Þjóðviljinn - 04.10.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.10.1991, Blaðsíða 8
Rétt klukka eftir sextíu ár Aðfaranótt sl. sunnudags færðu Sovétmenn klukkur sín- ar um einn tíma til baka og leiðréttu þar með tíma sinn sem hefur verið vitlaus frá því yfirvöld gleymdu á Stalíntím- anum að færa klukkuna til baka eftir sumartíma. í meira en sextíu ár hafa allar klukkur í Sovétríkjunum verið einum tíma á undan. Það er fyrst núna að réttur tími er kominn á í Sovétríkjunum. I vor var klukkunni ekki flýtt þar eins og venja hefur verið. Hins vegar var henni seinkað aðfaranótt sunnudags, eins og gert var víða í Evrópu. Moskvutíminn er nú tveimur tímum á undan okkar, þannig að þegar klukkan er 12 á hádegi hér er hún 14 hjá þeim í stað 15 eins og verið hefur undanfarin sextíu ár. -sg Fleiri en Lenín eiga undir högg að sækja Eitt af kosninga- loforðum borgar- legra frambjóðenda í sveitarfélaginu Hanige suður af Stokkhólmi var, að ef þeir kæmust til valda myndu þeir endurskíra garð einn í bænum. Jafn- aðarmenn sem höfðu haft völdin í bænum gáfú garði þessum nýtt nafh til að heiðra minningu Olofs Palmes. Jafnaðarmenn töpuðu kosningun- um, og héðan í frá heitir garðurinn sínu fyrra nafhi, liskilds- parken. -sg Lyga- sagan um sögueyna Daninn Erik Skyum-Nielsen hefur gert mjög mikið að því að koma íslenskum nútímabókmenntum á erlendan markað. Hann er gagnrýnandi hjá Information og ritstýrir tímaritunum Bogens verden og Den blá port. Hann hefur skrifað greinar og haldið fyrirlestra um íslenskar bókmenntir erlendis og þýtt mikið á dönsku, m.a. eftir Thor Vilhjálmsson, Svövu Jakobsdóttur, Birgi Sigurðsson, Einar Má Guðmundsson og Gyrði Elíasson. Um þessar mundir er hann að Ijúka við þýðingu á Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson. Erik Skyum Nielsen, ritstjóri og þýðandi. Mynd: Jim Smart. - Hvernig stendur á tengslum þinumyið Island? - Ég kom fyrst til íslands sum- arið 1973. Þá hafði ég nýlega skrif- að lokaritgerð um Færeyinga sögu og mér var boðið hingað á fom- sagnaþing og ég kom og héit fyrir- lestur um hugmyndafræði í Færey- inga sögu. Þá vaknaði hjá mér mik- ill áhugi á því að koma hingað aft- ur. Mér fannst að það yrði lær- dómsríkt. Síðan sat ég námskeið í núti- maíslensku hjá Guðna Kolbeins- syni, Sverri Tómassyni og Heimi Pálssyni. Það voru ágætir kennarar. Ári síðar var auglýst staða í dönsku hér við Háskólann og áhcrsla lögð á danskar bókmenntir. Ég sótti um hana og byrjaði að kenna tveimur vikum eflir að ég lauk námi. Það hafði verulega góð áhrif á mig að byija strax í fullu starfi. Margir þeirra sem ljúka námi við danska háskóla fá alls ekki að njóta sin. Ég var svo heppinn að fá að nota það sem ég var búinn að læra. Annars mótast viðhorf mitt til ís- lands líka af því hve góðan kcnn- ara ég hafði í háskólanum. Prófcss- or Jonna Luis Jenscn, sem nú er í Árnastofnun í Kaupmannaliöfn, miðlaði okkur nemendum af miklu innsæi, í íslenska tungu og menn- ingu. Ég bjó síðan hér í fjögur ár. Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem ég sncri mér að því í fullri alvöru að þýða íslenskar bókmenntir. Ég útbjó smásagna- safn sem hét Talað í rör og dró nafn sitt af smásögu eftir Véstein Lúðvíksson. Þar voru einnig sögur eftir Thor Vilhjálmsson, Svövu Jakobsdóttur, Jakobínu Sigurðar: dóttur og Guðberg Bergsson. I þetta safn settum við líka tvo kafla úr Endurminningum Tryggva Em- ilssonar til þess að lesendur gætu skyggnst örlítið inn í fortíðina og séð bakgrunn þeirrar togstreitu sem er í íslenskum nútímabókmenntum. - Hafa Danir áhuga á íslensk- um nútímabókmenntum? - Á því hefur orðið töluverð breyting á síðustu árum. Fyrsta óstytta skáldverkið sem ég þýddi heitir Riddarar hringstigans og er eftir Einar Má Guðmundsson. Ljóðasafnið sem við Einar höfðum áður gert og kölluðum „Franken- steins kup“ var úrval úr þremur bókum. Þegar „Frankensteins kup“ kom út sagði gagnrýnandi nokkur að hér væri um að ræða íslenskar hliðstæður við ljóðagerð siðustu ára í Danmörku. Hann var þá að vísa til svokallaðra „punkljóða". Það var eins og mönnum væri ómögulegt að líta á þetta sem ís- lenskar bókmenntir. Þeir urðu að skoða fyrirbærið sem einhvers konar viðbót við danskar bók- menntir. Þegar Riddarar hringstig- ans komu út lét danskur gagnrýn- andi hafa það eftir sér að nú væri íslenskur rithöfundur að reyna að læðast bakdyramegin inn í danskar bókmenntir. Innifalið í þessu er náttúrlega að íslenskir höfundar cigi ekkert með það að koma út á dönsku. Að hluta til er þetta vegna þess að þcir scm hafa haft áhuga á ís- lenskum bókmenntum hafa verið tilbúnir að taka við bókum um sögueyna þar sem eins konar klakamenning ríkir og eyjarskeggj- ar sitja á klettaströnd í fótabaði í svarrandi ísköldum brimgarðinum eða eru að borða myglaðan fisk á meðan þeir frjósa í hel. Þetta er löngun í eitthvað „exótískt", eitt- hvað scm er öðruvísi. - En er mynd Dana af Islend- ingum virkilega svona? - Nei, hún er það ekki lengur. Það er hins vegar nokkur hópur í Danmörku eins og öðrum nálægum Evrópuríkjum sem hefur til skamms tíma ímyndað sér að þetta sé svona. Það er löngun þessa fólks eftir sambandi við fortíðina sem fær það til þess að trúa þessu. Is- lcndingar verða að fulltrúum for- tíðarinnar í huga þessa fólks. Það er ákveðin fyrirlitning fólgin í þessu og hún er hættuleg því hún ræður svo miklu um það hvaða bækur t.d. eru teknar til þýðingar. Þetta er röng mynd af íslenskri menningu og það er leitað cflir staðfestingu á henni. Það gctur gert rithöfundum mjög erfitt fyrir. Það getur orðið til þess að þeir komist ekki á markað og það getur hafi það í for með sér að menn lesi bækur þeirra eins og andskotinn Biblíuna vegna þess að verk þeirra stangast á við það sem heimamenn þykjast vita. Þegar Bréfbátarigningin kom út fyrir mánuði voru hins vegar birtir ritdómar um hana I sjö eða átta blöðum daginn scm hún kom út. Flestir þeirra sem þar skrifuðu Ijölluðu um skáldskap Gyrðis í fullri alvöru og ræddu stílsnilld hans en minntust ekki á að í bæk- umar vantaði hákarl og peysuföt. Afstaða Dana til íslenskra bók- mennta hefur tekið mikilvægri þró- un á síðasta áratug. - Missa Danir ekki áhugann á Islandi ef það er slitið úr tengslum við fortiðina? - Nei. íslendingar eru að berj- ast við að tengja saman fortíð og nútið og halda í sjálfsmynd og sér- kenni meðan alþjóðleg samskipti vaxa stöðugt. Þeir eru að reyna að halda í trúna á sjálfa sig án þess að einangrast. Að því leyti eiga ís- Iendingar samleið með öðrum þjóðum. Þetta er það sem