Þjóðviljinn - 18.07.1991, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 18.07.1991, Qupperneq 13
SMÁFRÉTTIR Bless á Tveimur vinum Rokksveitin Bless verður með tónleika á skemmtistaðn- um Tveir vinir og annar í frii í kvöld . Tveir mánuðir eru nú liðnir síðan Bless spilaði síð- ast, en það var líka á Tveimur vinum og voru móttökumar stórkostlegar þá. Eíhisskráin i kvöld byggir að mestu á efni sem samið hefúr verið á þessu ári, m.a. má nefna lagið „Heimavistin Helviti“, sem ný- lega kom út á safnplötu Skíf- unnar „Ur ýmsum áttum“. Önnur ný lög munu verða á nýrri breiðskífu Bless, sem stefht er að að komi út á þessu ári. Bless mun einnig leika lög af plötunni „Gums“ sem nú er fáanleg i plötubúðum eftir langt hlé. Upphitunarhljóm- sveit kvöldsins nefnist „Caz- bol“ og er sveit ungmenna úr úthverfunum. Þeir leika pönk og ekkert nema pönk. Tónleik- amir hefjast upp úr kl. 22.00 og er miðaverði stillt i hóf. Styrkir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku Styrkir verða veittir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til íramhaldsnáms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni. Eftirtaldir njóta forgangs um styrk úr sjóðnum: í fyrsta lagi ungmenni sem misst hafa fyrir- vinnu, föður eða móður og ein- stæðar mæður. I öðm lagi kon- ur, meðan fullt launajafnrétti er ekki í raun. í þriðja lagi, ef engar umsóknir berast frá Vest- fjörðum, þá koma umsóknir Vestfírðinga búsettra annar- staðar til greina. Félagssvæði Vestfirðingafélagsins er ísa- fjarðarsýslur, Ísaíjörður, Stranda- og Barðastrandarsýsl- ur. Umsóknir skal senda fyrir lok júlí til Menningarsjóðs vestfirskrar æsku c/o Sigriður Valdemarsdóttir, Njálsgötu 20 (jarðhæð), 101 Reykjavík og skulu meðmæli fylgja frá skólastjóra eða öðrum sem þekkja viðkomandi nemanda, efni hans og aðstæður. Síðasta ár vom veittar kr. 240 þúsund til 5 ungmenna sem öll em bú- sett á Vestfjörðum. Sýning á Akranesi Hrönn Eggertsdóttir mynd- listakona og Philippe Ricart veflistamaður hafa opnað sýn- ingu á verkum sínum i upplýs- ingamiðstöð ferðamála á Akra- nesi. Sýningin stendur til 15. ágúst. I upplýsingamiðstöðinni að Skólabraut 31 er listahom, þar sem listamönnum bæjarins er boðið að kynna verk sin mánuð í senn. Um 600 bæjar- búar og ferðamenn hafa lagt leið sína í upplýsingamiðstöð- ina frá því hún var opnuð 15. maí sl. Prelúdíur, fúga og sónata á Skálholtshátíð Skálholtshátíð verður hald- in nk. sunudag, 21. júlí og hefst með messu kl. 14.00. Séra Tómas Guðmundsson predikar. Sjálf samkoman hefst siðan kl. 16.30. Hilmar Öm Agnarsson leikur á orgel Pre- lúdíu og fúgu í C-dúr eftir Ge- org Böhm. Sr. Sigurður Sig- urðarson heldur hátíðarræðu dagsins. Guðrún Óskarsdóttir leikur á sembal Prelúdíu í a- moll eftir Louis Couperin og síðan ásamt Kolbeini Bjama- syni sónötu i e-moll fyrir flautu og sembal eftir G.F.Handel. Séra Axel Áma- son annast ritningalestur og bæn. Kaffisala verður í Skál- holtsskóla eftir messu. Spamaður og ábyrgð sem talandi er um Eins og allir vita eru stjómmál öðrum þræði listin að tala þannig að enginn skilji það sem maður á við. Þessu fýlgir auðvitað að eng- inn þori að segja frá því, að hann skilji ekki baun. Ráðherrar og þingmenn sem ná þeim árangri að vera oft í fjölmiðlum og hafa þar í frammi gáfulegt tal en illskiljan- legt, eiga áreiðanlega vísan lang- tímaframa í stjómmálum. Til viðbótar þessu almenna snilldarbragði, að komast hjá að svara því sem spurt er um, er nauðsynlegt að koma alltaf ein- hveiju á framfæri sem varðar bókhald ríkisins og helst af öllu lítilsháttar viðauka sem hefur hagfræðilegt yfirbragð. Þeir em nú ekki margir sem hafa allt þetta á valdi sínu, en landbúnaðarráð- herra er í hópi hinna útvöldu. Hann sagði í viðtali við DV í fyrradag: „Ég hef ekki enn sett það nið- ur fyrir mér hvemig ég ætla að ná fram hátt í 2 milljarða niður- skurði. Hugmyndin er að breyta uppsetningu fjárlagafrumvaijis- ins, því í landbúnaðarráðuneytið á til dæmis að færa niðurgreiðslur á búvömm, og eiin hef ég ekki séð forsendur fjármálaráðherra í þeim efhum.