Þjóðviljinn - 26.07.1991, Qupperneq 13
Sumir halda því fram að að-
eins eitt sé vist í þessum heimi og
það sé að öll eigum við eftir að
deyja. Dauðinn er sú vissa sem
við öll búum við, það fer ekki á
milli mála þótt við ræðum ekki
mikið um dauðann dagsdaglega.
Þrátt fyrir það að maðurinn með
Ijáinn beri lítið á góma þá er fæst-
um okkur sama hvemig við hverf-
um úr þessum heimi. Við viljum
ná háum aldri og við ætlumst til
tæss að lifa við góða heilsu allan
íftímann. Enda er þetta einn
mælikvarði lífsgæða í hinum vest-
ræna heimi. Fáum tekst þó að lifa
lífinu án nokkurs krankleika og
með mjög háum aldri fylgja óhjá-
kvæmilega elli- og hrömunarsjúk-
dómar.
Tölfræðin getur frætt okkur
um það úr hverju íslendingar
deyja. Þær upplýsingar gefa líka
vísbcndingu um hvað við getum
gert til að hafa áhrif á lífaldur okk-
ar? Nýlt Helgarblað fór á stúfana
og fletti upp í tölfræðinni til að
kanna þetta mál.
Mikill kynjamismunur
Langstærsti dauðavaldur á Is-
landi eru sjúkdómar er snerta
blóðrásarkerfið, en það eru til
dæmis hjarta- og æðasjúkdómar
og heilablóðfall. Númer tvö er svo
krabbamein eða illkynja æxli af
ýmsum toga. í þriðja sæti er sá
dauðavaldur sem er í fyrsta sæti
hjá fólki undir fertugu. Það eru
ekki sjúkdómar heldur slys og
aðrar ylri orsakir. Þær orsakir eru
til dæmis eitranir, sjálfsvíg og
morð. Slys taka mestan toll - um-
ferðin og sjórinn áberandi mesl.
Það stingur í augun í tölfræð-
inni að mismunur kynjanna er
kemur að dauðanum er mikill.
Körlum er mun hættari við hjarta-
og æðasjúkdómum en konum
meðan krabbamein er stærsti
dauðavaldur kvenna, sérstaklega
brjóstkrabbamein sem fer vax-
andi. Karlar deyja líka mun meira
á yngri árum en konur. Þá er mjög
áberandi hvað karlar deyja miklu
frekar í §lysum pn konur. Land-
læknir, Olafur Ólafsson, bendir
einmitt á að enn séum við nokk-
urskonar veiðimannaþjóðfélag -
og við virðumst haga oickur þann-
ig í umferðinrji líka.
Hagstofa lslands tekur saman
ýmsar tölfræðilegar upplýsingar í
riti sem kallast Landshagir. Þar
eru teknar saman upplýsingar um
dánarorsakir á árabilinu 1981-89.
Hér eftir miðast allar tölur um
dánarorsakir við þetta tímabil.
Flokkunin er alþjóðleg og ber
merki tölfræðinnar. Samkvæmt
henni deyr enginn úr elli, bara
sjúkdómum, slysum og áverkum.
Veiðimannaþjóðfélag
A þessum árum létust 1.103
Islendingar af slysíorum og öðr-
um ytri orsökum. Af völdum æxla
létust 3.666 manns, sjúkdómar í
blóðrásarlíffærunum leiddu 6.988
til dauða og 3.266 létust af völd-
um annarra sjúkdóma. Eða alls
14.983.
Meira en hclmingi flciri karl-
ar létust af slysförum, sjálfsvígum
og slíku en konur, eða 798 karlar
og 305 konur. Flestir karianna
voru ungir eða 428 karlar á aldrin-
um 15-44 ára.
Sjáifsmorð frömdu 215 karlar
á þessum níu jirum samanborið
vio 69 konur. 1 umfcrðarslysum
létust 150 karlar, en 72 konur.
Flutningaslys á legi virðast styðja
kenningu landlæknis um að við
séum enn veiðimannaþjóðfélag
því á þessum árum létust 116 karl-
ar á sjó en einungis ein kona. Það
eru enn karlamir sem fara út í hinn
harða Heim að afla lífsbjargarinn-
ar. Og í þessu tilviki eru það sjó-
mennimir sem fara út og afla auk
þess lífsbjargarinnar fyr'r a*la
þjóðina og flytja vömr lil og frá
landjnu.
A mælikvarða hás lífaldurs og
lágs ungbamadauða stendur Is-
land mjög framarlega í heilbrigð-
ismálum. En Ólafur bendir á að
þetta fari eftir því við hvað sé
miðað. Hann bendir á hærri slysa-
tíðni hér landi en í nágrannalönd-
unum. Það er missir að einstak-
lingi sem deyr úr hjartasjúkdómi
75 ára í stað áttræðs, en það er
miklu meiri missir að manni í
blóma lífsins í umferðarslysi,
sagði Iandlæknir. Miðað við ná-
grannalöndin er heilbrigðisþjón-
ustan góð, en dýr. Þá em Islend-
ingar sjálfir almennt ánægðir með
þjónustuna. Ólafur telur ninsveg-
ar að þjónustan nái illa til ýmissa
áhættuhópa sem hafi orðíð útund-
an.