allir em að fást við. Hins vegar er ekki þar með sagt að allt eigi að fara sömu al- þjóðlegu leiðina. Það á að halda í sérkenni meðan stætt er á því. - Nú segir þú að iitið haft verið á fortiðartengsl Isiendinga sem sérkenni islenskra bókmennta og að það haft spillt fyrir íslenskum nútímabókmenntum i útlöndum. Verða einhver sérkenni eftir ef for- tiðin er tekin burt? - Það er sérkenni á íslenskum nútímaskáldsögum að höfundar geta alltaf leitað til fombókmennta, þjóðsagna og annarra þjóðlegra fræða. Það er sérlega margt sem tengir fortíð og nútíð í hugarfari ís- lendinga. Þetta kemur fram í tungumálinu. Það er mjög erfitt að þýða bækur þar sem orð úr fom- sögum em notuð sem nútimamál. Ef maður þýðir gjallarhom sem „gjalIerhom“ þá er þýðingin röng. I Rauðum dögum eftir Einar Má verður þýðandinn að segja „mik- rofon". Þá hverfur þessi tilvísun í norræna goðafræði. Slíkra hluta geta Islendingar einir notið. Frá menningarlegu sjónarmiði finnst mér mikilvægt að sýna lönd- um mínum að hægt sé að ganga um í nútímaborg og vita að þú lifir á hnetti þar sem aðrir hafa kannski hugsað betur en þú. Þú býrð í landi sem á sér langa fortíð og menningu sem lifir í þínu eigin tungumáli. - Hvernig er samband Skand- inava við fortíðina? - Danir - og ég leyfi mér að segja Svíar líka - hafa glatað fleiri tengslum við fortíð sína en Norð- menn og Islendingar. Það er snar þáttur í fari Dana að efast um að fortíð þjóðarinnar hafi gildi. Það er illskiljanlegt fyrir útlendinga en við emm mikil efahyggjuþjóð. Við skopumst að svo mörgu og það er okkar leið til að lifa af. En það skapar líka vanda því það verður erfitt að sjá að eitthvað skipti máli. Mönnum er sama þegar þeir eiga að taka afstöðu til mikilvægra mála. Þetta finnst mér vera vandi okkar Dana. Við vitum hve mjög við höfum íjarlægst norræna menningu, við vitum að mál okkar hefúr þróast heilmikið miðað við mál Norðmanna, Svía og íslend- inga. Þetta skapar auðvitað til- hneigingu til að gera íslendinga að fúlltrúum fortíðarinnar. Ef íslensk- ar bókmenntir eru notaðar með þeim hætti þá er það nostalgía, gagnslaus eftirsjá eftir því sem er horfið. Engu að síður staðhæfi ég að hlutverk íslenskra bókmennta í Danmörku sé meðal annars að sýna Dönum að það er hægt að standa í eðiilegu sambandi við fortíð sína. - Þú segir að Danir kœri sig kollótta um alltof margt. Er danska þjóðin siðlaus? - Nei, en það er togstreita í hveijum Dana. Hin þjóðlega hefð er fremur veik. Hin borgaralega hefð sem við höfum lært af Þjóð- verjum og Bretum og fjöldamenn- ingin eru því miður miklu sterkari. Menningarlega séð er danskur maður þannig eins og nokkurs kon- ar myndvefnaður sem ekki hefúr tekist mjög vel. Án þess að ég vilji vera rómantískur þá finnst mér mörg íslensk skáld miklu heillegri. Þeir skynja nútíðina og virða for- tíðina. Ég vil alls ekki viðurkenna að Danir séu siðlaus þjóð en það eru mörg ólík viðhorf sem þarf að sætta í danskri sjálfsmynd. Annars er best að ég láti það verða mín lokaorð hér að ég lít ekki á mig sem fulltrúa íslenskra bókmennta. Ég þýði fyrst og firemst vegna þess að ég hef áhuga á tungumálinu og það skiptir mig mestu máli að ég þýði góðar bæk- ur. - kj NÝTT HELGARBLAÐ 8 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.