Þjóðviljinn - 18.07.1991, Síða 3

Þjóðviljinn - 18.07.1991, Síða 3
 I iDACar 18. júlí er fimmtudagur. 199. dagur ársins. 13. vika sumars byrjar. Sólarupprás í Reykjavík kl. 3.48 - sólarlag kl. 23.18. Viðburðir Kollabúðarfundur 1849. Borgarastyrjöldin á Spáni hefst 1936. Bjarni Bene- diktsson frá Hofteigi látinn 1968. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Nýtt Dagblað: Blaðamenn Þjóðviljans frjálsir. Þann 16. þ.m. bárust utanríkisráðu- neytinu skeyti um það frá Englandi að blaðamenn Þjóðviljans hafi þann dag verið látnir lausir, og bíði þess nú, frjálsir ferða sinna, að tækifæri bjóðist til heim- ferðar, sem vonandi verður bráðlega. fyrir 25 árum Hernámsliði í óleyfi sendur frá Vestmannaeyjum: Stakk af frá lögreglu og herlög- reglu á Reykjavíkurvelli. Ein af hörðustu orustunum í Vi- etnam stendur nú yfir. Sá spaki Reynsla er það sem allir menn kalla vitleysurnar sem þeir gera. (Oscar Wilde) á stöðu íslenskrar kvik- myndagerðar Sieurður Pálsson, rithöfundur Mér þykir mjög ánægjulegt að sjö íslenskar, leiknar myndir skuli vera i vinnslu. Fyrir rúmum ára- tug voru menn gjaman að tala um íslenska kvikmyndavorið og héldu síðan að væri komið haust eða vetur, en ég held að þetta hafi bara verið hret, en nú sé að sumra. Það er komin upp ný staða vegna þátttöku erlendra aðila: kvikmyndafyrirtækja, kvik- myndastofnana og þeirra nýju kvikmyndasjóða sem settir hafa verið upp á síðustu ámm. Það era Norræni kvikmyndasjóðurinn og Evrópski kvikmyndasjóðurinn. Ég held bókstaflega að islensk kvikmyndagerð sé ekki möguleg nema með erlendri þátttöku. Það sem við verðum að leggja áherslu á er að fá sem allra mest íslenskt forræði fyrir þessari þátttöku. Við þurfum ekki að gefa forræði okk- ar eftir ef við eram með myndar- legt íslenskt framlag. Það er kom- ið að þeim tímamótum að íslenski kvikmyndasjóðurinn verður að geta komið sem myndarlegur ís- lenskur aðili til móts við þann áhuga sem kemur að utan. Það getur enginn unnið almennilega úr íslenskum efniviði nema við, og þjóðleg verk era þau einu sem eiga möguleika á að verða alþjóð- leg. ^VÍÉú.' I ________ Á DÖFIMMI A Helgi Seljan skrifar Af alltumlykjandi eingreiðslum Enn einu sinni hafa launþegasamtökin falli/t á eingreiðslu sem kjarabót í stað þess sjálfsagða að hækka kauptaxta fólks og rétta þannig hlut þess til frambúðar og þá til jöfnunar um leið. Það er reynt að halda því fram, að fyrir launafólk sé þetta ekki síðra, en auðvitað hlýtur varanleg kjarabót að koma sér betur en skyndigreiðsla, sem auk þess verður oft minna úr í útborgun en annars yrði. Orlofsuppbót, desemberappbót og nú viðskiptaícjarauppbót - allt verður þetta til að ragla um fýrir fólki, skekkja þá raunsönnu kjaramynd, sem felst auðvitað fyrst og síðast í hinum hefðbundnu launakjöram - hinum raunveralegu. Fólk fær við þessar ein- greiðslur falska og villandi mynd af raunkjöram sínum, og staðgreiðslan okkar blessuð sér svo til þess að taka drýgri hlut hér af en annars hefði orð- ið t alltof mörgum tilfellum, þó auð- vitað jafnist allt út um síðir. Annars ætla ég svo sem ekki að fara að segja launþegahreyfingunni til í kjarabaráttu sinni, vandasamri og viðkvæmri, enda hvorki til þess bær né fær. Hins vegar dylst mér ekki að frá hálfu vinnuveitenda er þetta hin ágæt- asta leið