Þjóðviljinn - 17.07.1991, Page 16

Þjóðviljinn - 17.07.1991, Page 16
Það var grútarsýni til reiðu tveim dögum áour en sýni var sent suður Grútarsýni var til reiðu hjá sýslumannsembættinu á Hólmavík strax á miðvikudaginn í síðustu viku, en svo virðist sem Siglingamálastofnun hafí ekki haft áhuga á því. Á fímmtudegi hafði fulltrúi stofnunarinnar tekið sýni sem ekki var nothæft. Það var svo ekki fyrr á fostudegi sem sýni var sent suður til rannsóknar. Allan tímann eða frá því á há- degi á miðvikudag var sýni til reiðu á Hólmavík. Þetta er sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans. Þá reyndu yfirvöld á staðnum að flýta rannsókn á grútnum til að kanna hvort mengunin gæti reynst mönnum hættuleg. Niðurstaða fékkst ekki fyrr en í dag og vísbendingar gefa til kynna að ein- ungis sé um grútarlýsi að ræða, líklega Ioðnulýsi. Sennilega er lýsið hættulítið mönnum. Æðabændur á Ströndum hafa í hyggju að kæra mengunina svo fram fari opinber rannsókn á mengunarslysinu. Það er Pétur Guðmundsson æðarbóndi Furufirði sem hyggst gera þetta, en hann tel- ur að um allt að 75 prósent hrun æðarstofnsins sé að ræða. Yfirvöld í Reykjavík, Siglinga- málastofnun og umhverfisráðu- neyti, hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nægilega skjótt við slysinu. Það var ekki fyrr en í dag að Eiður Guðnason umhverfisráð- herra og Magnús Jóhannesson sigl- ingamálastjóri mættu norður á Strandir. Heimamenn hafa þurft að þrýsta á embætti fyrir sunnan til að fá upplýsingar og lítið sem ekkert samband hefur verið haft við yfir- völd á Hólmavík að fyrra bragði, samkvæmt heimildum Þjóðviljans. Enn hefúr ekki verið hægt að fljúga yfir svæðið þar sem þoka er á Ströndum. Sjá nánar um mengunarslysið á Ströndum í blaðauka um umhverf- ismál sem fylgir Þjóðviljanum í dag. -gpm Vamarmálaskrifstofan: íslendingar eiga sér enga óvinaímynd Heræflngarnar sem Banda- ríkjamenn standa fyrir í lok mánaðarins eru viðtækari en áður hafa verið. Olafur Ragnar Grímsson sem á sæti í utanríkis- málanefnd Alþingis telur því mjög mikilvægt að nefndin fjalli um þetta mál, en hingað til hefur það ekki verið rætt á þeim vettvangi. Hann hefur sent utanríkisráð- herra bréf þar sem því er mót- mælt að heræfingarnar skyldu hafa verið Ieyfðar, sérstaklega í Ijósi afvopnunarþróunarinnar í Evrópu. Fundur verður í nefndinni í byrj- un næstu viku um þelta mál og önn- ur. Eyjólfur Konráð Jónsson sagðist hafa reynt að koma á fundi strax í þessari viku, en það hefðu heldur fá- ir getað mætt á þeim tíma, og því yrði hann á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. „Það er eðlilegt að menn fái tíma til að undirbúa sig undir fundinn, því það eru alltaf að koma nýjar upplýs- ingar fram um málið,“ sagði Olafur Ragnar. „Nú virðist sem að það eigi að æfa víðtækari stjómun hcmaðar- umsvifa frá Islandi heldur en áður hefur vcrið gert og það er þess vegna nauðsynlegt að fara rækilega yfír þetta mál,“ sagði hann. Olafur Ragnar sagði að bréf það sem hann scndi utanríkisráðherTa hefði fengið mjög víðtækar undir- tcktir, enda þætti mönnum það í hæsta máta undarlegt að nú væri ver- ið að færa heræfingamar út til ann- ara landshluta. „Menn skilja ekki af- hverju cr haldið áfram gömlum hemaðarplönum einsog ekkert hafi gerst í vcröldinni. Þetta kallar á ná- kvæmar útskýringar og grundvallar umræðu,“ sagði Olafur Ragnar. „Satt að segja em ummæli Am- órs Sigurjónssonar fulltrúa utanríkis- ráðuneytisins alveg