Þjóðviljinn - 06.09.1991, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 06.09.1991, Qupperneq 4
Fortíðarvandi Sjálfstæðis- flokksins Þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók til starfa var það eitt af hennar fyrstu verkum að skipa nefnd sem fékk vinnuheitið fortíðarvandanefnd. Nefndinni var ætlað að gera úttekt á þeim vanda í ríkisljármálum sem rekja má til ákvarðana á tímum fyrri ríkisstjórna. Með þessu móti taldi forsætisráðherra að hann gæti hafið störf með hreint borð. Nú hefur þessi fortíðarvandanefnd skilað áfangaáliti sínu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar, og Ijölluðu fjölmiðlar nokkuð um niðurstöður nefndarinnar í gær. Þessi vandi mun nema um tveimur milljörðum króna, og hugmyndir nefndarinnar eru að ferðaþjónustan verði látin borga brúsann þann. Rétt er að rifja upp að Leifsstöðvarvand- ann má rekja til stjórnleysis og óráðsíu við byggingu stöðvarinnar á árunum 1983-1987 þegar sjálfstæðismenn fóru með stjórn utanríkisráðuneytisins. Ríkisendurskoðun segir í skýrslu um málið frá desember 1987 að stjórn byggingaframkvæmdanna hafi farið úr böndunum og að kostnaðar- og fjárhagsáætlanir hafi staðist illa eðá alls ekki. Það er þungur áfellisdómur. Hins vegar vekur það athygli að lausnarorð fortíðarvandanefndarinnar eru hækkun lendingargjalda og innritunargjalda og er því slegið föstu að slíkar hækkanir muni ekki hafa teljandi áhrif á umferð um flugstöðina. Hér eru komin gömlu íhaldsúrræðin að auka álögur á almenning og atvinnulífið í stað þess að bæta rekstrarskilyrði atvinnuveganna til að þeir geti skilað meiri hagnaði. Meginvandi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er lítil nýting, og það er á því máli sem þarf að taka. Utanríkisráðuneytið hefur aftur á móti sýnt afar lítinn vilja til að auka borgaralega flugumferð um Keflavíkurflugvöll, og fara þar af óþekktum ástæðum saman áherslur ráðuneytisins og bandaríska hersins sem síst vill meiri almenna flugumferð um völlinn. Vinnunefnd á vegum ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar fjallaði m.a. um málefni Keflavíkurflugvallar í upphafi þessa árs. ( hennar skýrslu segir m.a. um gjaldtöku á flugvellinum: „Hins vegar kynni að þurfa meiri sveigjanleika í gjaldtök- una, allt eftir því hvaða viðskipti væru í vændum,... t.d. möguleikar á að laða að flugvélar til millilendinga og líta á aukna sölu í flugstöðinni sem ávinning til að vega upp lægri lendingar- og afgreiðslugjöld." Þarna kveður við allt annan tón, nefnilega þann að gefa atvinnulífinu meira svigrúm til að standa sig í stöðugt harðnandi samkeppni. Þjóðviljinn mótmælir þeim skattahækkunaráformum sem fortíðarvandanefndin leggur til. Á það hlýtur að vera bent, að hækkun þjónustugjalda á Keflavíkurflugvelli leiðir af sér hærri fraktgjöld og þar með hærra vöruverð í land- inu. Ennfremur þýðir tvöföldun á innritunargjaldi farþega ekkert annað en eins konar orlofsskatt á almenning, rýrir kaupmátt og skaöar samkeppnisstöðu islenskrar ferða- þjónustu sem er vaxandi atvinnugrein -<>g líkleg til að treysta stoðir atvinnulífsins hér á landi í framtíðinni. En hann er víðar fortíðarvandinn sem sjálfstæðismenn skilja eftir sig. í Reykjavíkurborg sitja útsvarsgreiðendur uppi með fortíðarvanda sem rekja má til stjórnar Davíðs Oddssonar í borginni. í Ijós hefur komið að byggingar- kostnaður Perlunnar á Öskjuhlíð hefur hækkað um 600 miljónir frá því sem áætlað var fyrir þremur misserum, og er þá um að ræða tólffalda hækkun frá upphaflegri áætl- un. Annað áhugaverkefni Davíðs Oddssonar í borginni er ráðhúsið sem hefur farið a.m.k. 100% fram úr fyrstu kostnaðaráætlun sem gerð var að kröfu minnihlutans í borgarstjórn eftir að framkvæmdir hófust. Nýr borgarstjóri í Reykjavík á mikið tiltektarverk fyrir höndum, og reyndar hefur hann þegar hafist handa, en það væri e.t.v. ekki svo vitlaus hugmynd að koma á fót fortíðarvandanefnd i Reykjavík, m.