Þjóðviljinn - 26.07.1991, Blaðsíða 6
írak sinnti
ekki úrslita-
kostum
Talsmaður Hvíta hússins
sagði í gær að stjórn íraks heföi
enn ekki gefið fullnægjandi upp-
lýsingar um kjarnorkuieyndar-
mál sín. Bandaríkin, Sovétríkin,
Bretland, Frakkland og Kína,
sem fastaaðild eiga að Oryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna, hðfðu
sett írak úrslitakosti þess efnis,
að það gæfi upp öll slík leyndar-
mál fyrir 25. þ.m.
Sá frestur er nú útrunninn en
bandaríski talsmaðurinn sagði að
það þýddi ekki að hemaðaraðgerð-
ir gegn írak hæfúst þegar í stað.
Talsverð spenna hefúr undanfarið
verið í mörgum út af því, hvemig
Bandaríkin brygðust við ef Irak
sinnti ekki úrslitakostunum.
Alþjóðlega kjamorkumála-
stofnunin (IAEA) telur einnig að
Irak leyni enn einhveiju um kjam-
orku sína.
EB-EFTA: Enn
ekkert sam-
komulag
Litlar líkur eru nú á að takist að
berja saman samning Evrópu-
bandalags og EFTA um samein-
ingu þessara bandalaga í fyrirhug-
að Evrópskt efnahagssvæði (EEA)
fyrir mánaðamót, eins og gert hafði
verið ráð fyrir. Talsmenn beggja
bandalaga í Brussel sögðu i gær
helstu deilumálin, þau um fisk-
veiðiréttindi, vömbílaumferð yfir
AlpafjöII og fjárframlög EFTA-
ríkja til EB, væru óleyst.
Kúvæt flytur
út hráolíu á ný
Stjórn Kúvæts tilkynnti í gær
að emírsdæmið myndi að nýju
hefja útflutning á hráolíu um
helgina, hér um bil ári eftir að sá
útflutningur stöðvaðist af völd-
um innrásar íraka.
Enn er yfir helmingur olíulinda
Kúvæts, scm eru yfir 600 talsins, í
báli frá því að írakar kveiktu í þeim
að skilnaði. Fyrir innrásina fram-
leiddi Kúvæt yfir tvær miljónir
tunna af hráolíu á dag, en nú er
framlciðslan um 140.000 tunnur á
dag.
Suður-Kórea
tekur við í
Panmunjom
Samkomulag í meginatriðum
hefur náðst með stjórnum
Bandaríkjanna og Suður-Kóreu
um að síðarnefnda ríkið taki við
umsjón með hlutlausa svæðinu í
Panmunjom og nágrenni af því
fyrrnefnda. Panmunjom er þorp
á landamærum kóreönsku ríkj-
anna og þar tókst eftir langa
mæðu að stöðva Kóreustríðið
með vopnahléssamningi 1953.
Var þá 1,6 km löng spilda, sem
liggur í gegnum þorpið, lýst hlut-
laust svæði, og hafa Bandaríkjaher-
menn síðan hafi gæslu þar sunnan-
megin. Þar er enn eini staðurinn,
þar sem hægt er að fara yfir landa-
mæri þessi með löglegu móti. Gert
er ráð fyrir að Suður- Kóreumenn
byiji að taka við efiirliti þar af
Bandaríkjamönnum í október.
Gorbatsjov
sósíalisma
Miðstjórn Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna fjallaði í gær
um tillögu að nýrri stefnuskrá
fyrir flokkinn, sem Gorbatsjov
forseti hefur Iagt fram. Er til-
lagan í stórum dráttum á þá leið
að stefna flokksins verði í lík-
ingu við það sem er hjá vest-
rænum sósíalista- og jafnaðar-
mannaflokkum.
Efni tillögunnar birtist að
miklu leyti í sovésku blaði fyrr í
vikunni.
í ræðu á fúndi miðstjómar í
gær vísaði Gorbatsjov á bug ásök-
unum einhverra miðstjómar-
manna um að með tillögunni væri
verið að afneita sósíalismanum.
„Slíkar ákærur em lagðar ffam af
mönnum, sem ég vil kalla fúlltrúa
kommúnískrar bókstafstrúar,
mönnum sem ekki megna að
boðar flokk
og lýðræðis
bijótast út úr vítahring kennisetn-
inga,“ sagði Gorbatsjov, sem er
aðalritari flokksins.
