Þjóðviljinn - 06.09.1991, Page 13
r é t t i r
Þingflokkur Alþýðuflokksins þingaði um Jjárlögin eina ferðina enn í gœr. Þar samþykktu menn skólagjöld i nýjum búningi, sumir þó með fyrirvara. Hér sjást
Valgerður Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson að hvísla einhverju i eyrað á Jóhönnu Sigurðardóttur. Mynd: Jim Smart.
Kratar kyngja skólagjöldunum
Samkomulag náðist í gær milli stjórnarflokkanna um
fjárlagafrumvarpið, m.a. skólagjöld sem mikil andstaða hafði verið
við innan þingflokks Alþýðuflokksins. Stjórnarliðarnir tala um að
þak verði sett á þau gjöld sem framhaldsskólarnir og Háskóli ls-
lands innheimta nú. Þak framhaldsskólanna verður átta þúsund
krónurog þak Hl verður 17 þúsund krónur, sagði Ólafur G. Einars-
son menntamálaráðherra við Þjóðviljann í gær.
Kapp-
hlaup vib
dauðann
Það eru 60 manns á biðlista
hjartaskurðdeildar Landspítal-
ans. Af þeim eru 17 sem þurfa
bráðaaðgerð og 37 aðilar sem
þurfa að komast að sem fyrst.
Þessi biðlisti er alvarlegt mál,
því komið hefur fyrir að fólk
hefur látist meðan það beið
aðgerðar. Þessar upplýsingar
komu fram á blaðamannafundi
er landlæknir boðaði til í gær
um biðlista á deildaskiptum
sjúkrahúsum og þau vandræði
sem sjúklingar verða fyrir
vegna þeirra. Ólafur Ólafsson
landlæknir segir að auka þurfi
fjárlög til heilbrigðismála um
allt að 10% eða um 4 miljarða
til að útrýma biðlistunum.
Ýmsar ástæður voru nefndar
fyrir biðlistum sjúkrahúsanna.
Helstu ástæðurnar eru að sögn
sérfræðinga, yfirlækna og hjúkr-
unarforstjóra sjúkrahúsanna,
skortur á fjármagni. 1 því sam-
bandi beinast augu manna að lé-
legum launakjörum sérmenntaðra
hjúkrunarfræðinga. Á fundinum
upplýstist að laun hjúkrunarfræð-
inga eru mun hærri í nágranna-
löndum okkar, jafnframt því að
vinnuálagið er til muna minna.
Reynt hefur verið að ráða erlent
fólk til starfa, en vegna launanna
staldrar það stutt við. Einnig hafa
knappar Qárveitingar til spítal-
anna orðið til þess að loka þarf
deildum sem aftur verður til þess
að biðlistar lengjast sem því
nemur. Landlæknir segir að til að
leysa biðlistavandamálið endan-
lega þyrfti að auka framlag til
heilbrigðismála um allt að 10%.
Á síðustu fjárlögum var veitt 40
miljörðum til heilbrigðismála,
svo að 10% aukning til heilbrigð-
ismála mundi þýða 4 miljarða út-
gjaldaaukningu ríkissjóðs til
þessa málaflokks.
Aðspurður um hvort niður-
skurður innan heilbrigðisráðu-
neytisins ylli ekki enn meiri
vanda innan sjúkrahúsanna, sagði
landlæknir að ábendingar frá
embættinu og yfirmönnum
sjúkrahúsa hefðu sjálfsagt komið
í veg fyrir enn meiri niðurskurð.
- Ef rétt er haldið á málunum og
hagrætt á ýmsum sviðum þarf
ekki mikið fjármagn til að leysa
bráðasta vandann. En til að leysa
þennan vanda fullkomlega þurfa
að koma til miklar breytingar á
allri stefnumörkun hjá heilbrigð-
iskerfinu, sagði Ólafur.