“ Enda þótt ekki standi á grein- argóðum svömm landbúnaðarráð- herra, nú fremur en fyrri daginn, þá verður Þrándur nattúrlega að gera þá játningu að hann er ekki alveg viss um hvað ráðherrann er að fara. Eftir því sem næst verður komist ætlar landbúnaðarráðherra að skera niður útgjöld um 2 millj- arða. Til að ná þeim árangri hefur mönnum meðal annars dottið í hug það snjallræði að breyta upp- setnmgu fjárlaganna. Eins og hver maður getur séð er þetta hið mesta snilldarbragð og má ná skjótum árangri í lækkun útgjalda með þessum hætti, að ekki sé nú talað um ef „forsendur fjármála- ráðherra í þeim efnum“ em réttar. Hinsvegar skortir nokkuð á skiln- ing Þrándar þegar kemur að því að „færa niðurgreiðslur á búvör- um í landbúnaðarráðuneytið“. Hér kemur greinilega í ljós að Þrándur er undir sterkum áhrifum frá Alþýðuflokksmönnum, því hann heftir fram að þessu haldið að niðurgreiðslumar væm færðar bændum, þó sumir vilji nú raunar halda því fram að þær séu færðar neytendum og enn aðrir haldi fram að millihðimir hirði nú sitt. Það er því ástæða til að ætla að hér sé á ferðinni enn eitt meistara- stykkið í stjómsýslunni. Með því að færa niðurgreiðslurnar frá neytendum, bændum, eða milli- liðum í landbúnaðarráðuneytið hljóta að sparast mjög miklir pen- ingar. Samkvæmt þessu mun nag- ur landbúnaðarráðuneytisins væn- kast vemlega á næstunni um leið og spamaðurinn í ríkisbúskapnum eykst stórlega. Rétt er að benda stjómarherr- unum á að þessa tilhögun má taka upp miklu víðar. Til dæmis mætti hugsa sér að færa öll útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála inn í heiibrigðis- og tryggingamála- ráöuneytiö og spara þanmg grið- arleg útgjöld. Þá væri að sjálf- sögðu hætt við að færa spítölun- um þessi gjöld eða læknunum eða gangastúlkunum, eða fotluðum og öldmðum. Hagur þeirra myndi að sönnu versna eitthvað, en hagur ríkissjóðs og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins bama stórlega, og það er jú það sem skiptir máli, ekki satt? Og það em fleiri möguleikar í stöðunni, eins og sjá má af orðum landbúnaðarráðherra: „Ríkis- stjómin hefúr samþykkt auknar mðurgreiðslur á raforku til að lækka þessi daglegu útgiöld fjöl- skyldunnar. Það hefur ekki verið rætt um það að þessar niður- greiðslur verði á kostnað niður- greiðslna á landbúnaðarvömm. Komi niðurgreiðslumar til mín mun ég bera pólitíska ábyrgð á þeim og gera mínar tillögur um þær. Það er alveg augljóst að það sem heyrir undir landbúnaðar- ráðuneytið er á mína ábyrgð.“ Hér er líklega rétt að hætta í bili, því nú er skilningurinn kom- inn út og suður. Eiga niður- reiðslur á raforku að fara til ráð- errans persónulega eða þá niður- greiðslur á búvömm. þá ber hann ábyrgð á....bíðum nú við ábyrgð á...já, líklega niðurgreiðslum á búvörum...eða á raforku....eða hvert á að færa niðurgreiðslum- ar...jú, ætli það sé ekki svoleiðis? - Þrándur Breytileg átt, gola eða kaldi. Skýjað verður og víöa lítilsháttar rigning um norðan- og austanvert landiö, en bjartara og þurrt að mestu sunnan lands og vestan. Hiti verður á bilinu 6 til 16 stig. - Á höfuðborgarsvæðinu má búast við breytilegri átt, golu eða kalda. Skýjað verður að mestu og búast má viö einhverri vætu í kvöld og nótt en skýjað með köflum og þurrt á morgun. - Hiti 9 til 16 stig. KROSSGÁTAN Lárétt: 1 stoð 4 ójafna 6 hæfur 7 skák 9 spil 12 friðsöm 14 svefn 15 kyn 16 lykt- ar 19 sögn 20 seöill 21 flaga Lóðrétt: 2 súld 3 veiði 4 þrjóska 5 eyöa 7 álitinn 8 slóðar 10 bandiö 11 úldni 13 hás 17 uppistööuvatn 19 leiöi Lausn á siöustu krossgátu Lárétt: 1 stef 4 sófl 7 mási 9 æska 12 trekk 14 tla 15 roð 16 undra 19 særi 20 öfug 21 stóri Lóðrétt: 2 tjá 3 fáir 4 stæk 5 fák 7 mót- ast 8 staurs 10 skrafi 11 auöugt 13 eld 17 nit 18 rör Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vikuna 12. til 18. júli er I Apoteki Austurbæjar og Breiðholts Apóteki. - Fyrrnefnda apótekiö er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9-22 samhliða hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavík...................« 1 11 66 Neyðam.í Reykjavík..........» 000 Kópavogur...................» 4 12 00 Seltjamarnes................« 1 84 55 Hafnarfjöröur...............« 5 11 66 Garðabær....................« 5 11 66 Akureyri....................» 2 32 22 Slökkviliö og sjúkrabílar Reykjavik...................«1 11 00 Neyðarn.....................» 000 Kópavogur...................» 1 11 00 Seltjamarnes................» 1 11 00 HafnarQörður................»511 00 Garðabær....................« 5 11 00 Akureyri....................» 