Þjóðviljinn - 26.07.1991, Page 10
Sverrir Haraldsson prestur og kona hans Sigriður Eyjólfsdóttir ásamt Brandi Kötlusyni. Smábátahöfnin i Borgarfirði
Meistari á hjara veraldar
Austfirðir, Egilsstaðir, Borg-
arfjörður eystri, Bakkagerði.
Hingað ertu komin á hjara ver-
aldar og vegurinn endar við smá-
bátahöfnina. Vegurinn hingað er
hvorki beinn né breiður og á hon-
um eru margir krókar og yfir há
fjöll að fara. Vegagerðin virðist
ekki heldur alveg viss á því að
vegurinn sé með á landakortinu.
Þetta litla friðsæla sjávarþorp er
svo sérstakt á margan hátt. Hér búa
rétt um tvö hundruð íbúar og lifa á
sjávarútvegi, landbúnaði, þjónutu
og steinatínslu. Steinflóran hér er
alveg einstaklega fjölbreytileg og
eru gerð út á hana þó nokkur árs-
verk í skemmtilegri steinaverk-
miðju á staðnum sem heitir ÁLFA-
STEINN.
Þrátt fyrir ýmiss konar mótlæti
er seigt í Borgfirðingum og hér býr
mikið af ungu fólki og mörg böm
eru í grunnskólanum og á leikskól-
anum. Fyrir þremur árum varð að
skera niður allt fé vegna riðu, en í
fyrrahaust voru aftur fluttar kindur í
sveitina og er það von manna að
kvótinn verði þolanlega fylltur inn-
an fárra ára.
Frystihúsið er stærsti vinnu-
staður fjarðarins, en þar er dræmt í
mönnum hljóðið og sjómenn ekki
ánægðir með verðið sem er greitt
þar fyrir aflann. I sumar hefúr verið
lítill afli hjá sjómönnum og vegna
fyrirsjánlegs verkefnaskorts í
frystihúsinu með haustinu hefúr
öllu starfsfólki verið sagt upp störf-
um um mánaðamótin september-
október. En það er ekki tii að gera
mikið veður út af, það bjargast á
einhvem hátt.
Sesselja Traustadóttir
skrifar frá
Borgarfírði eystra
Sumarið er bjartur tími, og hví
skyldu menn kvíða haustinu strax?
Perla sumarsins er án efa
„KJARVAL í HEIMAHÖGUM",
stórskemmtileg sýning á verkum
meistarans í samvinnu Kjarvals-
staða og Fjarðarborgar, félagsheim-
ilis Borgfirðinga. Helgi Amgrims-
son úr húsnefnd lagði þessa stór-
snjöllu hugmynd fyrir forráðamenn
Kjarvalsstaða og útkoman var
hreint aldeilis frábær. Hér era til
sýnis 25 olíu- og vatnslitamyndir
sem Kjarval málaði af heimamönn-
um og náttúra landsins undir ólík-
um hughrifúm og bregður jafnvel
álfúm og huldufólki fyrir á ýmsum
stöðum.
Kjarval fluttist hingað á 5. ald-
ursári og var í fóstri hjá frænku
sinni, Margréti í Geitavík, fram eft-
ir aldri. Því var hann einnig fenginn
til að mála altaristöfluna í Bakka-
gerðiskirkju á sínum tíma, en það
var 1914 að konur bæjarins fengu
hann til þess verks. Síðan hefúr
kirkjan orðið fræg fyrir, því að
biskup neitaði að vígja töfluna
vegna þess að hún þótti ekki hæfa
venjum kirkjunnar. Kristur var
hafður í hvítum klæðum í „Frelsis-
predikuninni“ standandi á miðri
Álfaborginni (þar sem Álfadrottn-
ing íslands býr) með Dyrfjöllin í
baksýn og Borgfirðinga meðal
fjöldans.
Því lá vel við að heyra hjá presti
staðarins hvort messur gengju þol-
anlega fyrir sig með þessa óvígðu
töflu fyrir söfnuðinn.
Og séra Sverrir hló góðlátlega,
því ekki var þetta jafn slæmt og
þjóðsagan ber með sér. Engum hef-
ur víst orðið meint af því að fermast
eða taka þátt í annarri kirkjulegri at-
höfn vegna þessa.
