Þjóðviljinn - 18.07.1991, Síða 6
m
Ertu hrædd(ur)
við skordýr?
Kjartan Om Sigurbjörns-
son
sóknarprestur:
Nei, ég er alls ekki hrædd-
ur við skordýr.
Gylfi Gunnarsson
framkvæmdastjóri:
Nei. En mér er helst illa
við köngulær.
Friöbjörg Guömunds-
dóttir
vinnur á Borgarspítala:
Nei, ekki aldeilis. Mér er
ekkert verr við eina teg-
und skordýra frekar en
aðra.
Sveinbjörg Siguröar-
dóttir
afgreiðslukona:
Já sum. Ég er ekki hrædd
við nein skordýr á íslandi
en það eru mörg ógeösleg
kvikindi erlendis.
Steinar Sigurðsson
vinnur á Hard Rock:
Já, þegar ég er einn.
Gfsli
Halldórs-
son f kvik-
myndinni
Börn
náttúrunnar
eftir Friðrik
Þór Frið-
riksson
sem
frumsýnd
verður á
næstunni.
Verður söguþjóðin kvikmyndaþjóð?
Nú virðist vöxturinn í ís-
lenskri kvikmyndagerð
umtalsvcrður. Níu íslcnsk-
ar kvikmyndir eru í
vinnslu, þar af ein stuttmynd og ein
teiknimynd.
Meðal þeirra mynda sem næst
birtast á tjaldinu verða Böm náttúr-
unnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og
Ingaló á grænum sjó, sem Asdís
Thoroddsen leikstýrir. Mynd Hrafns
Gunnlaugssonar, Hvíti víkingurinn,
verður sýnd einhvemtíma í haust.
Vinna er hafin við kvikmyndina Svo á
jörðu sem á himni, sem Kristín Jó-
hannesdóttir leikstýrir. Sú kvikmynd
er hluti af samnorrænu verkefni. Sód-
óma, Reykjavík heitir mynd sem Ósk-
ar Jónasson leikstýrir. Helgi og fol-
aldið er trílógia með þremur leikstjór-
um. Kvikmyndagerðin Þumall stend-
ur að því verki.
Eitt af því sem athygli vekur í
sambandi við grósku i kvikmynda-
gerð er það hve mikið erlent fjármagn
streymir þar til íslenskrar menningar.
Kvikmyndagerðarmenn virðast hættir
því í bili að veðsetja húsin sín og
sinna nánustu. Norræni sjónvarps- og
kvikmyndasjóðurinn hefur til dæmis
veitt hlutfallslega mest til íslenskra
verkefna undanfarið.
Þorsteinn Jónsson, fúlltrúi íslands
í Kvikmyndasjóði Evrópu, sagði
gróskuna í kvikmyndagerð mjög
ánægjulega og benti á að öll þessi
verkefhi sem styrkt eru með erlendu
fjármagni eru gerð að íslensku ffurn-
kvæði. íslensku verkefhin hafa ein-
faldlega þótt það fýsileg að erlendir
aðilar hafa fengist til að setja peninga
i þessar myndir, sagði Þorsteinn. Fjár-
festingar íslenska rikisins í íslenskum
kvikmyndum virðast einfaldlega skila
svona miklum arði. Styrkimir sem við
fáum eru í beinu hlutfalli við kostnað-
aráætlun myndanna. Því meira sem
við látum i þetta þeim mun meira fá-
um við.
Ef stjómvöld bregðast okkur ekki
núna, sagði Þorsteinn, þá er ekkert
ví til fýrirstöðu að kvikmyndimar
eri hróður okkur jafn viða og sög-
umar gerðu áður.
Þvi má bæta við að lokum, sagði
Þorsteinn, að þessi þróun sem er í
gangi hefur það í for með sér að ís-
lenskir kvikmyndatökumenn, tækni-
menn og leikarar, lenda í vinnu með
útlendingum sem eiga nóga peninga
og við verðum að gæta þess að ekki
verði „keypt“ af okkur besta fólkið.
Framundan gæti verið útstreymi hæfí-
leikafólks. Það mun standa ffammi
fýrir þeirri ffeistingu að ráða sig er-
lendis með styttri vinnutíma og hærra
kaup.
Nýr skóli að Skógum undir Eyjafjöllum
Með nýju sniði á Skógaskófa
undir Eyjafjöllum gefst
ungu fólki í Rangárvaila-
sýslu og Vestur- Skaftafcllssýslu
tækifæri til að stunda framhalds-
nám í sinni heimabyggð. I haust
verður gerð tilraun til að reka skól-
ann í náinni samvinnu við Fjöl-
brautarskóla Suðurlands Selfossi.
Ekið verður með nemendur heim
til sin á föstudagskvöldum og aftur
í skólann á mánudagsmorgnum en
þeir búa á heimavist vikudagana.
Mistakist tilraunin verður enginn
framhaldsskóli rekinn í þessum
tveimur sýslum. Nú geta menn sótt
nám á Selfossi til dæmis en það þýðir
ailt að þriggja stunda akstur á dag fyr-
ir nemenduma, sagði varaformaður
skólanefndar Skógaskóla sr. Halldór
Gunnarsson, Holti. í fýrstu verður
boðið upp á nám á 1. ári framhalds-
skólastigs auk námi í 10. bekk grunn-
skóla. Halldór sagði að um 25 manns
hefðu sótt um 1. bekkinn og að von
væri á fleirum. Allt er þetta fólk úr
sýslunum en hingað til hefur verið
starffæktur Héraðsskóli að Skógum
með 10. bekk, og 1. og 2. stigi firam-
haidsskóla. Það nám hafa þó sótt
nemendur annarsstaðar af landinu.
Halldór sagði að það hefði mikla
þýðingu fýrir fólk í þessum sýslum að
geta sent böm sín í ffamhaldsskóla á
svæðinu. Skógaskóli kemur til með
að bjóða uppá ókeypis heimavist með
lágum matarkostnaði. Reiknað er með
700 krónum á dag með morgunverði,
hádegis- og kvöldmat auk tveggja
kaffitíma.
Það var i tíð fyrrverandi rikis-
stjómar að menntamálaráðuneytið
samþykkti að reka Skógaskóla með
þessu sniði en stefht er að því að
bjóða uppá 2. árs framhaldsskólastig.
við skólann. Skólinn kallast þá Fjöl-
brautarskóli Suðurlands, Skógum og
hlutverk hans verður það sem upphaf-
lega var ráðgert þegar skólinn var
stofnaður 1949, það er hann verður
framhaldsskóli Rangæinga og Vestur-
Skaftfellinga. Enda saeði Halldór að
til lítils væri að reka skóla í Skógum
fyrir Reykvíkinga.
Halldór sagði að aðstæður allar
væm góðar í skólanum en á sumrin
hefúr Hótel Edda rekið hótel í heima-
vistinni. Leigutekjumar hafa verið
notaðar til að halda skólanum við í
gegnum árin. Sundlaug er á staðnum,
útsýni frábært og því ætti ekki að
væsa um neinn. -gpm
Skógar undir Eyjafjöllum. Skógafoss dregur til sln marga feröamenn enda tign-
arlegur foss.
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. júlí1991
Síða 6