Þjóðviljinn - 18.07.1991, Blaðsíða 9
NEflENDAMÁLIIIIIII
A Umsión: Kristrún M. Heiðberg
Slys
í nudd-
pottum
fyrirbyggð
Nuddpottar hafa gert
mikla lukku hér á landi
og scljast með afbrigð-
um vel. En það sem
ekki allir gera sér grein fyrir er
að þessum pottum fylgir mikil
slysahætta þegar ungbörn eru
annars vegar.
Bömin eiga það til að skríða
upp í pottana og getur slíkt haft í
for með sér hörmuleg slys.
Hér á landi er fyrirtæki sem
nefnist Norm-X sem framleiðir
þessa nuddpotta. Til að fyrirbyggja
slys af þessu tagi hafa þeir sérhæfl
sig í ákveðinni gerð loka fyrir pott-
ana.
„Við höfðum heyrt um svo
mörg slys úti í heimi og einnig hér-
lendis af þessu tagi og ákváðum því
að gera eitthvað í málinu,“ sagði
Sævar Svavarsson, forstjóri fyrir-
tækisins. Fyrirtækið steypir lok íyr-
ir alla potta sem em framleiddir og
veitir 30% afslátt af lokunum séu
þau keypt strax með pottunum.
Sævar sagði að í Bandaríkjun-
um væri skylt að hafa alla potta
með einhveijum öryggisbúnaði, en
engar reglur giltu um þetta á Is-
landi.
Sem öryggisbúnað er einnig
hægt að kaupa einskonar sírenur
sem látnar em fljóta á vatninu í
pottinum. Þær fara síðan í gang
þegar mikil hreyfing verður skyndi-
lega á vatninu, eins og t.d. þegar
bam dettur í pottinn.
Einnig em til yfirbreiðslur fyrir
pottana, en það er ekki talinn hent-
ugur búnaður þar sem yfirbreiðslan
heldur ekki bami.
Hinsvegar em lokin það sterk
að þau halda fullorðnum manni
auðveldlega.
„Við hvetjum fólk eindregið til
að kaupa þessi lok, því eitt slys er
einu slysi of mikið,“ sagði Sævar.
Mestur verðmunur á varahlut f heyvinnsluvél var 132 prósent.
Verðkönnun á aðföngum
til landbúnaðarframleiðslu
Frá því að kjarasamningar voru
gerðir í febrúar 1990 hefur
Verðlagsstofnun annast eftirlit
með verði á aðföngum til landbún-
aðar.
Stofnunin hefur meðal annars
fylgst með og birt verð á allmörgum
fóður- og byggingavörum ásamt vara-
hlutum í heyvinnsluvélar og vömm til
heyvinnslu.
Nú í júní var gerð samskonar
könnun og hún borin saman við
könnunina sem gerð var á s.l. ári.
Könnunin sem náði til 24 sölu-
staða víðs vegar á landinu leiddi með-
al annars í ljós að meðalverðið á
tveimur vömtegundum lækkaði á
fyrrgreindu tímabili. Verð á PZ CM
120 hnífum í sláttuþyrlu lækkaði að
meðaltali um 5.8 prósent og Claas
tindar í heytætlur lækkuðu að meðal-
tali um 1 prósent.
Mestur verðmunur á varahlut i
heyvinnsluvél var 132 prósent en þess
ber að geta að dýrasti varahluturinn
var frá framleiðanda vélarinnar en
þeir ódýrari frá öðmm framleiðend-
um. _
A öðmm vömm til heyvinnslu
var munur á hæsta og lægsta verði á
bilinu 18-43 prósent. Mcsti verð-
munurinn 43 prósent var á hvítu
rúllubindigami.
Hér sjáum við nuddpott með loki. Lokið er mjög hentugt og kemur I veg fyrir hörmuleg slys. Mynd: Jim Smart.
