Þjóðviljinn - 14.09.1991, Page 1
Sighvatur sker upp herör
gegn landsbyggðinni
Að sjálfsögðu mun ég vinna að því að ákvörðun heilbrigð-
isráðherra um að loka skurðstofunni á Stykkishóimi
verði breytt, og ég held að hann hljóti að endurskoða
þetta mál, sagði Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins á Vesturlandi.
Ákvörðun heilbrigðisráðherra
að loka skurðstofum á sjúkrahús-
unum á Patreksfirði, Blönduósi,
Stykkishólmi og St. Jósefsspítalan-
um í Hafnarfirði hefur mælst illa
fyrir hjá forráðammönnum þessara
sjúkrahúsa.
Þeir eru sammála um að
ákvörðun þessi sé illa ígrunduð og
tekin án faglegrar og fjárhagslegrar
athugunar.
Læknaráð St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði kom saman í gær þar
sem ályktað var um málið.
„Læknaráð mótmælir harðlega
þeirri hugmynd og tilraun heil-
brigðisyfirvalda til að leggja niður
núverandi starfsemi sjúkrahússins,
sem augljóslega lýsir vanþekkingu
á mikilvægu hlutverki stofnunar-
innar í heilbrigðisþjónustu bæjar-
ins. St. Jósefsspítalinn gegnir lyk-
ilhlutverki sem heilbrigðisstofnun í
Hafnarfirði og nágrannabyggðum
og við það hefur markviss, fagleg
uppbygging verið miðuð undanfar-
in ár. Læknaráð telur að önnur
sjúkrahús muni sýnilega ekki geta
sinnt þeim verkefnum sem St. Jós-
efsspítalinn hefur innt af hendi."
Bolli Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Sjúkrahússins á Blönduósi,
sagðist ekki vita til þess að ráð-
herra hafi aflað sér þeirra upplýs-
inga sem til þarf fyrir ákvörðun
sem þessa.
- Aðgerðir á Sjúkrahúsi
Blönduóss hafa verið í lágmarki og
kostnaður ekki mikill. Ef það
þyrfti að flytja sjúklingana eitt-
hvað annað til aðgerða býst ég við
að kostnaðurinn myndi aukast um
eina miljón króna, sagði Bolli Ól-
afsson, framkvæmdastjóri Sjúkra-
hússins á Blönduósi.
Sturla Böðvarsson sagðist ekki
sjá hvað ætti að spara með því að
loka skurðstofunni í Sfykkishólmi.
- Ef það verður hætt að skera
sjúklingana upp héma þarf að
flytja þá suður í biðraðimar þar.
Reksturinn á spítalanum héma,
sem er sjálfseignarstofnun, er mjög
sérstakur. Héma vinna nunnur
mörg störf og gera það meira og
minna launalaust. Rekstur á
sjúkrahúsi á sér sjálfsagt enga hlið-
stæðu eins og hann er hér. Annars
held ég að það verði minna úr
þessu en af er látið. Ég trúi ekki
öðm en þessi ákvörðun verði end-
urskoðuð, sagði Sturla. Gagnrýni
forráðamanna sjúkrahúsanna bein-
ist líka að því að nefnd sem nýlega
var skipuð af heilbrigðisráðherra,
til að kanna áframhaldandi rekstur
skurðstofa á þessum sjúkrahúsum
hefúr varla tekið til starfa.
Matthias Halldórsson, aðstoð-
arlandlæknir og einn nefndar-
manna, sagði að ákvörðun heil-
brigðisráðherra hafi komið sér í
opna skjöldu. Hann hafi eins og
aðrir landsmenn frétt þetta f gegn-
um fjölmiðla.
- Nefndin var ekki bytjuð að
starfa neitt að ráði. Við áttum t.d.
að meta hvort biðlistar eftir að-
gerðum mundu aukast ef,þessar
skurðstofúr yrðu aflagðar. Á þess-
ari stundu get ég ekkert sagt um
það, þar sem vinnan var rétt að
fara í gang, sagði Matthías.
Róbert Jörgensen, fram-
kvæmdastjóri St. Fransiskusspítal-
ans á Stykkishólmi, sagðist ekki
skilja þessa ákvörðun.
- Við eigum að skera útgjöldin
niður um 4 miljónir. En það sem
liggur þama að baki er að það á að
loka skurðstofúnni hvað sem tautar
og raular. Upphæðin sem um ræðir
er lítil miðað við sögur sem maður
hefúr heyrt um að byggja eigi
skurðstofiir á Borgarspítalanum
fyrir 4-5 hundruð miljónir til að
mæta niðurskurðinum úti á landi,
sagði Róbert.
-sþ
Vilborg Davlðsdóttir blaðamaður á Þjóðviljanum afhendir Einari Thoroddsen lækni, 800. nýja áskrifandanum, blómvönd og bókina Blaðið okkar eftir Árna Berg-
mann ritstjóra. Mynd: Jim Smart.
Sá þúsundasti fær bókagjöf
Það verður að reyna að halda
gangandi blaðinu sem lang-
afi stofnaði, annað væri nú
lélegt til afspurnar,“ sagði Einar
Thoroddsen, læknir og vín-
smakkari, þegar honum var
færður blómvöndur og bókin
„Blaðið okkar" að gjöf en hann
er sá áttahundraðasti sem gerist
áskrifandi að Þjóðviljanum í
söfnunarátakinu sem nú stendur
yfir.
Einar er einmitt sonarsonarson-
ur Skúla Thoroddsen sem hóf að
gefa út gamla Þjóðviljann á Isafirði
árið 1886. Faðir Einars er Skúli
Thoroddsen læknir, faðir hans
Guðmundur Thoroddsen læknir og
sonur Skúla sýslumanns.
Jöfn stígandi hefur verið í
áskriftarsöfnuninni. Einar gerðist
áskrifandi á fimmtudag en nú eru
nýir áskrifendur famir að nálgast
níuhundmð. Þúsundasti nýi áskrif-
andinn mun fá veglega bókagjö
„Perlur í náttúm íslands“ eft
Guðmund Ólafsson, sem Mál o
menning gefúr út.
Takmarkið í söfnunarátakinu <
að fá 2000 nýja áskrifendur.