Þjóðviljinn - 04.10.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.10.1991, Blaðsíða 11
Sértekjur Hverjir borga skattana sem heita þjónustugjöld og arðgreiðslur? Sértekjur hinna ýmsu stofnana er leið ríkisstjórnarinnar til að auka skattheimtu án þess að kalla það skattahækkun. Að mestu leyti er það almenningur sem þarf að greiða þessi auknu þjónustugjöld en einnig kemur til kasta atvinnuveganna. Auk þessa er öðrum ríkisfyrirtækjum ætl- að að stórauka arðgreiðslur sínar, sér- staklega þá Póst- og símamálastofnun- inni. Henni er uppálagt að greiða 940 miljónir króna í arð til ríkisins á næsta ári sem 390 miljón króna aukning frá fjárlög- um ársins 1991. 6001 Atvinnuvegirnir þurfa einnig að greiða aukin þjónustugjöld. Hæst ber ( sjávarútvegi en sá atvinnuvegur á að greiða nánast öll útgjöld Hafrannsókna- stofnunar. Sértekjur annarra rannsókna- stofnana hækka einnig verulega umfram verðlag. Þá má geta þess að Happdrætti Há- skólans á að hækka miðaverð sitt um 20 prósent sem eykur sértekjur ríkisins. Þjónustugjöld hjá öllum stofnunum koma til með að hækka, en hér er ekki rúm til að sýna þær allar. Alls hækka sértekjurnar um tæplega 2,5 miljarða króna, úr 4.644 miljónum króna (7.128 miljónir sem er 53 prósent hækkun Komugjald á heilsugæslustöðvar á að skila 375 miljónum króna í sértekjur. Þá munu göngudeildargreiðslur aukast og notendur munu taka þátt ( kostnaði v við hjálpartæki. Auk þessara gjalda sem it teljast sem sértekjur bætist við ýmislegt annað í tryggingakerfinu. Það á að auka þátt almennings í tannlæknakostnaði um 280 miljónir króna, styrkir vegna tannvið- gerða, sjúkraþjálfunar og ferðakostnaðar til útlanda verða lækkaðir, lækniskostn- aður lækkar um 260 miljónir króna vegna hækkunar á gjaldi fyrir komu til sérfræð- ings, og langstærsti liðurinn er lækkun á framlagi til niðurgreiðslu lyfjakostnaðar um 800 miljónir króna. Þannig að allir sem þurfa á sjúkraaðstoð að halda og flestir sem þurfa á lyfjum að halda þurfa að greiða meira fyrir það á næsta ári. 350 300 250 200 150 100 v<^ c Eins er með þá er stunda framhalds- skóla eða háskóla. Hver nemandi gæti þurft að greiða 8.000 eða 17.000 krónur í skólagjöld á ári. Vilji skólar ekki inn- heimta þessi gjöld minnkar umráðafé þeirra að sama skapi og þeim er uppá- lagt að draga úr kennslumagni í staðinn, þ.e. að kenna færri stundir. Skólum og sjúkrastofnunum er ætlað að afla 1.429 miljónum króna meira í sértekjur á árinu 1992 en þeim var ætlað í fjárlögum fyrir árið 1991. Þessar stofn- anir taka því á sig um 57 prósent af þessari auknu skattheimtu. Hver er stefnan í f járlaga- frumvarpinu? Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur nú litið dagsins Ijós. Eins og vanalega vekur frumvarpið talsverða athygli, enda í því að finna megináherslur ríkisstjórnarinnar við stjórn efnahagsmála, sem hafa áhrif á allt mannlíf í landinu, bæði í atvinnu-, félags- og kjaralegu tilliti. Verg landsframleiðsla VFL Tekjur ríssjóös Heidartekjur sem hlutfall af VFL Skatttekjur sem hlutfall af VLF Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur allt frá því hún tók við völdum síðastliðið vor hamrað á nauðsyn þess að ráðast í stórupp- skurð á ríkiskerfmu, bákninu eins og það er stundum kallað. í allt sumar hafa verið að leka út upp- lýsingar um áform ríkisstjómar- innar um niðurskurð á hverju sviðinu á fætur öðm án skatta- hækkana. Þess vegna áttu margir von á því, að í fyrsta fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar myndi gæta þessara stórfelldu áforma, að fjárlagafrumvarpið yrði tímamótaplagg að þessu leyti. