Þjóðviljinn - 31.08.1991, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 31.08.1991, Qupperneq 12
VR óskar eftir samningum á starfsgreinagrundvelli Magnús L. Sveinsson segir að síðastliðið ár hafí Verslun- armannafélag Reykjavíkur (VR) verið að vinna að því að skipta innra starfí félagsins upp eftir starfsgreinum. Magnús segir að þeirra samningsmál snúist um þessa breytingu á starfsháttum og gagnrýnir um leið að launaþróun í Iandinu miðist alla tíð við afkomu fiskvinnslunar. „Kjarasamningar undanfarin ár hafa verið í ákveðinni sjálfheldu. Þrír, fjórir menn hafa sest niður við borð og fundið út hvað fiskvinnsl- an í landinu þolir. Sú niðurstaða hefúr síðan verið ávísun á öll laun í landinu, burtséð frá afkomu starfsgreinanna. Við gerð næstu kjarasamninga teljum við nauðsyn- legt að taka mið af afkomu starfs- greina eftir því sem hægt er. Þær eru misjafhlega á sig komnar. Við teljum því að þjóðfélagslega sé rétt að taka mið af slíku fyrir utan það að við teljum okkur hafa farið hall- loka á þeirri þróun sem skapast þegar tekið er mið af fiskvinnsl- unni í landinu,“ segir Magnús. Magnús segir að VR sé nú þeg- ar búið að skilgreina sex starfs- greinar innan félagsins, en mark- miðið sé að slarfsgreinaskiptingin miðist við tólf starfsgreinar. „Þessa dagana höfum við verið að ræða kjaramálin í þessum starfsgreinum og munum við fara fram á það við okkar viðsemjendur að kjarasamn- ingar verði gerðir á grundvelli þessara starfsgreina. Sem dæmi um það sem við er- um að gera þá verður fólk sem vinnur við ferðaþjónustu ein starfs- grein. I þessum dúr erum við að skipta innra starfmu upp, en auk ferðaþjónustunnar verður starfs- semi í lyfjabúðum, tryggingarfé- lögum og stórmörkuðum taldar sér starfsgreinar,“ segir Magnús. „Við höfum haft vaðið fyrir neðan okkur og kynnt þessar breyt- ingar á okkar starfl. Fyrir réttu ári síðan áttum við fund með viðsemj- endum okkar þar sem þeim var sagt ffá þessum hugmyndum. Effir það höfum við átt einn fund með þeim þar sem nánar var farið út í breytingamar. Svörin hjá þeim hingað til hafa hvorki verið jákvæð né neikvæð, en mér flnnst að þeir skilji tilganginn með þessu og þann grundvallarmun sem orðinn er á þessum starfsgreinum. Skipulagið á þessu verður á þann veg að fólk innan starfsgrein- anna kýs ákveðinn fjölda í svokall- að fulltrúaráð. Það ráð mun svo fara með stjóm í málefnum félags- ins. I þetta fulltrúaráð er þegar bú- ið að kjósa hátt í þriðja hundrað manns. Þessi hópur er nú þegar bú- inn að funda nokkuð stíft þar sem okkar kröfugerð er mótuð. Sú vinna byggist á því að ffam hefiir farið launakönnun innan starfs- greinanna og erum við reyndar að kynna þær niðurstöður þessa stundina,“ segir Magnús. „Það verður stjómarfundur á mánudaginn og í ffamhaldi af hon- um munum við óska eftir viðræð- um við okkar viðsemjendur og fá þá svar við því hvort þeir séu ekki tilbúnir að koma til móts við þessa ósk okkar að gera samninga á starfsgreinagrundvelli," sagði for- maður VR. -sþ Ákvörðun ráðherra með ólíkindum Að mönnum skuli detta það i hug að segja há- skóla með 11 daga fyr- irvara að vinna eftir nýrri námskrá, þegar 60 fastir kennarar og stundakennarar hafa unnið að því í hálft ár að semja nýja kennsluskrá og stundaskrá, er með ólíkindum, svo vægt sé til orða tekið, sagði Þórir Olafsson, rektor Kennara- háskólans, við Þjóðviljann í gær. Þórir átti fund með mennta- málaráðherra á fimmtudaginn þar sem rætt var um tilskipun ráðherr- ans um að hætt yrði við að lengja kennaranámið um eitt ár. „Við kynntum fyrir honum þrjá valkosti sem deildarráð kennara- menntunardeildar taldi koma til greina. Ráðið mælti með einum þeirra og ráðherra taldi þann kost einnig skástan," sagði Þórir. Sá kostur felst í því að kennsla á fyrsta misseri verði samkvæmt námsskrá fjögurra ára námsins. Starfsmannafundur var haldinn í gær samkvæmt reglugerð