og þeim þénanleg á ýmsan veg m.a. til þess að halda hinum lág- launaða fjölda sem bezt niðri, þeim sem minnst bera úr býtum og alltaf gengur erfiðast að þrýsta upp á við. Auðvitað fá vinnuveitendur alltaf visst atfylgi hálaunahópa, þegar rétta skal hlut þeirra, sem lægstir liggja í launa- stiganum, því miður. Enginn vill missa af neinu því sem náð verður, hversu sem það kemur við aðra. En meginástæðan liggur auðvitað í við- horfi vinnuveitenda, sem alltaf og æv- inlega era tilbúnir að yfirborga mönn- unum í „lykilstöðunum", en ríghalda eðlilega í smánartaxtana hjá þeim breiða fjölda launafólks, sem auðvitað skiptir mestu máli um heildarútgjöld hjá þeim. Hvort maður man ekki enn eftir þessu viðhorfi, sem ríkjandi var eins þá og nú, þegar ég var að vasast í verkalýðsmálum fyrir óralöngu og hækka mátti riflega þar sem það gilti um einn eða tvo, en svo umhverfðist allt, þegar kom að fjöldanum. Og hvað sem allir bjargvættir landsins láta frá sér fara um að enginn meini neitt með þvi að lagfæra eigi lægstu launin, þá breytir það engu um þá meginstaðreynd, að minnst meina vinnuveitendm- með því hjali, ef þeir á annað borð taka sér það í munn. Og auðvitað eru það vinnuveit- endur sem öllum öðram ffemur hafa skekkt launamyndina með því að láta allt önnur lögmál gilda um þá sem lykilstöðunum svokölluðu gegna, að maður tali nú ekki um eigin laun, ákvörðuð að geðþótta, himinhátt yfir öllu, jaíhvel þó á gjaldþrotsbarmi sé staðið. Um þetta skal að öðra leyti ekki fjasað öllu meir, aðeins vikið að því sem átti nú að vera uppistaðan í þessu greinarkomi, þ.e. hvemig þessar eingreiðslur koma út fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Fyrst skal þá fram tekið, að þakka ber hversu launþega- hreyfingin tók á þessum málum og setti ríkisvaldinu ákveðin skilyrði varðandi tryggingabætur um leið og ffá kjaraliðum eigin samninga var gengið, þó ég vilji mega trúa því að sama ríkisvald hefði fuslega viljað láta eitt og sama yfir tryggingaþega sína ganga og almennt gerðist á vinnu- markaðnum. Hins vegar hljóta allir áðumefndir annmarkar eingreiðslunnar að koma ekki síður við tryggingaþega eins og geta má nærri. Eingreiðslan ruglar m.a. um fyrir fólki, þó eitthvað sé sagt um hana neð- anmáls á greiðsluseðlinum. Þannig er það næsta öraggt að þegar kemur að greiðslu bóta í næsta mánuði á cftir, þá fáum við hér ófáar upphringingar um það hveiju lækkun bótanna sæti, hvað þá um þann mikla fjölda, sem ég veit að hringir í Tryggingastofhun ríkisins og umboðsskrifstofur hennar og veit ekki hvað veldur breytingum til lækk- unar. Staðgreiðslan kemur hér oft inn í. Fólk hringir dolfallið yfir þvi, hvað valdi þeim ósköpum, að það sé allt í einu farið að borga skatt, fólk sem sannanlega er, litið til alls ársins, all- nokkra neðan við skattleysismörk i tekjum. Meginatriðin era þó tvö: Annars vegar að kjaragrunninum sjálfum er ótæpilega haldið niðri út á þessar „dúsur“ og svo hvemig eingreiðslan dreifíst á bótaflokka og kemst þannig mjög misjafnlega til skila hjá fólki, sem þó er á fullri tekjutryggingu. Þar skiptir mestu eins og í bótakerfinu sjáífu, hvort viðkomandi er eða býr einn eða hvort um hjón er að ræða. Þegar heimilisuppbót og síðar sérstök heimilisuppbót vora teknar upp í tryggingakerfinu, þá var meiningin þar að