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-arnes og Kópavog er I Heilsuverndar-stöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í * 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar I simsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eöa ná ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarsplt-alans er opin allan sólarhringinn, » 696600. Neyðarvak Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og stórhátlðir. Sfmsvari 681041. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-an, « 53722. Næturvakt lækna, » 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt, » 656066, upplýsingar um vaktlækni »51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstöðinni, » 22311, hjá Akureyrar Apóteki, » 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsími). Keflavík: Dagvakt, upplýsingar I » 14000. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna, » 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land-spitalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra-timi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar-heimili Reykjavíkur v/Eirlksgötu: Al-mennur tími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspltal-ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu-verndarstöðin við Barónsstig: Heimsóknartlmi frjáls. Landakotsspltali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim-sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spltali Hafnar-firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspltalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsiö Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, » 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráögjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudags-kvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum tfmum. » 91- 28539. Sálfræðistööin: Ráðgjöf í sálfræði-legum efnum,« 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt I sima 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17, »91-688620. „Opið hús’ fyrir krabbameinssjúk-linga og aðstandendur þeirra I Skóg-arhlið 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvandann sem vilja styðja smitaöa og sjúka og aðstandendur þeirra » 91- 28586 og þar er svarað virka daga. Upp- lýsingar um eyðni og mótefnamælingar vegna alnæmis: « 91-622280, beint sam- band við lækni/hjúkrunarfræöing á mið- vikudögum kl. 18 til 19, annars sfmsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91-21205, húsaskjól og aöstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráögjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22,« 91-21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: « 91-21500, sfmsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: » 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, » 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I » 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, » 652936. GENGIÐ 17. juli 1991 Kaup Sala Tollg Bandaríkjad... 62, 500 62, 660 63,050 Sterl.pund...102, 766 103, 029 102,516 Kanadadollar.. 54, 478 54, 618 55,198 Dönsk króna... .9, 002 9, 025 9,026 Norsk króna... .8, 927 8, 950 8,938 Sænsk króna... .9, 617 9, 642 9, 651 Finnskt mark.. 14, 496 14, 533 14,715 Fran. franki.. .10, 252 10, ,278 10,291 Belg. franki.. .1» 690 1, ,694 1,693 Sviss.franki.. 40, 011 40, 114 40,475 Holl. gyllini. ,30, 887 30, 966 30,956 Þýskt mark.... ,34, .790 34, , 879 34,868 ítölsk lira... - 0, ,046 o, , 046 0,047 Austurr. sch.. , .4, ,946 4, ,959 4,955 Portúg. escudo.0, ,406 o, ,407 0,399 Sp. peseti.... . .0, ,554 o, ,556 0,556 Japanskt jen.. . .0, ,455 0, ,456 0,456 írskt pund..., .93, , 128 93, ,367 93,330 LÁNSKJARAVÍSITALA Júni 1979 « 100 1986 1987 1988 1989 1990 1991 jan 1364 1565 1913 2279 2771 2969 feb 1396 1594 1958 2317 2806 3003 mar 1428 1614 1968 2346 2844 3009 apr 1425 1643 1989 2394 2859 3035 mai 1432 1662 2020 2433 2873 3070 jún 1448 1687 2020 2475 2887 3093 júl 1463 1721 2051 2540 2905 3121 Agú 1472 1743 2217 2557 2925 sep 1486 1778 2254 2584 2932 okt 1509 1797 2264 2640 2934 nóv 1517 1841 2272 2693 2938 dea 1542 1886 2274 2722 2952 Síða 13 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. júlí 1991 V r aLrU'; I 55» t:L| -«.»> I lií. : . ■ .JL-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.