ö.o. sjálfsgagnrýnis- nefnd Sjálfstæðisflokksins. Át>s 'Belgárblað Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson. Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á.Friðþjófsson Umsjónarmaður Helgarblaðs: Bergdís Ellertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Afgreiðsla: w 68 13 33 Auglýsingadeild: ®68 13 10-68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð: 170 kr. I lausasölu Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Aðsetur: Síðumúla 37, 108 Reykjavik Helgarpistill Þörf fyrir pólitíska trú Á sunnudagsmorguninn voru þeir Eiður Guðnason umhverfisráðherra og séra Bemharður Guðmundsson að leggja út af guðspjalli dagsins. Þar var að því vikið að Jesús rak út illa anda. Ráðherra reyndi að tengja anda þessa við þann kommúnisma sem var að syngja sitt síðasta vers í Sovétríkjunum. Hann sagði eitthvað á þá leið, að það væri með öllu öskiljan- legt að hér á íslandi hefði „ósköp venjulegt" fólk haft trú á sovétkommúnisma og varið hann með lífi og blóði. Var helst á Eiði að skilja að hér hefðu illir andar verið á kreiki. Við skulum ekki blanda okkur í guðfræði illra anda, þaðan af síður kalla til vitnis þann sem yfir þeim ræður, Satan karl í Helju. Enda óþarft að blanda þeim í málið þeg- ar spurt er um trú „ósköp venju- legs fólks“ á „sovésku tilraunina" sem svo var nefnd. Pólitísk trú (á nýja gerð samfé- lagsins) skapast af ýmsum þáttum. Þörf fyrir skynsemi í galskap sam- félagsins, þörf íyrir réttlæti. Rétt- lætiskrafan gengur fljótt í bandalag við trúarþörfina. Trúarþörfin þýðir að menn þurfa á því að halda að glæsileg framtíðarsýn lyfti þeim upp úr eymd, basli og tilgangsleysi allt um kring. Trúarþörfm tengist svo trúgimi og afneitun. Trúgimin þýðir að menn trúa fúslega og mikla fyrir sér alla ávinninga bylt- ingarsamfélags (hvort sem þar er verið að kenna fólki að Iesa eða reisa stíflur). Afneitunin þýðir að menn neita að hlusta á neikvæðar fréttir af sama byitingarsamfélagi eða gera sem minnst úr þeim (segj- andi sem svo, að þetta mein sé arf- ur hins liðna, hitt bölið sé til bráðabirgða o.s.frv.). Þetta mynstur trúarþarfar, trú- gimi og afneitunar er ekki bundið við pólitík eina eins og allir ættu að vita. Það ræður miklu í öllum mannlegum samskiptum: til dæmis þrífst ástin (til góðs og ills) mjög á trúgimi og afneitun. Þróun trúar Svo er annað. Sovéttrúin er ekki óbreytanlegt fyrirbæri. Hún á sér sögu. Sovéttrúin var mest á kreppuárunum á fjórða áratugnum og svo í stríðslok þegar allir vom elsku vinir gegn Hitler. Henni fór svo mjög að hraka á ámnum 1956- 1968. Eftir innrás í Tékkóslóvakíu fór næsta lítið fyrir henni, amk. meðal íslenskra sósíalista, þótt vissulega eimdi eftir af henni hér og þar í sálarkimum (aðallega í þeirri von að það hlyti að koma fram fyrr eða síðar að til einhvers hefði allt þetta verið). Pólitísk trú hefur þá jákvæðu hlið að hún gefur mörgum þeim mönnum von sem að er þrengt og eflir menn til dáða í félagsmálum. Hún hefur þó stærri neikvæðar hliðar: sumir lokast inn í henni, einangrast