Þjóðviljinn - 17.07.1991, Side 5
EKLEMDAR jgf FRETHR
A Umsión: Dagur Þorleifsson
Bush hyggst steypa Saddam
með því að þreyta hann og Iraka
George Bush tókst ekki að steypa Saddam Hussein með því
harða og snarpa höggi sem Eyðimerkurstormur var. Nú
hefur hann hafist handa við að mylja íraska einræðisherr-
ann smámsaman niður með blendingi af leynilegum að-
gerðum, loftárásum og efnahagslegum refsiaðgerðum.
„Við ætlum að angra Saddam
án afláts með öllu mögulegu móti
þangað til eiijhver nálægt honum,
eða fólkið í Irak, kemst að þeirri
niðurstöðu að nú gangi þetta ekki
lengur,“ segir einn af þeim er mót-
arþessa stefnu stjómarinnar...
Að sumu leyti getur Bush sjálf-
um sér um kennt, að hann verður
að fara svo hægt og bítandi í aðfor-
inni að Saddam. En að nokkru
leyti stafar þetta af skorðum sem
þingið setur Bandaríkjaforseta,
sem og her hans og erlendir banda-
menn, sem styðja hann gegn því að
Bandarikin haldi aftur af sér...
Forsetinn komst að þeirri nið-
urstöðu um mánaðamotin apríl-
maí að Saddam væri hættulegri og
traustari í sessi en hann hafði talið
mögulegt eftir sigurinn sem vannst
með Eyðimerkurstormi. A fundi
þjóðaröryggisráðs vom Bush sýnd
sönnunargögn fyrir því að Saddam
var að endurskipuleggja hart leik-
inn her sinn með árásahemað fyrir
augum og fela efni til ffamleiðslu á
kjamavopnum og eldflaugar.
Heimildarmenn, erlendir og
bandarískir, kunnugir heimi leyni-
þjónustustofnana og njósna, em
nelst á því að þá hafi forsetinn
veitt CIA heimild til að hefja
leyniaðgerðir í þeim tilgangi að
steypa Saddam.
Sú heimild útilokar að Banda-
ríkin megi vera með í tilraun til að
myrða Saddam, þar eð það hefur
þingið bannað. Leyniaðgerðimar
verða fyrst og ffemst að safna upp-
lýsingum, koma áróðri á framfæri
og ef til vill að vopna og fjár-
magna andstæðinga Saddams. CIA
virðist hafa verið sein að koma sér
í gang við þetta og tilþrif stofhun-
arinnar í því fálmkennd.
Bandaríkjastjórn hótar opin-
skátt loftárásum, ef þurfa þyki til
vemdar Kúrdum og til að eyði-
leggja það, sem Saddam á eftir af
tækni og efnum til að framleiða
kjamavopn. En ekki þýða hótanir
þessar að fastákveðið nafi verið að
grípa til ráðstafana sem dugi til að
losna við Saddam nú þegar. Bush
og hershöfðingjar hans em ekki
reiðubúnir til að ákveða að senda
séraðgerðasveitir eða annan land-
her til að fylgja loftárásum eftir ef
þær í annað sinn duga ekki til að
gera að engu fýrirætlanir Saddams
um að koma sér upp kjamavopn-
uin.
Nú er það komið í ljós, sem
njósnaþjónustu Bandaríkjanna
tok?t ekki lengi vel að uppgötva,
að Irak hafði tvær aðgreindar áætl-
anir um ffamleiðslu kjamavopna.
Önnur var hálfleynileg og tækni
henni viðkomandi varð fýrir árás-
um í stríðinu. Hin var fúllkomlega
leynileg og tækni henni tengd
slapp skaðlaus frá óffiðnum.
Hvíta húsið gerir ráð fyrir að
Saddam haldi áfram að gefa upp
eins mikið af þessum leyndarmál-
um og hann haldi að dugi til að
forða honum frá annarri banda-
rískri loftsókn, en ekkert þar ffam-
yfir. Meðan hann heldur áfram að
flytja kjamorkuútbúnað úr einum
stað á annan og grafa hann til að
fela hann fyrir eftirlitsmönnum
Sameinuðu þjóðanna, hefur hann
ekki næði til að ffamleiða kjama-
sprengju.
Þeim undanslætti hættir Sadd-
am þó að líkindum fremur en gefa
upp svo mikið af leyndarmálum
sinum að hann geti ekki ffamleitt
a.m.k. eina kjamasprengju. Þegar
að því kemur og þegar búið er að
koma því til leiðar sem hægt er
með alþjóðlegu eftirliti, munu
Bandaríkin senda flugherinn gegn
þvi, sem þá, verður eflir af kjam-
orkubúnaði íraks.
Saddam hefúr verið látinn vita
bæði leynilega (með milligöngu
Hússeins Jórdaníukonungs) og op-
inberlega að endumýjuðum árásum
á Kúrda í Norður-írak verði svarað
með bandarískum loftárásum. Um
leið og bandarísku hershöfðingj-
amir kveðja lið sitt til Tyrklands,
segja þeir íraska hemum að hafa
ekki flugvélar (einnig þyrlur) á
lofti fyrir norðan 36. breiddarbaug
eða senda herlið inn á öryggis-
svæðið sem Bandaríkjahersveitir
stofnuðu og nær yfir þriðjung
íraska Kúrdistans.
r PRESS
UR HEIMSPRESSUNNI
Saddam - (feluleik við Bandaríkin og
Sameinuðu þjóðirnar með kjarnorku-
tækni sina.
