Þjóðviljinn - 17.07.1991, Side 7

Þjóðviljinn - 17.07.1991, Side 7
Hvetja lækna til að sækja ekki um á réttargeðdeild Stjórn Félags geðlækna sam- þykkti einungis þau tilmæli til geðlækna að þeir sæktu ekki um stöðu yfiriæknis við til- vonandi réttargeðdeild án sam- ráðs við félagið. Þetta var í okk- ar huga gert til að málin yrðu ekki að enn meiri flækju en þau eru nú þegar, sagði Helgi Krist- bjarnarson, stjórnarmaður í Fé- lagi geðlækna við Þjóðviljann. Helgi segir að sá aðili sem tví- mælalaust sé hæfastur til að gegna þessu starfi, Lára Halla Maack, eigi að gera það. - Málið hefur hingað til strand- að á einhveijum formsatriðum en ekki efnisatriðum. Deildin er mjög þörf og enginn sem mælir því í mót. Við geðlæknar vitum um þörfina fyrir deildina og stöndum ekki í vegi fyrir því að hún komist á iaggimar, segir Helgi. Aðspurður hvort ráðneytið haft ekki staðið sig sem skyldi í þessu máli segir Helgi að Lára Halla Ma- ack, sem stjóm félagsins telji hæf- asta til að gegna þessu starfi, hafi sagt að til hennar hafi ekki verið leitað í sambandi við ráðleggingar. - Það segir meira en mörg orð, segir Helgi. Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, segir að hann hafi ekki heyrt neitt í Félagi geðlækna um þetta mál. - Eg veit einungis það sem fjölmiðlar hafa Qallað um málið. Það eru engar deilur á milli heil- brigðisráðneytisins og Lám Höllu. Hún kom með uppsagnarbréf hing- að á sínum tíma á okkar fyrsta fundi og ég veit ekki meira um hennar fyrirætlanir, segir Sighvat- ur. Hann segir og að Félag geð- lækna hafi ekki haft neitt samband við ráðuneytið og ekkert gert í því að afla sér upplýsinga um fyrirætl- anir ráðuncytisins í málinu. - Ég hef aftur á móti haft sam- band við formann Læknafélagsins og leyft honum að fylgjast með því sem hér er að gerast varðandi rétt- argeðlækningadeildina. Ég get upplýst að nú þegar hefúr verið auglýst eftir sérffæðingi í réttar- geðlækningum, ekki sem yfirlækni við tilvonandi deild, heldur til ráð- gjafar í ráðuneytinu. Mér finnst mikið sagt að segja að hún sé eini íslenski geðlæknir- inn sem sé , sérfræðimenntuð á þessu sviði. Ég vil t.d. vekja at- hygli á því, að til er íslendingur sem verið hefur yfirlæknir við rétt- argeðdeild á Norðurlöndum í ein ellefú til tólf ár. Þessi maður heitir Bogi Melsteð og er nú á leiðinni hingað í ráðneytið okkur til ráð- gjafar, segir Sighvatur. -sþ Sveik Stöð 2 undan skatti? -w-álitsgerð sem Skattrannsókn- I ardeild hefur sent Stöð 2 kem- Aur fram að vantalin sé sölu- skattskyld velta Stöðvar 2 upp á 157 miljónir á árunum 1986, 1987 og 1988. Ef álit þetta reyn- ist rétt þá skuldar Stöð 2 sölu- skatt upp á 30 miljónir. Páll Magnússon, forstjóri ís- lenska útvarpsfélagsins, sagði í samtali við Þjóðviljann að álits- gerð skattrannsóknardeildar hefði borist Stöð 2 í síðustu viku og nú ynnu lögfræðingar og endurskoð- endur Stöðvar 2 af fullum krafti við að fara í gegnum bókhald fyrir- tækisins til að kanna málið. „Ef endanleg niðurstaða verður í samræmi við skýrslu skattrann- sóknardeildar þýðir það að fyrir- tækið er með vangoldinn söluskatt, fýrir viðkomandi ár, upp á um 30 miljónir króna. Páll vildi koma því á framfæri að ekki væri um úrskurð að ræða frá ríkisskattrannsóknardeild, held- ur bæri Stöðvar 2 mönnum að skila athugasemdum um viðkom- andi álitsgerð og skýra mál sitt. „Stærsti hlutinn af þessum 157 miljónum, eða 112 miljónir, er at- riði sem verið hefúr umdeilt og sem enn hefúr ekki fengist nein niðurstaða um,“ sagði Páll. „Það er varðandi kostun á innlendri dag- skrárgerð og hvort líta eigi á hana sem söluskattsskylda auglýsingu eða ekki.