baki vissulega góð í sjálfu sér þ.e. að rétta hlut þeirra, sem erfiðast áttu, en sá galli var á gjöf Njarðar að fólk varð að búa eitt sér, svo uppbótin fengist. Sífellt aukið vægi þessara tveggja bótaflokka hefur svo orðið til þess að auka mjög misvægið innan hóps tryggingaþega, og nú er svo komið að hjón og sambúðarfólk geta alls ekki unað því misvægi. Eingreiðslan nú t.d„ sem hefði átt að koma að fullu til greiðslu til allra þeirra, er óskerta höfðu tekjutrygg- ingu, gerir það einfaldlega alls ekki. Veralegur hluti eingreiðslunnar kemur á þessa tvo bótaflokka - heimilisupp- bót og sérstaka heimilisuppbót - en þessara bótaflokka njóta ekki nema sumir þeirra, sem eiga fulla tekju- tryggingu, eins og áður er að vikið. Eingreiðslan kemur því veralega skert til hjóna, t.d. hjóna sem eru tekjulaus með öllu eða svo til - ein- faldlega af því að þau eru ekki ein- staklingar í þjóðskiá og „hafa ekki haft vit á því að skilja eða slíta sam- búð“ - eins og ein ágæt kona orðaði það á dögunum. Fólk fær við þessar eingreiðslur falska og villandi mynd af raunkjörum sínum, og staðgreiðslan okk- ar blessuð sér svo til þess, að taka drýgri hlut hér af en annars hefði orðið... Þetta er auðvitað endurspeglun á uppbyggingu bótakerfisins, sem er vægast sagt orðin slík að það ber að staldra við og snúa í nokkra af þeirri braut, þó auðgert verði það ekki. Og því ekki það, ef innbyggt ranglæti og misrétti er í svo við- kvæmu og víðfeðmu kerfi - spyija menn ugglaust i beinu framhaldi hér af. Ég hefi að nokkra svarað því í fyrri hugleiðingum mínum hér að framan, það vill auðvitað enginn sleppa því, sem hann hefur hreppt. Það þýðir, að þó menn vildu jafna hlutföllin milli hjóna og einstaklinga með því að lækka heimilisuppbót eða sérstaka heimilisuppbót og hækka tekjutrygg- inguna sjálfa um sömu upphæð þann- ig að heildarútgjöld stæðu á sléttu, þá er það vonlaust verk, því það kæmi niður á heildardæmi einstaklingsins og þvi yndi sá hópur engan veginn. Ég er heldur ekki að mæla með þeirri lausn, en hækkun tekjutryggingar samfara hækkun ffítekjumarks og breyttum skerðingarreglum er heldur ekkert auðfengið mál, einfaldlega af því að það kostar heil býsn fyrir trygg- ingakerfið. Það ber nefnilega að hafa i huga að lífeyristryggingamar taka til sin yfir 14 milljarða á þessu ári og hver prósentuhækkun kostar allmikið, 10% leiðrétting á mestalla línuna þýð- ir svimháa upphæð eins og menn sjá. Auk þess er það búið að sýna sig afar ljóslega, að jöfnunaraðgerðir eiga ekki upp á pallborðið hjá mörgum þingmönnum s.s. útreið ffumvarps um almannatryggingar á liðnum vetri sýndi gleggst Öiyrkjabandalag íslands hefúr nú þegar komið á framfæri við ráðherra tryggingamála og aðstoðarmann hans ábendingum um breytt fyrirkomulag bótagreiðslna. Það hefiir líka oftsinnis vakið athygli á þeirri mismunun, sem fólgin er í fyrirkomulagi eingreiðslna, hveiju nafhi sem þær nefhast. Nú er mælirinn fullur og vel það og því verður með haustinu lögð aukin áherzla á þessa baráttu fyrir breyting- um til bóta, enda tryggingamál enn komin í endurskoðun og vonandi verða þar einhver unandi úrslit. En kvartanir fólks dynja hér yfir - rétt- mætar i æ ríkara mæli, og þvi verður úrlausn að fást fyrr en síðar. Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.