Þjóðviljinn - 04.10.1991, Blaðsíða 20
migarblað
Föstudagur 4. október 1991
Gestjr frá
landi
mannanna
Það verður eitthvað fyrir alla í Norræna húsinu næsta
mánuðinn. Grænland verður kynnt þar í heilan mánuð og það
sem meira er, - þetta er Grænland eins og það er í dag.
Grænlenskur nútími sem á margvíslegt erindi til okkar
fslendinga. Vonandi sjá bæði skólar og fjölskyidur sér fært
að nota sér af þessu tilboði.
Dagskráin hefst á morgun kl.
15.00 með opnun myndlistarsýn-
ingar og kynningar í samvinnu við
Norrænu stofnunina á Grænlandi.
Kl. 16.00 verður svo lyrirlestur um
sögu og menningu Grænlendinga.
Það er Finn Lynge, ráðunautur
danska utanríkisráðuneytisins í
málefnum Grænlands, sem flytur
þennan fyrirlestur og í tengslum
við hann verður opnuð í anddyrinu
sýning sem heitir Grænland sam-
tímans. Jafnframt verður bókasýn-
ing í bókasafninu.
Kl. 21.00 verða svo tónleikar
með grænlenska vísnasöngvaran-
um Rasmus Lyberth. Rasmus þessi
hefur verið að gera það gott á und-
aníornum árum. Hann er fæddur
1951 og ólst upp í Nanortalik og
Nuuk. Hann fór 17 ára gamall til
sjós og var fjarri Grænlandi í nokk-
ur ár. Einmanaleiki og heimþrá
settust að Rasmusi á sjónum og
hann fór að semja Iög og tcxta.
Síðar settist hann að í Kaupmanna-
höfn og varð landsfrægur af upp-
troðslu sinni í sjónvarpsþætti Sten
Bramsens um vini og kunningja
með tóneyra. Hann gerðist gítar-
lcikari í rokkhljómsveitinni Sumé
og fór með henni í tónleikaferð til
Kanada og Alaska við mjög góðar
móttökur. 1976 gerðist hann félagi
í Tukak leikhópnum og lék með
honum og ferðaðist um. Hann hef-
ur hlotið styrk úr PH-sjóðnum fyrir
starf sitt við að koma grænlenskri
menningu á framfæri, tók þátt í
Söngvakeppni sjónvarpsstöðva
1979 með eigið lag og 1983 lék
hann í fyrstu kvikmyndinni.
Textar Rasmusar cru mjög per-
sónulegir og eiga sér ekki hlið-
stæðu í grænlenskri hefð. Þeir
íjalla um hina stórkostlegu náttúru
Grænlands, ást og tilfinningar í
áttavilltum heimi. Nýjustu hljóm-
plötur með söng hans komu út
1990 og heita Ajorpiang og Nani-
vaat.
Rasmus verður aftur með tón-
leika á sunnudaginn kl. 17.00.
Sama dag kl. 15.00. flytur dr. Olov
Isaksson prófessor fyrirlestur um
Grænland - Land mannanna. Dr.
Olov er mikilvirkur höfundur sem
hefur skrifað fræðibækur um ey-
lönd á norðlægum slóðum, m.a.
Færeyjar, ísland, Hjaltland og
Orkneyjar. Hann hefur oft komið
til Islands og lagt sig fram um að
kynnast landi og þjóð eins og sjá
má af bók hans um ísland: „Is og
Eld“.
Það er íjölmargt fleira spenn-
andi á dagskrá Norræna hússins
næsta mánuð, m.a. grænlensk
rokkhljómsveit sem er hátt skrifuð
á vinsældalistum í Bandaríkjunum,
að ógleymdu Silamiut leikhúsinu.
Ekki verður þó farið nánar út í það
hér, en mönnum er eindregið ráð-
iagt að líta inn og ná sér í dagskrá
um helgina. Þessi mánuður er
skipulagður í samvinnu við NAPA,
en það er Norræna stofnunin á
Grænlandi. 1 splunkunýrri grein
eftir Ole Oxholm, forstjóra þeirrar
stofnunar, er bent á það hve gríðar-
lega stórt og stijálbýlt Grænland er
og kostnaður af samgöngumálum
er að sjálfsögðu ótrúlega hár.
Á Grænlandi er hins vegar nú-
tímasamfélag, segir Ole. Við búum
í nútímalegu húsnæði og ísbimir á
götunum eru álíka algengir og
moldvörpur með linsur í augunum.
Grænland er ólíkt öllu öðru, en það
er ekki vanþróað land, miðað við
önnur Norðurlönd, segir Ole Ox-
holm i grein sinni. - kj
Komdu til okkar á
DAGANA
UM HELGINA
Ljúfmeti af léttara taginu
úr tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar veröur á boöstólum,
þar á meðal nokkrar nýjungar.
Kynntu þér íslenska gæðamatíð
Nú hefur þú tækifæri til aö kynna þér niðurstöður íslenska
gæöamatsins á ostunum sem voru teknir til mats nú í vikunni.
GÚJI
MPkút:
GtlLD
MEö\L.IE
1 ' JBáilÍW
W' os'niK. II
Ostameistaramir verða á staðnum
og sitja fyrir svörum um allt sem lýtur aö ostum og ostagerö
og bjóöa þér aö bragöa á ostunum sínum.
Kynningarverð á ýmsum ostategundum.
Nýir uppskriftabæklingar.
Veriö velkomin
kl. 1-6 laugardag
og sunnudag
að Bitruhálsi 2. OSTA- OG SMJÖRSALAN SF.
OPIÐ
HÚS