-sþ
Össur Skarphéðinsson, þing-
flokksformaður Alþýðuflokksins,
Rannveig Guðmundsdóttir og Sig-
bjöm Gunnarsson hafa sett fyrir-
vara við skólagjöldin. Fari svo að
þau komi inn á fjárlög í formi sér-
tekna ríkisins munu þau þrjú ekki
greiða þeim lið íjárlagafrumvarp-
sins atkvæði sitt. Ólafur G., Davíð
Oddsson forsætisráðherra og Frið-
rik Sophusson fjármálaráðherra
sögðu allir í gær við Þjóðviljann að
ekki væri búið að taka þá ákvörðun
að skólagjöldin kæmu ekki inn í
ljárlagafrumvarpið sem sértekjur.
Össur er enn mjög mótfallinn
skólagjöldum og boðar lagafrum-
varp sem bannar skólagjöld eða
viðlíka innheimtu.
Jóhanna Sigurðardóttir, vara-
formaður Alþýðuflokksins, sagði í
gær að hún styddi fjárlagafrum-
varpið án fyrirvara um til dæmis
skólagjöld. Hún telur sig hafa
fengið vilyrði fyrir því að um ein-
hveija tekjujöfnun verði að ræða á
móti aukinni gjaldtöku ríkisins.
Hún nefndi hækkun skattleysis-
marka og húsaleigubætur og taldi
hún að svigrúm væri til þessa inn-
an núverandi fjárlagaramma. Ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins minntu
hinsvegar á að ríkisstjómin ætlaði
ekki að auka skattheimtuna meira
en nú er sem hlutfall af þjóðar-
framleiðslu til dæmis. Þar að auki
styttist sá tími sem hægt er aað
nýta til að vinna að fjárlagagerð-
inni því þing kemur saman 1. októ-
ber og fjárlögin eru alltaf fyrsta
mál þingsins. Davíð sagði þó i gær
að nægur tími væri til að kanna
þær leiðir sem félagsmálaráðherra
hefði rætt um. Fram kom að þau
mál eru enn órædd.
Þökin á skólagjöldunum þýða,
miðað við að 16 þúsund nemar séu
í framhaldsskólunum, að skóla-
gjöld nema 128 miljónum króna og
í Háskólanum er talan í kringum
100 miljónir, séu heimildir full-
nýttar. Þá eru eftir nokkrir aðrir
skólar þannig að um er að ræða
þak við 250 miljónir. Ólafur G.
sagði að 128 miljónimar væru ná-
kvæmlega sama tala og innheimt
væri nú. En hann sagði líka að inni
i þessari tölu, sem verið væri að
ræða núna, væru ekki gjöld til
nemendafélaga skólanna. Þannig
að skóli sem áður innheimti 6.000
krónur, einsog til dæmis MS, gæti
nú innheimt 12.500 krónur af
hverjum nemanda vegna þess að
4.500 krónur renna til nemendafé-
lagsins en aðeins 1.500 til skólans
af þessum 6.000 sem nú era inn-
heimtar. Sama á við um flesta aðra
skóla því að hlutur nemendafélaga
í innritunargjaldinu er á bilinu 60
til 90 prósent. Háskólinn innheimt-
ir nú 7.700 krónur í innritunargjöld
og þar af renna 5.700 til nemenda
beint og 2.000 krónur fara til út-
gáfu kennsluskrár og annars slíks.
Þannig getur Háskólinn aukið inn-
heimtu sína af nemendum úr 2.000
krónum í 17.000 krónur eða um
15.000 krónur.
Á fjárlögum fyrir næsta ár fá
skólamir sömu upphæð til rekst-
ursins og árið áður en skólanefndir
hvers skóla verða látnar taka
ákvörðun um hvort eða hve mikið
verður innheimt af þessum átta
þúsundum sem þakið leyfir. Þeim
verður uppálagt að gera þetta innan
ramma laganna sem nú gilda en
samkvæmt þeim á ríkið að borga
allan reksturskostnað. Ekki hefur
verið útfært hvemig þetta yrði bók-
fært í ríkisbókhaldinu en ekki er
loku fyrir það skotið að þetta teljist
sem sértekjur. Niðurstaðan er sú að
skólanefndirnar verða að axla
ábyrgðina, ekki ríkisstjómin.