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að uppskurðurinn á ríkis- kerfinu er ekki til staðar, þvert á móti aukast ríkisumsvifin, skattar eru hækkaðir, og reyndar em fjöl- mörg mál í uppnámi og óljóst um örlög þeirra. Tímamótin sem þetta fmm- varp boðar eru hins vegar þau að nú er óvægilega ráðist að þeim sem minnst mega sín í þjóðfélag- inu. Þjónustugjöld em tekin upp í ríkum mæli, m.a. á sviði skóla- mála og heilbrigðismála. Tíma- mót boða einnig þau skilaboð sem ríkisstjómin sendir launa- fólki um land allt: kaupmátturinn á enn að minnka, lífeyrisréttindi opinbcrra starfsmanna verða skert og dregið úr ríkisábyrgð á laun- um. Ekki er reiknað með skatti á fjármagnstekjur og ekki er áform- að að brcyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu. Þetta eru tímamót- in, en það felast engin tímamót í frumvarpinu hvað varðar opinber- an rekstur eins og nkisstjómin hefur hvað mest boðað. I forsendum fjárlagafmm- varpsins er gert ráð fyrir fram- kvæmdum við nýtt álver strax á næsta ári. Þetta er vafasöm for- senda því ekkert liggur fyrir á þessu stigi um álversframkvæmd- ir, enda engir samningar verið gerðir þar að (útandi og enginn veit hvort af þeim verður. Rekstrargjöld ríkisins aukast á næsta ári og verða þá 13% af landsframleiðslu í stað rúmlega 12% á þessu ári og 1990. Heildar- tekjumar hækka um 4 miljarða og verða rúmlega 28% af landsfram- leiðslu í stað rúmra 27% á þessu ári. Fjölmörg mál em í uppnámi í fjárlagafmmvarpinu. Það hefur ekki verið gengið frá meirihluta- stuðningi við mál eins og lækkun sjómannaafsláttar, skólagjöld, tekjutengingu húsnæðisbóta, vaxtabóta og ýmissa trygginga- greiðslna. Þá er í fmmvarpinu gert ráð fyrir auknum arðgreiðslum frá ríkisfyrirtækjum, t.d. Pósti og síma, en þar hækkar arðgreiðslan um tæp 60%, sem hefur í for með sér hækkun á gjaldskrá stofnunar- innar. Þannig má segja að það standi ekki steinn yfir steini í áformum ríkisstjómarinnar að skera upp ríkisreksturinn, samtímis sem auknar álögur og nýjar álögur em lagðar á almenning, en fjár- magnseigendur þurfa engu að skila í sameiginlegan sjóð lands- manna. - áþs. Velferéarmálin skorin niður en bákniá eykst Meðal þess sem fjárlaga- frumvarpið gerir ráð fyrir er að starfsemi Hafnarbúða og Fæð- ingarheimilisins við Eiríksgötu verði hætt. Þá er áformaður nið- urskurður á mörgum sviðum velferðarmála. Hér eru nokkur dæmi sem hafa verið í umræðunni undanfam- ar vikur. Það vekur athygli að á sama tíma og framlög til heilsu- gæslu og skólamála em skcrt eykst kostnaður við rekstur ráðuneyt- anna. Þannig eykst hcildarkoslnað- ur við ráðuneytin og það scm í kringum þau em (þó ekki stofnanir á vegum þeirra) um 8,4% umfram verðlagshækkun milli ára og rckst- ur við skrifstofu forsætisráðherra hækkar um 11,6% þegar tekið hef- ur verið tillit til verðbreytinga. Af framkvæmdum á sviði sam- göngumála skipta vegafram- kvæmdir mestu. A línuritinu sjást hlutfallslegar breytingar á framlög- um til viðhalds þjóðvegakerfisins og nýframkvæmda. 1 fjárlagafmm- varpinu em jarðgöng á Vestfjörð- um færð mcð nýframkvæmdum en var sérstakur liður í fjárlögum þessa árs. Breytingar á nýfram- kvæmdafé em því sýndar með og ánjarðganga. - áþs. RIKISSKIP Fjárlögin og kjaramálin I greinargerð með fjárlagafrum- varpinu er víða vikið að kjaramálum og nauðsyn þess að laun verði ekki hækkuð á næstu misserum. Ennfrem- ur er á nokkrum stöðum vikið að vel- ferðarkerfinu og meintri nauðsyn þess að hemja það. Mikil ábyrgð er lögð á herðar launafólks. Eftirfarandi til- vitnanir úr fjárlagafrumvarpinu eru dæmi um þetta: „Almenningur gerir sér nú þegar grein fýrir því hvað efnahagsástandið er í raun alvarlegt. Sívaxandi skuldsetning þjóðarinnar heldur uppi falskri mynd af velmegun og meðan afborgunum af lán- um og vaxtagreiðslum er mætt með enn frekari lántökum verður ekkert til skipt- anna.“ „Markmið velferðarkerfisins verður því að endurmeta og viðurkenna þær íjárhagsskorður sem við stöndum frammi fyrir. Landsmönnum verður ekki lengur tryggð ein sú besta velferðarþjón- usta sem völ er á án tillits til kostnaðar, afkomu manna og efnahagsaðstæðna. Með sama hætti stenst ekki lengur að ríkissjóði sé sífellt gert að hlaupa undir bagga þegar illa gengur í atvinnulífmu.“ „Axli stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins ekki þá ábyrgð sem gengisfestu fylgir leiðir slíkt til gjald- þrota og atvinnuleysis af áður óþekktri stærð.