Þjóðviljinn - 26.07.1991, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 26.07.1991, Qupperneq 19
Jötunuxar á plötu Jötunuxar - frá vinstri; Jón, Rúnar, Hlöðverog Guðmundur. Ball- og pöbbrokkbandið Jöt- unuxar sendi nýlega frá sér fjögurra laga tólftommu. Platan hefur að geyma hress rokklög í þeim stíl sem greinilega er Uxunum kærastur; hálfgerðum popp-þungarokksstíl. Tvö lög eru eftir meðlimi sveitar- innar, eitt eftir gítarleikara Sálar- innar, Guðmund Jónsson, sem vann plötuna ásamt Sveini Kjartans og Jötunuxunum, og lagið „Vilji Sveins", eftir G. Rúnar Júlíusson, sem raular í laginu með Rúnari Ö. Friðrikssyni, söngvara. Aðrir Jöt- unuxar eru Guðmundur Guð- mundsson, trommari, Hlöðver Ell- ertsson, bassaleikari og gítarleikar- inn Jón Óskar Gíslason. Rúnar söngvari svaraði nokkrum spum- ingum blaðamanns. - Hvað er Rúnar Júl að gera á plötunni ykkar? „Við höfum alltaf borið virð- ingu fyrir gömlu mönnunum í bransanum. Guðmundur pródúser benti okkur á þetta lag, hljóma- gangurinn benti til þess að þetta væri rokkari, þó fyrri útgáfa lagsins með Lónlí blús bojs væri flöt og í kántrí- stíl. Það má segja að við höfúm veðjað á réttan hest, því við nutum aðstoðar Rúnars áður en GCD- dæmið fór í gang,“ segir Rúnar og hlær. - Hver er uppruni Jötunux- anna? „Allir aðrir en ég voru í hljóm- sveitinni Centaur, sem spilaði blús löngu áður en það komst í tísku hér á landi. Við vorum allir i öðru pöbbabandi sem við kölluðum Fullt Tungl en skiptum svo um nafh í október í fyrra.“ - Hversvegna gefið þið út plötu núna? „Við þurfum vitaskuld auglýs- ingu eins og aðrir. Fullt Tungl var á safnplötu hjá Skíftinni í fyrra. Þvi miður féllu öll minni bönd í skugg- ann á stóru nöfnunum á þeirri plötu svo við fengum ekki mikla auglýs- ingu úr því dæmi. Við hefðum get- að verið með á safnplötu í sumar, en ákváðum að gefa út plötu sjálfir, það er stærri auglýsing. - Hvar, hvað og hve oft spilið þið? „Við spilum allar helgar og annars eins oft og við getum. Við spilum alls staðar þar sem fólk hef- ur gaman að góðu rokki. Við spil- um okkar eigin lög í bland við þessi lög sem fólk vill alltaf heyra þegar það er komið í glas, Smoke on the water og svoleiðis. Við spilum líka minna þekkt lög með böndum ein og The Cult, Free, R.E.M., Clash og svo mætti lengi telja“... - Og stuðið er alltaf villt og gal- ið hjá ykkur? „Auðvitað. Aðalmerki hljóm- sveitarinnar er að við höfúm gaman að þvi að spila og það geislar af okkur. Fólk verður að hafa eitthvað til að horfa á og því leggjum við mikið upp úr sviðsframkomunni. Eg handarbraut mig meira að segja um síðustu helgi. Um kl. 1 hoppaði ég ofan af hátalara og rak hnefann í loftið með þessum afleiðingum. Ég þurfti að deyfa mig með áfengi til að geta klárað kvöldið!", segir Rún- ar og bætir við með gipsklæddan hnefann á lofti; „Fólk fær að sjá allt á tónleikum hjá okkur. -Gunni Kennarar Grunnskóli Bolungarvíkur auglýsir eftir kennurum sem hér segir: 1. Almenn kennsla í 1.-7. bekk (nokkrar stöður). 2. íþróttir (1 staða). 3. Mynd- og handmennt (1-1 1/2 staða). 4. Tónmennt (hálf staða). 5. Heimilisfræði (1/2-2/3 staða). 6. Samfélagsgreinar 8.-10. bekk. 7. Enska í 7. og 8. bekk. 8. Sérkennsla (2/3 staða). 9. Raungreinar í 8., 9., og 10. bekk. Ágæt vinnuaðstaða fyrir kennara í nýju húsnæði. - Fyrsta flokks aðstaða til kennslu í leikfimi og sundi. - Bæjarstjórn útvegar kennurum húsnæði og stillir leigu í hóf. Flutningsstyrkur og staðaruppbót. Upplýsingar hjá skólastjóra í símum 94-7288 og 7249. Skólanefnd HANDBRAGÐ MEISTARANS Bakarí Brauðbergs Avallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsölustaðir: Hagkaup- Skeifunni -Kringlunni -Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi. Brauðberg Uj*6tar2-6 slml 7IS39 r Ami Ingimundarson klæðskeri og húsasmíðameistari Skarðsbraut 19 Akranesi er áttræður í dag. Ami og eiginkona hans, Lilja Ingimarsdóttir, verða að heiman í dag. 1 FRÁ \&Q GRUNNSKÓLA NJARÐVÍKUR Kennara vantar við skólann næsta skólaár. Kennslugreinar: Sérkennsla ogalmenn bekkjar- kennsla. Upplýsingar veitir Gylfi Guðmundsson skóla- stjóri I síma 92/14369 (vs) eða 92/14380 (hs). Skólastjóri Sérkennari Sérkennara vantar að grunnskóla Bolungarvík- ur nú þegar. Mjög góð starfsaðstaða, húsnæði í boði, flutn- ingsstyrkur og launauppbót. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar, Guð- rún Sigurbjörnsdóttir, í síma 94-7474 eða 94- 7113. Skólastjóri Skólastjóra vantar að grunnskóla Bolungarvíkur nú þegar. Um er að ræða 230 nemenda skóla, hluti skólahúss er nýr, mjög góð starfsaðstaða, einbýlishús í boði, flutningur greiddur. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst 1991. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar, Guð- rún Sigurbjörnsdóttir, í síma 94-7474 eða 94- 7113. RAFRUN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími641012 GLÓFAXI HF. ÁRMÚLA42 108 REYKJAVlK SÍMI: 3 42 36 Varahlutir í hemla Hemlavlðgerðir Hjólastillingar Vélastillingar Ljósastillingar Almennar viðgerðir Bordinn hf SMDÐJUVEGI 24 SÍMI 72540 #// Orkumælar fri KAMflTRtnP METRO AJH Á 'UR HF. Innflutnlngur — Tpcknlþjónuita Rennslismælar fri HYDROMETER JF <a x Sími652633 ÞJÓÐVILJINN Smáauglýsingar Þjóðviljans Opið mánudag til föstudags kl 9.00 til 17.00 Símar 681310 og 681331

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.