Gunnar Rafn Sigurbjömsson,
formaður skólanefndar Flensborg-
arskóla, á einnig sæti í skólanefhd
Iðnskólans í Hafnarfirði. Hann
sagði að það síðasta sem skóla-
nefndirnar færa útí væri að auka
álögur á nemendurna, sem hann
benti á að væra nægar fyrir þar
sem nemendur þyrftu til dæmis að
greiða þúsundir króna við kaup á
skólabókum. En hann taldi að ekki
væri svigrúm fyrir skólana að hag-
ræða meira en gert er, því í fyrsta
lagi væri vel með öllum málum
fylgst og því væri hagræðingin
eins mikil og hægt væri. I öðru lagi
væri launakostnaðurinn langstærsti
liður rekstrarkostnaðar skólanna og
þannig væri svigrúmið til hagræð-
ingar takmarkað. Og að varla færu
framhaldsskólakennarar að gefa
eftir þau laun sem ekki væra of
mikil.
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, hélt því
enn fram í gær að innheimtar væra
350 miljónir í innritunargjöld og
annað. En öðrum reiknimeisturum,
þar á meðal menntamálaráðherra,
er ómögulegt að koma þessari tölu
mikið yfir 200 miljónir, í mesta
lagi uppí 250 miljónir króna. Þak
við 250 miljónir króna er þvi ekki
lækkun, einsog Jón Baldvin hefur
haldið fram, og þar sem nemenda-
félagsgjöldum hefúr verið hent út
úr dæminu er um hækkun á þessari
innheimtu að ræða - en það fer þó
eflir ákvörðunum skólanefndanna í
hverjum skóla.
Ekki verður_ þó sett þak á
Verslunarskóla íslands, sem nú
innheimtir 34 þúsund krónur á ári í
skólagjöld, en ríkið greiðir jafn-
mikið á hvem nemandaVerslunar-
skólans og rekstrarkostnaður MS
og MR segir til um.
-gpm
Skorað á ráðherra áb heimila loánuveiáar
Hagsmunaaðilar hafa skorað á Þorstein Pálsson sjávarútvegsráð-
herra að leyfa hið fyrsta veiðar á allt að 400 þúsund tonnum af
loðnu. Þeir fullyrða að geysilegt magn af loðnu sé í sjónum og þvi
sé þjóðhagslega hagkvæmt að hefja veiðar hið fyrsta. Hjálmar Vil-
hjálmsson fiskifræðingur segir hinsvegar að samkvæmt upplýsing-
um Hafrannsóknastofnunar standi loðnustofninn ekkert alltof vel
og jafnvel illa. Aftur á móti sé ekki hægt að útiloka að annað komi í
Ijós þegar rannsóknir á stofninum hefjast I lok þessa mánaðar.
I vikubyrjun komu saman til
fúndar á Akureyri fúlltrúar heima-
manna, Bolungarvíkur, Siglufjarð-
ar, Ólafsíjarðar, Húsavíkur, Rauf-
arhafnar og Þórshafnar til að ræða
ástand og horfúr í loðnuveiðum. Á
fúndinum vora einnig fúlltrúar frá
verksmiðjum viðkomandi staða og
útgerðarmenn. Til að fýlgja málinu
eftir við ráðherra voru kjömir þrír
menn, þeir Jónatan Einarsson frá
Bolungarvík fyrir verksmiðjueig-
endur, Kristján Möller, bæjarfull-
trúi á Siglufirði, og Sverrir Leós-
son, útgerðarmaður Súlunnar EA
400 frá Akureyri. Þeir munu þó
ekki hitta sjávarútvegsráðherra að
máli fyrr en í fyrsta lagi fóstudag-
inn 13. september nk. þegar hann
mætir aftur til vinnu eftir fri. I dag
munu hagsmunaaðilar hinsvegar
funda um loðnuna með fiskifræð-
ingum.