“ „Sem betur fer er atvinnuleysið lítið miðað við það sem aðrar þjóðir þurfa að þola. 1 þessu efni getur þó brugðið til beggja vona ef efnahagsstjómin mistekst og knúðar verða ffarn óraunhæfar launa- hækkanir. Kaupmáttur tekna hefur reynst ívið meiri undanfama mánuði og atvinnuleysi minna en spáð hafði verið. Því ber að fagna og stjómvöld munu taka fúllan þátt í því að verja þann ár- angur. Abyrgðin á samningum um kaup og kjör og áhrifum þeirra liggur engu að síður hjá aðilum vinnumarkaðarins. Þeir verða að taka mið af ástandi og horfum í atvinnulífinu ef ekki á illa að fara.“ „Lækkun á halla rikissjóðs verður ekki náð nema almenningur stilli kröfum til opinberrar þjónustu í hóf og ábyrgir kjarasamningar náist.“ áþs Mál í, uppnámi Sjálfur sagði Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlagafrumvarp- ið að ekki væri þingmeirihluti fyrir því óbreyttu. Fjöldi liða er í uppnámi sérstaklega er kemur að tekjuhlið frumvarpsins, þar sem breyta þarf lögum. Ljóst er að skólagjöld verða varla samþykkt. Fjórir þingmenn Alþýðuflokksins hafa lýst sig andvíga þeim, sérstaklega væru þau færð sem sértekjur einsog nú hefúr verið gert. Niðurskurður í heilbrigðis- kerfinu orkar einnig tvímælis, til dæmis breytingar á rekstri St. Jósefsspitala í Hafnarfirði og út- gjaldalækkun til sjúkrahúsanna á Patreksfirði, Blönduósi og Stykk- ishólmi. Eins er óráðið um vilja þingmanna til að leggja Hafnar- búðir og Fæðingarheimilið niður. Til að vega upp á móti 900 miljóna tekjutapi vegna niðurfell- ingar jöfnunargjalds á að breikka skattstofna og ná inn 1,1 miljarði króna. Þetta er þó einungis ramm- inn, því engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvemig að þessu eigi að fara. Leiðir að þessu marki felast í breytingum á sjómannaafslætti, tekjutengingu bamabóta og líf- eyris, fækkun virðisaukaskatt- sundanþága, lækkun vaxta- og húsnæðisbóta eða tekjutenging þeirra. Allt em þetta atriði sem ekki hefur reynt á þingmeirhluta fyrir. Sala ríkisfyrirtækja er annað atriði sem er óráðið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað eigi að selja, en salan á samt að skila 1.365 miljónum króna í rik- issjóð miðað við 275 miljónir í síðasta ftumvarpi. Ljóst er að til þess að ná inn þessari tölu á árinu 1992 þyrfti verðmæti þess sem selt yrði að vera margfalt hærra, því ekki myndu menn staðgreiða ríkisfyrirtækin. Það þyrfti því hugsanlega að selja ríkisfyrirtæki fyrir 5-10 miljarða króna. Sem sölutæk fyrirtæki hafa verið nefnd Skipaútgerð ríkisins, Síld- arverksmiðjur ríkisins, hlutabréf í Gutenberg og ríkisbankamir Bún- aðarbanki og Landsbanki. -gpm Tekjur ríkissjóðs á næsta ári verða rúmir 106 miljarðar króna samkvæmt fjárlagafrum- varpinu en útgjöldin verða rúm- ir 110 miljarðar króna. Þetta gerir um 3,7 miljarða króna halla. Hrein lánsíjárþörf ríkisins er áætluð um 4 miljarðar króna sem er 1,1 prósent af landsframleiðslu. Forsendur frumvarpsins, án þeirra standast þessar tölur ekki, eru að laun haldist óbreytt í krónu- tölu fyrir utan þegar samnings- bundnar breytingar. Meðalgengi verði óbreytt, einkaneysla dragist saman um 3 prósent og íjárfesting- ar um 0,5 prósent þrátt fyrir að samneyslan aukist lítillega eða um hálft prósent. Þannig dragast landsframleiðslan og þjóðartekj- umar saman um 1,5 og 3,1 pró- sent. Þetta er hin dökka mynd sem dregin er upp í frumvarpinu og aflasamdráttur helsta ástæðan. Búist er við því að viðskipta- kjör versni um 3,5 prósent og 5,5 prósent, verði ekki af byggingu ál- vers. Þá er reiknað með að at- vinnuleysi aukist um 2 prósent. Þá er talið að skattbyrði ein- staklinga aukist um 0,3 prósent vegna breytinga á sköttum rikisins og eru engin þjónustugjöld inní þeirri tölu. Þessar staðreundir þýða rýrnun kaupmáttar ráðstöfúnartekna uppá 3 prósent frá upphafi ársins 1992 til loka þess og verðbólgu uppá 3 prósent sem þá að mestu leyti væri tilkomin vegna verðbólgu erlend- is. -gpm NÝTT HtLGARBLAÐ 10 FÖSTUDAGUR4. OK.TÓBER I99I NÝTT HELGARBLAÐ 11 FÖSTUDAGUR4. OKTÓBER 1991 L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.