stórfurðulegar. Hann segir í blaðaviðtölum í gær að ástæður þess að þessar æfingar þurfí að fara fram sé kjamorkukafbátaum- ferð. Þetta em nýjar yfirlýsingar af hálfu utanríkisráðuneytisins. Það var yfirlýst stefna fyrri rikisstjómar að berjast fyrir afvopnun í höfunum. Þessar yfirlýsingar talsmanns utan- ríkisráðuneytisins virðast gefa það til kynna að Island sé ekki með neina sjálfstæða stefnu í þessum málum. Hann talar einsog talsmaður höfuð- stöðvanna í Briissel eða Bandaríkaj- manna, en á engan hátt einsog ís- lenskur embættismaður. Og ummæli hans gera bréf mitt enn mikilvæg- ara,“ sagði Ólafur Ragnar. Arnór Sigurjónsson fulltrúi vamamálaskrifstofunnar sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær að þetta væri niisskilningur hjá Ólafi Ragn- ari. „Eg hef aldrei sagt að þessar æf- ingar séu vegna umferðar kjamorku- kafbáta í Norður- Atlantshafi. Mark- mið æfinganna er að æfa liðsauka- og birgðafíutninga til landsins,“ sagði Amór. Hann sagði að skýrt hefði verið frá uppbyggingu Sovétmanna á Kólaskaga, þar sem talið væri að 70 prósent kjamorkueldflaugaflota Sov- étmanna sé staðseltur, til viðmiðunar fyrir blaðamenn á upplýsingafundi sem haldinn var snemma morguns á mánudag. Amór taldi þetta hugsan- lega orsök miskilningsins. „Það var líka ítrekað að íslcndingar eiga sér enga óvinaímynd, hinsvcgar er lega okkar á Norður-Atlantshafi þess eðl- is að við getum ekki horft framhjá því sem í kringum okkur cr,“ sagði Amór. -gpm Wffs Vissu ekki um heræfinguna að komu allir af fjöllum í borgarráði þegar ég lagðj fram þessa fyrirspurn. í mínum augum er þetta fyrst og fremst spurning um hvernig ákvarðanir eru teknar í svona máli. Það nær engri átt ef enginn í borgarkerfinu hefur tekið þátt í undirbúningi þessara heræf- inga,“ segir Elín G. Ólafsdóttir borgarfulltrúi Kvennalistans. Hún lagði í gær fram fyrirspurn til ný- skipaðs borgarstjóra á fundi borg- arráðs um hvaða samráð var haft við borgaryfirvöld um fyrirhugað- ar heræfingar Atlantshafsbanda- lagsins 30. júlí til 7. ágúst. Elínu var heitið svari á næsta fundi borgarráðs sem fram fer á r ,'þriCöúdág. Fyrirspurn hénnar er í Ijómm liðum og spyr hún þar m.a. hvaða aðilar innan borgarkerfisins hefðu tekið þátt í að ákveða hvort æfingamar fæm fram innan borgar- markanna eða ekki og í hverju þær yrðu fólgnar. Þá spyr Elín hvaða hlutverki borgarráð og borgarstjóm gcgni varðandi ákvarðanatöku í þessu efni, hvaða starfsþætti íslensku lögreglunnar eigi að kynna herlög- reglunni og hvort vitað sé hvaða her- búnað er áætlað að flytja til landsins um borgarsvæðið. í greinargerð fcr Elín jafnframt fram á að fyrir borgarráð verði lagð- ar allar upplýsingar um hvaða her- gögn er fyrirhugað að flytja um borgarlandið, áður en af flutningum verður. ; 'í-fff -vd. ■ Ekkert lát á blíöunni. Þaö þarf ekki lengur að fara út fyrir landsteinana til að komast I suöræna stemmningu einsog þessi mynd úr Austurstrætinu ber með sér. Mynd: Jim Smart. Útlit fyrir að tilboði Suðurverks verði tekið Allt útlit er fyrir að tilboði Suðurverks á Hvolsvelli verði tekið í gerð vegar að hinni nýju brú yfir Markarfljót. Brúin verður tilbúin nú í haust, en ekki stendur til að Ijúka veg- arlagningunni fyrr en næsta vor. Vegurinn kemur til með að iiggja mun sunnar en gamli vegurinn. Suðurverk átti næstlægsta til- boðið í verkið, tæpar 46 miljónir króna miðað við að útboðið gerði ráð fyrir tæpum 97 ntiljónum. Ein- ing sem Ólafur Óskarsson að