Til dæmis fólks með lang-
vinna sjúkdóma, ungra vímuefna-
neytenda, geðsjúkra fanga og
ungs fólks með geðsjúkdóma.
Hann telur meira að segja mögu-
leika á því að Island fylgi þróun
sumra annara þjóða þar sem
stéttaskipting felst í mismunandi
lífsstíl. Hin tölfræðilega staðreynd
er sú að menntað fólk lifir lengur
en ómenntað fólk, til dæmis vegna
þess að því lengri sem skólagang-
an er því minna er reykt.
Þeir sjúkdómar §em mest
draga fólk til dauða á Islandi em
allt sjúkdómar sem má bregðast
við fyrirfram með breyttum lífs-
háttum. Og það höfum við gert.
Við hreyfum okkur meira, reykj-
um minna og borðum hollari mat
en fyrir tuttugu ámm.
Sjúkdómar á
undanhaldi
Nikulás Sigfússon yfirlæknir
hjá Hjartavernd sagði að krans-
æðastífla, heilablóðfall og aðrir
likir sjúkdómar væm á undanhaldi
og að vitað væri að áhættuþættir
þessara sjúkdóma hafi verið að
Heilablóðfall
Krabbamein í brjósti er langalgengasta
krabbamein hjá konum. Á árunum sem hér
eru tekin fyrir létust 290 einstaklingar
vegna illkynja æxlis í brjósti, þar af voru
einungis þrír karlar.
Nýrun
Lungnasjúkdómar
Lungnakrabbamein er næstalgengasta krabbameinið
hjá bæði körlum og konum. Það krabbamein er ekki
sérstaklega skráð i tölfræðinni, en 692 létust vegna ill-
kynjaðra æxla í öndunarfærum og líffærum í brjóstholi
þessi ár. Reykingar eru taldar helsti valdur lungna-
krabbameins.
færast til betri vegar. Áhættuþætt-
imir em há fita í blóði, hár blóð-
þrýstingur og reykingar. Nikulás
sagði að aðalatriðið varðandi
essa sjúkdóma væri að það væri
ægt að fyrirbyggja þá í mörgum
tilvikum með einfoldum og ódýr-
um aðferðum.
Númer tvö er krabbameinið.
Einnig þar er hægt að beita for-
vömum, þó ef til vill ekki í sama
mæli. Blöðmhálskirtilskrabba-
mein var algengast hjá körlum og
brjóstakrabbamein hjá konum á
ámnum 1985-89 samkvæmt
krabbameinsskrá Krabbameinsfé-
lagsins. I síðara tilvikinu hefur
náðst góður árangur í forvömum
hjá félaginu. í öðru sæti yfir tíðni
krabbameins var lugnakrabba-
mein hjá báðum kynjum. Tíðni
þessa krabbameins er á niðurleið
njá körlum samfara minni sígar-
ettureykingum. Konur hinsvegar
hafa aukið sígarettureykingar sín-
ar og lugnakrabþi hjá þeim hefúr
einnig aukist. Önnur algengustu
krabbameinin em maga-, ristils-,
eggjastokka-, og blöðmkrabba-
mein.
Það borgar sig
að hætta að reykja
Sé litið til forvama þá em
reykingar ofarlega á blaði. Jónas
Ragnarsson hjá Krabbameinsfé-
laginu og Guðjón Magnússon
skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu hafa sýnt fram á í grein í
Heilbrigðismálum að a.m.k. 300
manns hljóta árlega ótímabæran
dauða af völdum reykinga. Það
eru 2.700 manns á því árabili sem
hér er til umræðu. Þeir benda á að
engin ein aðgerð myndi bæta
heilsu þjóðarinnar meira og draga
meira úr kostnaði við heilbrigðis-
þjónustuna en ef allir hættu að
reykja.
Leiðir til að draga úr slysum
geta einnig gert sitt til að lengja
lífdaga Islendinga. Þannig hefur
heila- og mænuslysum fækkað um
60 prósent eftir að bílbeltanotkun
varð lögleidd, sámm og brotum
hefur fækkað um 40-50 prósent.
Það er mikill árangur, líka í barátt-
unni við fjárlagagalið, því til
dæmis kostar meðallega vegna
lærbrots hálfa miljón króna.
Þetta em algengu dánarorsak-
imar. Aðrir sjukdómar em mun
óalgengari. Þannig létust þrjár
konur úr vaneldissjúkdómum eða
anorexiu, á þessu áratímabili.
