Þjóðviljinn - 04.10.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.10.1991, Blaðsíða 3
LEIKHUSRYNI Spilað úr sögunni Gleðispilið, eða Faðir vorrar dramatísku listar, eftir Kjartan Ragnarsson Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson Lýsing: Páll Ragnarsson Helstu hlutverk: Sigurður Sigur- jónsson, Óm Árnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þórarinn Ey- fiörð, Pálmi Gestsson, Helgi Skúlason, Erlingur Gíslason, Sigurður Skúlason, Ragnheiður Steindórsdóttir, Arnar Jónsson, Steinn Ármann Magnússon og Randver Þorláksson. Leikrit Kjartans Ragnarssonar sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu síðasta fostudag er um margt falleg sýning, hröð og skemmtileg en eínislítil. Gleðispilið er sögulegt leikrit. Það gerist um aldamótin 1800 og byggir á.sögunni af íyrsta leikrita- höfundi íslands, Sigurði Péturssyni sýslumanni. Ekki verður séð að leikritið gangi neins staðar í ber- högg við sagnfræðina þó að höf- unaur taki sér auðvitað skáldaleyfi eins.og vera ber. I leikritinu er Sigurður Péturs- son, leikinn af Sigurði Siguijóns- syni, róttækur frelsissinni i anda frönsku byltingarinnar. Hann upp- götvar stettskiptinguna og kúgun þjóðar sinnar og sér þetta hvort tveggja í ljósi slagorðanna gamal- kunnu: Frelsi, jafnrétti og bræðra- lag., I beinu ffamhaldi af þessum viðhorfúm verður hann ástfanginn af alþýðustújkunni Ragnheiði, sem leikin er af Ólafíu Hrönn Jónsdótt- ur, og hyggst jafnframt segja bæði embættismönnum og alþýðu sann- leikann um stéttskiptingu og kúgun íslenskrar þjóðar. Þennan fagnað- arboðskap á að flytja í einu gleði- spili sem svo er bannað. Gpir Vídalín biskup, leikinn af Emi Amasyni, er við hliðina á Sig- urði ffá upphafi til enda. Hann fer „hina leiðina". Les guðfræði og reynir alltaf að haga sér vel, og honum famast líka vel. Sigurður ætlar að nota leiklist- ina til þess að opna hjarta sitt og það er einmitt hún sem verður hon- um að falli. Ritskoðunin,- sýning- arbannið á leikritinu - er nægilega viðkvæmt mál til að verða sá högg- staður sem dugir. Helstu andstæðumar í lífi Sig- urðar em þær að hann er þjóðemis- sinnaður Islendingur en þó danskur embættismaður,- hann er yfirstétt- armaður en elskar lágstéttarkonu,- hann er ffamfarasinnaður mennta- AU. PURPO‘,1 ÖR! ^ARINO M ' ESH NATURAI. RAV’ vacuum packí U 1 1 wr. o/ : maður en verður að starfa sem aft- urhaldssamur embættismaður. Um þetta er i sjálfú sér allt gott að segja, en þetta er mjög kunnug- legt og getur varla bonð uppi heilt leikrit. Leikmyndin er vemlega falleg og mikil myndlist í henni. Leikritið hefst á því að inn eftir dimmri sviðsbrúninni gengur gamall mað- ur og að skopparakringlu sem er eins konar teinahjól með tréskafti og liggur í ljósi fyrir miðri sviðs- brún. Þetta er aðalpersónan Sigurð- ur Pétursson. Hann snýr þessu hjóli og það kemur síðan aftur og aftur inn í sviðsmyndina. Þetta er ham- ingju- eða örlagahjólið sem ærsla- belgurinn Sigurður Pétursson sneri á fleygiferð pegar hann var stúdent í Kaupmannahöfn og féll fyrir boð- skap ífönsku byltingarinnar. Þessu upphafsatriði er fýlgt eft- ir með einhverjum þeim snarbom- legustu og liðlegustu senuskipting- um sem ég hef lengi séð. Eitt af því merkilegasta við sviðsmyndina og hraðann í svið- skiptingum er að þetta gerir hvort tveggja að halda sýningunni uppi með virkni og skemmtilepheitum og kaffæra hana með ofskyringum á söguþræðinum. I hluta leikritsins er til dæmis þannig frá sviðinu gengið að við háan pall inni á sviðinu situr Sig- urður Pétursson ásamt harðlyndri embættisstétt, leikinni af þeim Ragnheiði Steindórsdóttur, Amari Jónssyni, Steipi Armanni Magnús- syni og Emi Amasyni (Geir Vídal- ín) sem á þessu stigi málsins er nánast vaxinn ffá Sigurði vini sín- um. Fyrir ffaman háborðið rogast barðir fátæklingar um tæplega