Þjóðviljinn - 04.10.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.10.1991, Blaðsíða 5
Suður-afrísk valkyrja fœr Nóbelinn Sænska Akademían til- kynnti í gær að suður-afríski rithöfundurinn Nadine Gord- imer fái Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrir árið 1991. Gordimer er fyrsta konan sem hlýtur þessi verðlaun í 25 ár, en sænsk-þýska skáldkonan Nelly Sachs hlaut verðlaunin 1966. Gordimer fæddist i Suður- Afríku árið 1923 og ólst þar upp. Faðir hennar var innflytjandi af gyðingaættum frá Litháen, en móðir hennar ensk. Gordimer hefur skrifað íjölda smásagna og skáldsögur. Fyrsta smásaga hennar birtist í timariti í Suður-Afríku þegar hún var 15 ára. Hún er búsett í Jóhannesborg og er þekkt fyrir baráttu sína gegn kynþáttaaðskilnaði. Nokkrar af bókum hennar hafa verið bann- aðar í heimalandi hennar, en í þeim hefúr birst óvægin gagnrýni á apartheit-stefnu stjómvalda í Suður-Afriku. í fyrra kom fyrsta skáldsaga Gordimer út á íslensku í þýðingu Olafar Eldjám. Hún heitir „Heim- ur feigrar stéttar" og gaf Mál og menning út bókina. Halldór Guðmundsson út- gáfustjóri Máls og menningar sagðist vera mjög ánægður með að Gordimer hlyti þessa útnefn- ingu, bæði vegna þess að hún væri fyrsta konan sem hlyti Nób- elsverðlaunin í 25 ár, auk þess sem heimaland hennar hefði verið mikið í fréttum að undanfomu. I nóvember gefur Mál og menning út nýjustu skáldsögu Gordimer, „My sons story“, jcm kom fyrst út 1990. Það er Olöf Eldjám sem þýðir hana og hefur sagan hlotið nafnið „Saga sonar míns“ á íslensku. Að sögn Halldórs er þetta mögnuð skáldsaga um ástir og af- brýði að baki hins pólitíska sviðs í Suður-Afríku. „Stöðug afskipti í nafni bók- mennta og frjálsra tjáskipta í lög- regluríki þar sem ritskoðun og of- sóknir á bókum og fólki tíðkast hafa gert hana að valkyrju suður- afrískra bókmennta," segir m.a. í úrskurði sænsku akademíunnar. Gordimer sagðist ætla að not- færa sér þá athygli sem verð- launaveitingin skapaði til að koma suður-afrískum rithöfund- um, þó einkum og sér í lagi þel- dökkum rithöfundum, á framfæri. Hún sagðist ekki vita til hvers hún ætlaði að nota verðlaunaféð, en sagðist vilja stofna sjóð til að aðstoða þeldökka suður-afríska rithöfunda til að þroska skálda- gáfuna og fá bækur útgefnar. Þá sagðist hún vilja ánafna Suður- afríkanska rithöfundaþinginu Nadine Gordimer hluta af verðlaununum, en 95 prósent af 500 meðlimum þess era þeldökkir. Gordimere sagðist líta á Nób- elsverðlaunin sem viðurkenningu á lífsstarfi hennar og að það væm gæðin sem skiptu máli. -Sáf O p e r u r ý n i Ævintýri töfraflautunnar Þorgeir J. Andrésson og Bergþór Pálsson i hlutverkum Tamínós og Papagenos. Mynd: Krisíinn. íslenska óperan sýnir Töfra- flautuna eftir Wolfgang Amade- us Mozart og Emanuel Schik- aneder Þýðendur: Böðvar Guðmunds- son, Þorsteinn Gylfason og Þrándur Thoroddsen Hljómsveitarstjóri: Robin Stapleton Leikstjóri: Christopher Rens- haw Leikmynd: Robin Don Búningar: Una Collins Flytjendur: Þorgeir J. Andrés- son, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Bergþór Pálsson, Yelda Kodalli, Viðar Gunnarsson, Signý Sæ- mundsdóttir, Elín Ósk Öskars- dóttir, Alina Dubik, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Loftur Erlings- son o.fl. ásamt með kór og hljómsveit Islensku óperunnar. Enn hefúr Islenska óperan flutt okkur eitt af meistaraverkum Moz- arts með fullum sóma og af ást og virðingu á viðfangsefninu, eins og Garðar Cortes komst að orði í að- fararorðum sínum íyrir fmmsýn- inguna, þannig að í sýningarlok ríkti