Þjóðviljinn - 06.09.1991, Qupperneq 11
„Samfélagið byggði upp
þessa eign, þessa velferð,
og það á að njóta hennar
án þess að fólk sé dregið
í dilka eftir efnahag."
- Ögmundur Jónasson
formaður BSRB
„Það er grátbroslegt að
hlusta á forsætisráðherra
þjóðarinnar tjá sig um
sparnað og niðurskurð í
velferðarkerfinu á sama
tíma og flett er ofan af
Ijármálasukkinu í Reykja-
víkurborg sem hann ber
ábyrgð á.“
- Guðrún Helgadóttir
þingmaður
Alþýðubandalagsins
„Ef þessi hugsunarháttur,
sem hingað til hefur ein-
skorðast við örfáa sérvitr-
inga eins og Hannes
Hólmstein, er að verða
ráðandi rödd í stærsta
stjórnmálaflokki landsins
þá er það mjög hættu-
legtf
- Vilhjálmur Árnason
lektor
I*? W '■'ÍSskL' -t. XSB&sg, «45 ■'Ytöjps*, mWr S|j& : jHft 5
H'! '\m
i 'ýfÆ < J sBaayrw ■ I Wm- |-| W^mÆ §
„Þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn er í ríkis-
stjórn má alveg bú-
ast við því að eitt-
hvað sé
látið fjúka.“
- Lára V. Júlfusdóttir
lögfræðingur ASl
Er velferdoicerfið í hættu ?
Almenningur
að veita aohc
Elín G. ólafsdóttir
borgarfulltrúi Kvenna-
listans tekur undir þau
við viljum spara í þessu þjóðfé-
lagi.“
Hættan liggur í
freistingunni
Lára V. Júlíusdóttir lögræðing-
ur Alþýðusambands íslands segist
telja þá stefnubreytingu sem felur í
sér skóla- og sjúkragjöld stórhættu-
lega. „Hættan er sú að það verði
farið inn á þessa braut verði of
freistandi að halda áfram,“ segir
hún og bendir á að fólk skuli ekíki
verða hissa á því sem er að gerast.
„Velferðarkerfi er stöðugt í hættu
vegna þess að þeir sem hafa meiri
tekjur eru stöðugt að gera athuga-
semdir við að þeirra tekjur renni til
þeirra sem minna mega sín. Málið
snýst um það hversu áhrifamiklir
hverju sinni þeir eru sem eru tekju-
hærri og hversu vel þeim tekst að
halda tekjunum hjá sér. Sjálfstæð-
isflokkurinn er sá flokkur í ís-
lenskri pólitík sem gengur harðast
fram í því að rýra velferðarkerfið
og þegar hann er í ríkisstjóm má
alveg búast við því að eitthvað sé
látið fjúka.“ En Lára segist þó ekki
líta á velferðarkerfið sem eitthvað
alheilagt. „Það blasir við okkur að
þetta kerfi sem við höfum komið
okkur upp virðist vera okkur of
dýrt. Við verðum að spara, velja og
hafna,“ segir hún.
„Við þurfum að vega það og
meta hvort aðferðirnar verði til
þess að auka á réttlæti. Er réttlæti í
því til dæmis að einstæðir foreldr-
ar, sem sumir hverjir eru hátekju-
fólk, eigi að njóta mæðra- og
feðralauna á meðan aðrir foreldrar,
sem eru giftir, hafa kannski helm-
ingi lægri tekjur samanlagt? Ég
vildi sjá breytingar á skilgreiningu
á þeim hópum sem þurfa á aðstoð
að halda.“
Aðspurð um hvaða gloppur
Lára teldi stærstar á velferðarkerf-
inu kvaðst hún, eins og reyndar
flestir viðmælendumir, geta talið
upp margar. „En það er einn hópur
sem hefúr orðið algjörlega útundan
í þessari velferðammræðu og það
er fólkið sem er að bíða eftir því að
komast á eftirlaunaldur, aðallega
konur á aldrinum 63-67 ára, ör-
þreyttar og slitnar, sem geta ekki
Íengur aflað sömu tekna og áður.