mittisdjúpa gryíju með þunga poka og reyna að sníkja mat. Leikmynd- in reynir öll að segja okkur það sem Sigurður er reyndar búinn að segja okkur í texta. Þessi tvö svið ná ekki saman. Sigurður er einn um að tengja þau með því að ganga fram fyrir háborðið og sýna sig á alþýðusviðinu. Þegar skorist hefur í odda með Sigurði og öðmm emb- ættismönnum þramma þeir fram á sviðið hægra megin meðan ljós- kastara er beint að þjáðu andliti skáldsins sem er afsíðis vinstra megin. Þetta er sannköfiuð tangar- sóloi að áhorfendum. Öðru megin koma jökulköld fúlmennin meðan skáldið þjáist hinum megin. Eng- inn ætti að þurfa að efast um boð- skapinn. Myndir sviðsetningarinnar af gæfúhjólinu, og harðn stéttskipt- mgu segja okkur með öðrum orð- Kristján Johann Jánsson um sömu sögu og textinn. Þessir tveir þættir, þ.e. sviðsetning og texti, mætast ekki í sköpun sinni heldur ganga samhliða. I því er fólginn veikleiki þessarar sýningar. Það hefur venð dregið að fjalla um ffamlag leikaranna því eigin- lega er aðeins hægt að tala um það í íjósi þess sem þegar hefúr verið sagt. Leikstjóri og leikmyndasmið- ur hafa gripið ffamí fyrir höfúndin- um og eru stundum búnir að segja allt þegar leikarinn kemur með sinn texta. Þetta skapar hættu á of- leik, sérstaklega hjá aðalleikaran- afla.............................. Úr Gleðilleiknum. - Mynd: Jim Smart. um. Ofleik kaíla ég leikræn tilþrif ir og meira að segja sem segja eitthvað sem þegar er ffam komið. Þó að leikur Sigurðar kæmi þannig út á köflum átti hann engu að síður ffábæra spretti í sýning- unni. Sigurður virðist alveg óbil- andi gamanleikari og skiptin milli hins unga og gamla Sigurðar voru líka fin. Það er fyrst og ffemst harmur skáldsins Sigurðar Péturs- sonar sem verður innantómur vegna þess að hann er ofsagður, en ‘ ar er nöfúndi og leikstjóra um að enna. Af frammistöðu leikgra er það annars að segja að Öm Amason, í hlutverki Geirs biskups, átti prýðis- góðan leik á ffumsýningu eins og fyrr var nefnt. Reyndar var sam- leikur þeirra Sigurðar, Amar og Pálma Gestssonar lífya pottþéttur í flestum tilvikum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir var misjöfn á frumsýn- ingu, en ekki yrði ég hissa þó að leikur hennar hefði þegar slípast og batnað. Hún gerði sumt svo vel. Af öðmm leikurum var það fyrst og fremst Sigurður Skúlason sem skaraði ffam úr í hlutverki Hollen- stæn, svipustjóra og fangavarðar. Aðrir leikarar stóðu vel fyrir sínu. Tónlistin var ágæt, en lýsing þótti mér sparleg. Búningar vom alveg þokkaleg- ja fyndnir í einu Stuldur á syni íslands? Skútuvogi 10a - Sími 686700 Umræða um þá þekkingu sem víkingar höfðu á siglingatækni og skipasmíð, að ekki séu nefnd um- hverfismál sem tengd era for vík- ingaskipsins Gaiu, nverfúr nú í skuggann af hatrömmu rifrildi um hvort Leifúr hinn heppni hafi haft norskt eðajslenskt vegabréf. Hóp- ur kunnra íslendinga hefiir ritað ut- anríkisráðherra bréf þar sem þeir óska þess að hann hlutist til um að mál verði rekið fyrir bandarískum dómstólum tilþess að hnekkja ósvífmni auglysingu norskra biss- nessmanna í New York Times þar sem fieifur er sagður koma úr Nor- egi. „I auglýsingunni er gengið fram hjá þeirri sögulegu staðreynd að Leifur Eiríksson var Islendingur en ekki Norðmaður. Þar með er hafnað þeirri söguskoðun að ísland hafi orðið sjálfstætt.ríki árið 930 og þegnar þess þvi íslendingar," segir 1 bréfinu td ráðherra. Ög áffam: „Er því þessi norsk-skand- inavíska auglýsing grófasta sögu- folsun og einhver ósvífnasta móðg- un sem Islendingum hefúr verið sýnd og er þó affleim að taka úr austurátt.