Gul- arási á bauð hinsvegar enn lægra eða um 34 miljónir króna í verkið. Það eru 35 prósent af útboði miðað við 47 prósent hjá Suðurverki. Gunnar Gunnarsson lögfræðingur hjá Vegagerð rikisins sagði að þeir litu svo á að fallið hefði verið frá tilboði Einingar, en Ólafur segir svo ekki vera og væntir skýringa frá Vegagerðinni verði tilboði hans ekki tckið. Vegagerðin virðist vera búin að gera upp hug sinn, og gengið verður frá þessu í dag. Vegagcrðin telur Suðurverk traust fyrirtæki sem hafi mikið unnið fyrir Vegagerðina sem hafi þannig reynslu af fyrirtækinu. Gunnar sagði um tilboð Einingar hinsvegar að það væri mjög iágt og að mönnum litist ekki of vel á að taka svo lágu tilboði. Ólafúr sagðist geta lagt veginn fyrir svona lítið fé þar sem um væri að ræða aðila með sín eigin tæki er stæðu að fyrirtæki hans og að ekki færi neinn kostnaður í yfir- byggingu. Þetta er þó ekki eina tilboðið sem Vegagerðin hefur hafnað. Vörubílstjórar á svæðinu buðust í apríl til að vinna verkið gegn því að það yrði ekki boðið út. Hefði því verið tekið er hugsanlegt að vegarlagningunni heíði verið lokið á sama tíma og brúarsmíðinni, það er að segja í haust. Þá hefðu vöru- bílstjóramir þurft að lána Vega- gerðinni, því einsog Snæbjöm Jón- asson vegamálastjóri benti á, þá hefur stofnunin aðeins 20 miljónir til umráða á þessu ári til vegar- lagningarinnar. Auk þess þarf að byggja brú yfir Seljalandsá áður en hægt verður að taka veginn og hina nýju Markarfljótsbrú í notkun, sagði Snæbjöm. -gpm Smali óskast í Garða- bæinn Nýlega skýrði blaðið frá því að rollur hefðu valdið miklum usla í landi Garða- bæjar og meðal annars étið upp tré sem Skógræktarfélag Garðabæjar hafði gróðursett. Mál þetta hefur valdið leið- indum á milli Skógræktarfélags Garðabæjar og bæjarstjómar Kópavogs en samkvæmt landa- skipan tilheyra rollumar, sem eru eign Vatnsendabóndans, Kópavoginum. í síðustu viku sendi Skóg- ræktarfélagið bæjarstjóra Kópa- vogs, Sigurði Geirdal, kvörtun- arbréf. I bréfinu var hann beð- inn um að taka þetta mál fost- um tökum og koma rollunum t burtu, svo Garðbæingar gætu haldið áfram að planta sínum tijám í friði. Að sögn formanns Skóg- ræktarfélags Garðabæjar, Erlu Bilar Bjamadóttur, er þetta mál ekki nýtt af nálinni því rollu- vandræðin hafa endurtekið sig ár eftir ár en ekkert verið gert í málinu. Hún sagðist vonast til að kvörtunarbréfið yrði til þess að Garðbæingar þyrftu aldrei að sjá rollumar aftur. Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri Kópavogs, sagði í samtali við blaðið að unnið væri af full- um krafti við að finna lausn á málinu. „Þetta vandamál verður samt auðvitað alltaf fyrir hendi svo lengi sem rollum er leyft að vera á þessu svæði,“ sagði Sig- urður. „Það hefur lengi verið okk- ar ósk að losna við allan rollu- gang af þessu svæði. Það er hinsvegar viðkvæm hlið á mál- inu því Vatnsendabóndinn hefur sín ákveðnu réttindi til að vera bóndi á umræddu landsvæði." Sigurður sagði að umræður stæðu yfir við bóndann í þeim tilgangi að ná fram einhverri lausn. Einnig væri unnið að ályktun sem send yrði Skóg- ræktarfélagi Garðabæjar í næstu viku þar sem orsök og ástand vandamálsins væru kynnt. Á meðan bæjarstjóm Kópa- vogs svitnar við að funda og undirbúa ályktun, standa roll- umar í rólegheitum á beit í Garðabænum. Því vaknar sú spuming hvort ekki vanti bara góðan smala til að leysa þetta vanda- mál. -KMH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.