Hann lagði til að flokkurinn
legði af formlega hlutverk sitt
sem flokks iðnverkamanna sér-
staklega til að leggja áherslu á að
hann væri flokkur alþjóðar. Upp-
kastið að nýju stefnuskránni,
sagði Gorbatsjov, felur í sér allt
það besta í sósíalisma Sovétríkj-
anna og heimsins og lýðræðis-
legri hugsun í stað óheflaðs marx-
lenínisma liðins tíma.
Margir urðu til þess að and-
mæla Gorbatsjov, en ekki kom þó
til harðra deilna eins og margir
höfðu búist við. Sumir miðstjóm-
armanna sögðust eftir fúndinn
telja að miðstjómin myndi sam-
þykkja uppkast aðalritarans í stór-
um dráttum.
Evrópudómstóll: EB-löp ofar
breskum um f iskveið iráttindi
Evrópudómstóllinn í Lúxem-
borg vísaði í gær á bug
breskum lögum, sem sett voru
1988 til að koma í veg fyrir að
fiskiskip frá öðrum Evrópu-
bandalagsríkjum, sérstaklega
Spáni, væru skráð í Bretlandi
og gætu þannig veitt hluta af
veiðikvótum Breta og landað
þeim fiski í höfnum raunveru-
legra heimalanda.
Samkvæmt lögum þessum
breskum verða fiskiskip skráð í
Bretlandi að vera í breskri eigu að
þremur fjórðu hlutum og þrír af
hverjum fjórum sjómönnum á
hverju skipi verða að vera búsett-
ir í Bretlandi.
Evrópudómstóllinn úrskurð-
aði að þessi lög væru ólögleg
samkvæmt þeim lögum EB, sem
heimila borgurum aðildarríkja að
koma upp fyrirtækjum í öðrum
ríkjum þess.
Þessi úrskurður hefur vakið
mikla reiði í Bretlandi og þykir
hann dæmi um það að yflrþjóð-
legar stofnanir EB taki völdin af
þingum aðildarríkja þess. Tals-
menn breskra útgerðar- og fiski-
manna sögðu í gær að úrskurður-
inn gæti haft mjög slæmar afleið-
ingar fyrir fiskveiðar Breta.
Vildu sumir flokksbræðra
Moros ekki bjarga honum?
Itölsk blöð héldu því fram í
gær að stjórnmálamenn á Sik-
iley hafi beðið Mafíuna þar að
hjálpa til við að ná Aldo Moro,
einum af helstu leiðtogum
kristilegra demókrata og fyrr-
verandi forsætisráðherra, úr
höndum Rauðu stórfylkjanna
svokölluðu sem námu hann á
brott 16. mars 1978. Rauðu
stórfylkin, samtök vinstrisinn-
aðra hryðjuverkamanna,
myrtu Moro 55 dögum síðar.
Stjómmálamenn þeir, sem til
Mafíunnar lcituðu, voru fiokks-
bræður Moros. Mafíuforingjamir
ncituðu og að sögn blaðanna bar
einn þeirra því við að sumir
valdamestu manna í flokki kristi-
legra demókrata vildu ekki að
Moro yrði bjargað úr höndum
hry ðj uverkamannanna.
Þegar Moro var rænt, hafði
hann um hríð beitt sér fyrir sam-
vinnu flokks síns og ítalska
kommúnistaflokksins, tveggja
stærstu flokka landsins, og orðið
nokkuð ágengt í því. Söguleg
málamiðlun var það kallað.
Blöðin hafa þetta eftir Franc-
esco Marino Mannoia, fyrrver-
andi mafíuforingja sem gerst hef-
ur vitni yfirvalda gegn fyrrver-
andi félögum sínum.
Moro (höndum mannræningj-
anna - sagt að sikileyska mafían
hafi verið beðin hjálpar.
F.W. de Klerk, Suður-Afrlkuforseti -
slegið hefur I bakseglin fyrir stjóm
hans vegna uppljóstrana undan-
farna daga.
