Þjóðviljinn - 14.08.1991, Side 6

Þjóðviljinn - 14.08.1991, Side 6
V Líf og fjör í Viðey Sérstakur hópur frá Vinnuskóla Reykjavíkur hefur starfað útl Viðey ( sumar við að hreinsa og snyrta eyjuna. Stundum gefst tími til að fíflast soldið og bregða á leik. Mynd: Jón Fjörnir. <9 Eiga íslendingar samleið með hinum Norður- löndunum? Hörður M. Harðarson meðferðarfulltrúi: Nei, því við erum í tölu- verðri sérstöðu. Snædís Sigurjónsdóttir vinnur á barnaheimili: Já, við eigum mikla sam- leið með þeim. Ari Sigurðsson sölumaður: Já, en samt erum við í sérstöðu og þau líka. Sjöfn Tryggvadóttir gjaldkeri í banka: Eg hef bara ekki fylgst með þessu máli. Gunnbjörn Ólafsson í ýmsu braski: Já, en við erum náttúru- lega í töluverðri sérstöðu í því máli. ^sumar hafa krakkar frá I Vinnuskóla Reykjavíkur ver- I ið önnutn kafnir við vinnu í JL Viðey þar sem þeir hafa verið að siá grasið og hreinsa eyjuna ásamt ýmsu öðru. Það hefur verið nóg að gera í allt sumar og því ákvað vinnuskól- inn, sem yfirleitt starfar aðeins tvo mánuði á sumrin, að halda þessu starfi áfram út sumarið. Ekki var hægt að leyfa öllum að vinna áfram og var því valinn ákveðin hópur af krökkum sem sköruðu fram úr sökum dugnaöar. Hópurinn samanstendur af 10 krökkum, fimm strákum og fimm stelpum, sem öll eru 14 ára. Blaðamaður skellti sér útí Við- ey og kíkti á hópinn sem var auð- vitað önnum kafinn við vinnuna. „Þaö er meiriháttar aö vera hér I Viö- ey og mórallinn hefur veriö góöur," sagöi Elísabet Ásmundsdóttir, 14 ára. Mikil rigning var þennan dag, en krakkamir létu það samt ekki á sig fá. Þeir rökuðu heyið af mikl- um dugnaði og sögðu hver öðmm sögur og brandara til að gleyma leiðinlega veðrinu. Bryndís Jónsdóttir, verkstjóri flokksins, sagði að samstarfið við krakkana, sem endar í lok vikunn- ar, hefði verið mjög skemmtilegt og þeir hefðu fengið tækifæri til að kynnast hver öðmm mjög vel. Hún sagði að starfið í Viðey fælist fyrst og fremst í því að raka túnin, hreinsa fjömmar og kveikja í mslinu sem þau finna. „Draslið í fjömnum er mikið og það er heilmikil vinna að hreinsa það allt. Hinir ótrúlegustu hlutir finnast í ijörunni, og t.d. höf- um við fundið eymapinna, dömu- Stelpurnar segja stundum aö viö strákarnir séum svo barnalegir, en þær eru sjálfar stundum með stæla,” sagöi Ragnar. bindi, bjór- og kókdósir svo eitt- hvað sé nefnt.“ Þetta er annað sumarið sem vinnuskólinn starfar útí Viðey og áætlað er að starfið haldi áffam næstu sumur. Blaðamaður tók eftir því að allir strákamir unnu saman á ein- um stað og stelpumar á öðmm, í stað þess að vera öll saman. „Það vill nú bara til að þau vinna svona í dag,“ sagði Bryndís. „Annars er þetta mjög samstilltur hópur og góður mórall sem ríkir hjá okkur.“ Hún sagði að þegar tími gæfist til þá fæm þau öll saman í leiki og fífluðust og skemmtu sér. „Það er alveg meiriháttar að vera hér,“ sagði Elísabet Ásmunds- dóttir, 14 ára, en hún hefúr starfað með hópnum i einn mánuð. „Við þurfúm samt að vera mætt svo snemma á morgnana til að ná bátn- um, en það er eiginlega allt í lagi. Mórallinn er mjög góður og þessi vinna er ágætis tilbreyting.“ Elísa- bet sagði að þau hefðu verið mjög heppin með veðrið i sumar þó svo að rigningin hefði látið sjá sig stöku sinnum. Við því væri samt ekkert annað að gera en klæða sig í pollagallann og stígvélin. Einhver galsi var í strákunum og þeir vom spenntir að sjá ljós- myndara búa sig undir að taka myndir af þeim. „Ekki taka myndir af mér þegar ég brosi því þá sést í spangimar,“ sagði einn þeirra skælbrosandi. Aðspurðir um sam- starfið við stelpumar sögðu þeir að þær þættust alltaf vera svo fúll- orðnar. „Þær em alltaf að segja hvað við séum bamalegir,“ sagði Ragnar Bragason, en hann hefúr starfað með hópnum í um tvær vikur. „Við fómm svo oft í bíó öll saman, en nú er þetta eitthvað að leysast upp. Þær em nú sjálfar stundum með stæla og bamaskap,“ sagði Ragnar og skildi ekkert í þessum breytingum. í tilefhi af því að síðasti vinnu- dagur hópsins er á föstudaginn, ætlar Bryndís verkstjóri að halda partý fyrir hópinn heima hjá sér. Þar ætlar hún að bjóða uppá vöffl- ur og annað góðgæti. Krakkamir eiga eflaust eftir að rifja þar upp margt skemmtilegt sem á daga þeirra hefúr drifið í sumar á þess- ari fallegu eyju sem Viðey er. -KMH ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. ágúst 1991 fiyi' 13.1 •)j X ijyv.i.n.o’.f/ðtV Wr...i*VtX)L 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.