Einn karl lést af völdum kynsjúk-
dóms, átta létust af vötdum fylgi-
meina af læknisaðgerðum og lyf-
læknismeðferðar. Vegna eitmnar
létust 203 Islendingar á ámnum
1981-89 og þá em ekki taldir með
þeir 57 sem létust vegna slysaeitr-
unar. Af áverkum sem ekki er vit-
að hvort stafi af ásetningi eða af
slysni dóu 41 einstaklingur. Þá lét-
ust sjö vegna lyfja er valda mein-
um við lækningar.
Þannig segir tölfræðin okkur
að við deyjum af ýmsum völdum.
En tölfræðin segir okkur líka að
langflest okkar deyja í ellinni og
þá Tíklega einfaldlega vegna hás
aldurs. Þá bendir Nikulás á að um
aldamótin síðustu hafi til dæmis
kransæðastífla og heilablóðfall
verið óflokkaðir sjúkdómar, en að
þeir hafi farið ört vaxandi á ámn-
um 1930-1970 er fór að draga úr
þeim. Hér er það aldur og lífemi
sem stýra umfangi sjúkdómanna.
Svipaða sögu má segja af krabba-
meini, eftir því sem meðalaldur
okkar eykst, deyja fleiri okkar úr
krabbameini.
Það mikilvægasta sem töl-
fræðin getur sagt - það sem við
vissum fyrir - er að með forvöm-
um, gagnvart því sem við látum
ofaní okkur og hvemig við högum
okkur til dæmis í umferðinni, get-
um við ekki einungis lengt líf okk-
ar, heldur einnig bætt heilsuna -
og hver veit, jafnvel lundarfarið
líka.
-gpm
Á árunum 1981-1989 létust 1.477 (slendingar af völdum sjúkdóma í
heilaæðum. Heldur fleiri konur en karlar. Dauðsföllum af völdum
áfalla í heila fer þó fækkandi til dæmis vegna aukinnar notkunar bíl-
belta.
Öndunarfæri
Helstu sjúkdómar í öndunarfærum sem leiða menn til
dauða eru lungnabólga og inflúensa auk krabbameins.
Alls létust 1.737 íslendingar úr slíkum sjúkdómum, 966
konur og 771 karl á tímabilinu.
Kransæðastífla
Nærri tvöfalt fleiri karlar létust úr bráðri kransæða-
stíflu en konur. Alls létust 2.907 manns, 1.894 karlar
og 1.013 konur. Síðastliðin 15 ár hefur dauðsföllum
af völdum þessa sjúkdóms fækkað um 12-15 pró-
sent. Mataræði hefur mikið að segja varðandi hætt-
una á þessum sjúkdómi.
Hjartað
Af öðrum blóðþurrðarsjúkdómum í hjarta en
kransæðastíflu létust 1.496 íslendingar á árunum
1981- 89. Enn eru karlar í meirihluta eða 808 á
móti 688 konum. Hér er helst um að ræða hjart-
aslag.
Brjóstkrabbamein
Nýrnakrabbamein er ekki algengt og mælist
álíka mikið hjá körlum og konum.
Krabbamein í maga er þriðja algengasta krabbameinið hjá
körlum og er í fimmta sæti hjá konum. Á árunum 81-89 lét-
ust 424 einstaklingar af völdum illkynja æxlis í maga, þar af
voru 285 karlár og 139 konur.
Kyn- og þvagfæri
lllkynja æxli í kyn- og þvagfærum eru nokkuð algeng. Á árun-
um sem hér eru tekin fyrir létust 753 af þessum völdum. Þá
létust 203 af völdum annarra sjúkdóma í þessum líffærum.
Blöðru-
hálskirtill
Krabbamein í blöðru-
hálskirtli er langal-
gengasta krabba-
meinið hjá körlum
samkvæmt upplýs-
ingum frá Krabba-
meinsskrá fyrir árin
1985- 89. Þetta
krabbamein er þá
tvöfalt algengara en
lungnakrabbi hjá
körlum.
Maginn
Ristilkrabbamein er álíka algengt hjá körlum og konum. Alls
létust 367 manns af völdum sjúkdóma í meltingarfærum. Þar
af voru 165 karlar og 202 konur.
ebé
Ristillinn
Manninn með Ijáinn ber ekki oft á góma hjá
íslendingum þótt við vitum það með jafnmikilli
vissu og hver annar að eitt sinn skal hver deyja.
En okkur er þrátt fyrir allt ekki sama hvernig við
yfirgefum Hótel Jörð.
Úr hverju deyjum við þá? Nýtt Helgarblað fói
á vit tölfræðinnar til að kanna það. Tölfræðin
þekkir víst ekki Elli kerlingu, þannig að
niðurstaðan er sú að sjúkdómar, slys og aðrir
áverkar leiða íslendinga til dauða.
125ÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. júlí 1991
Föstudagur 26. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13