Þetta svæði hefúr í raun verið
lýst herlaust og tekið undan ríkis-
valdi Iraks með bandarísku vald-
boði. Harðnandi afstaða Bandaríkj-
anna gegn Saddam, sem banda-
ríska utanríkisráðuneytið hefur
Bush - hluti íraska Kúrdistans tekinn
undan ríkisvaldi íraks með banda-
rísku valdboði.
upplýst Kúrda um umbúðalaust,
hefur hvatt leiðtoga Kúrda til að
draga, á langinn prúttið við Sadd-
am. Ólíklegt er að þeir gangi að
kostum hans. Uppgötvun Iijyni-
legrar kjamavopnaáætlunar Iraks
Sýnishorn af tveimur eldflaugagerð-
um Iraka. Önnur er kennd viö Sadd-
am Hussein sjálfan, en hin við Abb-
as, meintan forföður kalífaættarinnar
Abbasída, sem sat í Bagdað. i grein-
inni er þvi haldið fram að Irak eigi
enn um 700 Scudflaugar.
og ljósmyndir teknar úr bandarísjc-
um gervihnöttum sem sýna að Ir-
akar ciga enn um 700 Scud-eld-
flaugar T felum leiða í ljós að Sadd-
am hugsar sér ekki að hverfa úr
sögunm þegjandi og hljóðalaust.
Hann hefur yfirhöruð alls ekki
hugsað sér að hverfa úr sögunni.
Eða að láta af hendi það sem gefur
honum möguleika á að heyja stríð
og stjóma með ógnum. Þetta er sá
harði veruleiki sem stendur gegn
stefnu er felst í því að reyna að
steypa Saddam með smáhnnding-
um ur ýmsum áttum.
(Úr grein eftir Jim Hoagland í
bandaríska blaðinu Washing-
ton Post. Fyrirsögn og mynda-
textar eru Þjóðviljans.)
Olíumengun
úr Blucher?
Norðmenn hafa nú alvarleg-
ar áhyggjur af þýska beitiskip-
inu Blucher, sem liggur á botni
Oslóarfjarðar þar sem hann er
þrengstur, skammt frá Dröbak
um 30 km suður af Osló.
Hermenn í virki við fjörðinn
skutu Blúcher í kaf í byijun inn-
rásar Þjóðveija í Noreg 1940 og
fórust með skipinu um 1000
manns. Í geymum í því em um
1200 smálestir af olíu, að talið er,
og nú er flakið allmjög tekið að
ryðga. Óttast menn að þama sé
yfirvofandi geigvænleg hætta fyr-
ir lífríkið í firðinum og strendum-
ar báðumegin. S.l. ár var talið að
50 lítrar af olíu lækju á dag úr
geymum Blúchers og er talið lík-
legt að lekinn hafi aukist síðan.
Verið er nú að gera ráðstafanir til
að koma í veg fýrir að olíubrák
frá skipinu geti dreifst út um
fjörðinn.
EB - eftirlitsmenn til Króatíu -
bardagar halda þar áfram
Evrópubandalagið gaf til
kynna i gær að eftiriitsmenn þess
með vopnahléi í Júgóslavíu
myndu fara til Króatíu og fylgj-
ast með því að sveitir sambands-
hers þar færu til herbúða sinna.
Víkur EB þar með frá því er sagt
var af þess hálfu á mánudag, að
eftirlitsmenn þess myndu aðeins
starfa í Slóveníu, en forðast
Króatíu, þar sem ástandið er nú
miklu verra.
Króatíustjóm ámælti EB lýrir
að láta eftirlitsmenn sína snið-
Vopnaðir Serbar við Knin í Dalmatiu,
sem er hluti af Króatíu. Króatar saka
serbneska þjóöernissinna um að
reyna að hernema Króatlu smám-
saman með aöstoö sambandshers-
ins.
ganga Króatíu, þar sem þeirra væri
mest þörf.
Marco Hennis, hollenskur
stjómarerindreki í Zagreb, höfúð-
borg Króatíu, sagði að EB- eftir-
litsmenn þeir, sem til Króatíu fæm,
myndu forðast helstu átakasvæðin
þar, enda væm þeir vopnlausir.
Ekki er ljóst hvemig eflirlits-
mennimir ætla að fylgjast með því
að sambandsherinn fari til búða
sinna ef þeir fara ekki á átaka-
svæðin.
Hans van den Broek, utanríkis-
ráðherra Hollands, sagði í gær í
Lundúnum að EB- eftirlitsmenn-
imir myndu yfirgefa Júgóslavíu, ef
þeir nytu ekki fullrar samvinnu af
hálfu allra deiluaðila. Holland fer
nú með forsæti í EB og hefur því
forgöngu um ráðstafanir banda-
lagsins til að lægja öldumar í Júgó-
slavíu. Er þetta í fyrsta sinn sem
EB gerir friðargæslulið út af örk-
inni. I því era 50 menn.
Króatískir lögreglumenn og
þjóðvarðliðar og serbneskir þjóð-
emissinnar skutust á þriðja daginn
í röð á nokkram stöðum í Króatíu í
gær. Sambandsherinn hefur komið
þar við sögu og segja talsmenn
hans hann reyna að stilla til friðar,
en Króatar segja hann aðstoða
Serba. Halda króatískir talsmenn
því fram að sambandsherinn og
serbneskir þjóðemissinnar séu að
reyna að hemema Króatíu smám-
saman. Fjórir Króatar hafa fallið
og 24 særst í bardögunum undan-
fama þrjá daga.
Síða 5
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júlí 1991