„Pottamir virka mjög hættulausir,
en svo er ekki í raun. Þó svo að
ekki sé nema 30 cm djúpt vatn í
pottinum þá getur það verið hættu-
legt fyrir ungabam."
Verðin á pottunum eru frá
48.000- 74.000. Lok fyrir 48.000
króna pott kostar 8.000.
Hollustubæklingar
frá Hagkaupum
Undanfama mánuði hefur verið
unnið að undirbúningi á Neytenda-
þjónustu Hagkaups. Neytendaþjónust-
unni er fýrst og fremst ætlað það hlut-
vcrk að vinna að ýmsum hagsmuna-
málum neytenda, varðandi upplýs-
inga- og fræðsluþátt um neysluvenjur.
Nú er að hefja göngu sína röð
bæklinga á vegum Neytendaþjónustu
Hagkaups undir samheitinu Heilsa og
Hollusta. Hér er á ferðinni röð bæk-
linga með fróðleik og upplýsingum
um flest það er varðar heilsu og holl-
ustu neytenda.
Tveir fyrstu bæklingamir eru:
„Hreysti og Heilbrigði" og „Fita.“
Heiti bæklinga númer 3 og 4 eru:
„Prótein" og „Vítamín og Steineíhi."
Hagkaup hefur gefið út fjóra bæklinga
þar sem ýmsan fróðleik er að finna
um heilsu og hollustu.
Látið fituna renna af matnum á eld-
húspappír áður en borðað er.
- Veljið físk, fuglaköt (húðflétt-
ið fuglinn) eða magurt köt.
Varist mat eins og pylsur, tertur
og kökur, sem oftast innihalda
mikla fitu.
- Notið fremur mjúkt smjörlíki
meó háu hlutfalli íjölómettaðrar
fitu, en hart smjörlíki eða smjör.
- Aukið smám saman hlut und-
anrennu og léttmjólkur á kostnað
nýmjólkur. Þetta er notadrjúg að-
ferð við að minnka fituneysluna.
Athugið að þótt nýmjólkin líti sak-
leysislega út í fitutöflum, þá eru um
40 grömm af fitu í hverjum lítra.
- Notið rjóma aðeins við sér-
stök hátíðartækifæri en reynið þess
í stað að nota oflar jógúrt, súrmjólk
og skyr.
- Veljið magra osta svo sem
kotasælu og suma smurosta, eða
miðlungsfeita osta eins og t.d. 17
prósent Gouda.Um leið og við
minnkum fituna, þurfum við að
hafa í huga að neyta meira af kol-
vetnaauðugri fæðu. Hér má nefna
gróft brauð, kartöflur, heilt kom og
baunir af ýmsum tegundum. Þetta
er sérstaklega mikilvægt fyrir böm-
in sem þurfa mikla orku til vaxtar-
ins.
(Tekið skal fram að textinn, um
ofangreind ráð, er fenginn úr bæk-
ling gefnum út af Hagkaup og hér
með birtur með leyfi þeirra).
Til þess að halda sér í fínu
formi verður að draga úr of mik-
illi neyslu á fitu.
Hér á eftir
eru gefin
n o k k u r
ráð til
þess að draga úr
fituneyslu en of
mikil fituneysla á
stóran þátt í ýms-
um hjartasjúk-
dómum og vanlíð-
an fólks.
- Grillið, gufu-
sjóðið eða bakið
matinn. Flest græn-
meti og jurtafæði er
í eðli sínu magurt
en mismunandi
matreiðsluaðferðir
geta haft sín áhrif.
1 soðnum kartöfl-
um er nær engin
fita, en í frönskum
kartöflum er fitan
a.m.k. 11 prósent.
- Ef maturinn
er steiktur notið þá
olíu með háu
hlutfalli fjöl-
ómettaðrar
fitu og notið
eins lítið
og unnt er
að kom-
ast af
með.
Hvemig á að
draga úr
fituneyslu?
Síða 9
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. júlí 1991