Kristján Mölier, bæjarfúlltrúi á
Siglufirði, segir að samkvæmt
þeirra upplýsingum sé geysilegt
magn af loðnu í sjónum og þeir séu
afar óánægðir með að loðnuveiðar
skuli vera bannaðar. Að þeirra
mati á ráðuneytið að gefa út loðnu-
kvóta eins og gert er vegna annarra
fisktegunda. Sé veiðanlega loðnu
að finna á miðunum eigi að gefa
skipunum leyfi til að veiða vegna
þjóðhagslegrar hagkvæmni þeirra
fyrir alla aðila. Þar fyrir utan sé
loðnan á haustin mun verðmætari
og afurðameiri en þegar hún er
veidd á göngu sinni austur fyrir og
suður með landinu. Þar getur mun-
að allt að 6-7% í nýtingu.
Kristján segir að röksemdir
þeirra fyrir loðnuveiðunum séu af
þrennum toga: I fyrsta Iagi séu
skilyrðin í sjónum mun betri en oft
áður, fregnir hafi borist af loðnu í
afla togara fyrir Norðurlandi og í
þriðja lagi hafi norsk rannsóknar-
skip orðið vör við veiðanlega
loðnu á miðunum. Þessu til viðbót-
ar hafi skipstjóri með 20 ára
reynslu orðið var við mikið mágn
að loðnu út af Vestfjörðum í vor
sem ekki hafi verið mæld af fiski-
fræðingum. Enn fremur hafi rækju-
sjómenn nyrðra orðið varir við
mikla loðnugengd á Strandagrunni
í júlí og ágúst. I fimm tonna afla
eins bátsins var aðeins eitt tonn af
rækju en fjögur tonn af loðnu.
Jón Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra fiskimjöls-
framleiðenda, segir að þar á bæ
þori enginn að semja um fyrirfram-
sölur, hvorki á loðnumjöli né lýsi,
meðan slík óvissa ríkti um loðnu-
veiðamar. Þar fyrir utan sé verðlag
á þessum afurðum ekki burðugt
eins og er. Það getur hinsvegar
breyst ef E1 Nino bregður á leik og
raskar hitastigi sjávar úti fyrir
strönd Chile og Perú. Þá sé soja-
mjölið sem fyrr gildur keppinautur
á markaðnum.
Eins og flestum á að vera enn í
fersku minni brást síðasta loðnu-
vertíð nær alveg og var heildarafl-
inn aðeins rúm 286 þúsund tonn.
Þar af veiddust tæp 84 þúsund tonn
á haustvertíðinni áður en þáverandi
sjávarútvegsráðherra fór þess á leit
við veiðiskipin í byijun desember
að þau hættu veiðum, tímabundið.
í lok mánaðarins afturkallaði sjáv-
arútvegsráðuneytið svo öll leyfi til
loðnuveiða um óákveðinn tíma.
Veiðar hófust ekki aftur fyrr en um
miðjan febrúar og var mokveiði
næstum til loka vertíðar þann 22.
mars. Framleiðsluverðmæti vertíð-
arinnar í mjöli og lýsi var eitthvað
um 2 miljarðar króna en með fryst-
ingu og hrognatöku eitthvað á
þriðja miljarð króna. -grh
Héra&s-
skólanum í
Reykjanesi
lokaó
Menntamálaráðherra
hefur endanlega ákveðið að
Héraðskólinn í Reykjanesi
verði ekki starfræktur í vet-
ur. Ólafur G. Einarsson
sagði í gær að þrátt fyrir að
eitthvað fleiri hefðu sótt um
skólavist en fyrst var talið
hefðu forsendur mennta-
málaráðuneytisins ekki
breyst og því yrði ekki um
neitt skólahald að ræða í vet-
ur. Ólafúr sagði að á milli 20
og 30 nemendur hefðu sótt
um, sem væru lítillega fleiri
nemendur en ráðuneytið
hafði upplýsingar um í sum-
ar. Hann vi'j .li ekki gefa upp
nákvæma tölu nemenda.
-gpm
NÝTT HELGARBLAÐ
t 3 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991