En mér var boðið til stofu og
gert að þiggja kaffisopa hjá þeim
hjónum Sverri Haraldssyni séra og
Sigríði Ingibjörgu Eyjólfsdóttur,
bókasafnsverði með meira. Þau
virðast róleg eldri hjón, en fljótlega
kom í ljós að Sigga hafði í nógu að
snúast. Gestir og gangandi stungu
inn nefi og þeim varð að sinna, en
þó hafði þessi kraftmikla kona líka
tíma til að setjast hjá okkur Sverri
skamma stund og sagði þá
skemmtilegar sögur af landnáms-
mönnum og öðram hetjum fyrri
tíma sem sagt er frá í Fljótsdælu og
fleiri sögum. Einnig af fomminjum
sem hér hafa fúndist en ekki verið
rannsakaðir frekar. Og allt í einu
varð hún að þjóta. Hún átti vakt á
Kjarvalssýningunni.
Við Sverrir skröfúðum saman
svolitla stund eftir það. Tími og
rúm virðast nokkuð afstæð í þess-
um litla bæ. Þegar Sverrir tók
vígslu hingað 1963 var hann fullur
hugsjóna og hér átti teorian að birt-
ast í praksis, en síðan era liðin mörg
ár. í eina tíð var boðað vikulega til
messu, en nú getur liðið langur tími
á milli þess að prestur fari í pontu.
Sóknarstarfið er ekki öflugt. Eins
og svo víða, hefúr borið á dvínandi
kirkjusókn hér. Kirkjukórinn fær
litla og lélega þjálfún og organist-
inn tekinn að lýjast.
Bömin sækja sunnudagaskól-
ann þar til Jesúmyndimar fúllnægja
þeim ekki lengur. Þá era þau orðin
táningar og eiga ekki í mörg hús að
venda. Unglingamir á aldrinum 13-
15 ára virðast ekki hafa margt fyrir
stafni og yfirvöld buðu þeim aðeins
3ja vikna vinnuskóla i júní.
En þetta er allt hraust og heil-
brigt fólk.
í gegnum starf sitt kemur
Sverrir við í lífi fólks á flestum
stærstu stundum þess. Ánægjuleg-
ast finnst honum að ferma ungling-
ana, hvað sem öllu öðra braðli
vegnar. Hann telur að hækka ætti
aldur fermingarinnar og miða við
16 ár -jafnvel þótt þá fækki í ferm-
ingarhópnum.
Hvað sem hjónaskilnuðum líð-
ur í íslensku þjóðfélagi, þá hefúr
Sverrir ekki gefið út fleiri en 2- 3
skilnaðarvottorð á 28 ára ferli sin-
um meðal Borgfirðinga.
Ég spyr hann þá hvort að Borg-
arfjörður sé þessi dæmalausi staður
á jarðkringlunni þar sem allir lifa
saman í friðsemd og ró, styðja hver
við annan, snúa bökum saman í
mótbyr og deila saman sorg og
gleði. - Friðsamt er fólkið og hér
fær hver og einn að fylgja sínu nefi.
Nú, annars er fólk mjög eðlilegt og
sjálfú sér samkvæmt. Það sem er
fallegt er það sem Guð hefúr gert og
skapar það ljóma yfir bæinn.
Við leiðumst fljótlega út í aðra
sálma og reynist Sverrir vera mikill
andstæðingur herstöðvarinnar.
- Vamarlið; mikið fer það orð í
taugamar á mér, þetta kalla ég
hneyksli. Og Alþýðubandalagið
hefúr bragðist. Þar sitja við stjóm-
völinn sömu efhishyggjumenn og
virðast annars staðar. Én ekki get ég
þó mælt með núverandi stjóm.
Það kom í ljós að Sverrir var
gamall sjálfstæðismaður, en eftir
veturlöng kynni af Heimdalli fyrir
rúmum 40 áram snerist honum hug-
ur.
Á meðan þessi fúllorðni prestur
tekur að rifja upp kaffihúsaárin í
Reykjavík kemur skemmtilegur
glampi í augu hans. Hann hefúr frá
mörgu að segja og kom víða við í
bænum.
I stofúnni hjá honum er stór og
falleg mynd af Steini Steinarr. Þessi
mynd var sérstaklega máluð fyrir
Sverri, því þeir Steinn vora svo
miklir vinir í gamla daga.
Þegar ég stend upp og ætla að
kveðja kemur fullorðinn maður inn
í eldhús. Hann heitir Fúsi og verkar
hákarl. Hann sagði mér það alveg
satt að aldrei væri migið á skepnuna
við verkun.
Að svo búnu kveður Borgar-
fjörður eystri. Það er rétt að benda
mönnum á að hér er um margt fyrir-
myndar aðstaða fyrir ferðamenn og
þeir era mjög velkomnir til staðar-
ins.
1987
25. JÚLÍ
mm
m:
l
REYKJAVIK
1991
25. JÚLÍ
Uncle Tom) og Tommi SR (luxllinn)
10.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. júlí 1991