frá vemleikanum - og síðan kemur sá sami vemleiki aft- an að þeim og slær þá niður með hörku.Sumir menn hafa haldið því fram (Willy Brandt er einn þeirra) að það sé ungum mönnum nauð- syn að eiga sér einhvem kommún- isma til að hressa sig á, en þeir megi ekki ganga með hann of lengi. Það er reyndar mjög einstak- lingsbundið hve vel mönnum gengur að koma sér frá „trúgimi" og yfir í vemleikann. Stundum er mönnum vorkunn að því leyti að þeir hafa ekki náð í upplýsingar sem til þarf. Í annan stað vom sumar fréttir (ekki síst af Gúlaginu hans Stalins) svo herfilegar að „venjulegt fólk“ gat ekki skilið þær. Hafði engar forsendur til þess. Og hér er ekki um það hugleysi að ræða sem neitar að horfast í augu við vemleikann. Við skulum minna á það, að þegar fyrstu fréttir bámst (frá Austurvígstöðvunum) af útrýmingarbúðum nasista, þá þorðu Bretar og Bandaríkjamenn ekki að nota þær fréttir framan af: þeim fannst að fólk gæti ekki trúað öðm eins, ekki einu sinni upp á Hitler og hans menn. Hvers vegna rýrnar trúin? Nú er að bera upp fróðlega spurningu: Er eitthvert rökvíst samband milli pólitískrar trúarþarf- ar og tímanna sem menn lifa á? Al- veg áreiðanlega. Sovéttrúin til dæmis, hún fór ekki eftir því hvemig ástandið var í Sovétríkjunum sjálfum. Sovéttrúin var einna sterkust á fjórða áratugn- um þegar ástandið var verst, þegar hreinsanimar miklu fóm fram og Gúlagið breiddi úr sér yfir allt rík- ið. Trúin nærðist ekki síst á að- stæðum þeirra sem trúðu: þetta var tími heimskreppu og atvinnuleysis, framleiðslukerfin vom lömuð á Vesturlöndum, „umframbrigðum" af matvælum var brennt í sveltandi heimi, þar að auki virtist nasismi ætla að kála hefðbundnu Iýðræði. Þá þurftu menn á Sovétríkjunm að halda. Þeir hefðu búið þau til ef þau hefðu ekki verið til. (Og bjuggu þau reyndar til í þeim skilningi að hugmyndir þeirra vom allt aðrar en vemleikinn.) Svosem þijátíu árum síðar vom Sovétríkin miklu skárra samfélag að búa í. Lífskjör höfðu batnað vemlega á ámnum 1955-1965. Kúgunin var ekki stalínsk, heldur miklu líkari þeirri sem gengur og gerist í ólýðræðislegum ríkjum (pólitískir fangar t.d. orðnir mun færri en í vinalandi okkar Tyrk- landi). En þessi bragarbót þýddi ekki að sovéttrúin efldist. Þvert á móti: hún rýmaði jafnt og þétt. Menn vom betur að sér. Menn spurðu grimmari spuminga. Og síðast en ekki síst: kjör þeirra sem t.d. á kreppuáratugnum höfðu mesta þörf fyrir pólitíska trú höfðu breyst. Þeir freistuðust ekki til að hugga sig við að einhversstaðar í heiminum væm verkamenn famir að njóta orlofs eða skólagöngu fyr- ir böm sín - þeir höfðu fengið þetta sjálfir (m.a. fyrir atbeina vinstri- flokka) - og einkabílinn þar að auki. Á okkar dögum Eitthvað á þessa leið er gang- virkið í hinni pólitísku trú. Það þýðir ekki að velmegun (í neyslu talin) útrými túarþörfinni. Við sjá- um að á okkar tímum er uppi mikil þörf fyrir að fylla upp í tómleika, finna tilgang. Þessari þörf er nú mest fúllnægt í allskonar afkimum þeirra hræringa sem kenndar em við nýöld og em þó afgamlar flest- ar. Á þeim vettvangi er mest verið að spyija um hans hátign einstak- linginn, hans meltingartmflanir og sálarfrið. Hinn góði hvati trúar- þarfar í samfélaginu, réttlætisþörf- in, hún sést sjaldan, lætur Iítið fyrir sér fara. En við skulum ætla að um hana verði sagt eins og haft var yf- ir í frægum texta: Eigi er mærin dauð, heldur sefúr hún. NÝTT HELGARBLAÐ 4 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.