Það þyrfti að finna leið fyrir þetta
fólk til að minnka við sig án þess
að afkoma þess hrynji.“
Draugagangur
frá Breflanai
BSRB hefur að undanförnu
auglýst í útvarpi og hvatt til þess
að launafólk standi vörð um vel-
ferðarkerfið. Ögmundur Jónasson
formaður BSRB segir viðbrögð
fólks við auglýsingunum mjög já-
kvæð og algjör samstaða sé um að
bægja þessum „draugagangi frá
Bretlandi“ frá.
„Þessar hugmyndir um sjúkra-
og skólagjöld eru vægast stórvara-
samar,“ segir Ögmundur. „Þær fela
í sér kerfisbreytingu í gmndvallar-
atriðum." Hann ræðir sérstaklega
um heilbrigðiskerfið og segir:
„Stjórnir sjúkrahúsanna myndu
verða í mjög veikri aðstöðu til að
spoma gegn því að gjöldin verði
hækkuð. Fjársvelt stofnun sem hef-
ur kost á því að ná í tekjur með
þessum hætti stendur frammi fyrir
mikilli freistingu. Læknavísindin
standa frammi fyrir því að ákveða
forgangsröð þar sem tæknin er
meiri en getan til að sinna.“ Ög-
mundur segist sannfærður um að
það samfélag sem hefúr byggt um
velferðarkerfið geti ekki sætt sig
við að fólki verði mismunað á
gmndvelli fjárráða. „Ef tekjuteng-
ing er það sem menn em að hugsa
um, þ.e. að leyfa hinum snauðari
áffam ókeypis aðgang að spítölun-
um en mkka hina sem em aflögu-
færir þá spyr ég: Af hveiju er það
ekki gert í gegnum skattkerfið?
Réttlætinu væri ekkert betur ffam-
fylgt með tekjutengingu á gjöldin
vegna þess að upplýsingarnar sem
hún yrði byggð á em nákvæmlega
þær sömu og tekjuskatturinn er
byggður á. Það sama gildir í skóla-
kerfinu. Talsmenn þessara gjalda
segja það berum orðum að það
væri gott að hafa samkeppni í
skólakerfinu. Er það hið endanlega
markmið? Að brjóta niður alla
þjónustu í kostnaðarþætti og láta
fólk hafa greiðslur sem nema
kostnaðinum við þjónustuna sem
þörf er á og bjóða því síðan val um
hvernig peningunum er varið á
markaðinum? Eg held að þetta sé
það sem þeir vilji gera, að stíga inn
í algjöra kerfisbreytingu.
Þá spyr maður sjálfan sig: Er
það ekki gott að einstaklingurinn
sé ekki ofurseldur einhveiju mið-
stýrðu valdi og geti valið sjálfur?
Jú, val getur verið ágætt, en við
verðum að hugsa dæmið alveg til
enda. Því þetta val mun hafa það í
for með sér að þeir sem hafa um-
fram fjárráð munu fara að kaupa
enn betri þjónustu, og þá erum við
farin að mismuna þjóðfélagsþegn-
unum á hátt sem mér finnst ekki
ásættanlegur. Samfélagið byggði
upp þessa eign, þessa velferð, og
það á að njóta hennar án þess að
fólk sé dregið í dilka eftir efna-
hag“
Ögmundur sagðist ekki vilja
vanmeta það velferðarkerfi sem til
staðar er, en gloppurnar væru of
margar. Hann nefndi sem dæmi að
sá sparnaður sem sumarlokanir
sjúkrahúsa hefðu í för með sér
eyddist upp í þeim kostnaði sem
því fylgir að sinna sjúklingum
heima við. „Það má líka nefna dag-
vistarkerfið sem er mjög slæmt. Eg
tel að oft felist meiri spamaður í að
efla velferðarkerfið en veikja það.
Samhengi hlutanna er iðulega ekki
skoðað þegar menn eru að tala um
kostnaðinn við velferðarkerfið."
orð Ögmundar að í augsýn sé
grundvallarbreyting á þeirri hugs-
un sem velferðarkerfið byggir á.