“ Páll sagði að fyrrverandi og núverandi forráðamenn Stöðvar 2 litu svo á að kostun, eða styrkir til innlendrar dagskrargerðar, hafi ekki átt að bera söluskatt á þessum árum, ekki ffekar en t.d. íslensk kvikmyndagerð sem var sölu- skattsfijáls á þessum árum. Það hefði verið litið á þetta tvennt sem sambærilegt dæmi og því innhemti stöðin þetta aldrei. Hann sagði að hér væri ekki um að ræða að söluskattur hafi verið inn- heimtur, en síðan ekki staðin skil á honum. Páll sagði að núna, samkvæmt áiiti skattrannsóknardeildar, eigi að borga söluskatt af þessu. Hann sagði að æðri yfirvöld yrðu að skera úr um hvað væri rétt í þessu máli. Mismunurinn sem síðan er um að ræða, sem er um 45 miljónir, er mestmegnis varðandi vöruskipti. „Þetta eru vörur sem keyptar voru þegar Stöð 2 var að komast á lagg- imar sem borgaðar voru í staðinn með auglýsingabirtingum,“ sagði Páll. Skatturinn segir, í áliti sínu sem sent var Stöðvar 2 mönnum, að þessi viðskipti hafi verið færð á of lágu verði og þar af leiðandi borgaður of lágur skattur. „Hafí einhveijir glæpir verið framdir í því sambandi, þá vom þeir hvorki ffamdir af núverandi stjómendum né eigendum fyrir- tækisins, heldur þeim sem héldu um stjómtaumana á þeim tíma sem um er að ræða,“ sagði Páll að iok- um. Rikisskattstjóri vildi ekki láta hafa neitt eflir sér í þessu máli þar sem um einstakan gjaldanda er að ræða og samkvæmt lögum ekki heimilt að ræða slíkt við aðra en þá sem hlut eiga að máli. -KMH Sala á áfengi hefur minnkað Samkvæmt nýjustu sölutöl- um frá ÁTVR hefur heild- arsala áfengis á á þessu ári minnkað, sé miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nemur 4,36% í lítrum talið, en 0,41% í alkóhóllítrum. Bjórsala hefur dregist saman um tæp 8%. Fyrstu sex mánuði þessa árs seldust 2.881.536 lítrar af bjór, en 3.126.585 á sama tíma í fyrra. Alls seldust 4.071.240 lítrar af áfengi fyrstu sex mánuði þessa árs, en 4.257.039 á sama tíma í fyrra. Sala á léttvínum hefur aukist. Hvítvínssala hefur aukist um 9,81%, rauðvíns um 6,30% og sala rósavíns hefur aukist hvorki meira né minna en um 26,93%. Sala á vodka jókst um 4,79%, en koníak um 3,19%. Athygli vekur að sala á ís- lensku brennivini hefur dregist saman um tæp 8%. Einnig var gerður samanburður á sölu tóbaks fyTstu sex mánuði áranna 1990 og 1991. Sala á nef- og munntóbaki hefur aukist um 6,78%, en neysla reyktóbaks hefur dregist saman um 9,12%. Neysla vindlinga hefur aukist um 0,76%, en neysla á vindlum hinsvegar dregist saman um 0,77%. - KMH FlÉTHR Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, afhendir Markúsi Emi Antonssyni, borgarstjóra, lyklana að skrifstofum borgarinnar í gærmorgun. Mynd: Jim Smart. Markús Om lofar herför gegn ofbeldi Markús Örn Antonsson, nýr borgarstjóri í Reykjavík, segir að opn- un Austurstrætis sé sér lítt hug- leikin. „Ég tel að það þurfi að vera mjög sterk rök sem mæli með því, að það verði horfið frá því fyrirkomulagi sem hefur ver- ið í Austurstræti undanfarin ár. Það er ríkt í manni að ég átti sjálfur þátt í því að gera Austur- strætið að göngugötu. Meira að segja vildi ég ganga lengra en margir aðrir, því ég vildi gera Austurstrætið að göngugötu alia leið út að Aðalstræti," sagði Markús, þegar Þjóðviljinn spurði hann álits á einu heitasta málinu í Reykjavík þessa stundina, þ.e. hvort opna eigi Austurstræti fyrir bílaumferð á nýjan leik. „Þetta er einstaklega bjartur og fagur dagur og eins er það innra með mér,“ sagði Markús þegar Þjóðviljinn spurði hann hvemig þessi fyrsti dagur sem borgarstjóri leggðist í hann. Markús sat á borg- arráðsfúndi á þessum fyrsta starfs- degi sínum sem borgarstjóri og sagði af því tilefni að það væri skemmtilegt að setjast á nýjan leik inn á borgarráðsfund. „Ég hef nú stjómað fundum þar alloft áður, þegar ég var borgarfulltrúi og vara- formaður