skól- ans. Tvær tillögur voru samþykkt- ar á fundinum og þeim báðum beint til skólaráðs KIIÍ sem fund- aði eftir fund starfsmanna. Að sögn Sigurðar Konráðsson- ar, formanns Kennarafélags KHI, var í fyrri ályktuninni þeim tilmæl- um beint til skólaráðs að kennsla við skólann hefjist ekki fyrr en miðvikudaginn 4. september í stað mánudagsins 2. september. Þessa tvo daga ætla kennarar að nota til að skoða afleiðingamar af því að kennt verði eftir fjögurra ára plan- inu á fyrsta misseri nemenda sem eiga að ljúka námi á þremur ámm. Tímann á líka að nota til að undir- „Hér var um að ræða algjörlega nýtt starfsmenntunamám. Starfs- menntunamám við háskóla er allt- af minnst fjögur ár og því spyr maður sig af hveiju gmnnskóla- kennarar þurfa einungis þriggja ára nám þegar aðrir þurfa lengra nám,“ sagði Sigurður. -vd/-Sáf Frá fundi starfsfólks Kennaraháskóla Islands f gær. Mynd: Kristinn. búa nám og kennslu við þessar nýju aðstæður, auk þess sem kenn- arar vilja fá frið til að kynna sjón- armjð sín. í hinni ályktuninni er mælt með því að ákvörðun um kennsiu á síðari misserum námsins verði tek- in strax og svör hafa borist frá menntamálaráðherra um framtíðar- skipulag kennslu við skólann, en þeirra svara er að vænta innan þriggja vikna. „Þá fyrst getum við farið að velta því fyrir okkur hvað framtíð- ín ber í skauti sér,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að mjög margir nemendur hefðu lýst yfir óánægju með þessa ákvörðun ráðherrans. Ráðherra sjái firruna sem felst í skóla- gjöldum Stjórn Félags framhalds- skólanema mótmælir harð- lega þeim hugmyndum rík- isstjórnarinnar að setja skólagjöld á nemendur í framhaldsskólum. „Sú stefna ríkisstjórnarinnar að leggja auknar byrðar á herða almennings í stað sparnaðar og raunverulegs samdráttar ríkisútgjalda er háskabraut auk þess sem hún ber vott um uppgjöf og úrræðaleysi," segir í ályktun sem félagið hefur sent frá sér., I ályktuninni minnir stjóm Félags framhaldsskóla á að menntun sé ein af megin stoð- um þjóðfélagsins. „Með álagningu skólagjalda er hún gerð að skiptimynt í glímu stjómmálamanna við skamm- tímamarkmið og efnahagstöl- ur. Því unir stjóm Félags framhaldsskóla engan veg- inn.“ Stúdentaráð Háskóla ís- lands hefur líka sent frá sér ályktun sem samþykkt var einróma á stúdentaráðsfundi sl. fimmtudagskvöld. I álykt- uninni er hugmyndum menntamálaráðherra um skólagjöld á háskóla- og framhaldsskólanema harðlega mótmælt. „Stúdentaráð áréttar þá skoðun sína að jafnrétti til náms sé einn af homsteinum islenskrar menningar og teiur framkomnar hugmyndir menntamálaráðherra stórt skref afturábak til þess tíma er einungis vel stæð ungmenni áttu kost á langskólanámi,“ segir í ályktuninni. Stúdentar segja að ljóst sé að skólagjöld á stúdenta við Háskóla Island muni draga úr ásókn í langskólanám. Einnig er í ályktuninni bent á að Há- skóli íslands og starfsfólk hans muni á engan hátt njóta góðs af skólagjöldum þar sem beint framlag ríkisins muni einfaldlega lækka sem þeim nemur. „Það er fáheyrt að ríkis- stjóm skuli við lausn á fjár- lagavanda ríkissjóðs fyrst fara í vasa námsmanna og ekki síst í Ijósi sífellds niðurskurðar á framlögum til lánasjóðs ís- lenskra námsmanna,“ segir í ályktuninni. I lokin segir stúdentaráð að námsmenn vonist til að ráðamenn þjóðarinnar sjái þá firru sem þeir em um það bil að framkvæma og áfram verði tryggður jafn réttur allra til náms. -sþ Takmarkið er 2000 nýir áskrifendur Sú hætta blasir við Þjóðviijanum að útgáfa hans stöðvist innan tíðar ef áskrifendum biaðsins fjölgar ekki. Við þurfum tvö þúsund áskrifendurtilað tryggja rekstur blaðsins til frambúðar. Tökum höndum saman og tryggjum útgáfu Þjóðviljans, sem er í senn baráttutæki og þýðingarmesti umræöuvettvangur vinstri manna. Til vinstri þar sem slær Áskrifendasíminn er 681333

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.