„Það sem gæti þó hugsanlega hald-
ið aftur af þeim pólitíkusum sem
nú ráða ferðinni er andstaða al-
mennings. Ég held að það sé mjög
ríkt í íslendingum að búa eins vel
og hægt er að sameiginlegum þörf-
um samfélagsins og þá á ég við
mennta- og heilbrigðiskerfið fyrst
og ffemst. Sterk viðbrögð almenn-
ings gætu orðið aðhald fyrir þá
sem fara offari í því að reyna að ná
í peninga sem ekki er siðlegt að ná
í þá,“ segir Elín. „Ég skora á fólk
að láta þessa menn ekki í friði við
að eyðileggja það samkomulag
sem hefúr í grundvallaratriðum ríkt
á Islandi.“
Aðspurð um hvaða galla hún
sæi stærsta á velferðinni íslensku
sagðist Elín strax nefna það sem
snýr að börnum og gömlu fólki.
„Gamla fólkið gerir yfirleitt ekki
háværar krölúr og sama gildir um
börnin. Þau eiga ekki nógu harða
málsvara, hvemig sem á því stend-
ur. Það er hluti af skýringunni.
Hinn hlutinn er kannski sá að við
erum, þrátt fyrir allt, ekki nógu
lýðræðislega þenkjandi.“
Asta Ragnheiður Jóhannesdótt-
ir er í nánum tengslum við þá sem
þurfa hvað mest á velferðinni að
halda, en hún starfar sem deildar-
stjóri hjá Tryggingastofnun. „Al-
mannatryggingalögin em orðin það
gróin að fólk heldur að ekkert
muni breytast. En það má ekki taka
velferðarkerfið sem sjálfsagðan
hlut,“ segir hún.
„Ef stjórnvöld ætla að feta
þann veg að auka álögur á þá sem
minnst mega sín, í stað þess að
leita til þeirra sem eiga peningana,
þá er þetta kerfi í hættu. Við emm
alltaf að hrósa okkur af velferðar-
kerfinu okkar. Það hefur tekið
langan tíma og mikla vinnu að
koma því á. Ég tel mjög mikilvægt
að við stöndum vörð um það sem
við höfum náð og höldum áfram
þessari baráttu. Það er margt sem
enn hefur ekki áunnist. Mér dettur
fyrst í hug það fólk sem vinnur
heima launalaus störf sem unnin
em á sjúkrahúsum og á stofnunum.
Fólk sem sinnir þeim öldmðu og
sjúku sem ekki fá inni á stofnun-
um. Það þarf að auka rými á
sjúkrahúsum og á meðan það fæst
ekki þarf að leysa málið með um-
önnunarbótum til þeirra sem sinna
þessu launalaust."
Asta Ragnheiður segist ekki sjá
annað en tekjutenging bamabóta sé
til hins betra, en tekjutenging sé
alltaf vissum vandkvæðum bundin.
„Upplýsingar um tekjur liggja ekki
allar fyrir. Ákveðnar tekjur, t.d.
fjármagnstekjur koma hvergi
fram,“ segir hún.
Velferðin inn í
kaupþingin
Guðrún Helgadóttir þingmað-
ur Alþýðubandalagsins segist ekki
í nokkrum vafa um að velferðar-
kerfið sé i hættu. „Það hefur alltaf
átt undir högg að sækja þegar
Sjálfstæðisflokkurinn er við völd,
alveg eins og öll þau lög sem sett
hafa verið í áranna rás til að
tryggja velferð og jöfnuð i landinu
voru sett gegn vilja þess flokks.
Menn geta kynnt sér það í Alþing-
istíðindum ef þeir nenna. Það gæti
líka verið áhugavert fyrir þing-
flokk Alþýðuflokksins að lesa
ótrúlega siðlausar ræður íhalds-
manna þegar jafnaðarmenn og
sósíalistar vom að beijast fyrir lög-
um um almannatryggingar og lág-
marksréttindi fátæku fólki til
handa. Menn þurfa ekki að fietta
lengra aftur en til allra síðustu ára
til að kynna sér andsvör íhaldsins
við ýmsum baráttumáium okkar
Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir rétt-
indum bama, aldraðra og fatlaðra.