greinilega fögnuður og þakk- læti í brjóstum sýningargesta. Mozart er reyndar slíkur gleðigjafi í tónlist sinni, að það þarf forhert hjarta til að loka sig gagnvart hon- um, en engu að síður er hann vand- meðfarinn og ekki auðvelt að koma verki á borð við Töfraflaut- una skammlaust til skila við þær aðstæður sem íslenska óperan býr. Þar er helsti þröskuldurinn þrengslin á sviðinu annars vegar og smæð salarins hins vegar. Það er í rauninni bagalegt að sjá svo mikið lagt í eina sýningu af hæfi- leikum og orku, án þess að hún hafi möguleika á verðugri umgjörð eða þeim fjölda áhorfenda er geti með góðu móti staðið undir kostn- aði við flutninginn. Með réttu hefði þessi sýning átt að vera á sviði Þjóðleikhússins, og þá með þeirri sviðsmynd og umgjörð er hæfði betur flutningnum. Ekki svo að skilja að leikmynd og umgjörð sýningarinnar hafi í sjálfu sér verið slæm miðað við aðstæður, en það liggur hins vegar í augum uppi að sýningin hefði notið sýn mun betur á sviði Þjóðleikhússins og í þeirri umgjörð sem það býður upp á. Auk þess sem stærð salar Þjóðleik- hússins býður upp á hagkvæmari rekstur á svo dýram sýningum sem óperasýningar era. Sú spuming hlýtur því að vakna, hvers vegna ekki er tekið upp nánara samstarf á milli Þjóðleikhússins og Óperann- ar um nýtingu húsnæðis. Töfraflautan er ævintýri um átök góðs og ills, um ástina, sann- leikann og fómarlundina. Hún er líka saga um átök mæðraveldis og feðraveldis þar sem feðraveldið er upphafið á kostnað mæðraveldis- ins. Sagan er í sjálfu sér ekki ýkja merkileg og á köflum er boðskapur hennar vafasamur, en það er tón- listin sem lyftir henni í æðra veldi og gerir úr henni ævintýr sem eng- an lætur ósnortinn og er hveiju bami auðskilið. Kannski er það hin bamslega einfeldni í tónmáli Moz- arts sem gerir hann svo ómótstæði- legan: okkur finnst að það gæti vart einfaldara verið, en samt era þessar einfoldu laglínur snúnar úr einhverri ljúfsárri blöndu af gleði og þjáningu og djúpri mannlegri reynslu sem gerir það að verkum að þær rista dýpra en flest annað. Töfraflautan var eitt af síðustu verkunum sem Mozart samdi áður en hann lést árið 1791, aðeins 35 ára að aldri. Svo vill til að fyrir rúmum mánuði var ég staddur í Pesaro á Italíu og sá þar uppfærslu á fyrstu óperanni sem Mozart samdi, aðeins 11 ára gammall. Hún heitir „Die Schuldigkeit des ersten Gebots" (Skylduákall fyrsta boð- orðsins) og var samin eflir pöntun frá erkibiskupnum í Salzburg til flutnings á páskafostunni 1767. Þetta var eftirminnileg sýning fyrir veglega umgjörð og frábæran flutning og áheyrílega tónlist sem erfitt var að skilja að væri samin af 11 ára bami. En því er á þetta minnst hér, að séu þessar tvær óp- erar bornar saman, þá virðist manni tónlistin í Töfraflautunni vera mun „bamslegri" þótt hún sé samin á síðasta æviári tónskálds- ins. í bemskuverki sínu semur Mozart tónlist við tilbúinn texta sem er eins konar einföld allegóría og predíkun um hinar kristnu dyggðir í anda barokktímans. Tón- listin er faglega samin og áheyrileg og minnir á óratoríur í barokkstíl, en bamið sem samdi hana hefur greinilega ekki skilið textann eða haft þroska til að gefa honum nýja tónlistarlega vídd með því að brjóta upp hefð barokk- órator- íunnar. Um leið og þessar tvær óp- erar sýna okkur muninn á hefð- bundinni hirðtónlist fyrir tíma frönsku byltingarinnar og þeirri tónlist sem varð til í kjölfar hug- mynda um jafnrétti, bræðralag og upplýsingu, þá sjáum við einnig í þessum tveim óperúm muninn á hinu bamslega og hinu bamalega: hið bamslega kemur við