Þjóðviljinn - 17.07.1991, Síða 6

Þjóðviljinn - 17.07.1991, Síða 6
(® Hvað finnst þér um viðbrögð op- inberra aðila við mengunarsiys- inu á Ströndum? Karl Pálsson vinnur í álverinu: Þau voru ekki nógu góð. Yfirvöld eiga að athuga sinn gang áður en byrjað er að tala um að hættan sé liöin hjá. Unnur Friðriksdóttir þjónn: Mér finnst viöbrögðin ekki hafa verið góð. Þau hefðu átt að vera miklu sneggri. Stefán Magnússon úrsmiður: Mér finnst allt í lagi með þau. Yfirvöld hefðu varla getað brugðist öðruvísi við. Valur Berg verkstjóri: Mér finnst þau slæm. Yfir- völd ættu að nota fleiri tæki til hreinsunar. Þetta er ekki nógu gott. Kristín Albertsdóttir í ræstingum: Ég hef ekki fylgst með því. Ég vinn á kvöldin og víd- eótækið mitt er bilaö. Fkéthr Þetta háaldraöa hús, Pöntun frá Seyöisfirði, sómir sér vel á Bakka I Bjamarfirði. Myndin Þorfinnur. Fluttu húsið í kössum lands- homa á milli Þau Arnlfn Óladóttir og Magnús Rafnsson segjast ekki sakna neins og una sér vel á Ströndum við „lausamennsku" og grænmetisræktun. Innst í Bjarnarfírði á Strönd- um, nánar tiltekið á jörðinni Bakka, getur að líta tæplega hundrað ára gamalt hús sem komið er þangað um langan veg, alla leið frá Seyðisfirði. Eigendur þessa húss eru hjónin Arnlín Óladóttir og Magnús Rafnsson. Talið er að þetta merkilega hús sé byggt í kringum 1896 en það er þó ekki vitað fyrir víst. Það ártal er að minnsta kosti ritað á eina fjöl- ina í húsinu. Pöntunarfélag Fljóts- dalshéraðs byggði húsið sem versl- unarhúsnæði á Seyðisfírði og er það nefnt eftir félaginu og kallað Pöntun. Amlín og Magnús veittu hús- inu athygli þegar þau voru á Seyð- isfírði við vinnu og ákváðu nokkru síðar að kaupa það og gera það upp. Ekki var hægt að flytja húsið i heilu lagi á bíl þannig að ekki var um annað að ræða en að búta það niður, Qöl fyrir fjöl. Það var síðan flutt í kössum norður á Strandir með flutningabíl og reist aftur. Efniviðurinn er góður, segir Magn- ús, og enginn fúi í timbrinu. Allar innréttingar eru upprunalegar svo og panellinn á veggjunum. Ein- angrað er með steinull á milli. Undir húsinu er óuppfylltur sökkull með gluggum og klöpp undir. „Þetta hús var í niðumíðslu á Seyðisfirði og það hafði ekki verið búið í því í áratug,“ segir Magnús. „Það virtist vera lenska á Seyðis- firði að brjóta rúður og sparka í gegnum hurðir. En ástandið hefur lagast mikið síðan. Það kvörtuðu sumir Seyðfirðingar yfir því að við skyldum flytja húsið burt en þeir höfðu látið það grotna niður og gátu því lítið sagt. Við skildum forláta eldhúsbekk eftir fyrir þá í sárabætur. Húsið lifði af þessa voðalegu meðferð vegna þess að það blés í gegnum það. A meðan timbrið fær að vera eins og í hjalli þá skemmist það ekki. Það eina sem var verulega skemmt var einn gaflinn sem haíði verið klæddur með tjömpappa og raki komist á milli. Það mætti læra ýmislegt af því hvemig þetta hús er byggt. Til dæmis em allir sóplistar úr utan- húspanel og allur efniviður nýttur upp til agna. Við fluttum húsið hingað haustið 1985 en þorðum ekki að byrja að byggja það aftur fyrr en 1986 vegna þess að við vorum að bíða eftir láni frá Húsnæðisstofnun sem vissi ekkert hvað átti að gera við okkur í eitt og hálft_ ár, þ.e. hvar ætti að flokka lánið. A endan- um fengum við lán til endurbóta á gömlu húsi.“ Þau fluttu í húsið einu og hálfu ári eftir að gmnnurinn var grafinn. Ekki er lokið við að innrétta efri hæðina en þar vom í eina tíð níu herbergi. í rjáfrinu getur að líta bæði uppmnalega timbrið og þak- sperrur úr rekaviði sem mikið berst af á Strandir. Viðurinn er til margra hluta nytsamlegur og með- al annars hafa margir bændur sag- að hann niður í girðingarstaura og selt víða um land. Bjamarfjörðurinn er fremur af- skekktur og malarvegimir slæmir frá Hólmavík. Klúkuskóli er gegnt Bakka og því stutt fyrir bömin, sem em tvö, í skólann. Nemendur yfir veturinn em um tugur talsins og bömin dvelja flest á Klúku virka daga en fara heim um helgar. Þar er einnig hótel og sundlaug. Þau Amlín og Magnús komu vest- ur til að kenna fyrir nokkmm ámm og hrifust svo af staðnum að þau ákváðu að vera þar áffam. Bæði eru háskólamenntuð, Magnús í ensku og bókmenntasögu og Am- Iín nam læknisfræði í þrjú ár. Am- lín kennir ennþá og bæði vinna þau við ýmiss konar lausa- mennsku. Auk þess rækta þau tals- vert af alls kyns grænmeti og nýta til þess jarðhita á svæðinu. „Það er mjög jiægilegt að vera með böm hér,“ segir Amlín. „Okk- ur dettur ekki í hug að fara með þau suður. Þau hafa það gott hér í sveitinni og á Klúku er mjög góður skóli.“ Magnús tekur undir og seg- ir ómögulegt að vera með smáböm í bænum. Þau skreppa þó suður til Reykjavíkur af og til,. enda flestir ættingjar þar, og Magnús sækir vinnu þangað ef því er að skipta. Þau gera lítið úr einangmninni og segja hana ekki eins mikla og fólk haldi. Mokað er einu sinni í viku að vetrinum en þau em ekki yfir sig hrifin af Vegagerðinni fremur en margir Vestfirðingar. Vegimir em oft í slæmu ástandi og snjómoksturinn illa skipulagður á stundum. Þegar spurt er um grútarmeng- unina segjast þau hafa orðið vör við töluvert af grútarkúlum um alla fjömna í Bjamarfirði og fúrða sig mjög á að ekkert skuli gert til að hreinsa Strandimar. „Það er eins og ráðamenn fyrir sunnan hafi miklu meiri áhuga á hvaðan meng- unin kemur heldur en að gera eitt- hvað í málinu," segir Magnús. -vd. ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júh'1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.