Ég harma ef við Jóhanna, og þeir
heiðarlegir sósíaldemókratar sem
eftir em, eigum ekki lengur sam-
leið i þessum málum. Það er grát-
broslegt að hlusta á forsætisráð-
herra þjóðarinnar tjá sig um spam-
að og niðurskurð í velferðarkerfinu
á sama tíma og flett er ofan af fjár-
málasukkinu í Reykjavíkurborg
sem hann ber ábyrgð á. Hundmð-
um miljóna hefur verið hent í vasa
örfárra einstaklinga og fyrirtækja á
meðan afkoma fjölskyldnanna hef-
ur versnað í sífellu.
Þessir menn ætla að halda
áfram að flytja velferðarkerfi okkar
allra inn í kaupþingin svo að æ
stærri hluti sameiginlegra fjármuna
okkar flytjist á æ færri hendur. Um
áratugaskeið hefur verið þjóðarsátt
um að velferðarkerfinu skuli við-
haldið og jafnvel Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur ekki þorað að reiða til
höggs fyrr en núna. En nú er þetta
fijálshyggjugengi komið til valda.
Hannes Hólmsteinn situr í hliðar-
sölum á Alþingi og skrifar minnis-
punkta fyrir ríkisstjómina. Það er
komin ný kynslóð til valda í Sjálf-
stæðisflokknum sem hikar ekki við
að gera það sem eldri menn í
flokloium ekki þorðu: Að rífa nið-
ur velferðarkerfið.“
/
A ekki að spyrja
um hagkvæmni?
Og þá er ekki úr vegi að heyra
svör eins fulltrúa þeirrar kynslóðar
sem Guðrún talar um. Einar Kr.
Guðfinnsson útgerðarstjóri og
þingmaður Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum hefúr velt málinu fyr-
ir sér og skrifaði m.a. grein í
Morgunblaðið í vikunni undir yfir-
skriftinni „Er vegið að velferð-
inni?“ Einar Kristinn segist sann-
færður um að svo sé alls ekki, hér
verði eftir sem áður gott velferðar-
kerfi við lýði. „Það er við sama út-
gjaldavanda að etja í velferðarkerf-
inu hér og víða í kringum okkur.
Það hefur verið brugðist við hon-
um með því að draga úr útgjöldun-
um, en það er hins vegar mjög
seinfarin leið vegna þess að til út-
gjaldanna er stofnað með lagasetn-
ingum,“ segir hann. „Varðandi
þessa litlu hækkun á skólagjöldum
þá vil ég benda á að erlendis er það
mjög aigengt að fólk þurfi að
greiða fyrir þau miklu réttindi sem
í því felast að stunda nám. Nem-
endur við háskólann eru tvöfalt
fleiri nú en fyrir 12-13 árum. Get-
ur slík þróun haldið áfram enda-
laust?“
En hvers konar velferðarkerfi
vill Einar Kristinn sjá á íslandi? Er
hann sáttur við það sem við höf-
um? „Menn eru alltaf í leit að rétt-
lætinu. Vandinn er einfaldlega sá
að útgjöldin virðast aukast linnu-
Iaust umfram vöxt þjóðarfram-
leiðslunnar. Það er auðvitað verið
að sækja þetta fé á kostnað ein-
hvers annars. Varðandi það sem
ríkisstjómin er að gera þá er þar
um að ræða afar lítið skref sem
hún er að taka og velferðarstigið
verður síst lægra en á síðasta ári. Á
bak við þessa hluti liggur sú hugs-
un, a.m.k. í mínum huga, að það sé
ekki eðlilegur hlutur að útgjöld til
þessara málaflokka, frekar en til
annarra hjá hinu opinbera, geti
vaxið linnulaust og aldrei sé spurt
um hagkvæmni, kostnað né hver
eigi að borga.“
En hvað segir hann um þau rök
að eðlilegra sé að standa undir
kostnaðinum í gegnum skattkerfið,
fremur en með gjöldum? „Yfir-
gnæfandi þáttur af þessu kerfi er
greiddur í gegnum beina og óbeina
skatta. Ég tel ekkert óeðlilegt að
við reynum að vekja upp einhveija
kostnaðarvitund um þennan þátt
með því að taka upp lítilsháttar
þjónustugjöld og hefði mátt inn-
leiða það fyrr. Þá værum við ekki
stödd í þeim spomm í dag að seið-
ur sé magnaður upp um að verið sé
að rústa velferðarkerfið þegar ekki
er verið að gera annað en að fram-
kvæma veikburða tilraun til að
draga úr útgjaldaaukningunni, en
ekki neina aðfor að velferðarkerf-
inu,“ segir Einar.
