýr-
endur þá för merkisviðburð í sög-
unni. Fyrir aðeins örfáum áram
hefði ekki komið til greina að
æðsti maður Sovétríkjanna væri
með á fundi manna sem kallaðir
hafa verið „framkvæmdastjóm
heimskapítalismans“.
Leiðtogamir sjö eru sammála
um að styðja stjóm Gorbatsjovs
með ýmsu móti efnahags- og
tæknilega, en þá greinir á um hvað
hafa skuli forgang í því og hve
mikil aðstoðin eigi að vera. Evr-
ópsku meginlandsveldin, Þýska-
land, Frakkland og Ítalía, óttast
upplausn í Sovétríkjunum og al-
varlegar afleiðingar hennar ef Gor-
batsjov mistakist og vilja því gera
sem mest honum til hjálpar. Hin
ríkin íjögur í sjöríkjaklúbbi þess-
um, Bandaríkin, Kanada, Japan og
Bretland, vilja fara sér hægar í að-
stoðinni við sovésku stjómina og
binda hana meiri skilyrðum, eink-
um um að einkavæðingu atvinnu-
lífs sé hraðað.
Leiðtogamir sjö samþykktu í
gær að bjóða Sovétríkjaforseta upp
á sérstök tengsl við Alþjóðlega
gjaldeyrissjóðinn. Yrðu þau tengsl
á þann veg að Sovétríkin fengju
aðstoð vestrænna sérfræðinga um
fjármál, að sögn japanskra embætt-
ismanna.
í yfirlýsingu leiðtoganna á
vettvangi stjómmála segir að ríkin
sjö vilji að viðskiptabannið á írak
verði áfram í gildi þangað til íraks-
stjóm hafi í einu og öllu farið að
skilmálum þeim er henni vora sett-
ir í ályktunum Öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna og tryggt hafi
verið að „íbúar íraks, sem og ná-
grannar þess, þurfi ekki lengur að
óttast ógnanir, kúgun og árásir ...“.
Þá segir um íbúa íraks að þeir
„verðskuldi möguleika á að kjósa
sér forustu fyrir opnum tjöldum og
lýðræðislega ...“. Virðist þar með
gefið í skyn, að leiðtogamir sjö
vilji koma Saddam íraksforseta frá
völdum.
Leiðtogamir sjö lýstu einnig
yfir fullum stuðningi við tillögu
Bush Bandaríkjaforseta um friðar-
ráðstefnu araba og Israels, skoraðu
á ísrael að hætta stofnun nýbyggða
fýrir gyðinga á svæðum hersetnum
af Israelum og á arabaríki að hætta
að forðast samskipti við ísrael.
Cheney: Hættum efalítið
hersetu á Clarkvelli
Dick Cheney, vamarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær
að Bandaríkin myndu að öllum lík-
indum hætta starfrækslu Clarkflug-
vallar á Filipppseyjum, sem er ein
af stærstu herstöðvum þeirra utan
Bandaríkjanna sjálfra.
Hafa Bandaríkin haft þar her
síðan um aldamót. Hinsvegar hafa
Bandaríkjamenn að sögn Filipps-
eyjastjómar áhuga á að hafa áfram
her í Subic Bay, annarri stærstu
stöð Bandaríkjahers á eyjunum.
Eyðilegging sem eldfjallið Pinatu-
bo olli á Clarkveili er að sögn
Bandaríkjastjómar aðalástæðan til
þess að þeir gefa hann nú upp á
bátinn.
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júlí 1991
Síða 4