“ Bréfritarar beina þeim tilmæl- um til ráðherra að leiðrétting ásamt dómsorði verði birt í sama blaði eða blöðum með jafn áberandi hætti og umrædd auglýsing. Engin vissa er fyrir þvi hvenær íslensk þjóðemiskennd varð til og ekki gott að vita hvað Leifúr sjálf- ur myndi segja, gæti hann risið úr kumíi sínu, en að ofanrituðu er ljóst að á því herrans ári 1991 er þjóðemiskenndin sterkari en orð fá lyst. Hvað sem því líður halda vík- ingaskipin þiju, Saga Siglar, Gaia og Oseberg, áfram siglingu sinni um hafnir í Amerík- unni og blaðaúrklippur um viðburðinn hafa hrannast upp í hálfs metra stafla í ís- lenska utanríkisráðuneyt- inu, að sögn starfsmanna þar. Skipin þrjú koma til New Castle a hádegi á laugardag. Norsku og ís- lensku sendiherramir taka á móti skipunum sem og upphafsmaður- inn að tiltækinu, norski útgerðar- maðurinn Knut Utstein Kloster. Víkingaskipin koma til Wash- ington á degi Leifs Eiríkssonar, 9. október, og þá verður mikið um dýrðir og Islendingum og Norð- mönnum gert jafnhátt undir höfði, að því er best verður séð af dag- skrá. Þannig munu forseti Islands ffú Vigdís Finnbogadóttir og Sonja Noregsdrottning báðar verða við- staddar komu skipanna o^ i fylgd með forsetanum verður Jon Sig- urðsson viðskipta- og iðnaðarráð- herra og kona nans. Forseti Banda- ríkjanna, George Bush, piun sama dag taka á móti forseta Islands og Noregsdrottningu, í Hvíta húsinu. Hátíðahöld nafa verið skipu- lögð i tilefni af komu skipanna: í samvinnu við Smithsonian Ins- titution verður efnt til málþings 5. október um sögu víkingasiglinga og landafundanna. Dr. Jónas Krist- jánsspn prófessor kemur þar fram fyrir íslands hönd og fulltrúi Norð- manna er Anne Stine Ingstad fom- leifafræðingur. Anne Stine og Helge Ingstad, ásamt Kristjáni heitnum Eldjám, sáu um fomleifa- uppgröffinn sem sannaði búsetu norrænna manna í L’Ance-aux- Meadows, nyrst á Nýfúndnalandi. Fræðimenn deila um hvort þar sé Vínlandið hans Leifs, en efasemd- armenn benda á að erfitt sé að finna vínþrúgur svo norðarlega., Þann 8. október mun forseti ís- lands mæta til hádegisverðarfúndar í hinum færga Pressuklúbb í Wash- ington. Að kvöldi 9. október verður efnt til hringborðsumræðna í þess- ari sömu stofnun og þar kemur fram fyrir Islands hönd dr. Sig- mundur Guðbjamason prófessor og " rmm rektor háskólans. Fulltrúi oregs er Thor Heyerdahl, og erður umræðunum bæði útvarpað og sjónvarpað. Umræðumar fara fram undir yfirskriftinni „From Vinland to Mars“. Þá má geta þess að í tilefni alls þessa munu þjóðræknisfélögin á Islandi og i Norður-Ameríku efna til sérstakrar ráðstefnu i Washing- ton þatjn 8. október um málefni og tengsl lslands og islensku þjóðar- brotanna vestan hafs. -vd. Islenskir áhugamenn um Leif Eiriksson hinn heppna og ís- lenskt þjóðerni hans benda á að Bandaríkjamenn hafi sjálfir sent okkur þessa styttu af landkönnuðinum með áletruninni góðu: „Son of Iceland". Og þar hafa þeir það, þeir ósvifnu norsku vegabréfsfalsarar.. Mynd: Jim Smart. tilviki. Það er þegar þeir Jón Ei- ríksson og Skúli fógeti, leiknir af Erlingi Gislasyni og Helga Skúla- syni, koma siglandi inn frá hægri á þar til gerðum palli og em að mat- ast, íklæddir jolasveinabúningum! Það kom undirrituðum á óvart. Dit RÆSTIVA G NAR Dit ræstivaqninn er léttur og mebfœrííegur meb tveimur fötum. Alltaf er skúrab meb hreinu vatni þar sem sápuvatn og skolvatn er abskilib i tveimur 7 3 lítra fötum. MULTIPRESS SYSTEM ® pressan vindur moppuna 95% og ekki þarf ab taka hana af til ab vinda hana. Dit 226 x/Stœrb: 78x39x88 %/Þyngd: 10 kg. %/Rúllupressa %/2 fötu kerfi %/47 cm. moppa %/Moppa, mopi og áiskaft, abeihs 900 gr. á þyngd. DIT vagnarnir eru sérstaldega hannabir til ab draga úr atvinnu- sjúkdómum sem fylgja ræstingum, svo sem vöbvabólgum. Þeireru einnig sérstaklega húbabir til ab varna ofnæmi fyrir nikkel. 3 BLINDRA VINNUSTOFAN sér um hreinlœtiö... SÓLUSIMI 687335 OC 687333 NÝTT HELGARBLAÐ 3 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBERl 991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.