Suður-Afríkustjórn játar
á sig f járstuðning við
andstæðinga SWAP0
Pik Botha, utanríkisráðherra
Suður-Afríku, sagði fréttamönn-
um í gær að Suður-Afríka hefði
veitt andstæðingum namibísku
sjálfstæðishreyfingarinnar SWA-
PO fjárhagsaðstoð upp á 35 milj-
ónir dollara í kosningabaráttu
þeirra 1989. Hélt Botha þvi jafn-
framt fram að SWAPO hefði
fengið miklu meiri fjárhagsað-
stoð utan frá til kosningabarátt-
unnar.
Mikil ólga er nú í Suður-Afríku
út af uppljóstrunum um fjárstuðn-
ing suðurafrísku lögreglunnar við
súlúska flokkinn Inkatha. Nelson
Mandela, leiðtogi Afríska þjóðar-
ráðsins (ANC), öflugustu samtaka
suðurafrískra blökkumanna, krafð-
ist þess í gær að ríkisstjómin færi
frá og bráðabirgðastjóm með þjóð-
areiningu fyrir augum tæki við.
Isaac Bashevis Singer látinn
Isaac Bashevis Singer, banda-
rískur nóbelshöfundur af
pólskum gyðingaættum, lést á
miðvikudaginn á hjúkrunar-
heimili í Miami, 87 ára að aldri.
Singer fæddist í Radzymin,
bæ skammt frá Varsjá, árið 1904
er sá hluti Póllands heyrði enn
undir Rússakeisara. Að honum
stóðu ættir rabbína, skólamanna
sérmenntaðra í fræðum gyðinga-
trúar og dultrúarmenn. Hann
fluttist til Bandaríkjanna 1935 og
sagðist síðar hafa yfirgefið Pól-
land eftir að hann hefði gert sér
grein fyrir lægri hvötum manns-
ins og séð fyrir þann hrylling, sem
í vændum var fyrir Evrópu og
gyðinga þar sérstaklega.
Singer bjó síðan lengst af í
New York, var þar um skeið
blaðamaður við Daily Forward,
blað sem gefið var út á jiddísku,
hinu þýska máli Austur-Evrópu-
gyðinga, en reyndi þó að aðlaga
lesendur sína siðum og samfélagi
Bandaríkjanna. Hann gerðist
fljótt rithöfundur og vom gefnar
út efiir hann yfir 30 bækur. Einna
þekktastar af skáldsögum hans
eru Töframaðurinn frá Lublin
(1960, á ísl. 1979), Þrællinn
(1962, áísl. 1987), Óvinir-ástar-
saga (1972, á isl. 1980) og Sjosja
(1978, á ísl. 1984). Singerskrifaði
einnig endurminningabækur og
smásögur. Bókmenntaverðlaun
Nóbels, sem virðulegust þykja
allra slíka verðlauna, fékk hann
1978.
Skáldverk Singers fjalla um
heim, sem útrýmingarvél nasista
tortímdi að mestu í heimsstyrjöld-
inni síðari, menningarheim Aust-
ur- Evrópugyðinga sem þróast
hafði fram síðan í lok miðalda á
því svæði sem áður var litháísk-
pólska ríkið. Sögur hans eru raun:
sæjar en þó þjóðsagnakenndar. I
þeim koma ffarn dulrænir spek-
ingar hassídismans, vafasamir
andar, falskir messíasar, einlægir
guðsmenn og lengur mætti svo
telja.
Margir þeir sem gagnrýndu
Singer sögðu að svo væri að sjá
að hann tryði á Guð en ekki á
manninn. Um persónur í sögum
hans er sagt að þær blekki og
svíki og séu á móti blekktar og
sviknar. Þær verða sýknt og heil-
agt að bráð illum öndum, sem
hafa öfugsnúna ánægju af því að
hæða og eyðileggja.
Singer skrifaði á jiddísku,
sagðist gera það vegna þess að
það mál hefði fjörefrii sem ensk-
una vantaði.
„Mér finnst gaman að skrifa
draugasögur og ekkert fer draug-
um betur en deyjandi tungumál,"
sagði hann eitt sinn.
Hann kvæntist 1940 og á son,
Israel að nafni sem býr í ísrael og
hefur breytt sínu jiddíska ættar-
nefni í hebreskt, Zamir. Hann
leggur stund á þýðingar.
Singer - sagður trúa á Guð
en ekki á manninn.
6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. júlf 1991