kvikuna djúpt í mannssálinni ^im leið og það brýtur hefðina og sýnir okkur ferska og óvænta mynd af sjálfum okkur. Hið bamalega er alltaf hefðbundið og viðtekur gildandi smekk sem fasta og sjálfsagða við- miðun. Flutningur Islensku óperannar á Töfrafiautunni var henni til sóma og stóðu flestir sig vel og sumir af- burða vel. Það átti til dæmis við um Bergþór Pálsson í hinu þakk- láta hlutverki Papagenó og tyrk- nesku söngkonuna Yeldu Kodalli í hlutverki næturdrottningarinnar, en söngur hennar var með ólíkindum ef tekið er tillit til þess að hún er aðeins 23 ára gömul. Þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Viðar Gunnarsson, Signý Sæ- mundsdóttir, Loftur Erlingsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir skiluðu sín- um hlutverkum einnig mjög vel. Þorgeir J. Andrésson söng viða- mikið hlutverk Tamínós og virtist ekki fullkomlega öraggur í byrjun, enda mun þetta vera framraun hans í stærra óperahlutverki. En hann sótti i sig veðrið eftir því sem á leið sýninguna og á efalaust effir að syngja af meira öryggi á næstu sýningum. Ég veit ekki hvort það er misskilningur, en mér fannst stundum vanta bæði í söng hans og í hljómsveitarflutninginn þá óþreyjufullu spennu, sem er aðal tónlistar Mozarts. Eins og herslu- muninn vantaði á að tempóið væri í lagi. Þá er rétt að geta þess í lokin, að óperan Töfraflautan er flutt á ís- lensku í þýðingu þeirra Böðvars Guðmundssonar, Þorsteins Gylfa- sonar og Þrándar Thoroddsen, og var ekki annað að heyra en að hún væri snilldarlega vel unnin á köfl- um. Og er þá ekki annað eflir en að þakka fyrir sig og óska þess að sem flestir drifi sig nú í óperana, því vart getur að finna betri og uppbyggilegri skemmtun fyrir alla fjölskylduna en Töfraflautu Moz- arts. Ólafur Gíslason Abeins kúlan er hvít Ungur, bandarískur lista- maður að nafni Mark Heck- man velgdi rasistum undir ugg- um nýlega. Við hraðbraut suðvestur af Chicago setti listamaðurinn upp stóra auglýsingu. A skiltinu aug- lýsir blökicumaður golfklúbb þar sem aðeins kúlumar era hvítar, segir í textanum. Næsta dag höfðu kynþáttahatarar látið van- þóknun sína á plakatinu í ljós með því að mála yfir það blóts- yrði um svertingja og hakakross. Skiltið sem er í grennd við lítinn bæ, Justice, olli íbúum hans miklum kvölum. Þeir mótmæltu og heimtuðu að ósóminn yrði fjarlægður. Listamaðurinn, sem sjálfur er ljós á hörand, var með skiltinu að mótmæla því að blökkumönnum er ekki leyfður aðgangur að mörgum golfklúbbum í Banda- ríkjunum. Hann segist hafa viljað leyfa hvítingjum að finna hvemig það er að vera mismunað. Allt of margir telja að rasismi sé ekki lengur vandamál í Bandaríkjun- um, sagði Mark. Verk hans sann- aði hið gagnstæða. Ray Charles á svarta listanum Bandaríski sól-söngvaran- um Ray Charles var bannað að troða upp í Svíþjóð. Hafði kappinn planlagt konsert í Stokkhólmi 20. október næst- komandi, en honum var aflýst eftir að Ijóst var að hinn blindi listamaður er á svörtum lista Sameinuðu þjóðanna. Listinn var settur saman með aðstoð Afríska þjóðarráðsins. Á honum er að finna nöfn frægs fólks sem kom fram í Suður-Afr- íku á áttunda áratugnum og studdi þannig, að mati Þjóðar- ráðsins, aðskilnaðarstefnu stjóm- valda. Að vísu hafa mörg kúg- andi lög verið felld úr gildi á síð- ustu mánuðum, og suður-afrískir íþróttamenn eru ekki lengur í banni. Samt sem áður er svarti listinn með nöfnum listamanna í fullu gildi enn. Svíar verða því af tónleikum með Ray Charles í ár. NÝTT HELGARBLAÐ 5 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.