Hagvöxturinn
borgar ekki lengur
Ungir jafnaðarmenn hafa látið í
ljós mikla óánægju með stefnu rík-
isstjómarinnar í velferðarmálum.
Formaður þeirra, Sigurður Péturs-
son, segist þó ekki óttast um vel-
ferðarkerfið. Hann er hins vegar
ósáttur við að Alþýðuflokkurinn
taki þátt í því með Sjálfstæðis-
flokknum að leggja á þjónustu-
gjöld. „Ég er hræddur við fordæm-
ið. Maður veit ekki hvar það endar
ef byijað er á þessu. En ég er líka
sammála hinu að sjálfvirk útþensla
á velferðarkerfi sé líka stórhættu-
leg. Mér finnst að við höfum nokk-
uð gott velferðarkerfi, en það er
aldrei of gott. Stærsti gallinn sem
ég sé er lífeyriskerfið. Það er ekki
nein tekjujöftiun í því kerfi. Sumir
hópar fá margfaldan lífeyri á með-
an aðrir fá minna en einfaldan. Það
þarf að leiðrétta. Það hafa sum öfl í
þjóðfélaginu, Sjálfstæðisflokkur-
inn og stundum m.a.s. verkalýðs-
hreyfingin, stuðlað að því að setja
upp kerfi eins og gamla húsnæðis-
kerfið þar sem allir fengu jafnt,
óháð eftiahag. Það samræmist ekki
mínum skilningi á velferðarkerf-
inu. Ég vil sjá tekjutengingu víðar,
en gallinn er sá að uppgefnar tekjur
segja ekki alltaf til um hina raun-
vemlegu stöðu.“
Sigurður kveðst telja nokkuð til
í því að nýir menn í Sjálfstæðis-
flokknum séu óvægnari í afstöð-
unni til velferðarkerfisins en þeir
eldri. „Þó held ég að það hafi alltaf
verið til slíkir menn í Sjálfstæðis-
flokknum. Menn sem börðust gegn
almannatryggingalöggjöfinni og
öllu þessu kerfi þegar því var kom-
ið á fót á sinum tíma. Á ámnum
1950-70 gáfu hægri menn eftir, en
þá var hagvöxtur sem greiddi þetta.
En síðan stöðvast hagvöxturinn á
Vesturlöndum og þá fara menn að
velta fyrir sér hvað sé til ráða. Og
þá ráðast hægri menn strax á vel-
ferðarkerfið. Hugsunin er alltaf sú
sama, en þeir eldri höfðu efiii á að
ná sáttum í þjóðfélaginu.“
Vilborg
Davíðsdóttir
tók saman
í „ utanlandsreisu“
til Reykjavíkur!
HÓTEL ÍSLAND
Nýtt stórglæsilegt og heillandi hótel
býðurykkur
GISTINGU Á KYNNINGARVERÐI
í ÁGÚST OG SEPTEMBER.
Haust- og vetrartískan er
komin í verslanir — verðið
sambærilegt við erlendis.
Pöbbarnir og skemmti-
staðirnir fjölbreyttari en
nokkru sinni, leilchúsin að
opna og dvöl á fyrsta flokks
hóteli. . .
— madur þarf ekkert að fara lengra!
Pantanir í síma 688999
— takmarkaður herbergjafjöldi.
ÍSLAND
Ármúla 9, 108 Reykjavík, Sími 688999
NYTT HELGARBLAÐ -J Q FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991
NÝTT HELGARBLAÐ 11 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER I99l