borgarráðs," sagði hann og vildi meina að þessi fundur væri ósköp venjubundinn borgar- ráðsfundur eins og hann hafi þekkt þá á sínum tíma. Aðspurður um hvaða verk væri honum efst í huga sem borgarstjóra sagði hann að þau væm mörg, en eitt af því sem hann vildi umfram allt væri að tryggja öryggi almenn- ings. „Ástandið í miðbænum á nætumar brennur heitt á borgarbú- um um þessar mundir. Ég hafði samband við lögreglustjóra í dag og hann ætlar að koma til fúndar við mig næsta mánudag ásamt ein- hveijum af sínum mönnum, þar sem þessi mál verða rædd,“ sagði Markús.Aðspurður hvort ekki vantaði stað fyrir unglingana, sagði hann það væri mál sem hann kann- aðist við frá fyrri tíð. „Þessar lík- amsárásir og ofbeldisverk er það sem manni óar mest við. Þama eru tillölulega fáir einstaklingar á ferð, og eitthvað ætti að vera hægt að gera til að stemma stigu við þessu sívaxandi ofbeldi,“ sagði Markús. -sþ Engin dagblöð í skólana: Ríkið segir upp áskrift að fimmhundruð eintökum Fjármálaráðherra ákvað í gær að segja upp áskrift að 500 eintökum af hverju dagblaði. Ætlunin með þessu er að spara 40 miljónir króna á ári. Ríkið mun áfram vera áskrif- andi að 250 eintökum af dag- blöðunum þ.e.a.s. Þjóðviljanum, Morgunblaðinu, Tímanum, Al- þýðublaðinu, Degi og DV. Upp- sagnirnar taka gildi frá og með 1. ágúst. „Þetta hefúr vissulega í for með sér tekjuskerðingu fyrir Þjóð- viljann, en ræður ekki úrslitum um útkomu hans,“ sagði Helgi Guð- mundsson ritstjóri Þjóðviljans. „Við höfum undanfama mánuði verið að breyta blaðinu sem mcðal annars hefur haft í for með sér aukningu á áskrift. í haust munum við síðan hefja vemlega herferð til þess að auka útbreiðslu blaðsins. Þessi ákvörðun fjármálaráðherra hefur þá fyrst og fremst þau áhrif að við verðum að standa okkur enn betur í þeirri herferð en ella. í þessu sambandi er hinsvegar rétt að minna á að um leið og kaup rík- isins vom aukin um 500 eintök var eitthvað um það að menn hættu að kaupa blöðin vegna þess að þau lágu frammi á vinnustað og vænti ég þess að áskrifl að blöðunum muni eitthvað_ aukast aftur af þess- um sökum. Á hinn bóginn felur þessi ákvörðun í sér verulega skerðingu á þjónustu ýmissa stofn- ana svo sem sjúkrastofnana og sjúkrahúsa og má því segja að ákvörðunin sé í fullu samræmi við annað sem ríkisstjórnin er að bjástra við þessa dagana," sagði Helgi. Þær stofnanir sem fyrir þessum spamaði verða en vilja áfram kaupa dagblöðin geta gert það, en verða að spara annarsstaðar fyrir þeim. Það em fyrst og fremst skól- ar landsins sem nú hætta að fá blöðin, en til skóla fóm 282 eintök, sjúkrastofnanir hætta að fá 76 ein- tök, sjúkrahús fá 66 færri eintök af blöðunum en áður, sem og ráðu- neytin. Þá em eftir tiu eintök sem verða skorin niður annarsstaðar. Ólafúr Ragnar Grimsson fyrr- um fjármálaráðherra sagði að ákvörðunin um að auka kaup ríkis- ins á dagblöðum um 500 eintök hefði verið ákvörðun Alþingis, en ekki ríkisstjórnarinnar, við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1990 og því væri það sérkennilegt að fjár- málaráðherra tæki þessa ákvörðun nú. „Það verður að koma í ljós hvort Alþingi sé sammála honum í þessu,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði ástæðumar fyrir aukningunni hafa verið þær að meirihluti Al- þingis hefði talið það skynsamlega stefnu að dagblöðin lægju frammi í opinberum stofnunum svo sem sjúkrahúsum og skólum þar sem þau séu hluti af upplýsingaöflun og umræðugmndvelli í lýðræðisþjóð- félagi. Alþingi mun áfram fá 76 ein- tök af dagblöðunum, sjúkrahús 70 eintök, ráðuneyti 56 eintök, sendi- ráð 24 eintök og aðrir 24 eintök. Þessi kaup ríkisins kosta 20 milj- ónir króna á ári. -gpra Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.