Þjóðviljinn - 19.10.1991, Page 1

Þjóðviljinn - 19.10.1991, Page 1
„Vissar byggðir geta tæpast átt rétt á sér“ Davlð Oddsson vill flytja fólk á milli byggða. Davíð Oddsson forsætís- ráðherra sagði í setning- arræðu sinni á flokks- ráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins á Hótel Sögu í gær að vissar byggðir á landsbyggðinni gætu tæpast lengur átt rétt á sér og að flnna þyrfti úrræði til að hjálpa fólki að flnna sér búsetu annars staðar. Forsætisráðherra eyddi stórum hluta ræðu sinnar í að ræða byggðamálin og boðaði breytta stefnu núverandi ríkisstjómar. Sagði hann að stefna fyrri ríkis- stjómar hefði komið óorði á orðið byggðapólitík og gert það að skammaryrði vegna sjóðasukks og ólögmætra sjóðsúthlutana. Hin nýja stefna forsætisráð- herrans byggir á því að efla byggðakjama, sameina sveitarfé- lög og koma á hagræðingu með sameiningu fyrirtækja. Davíð sagði orðrétt í ræðu sinni að skoða þyrfti „hvort það geti verið að víða um landið sé launum manna - og þjónustu á vissum stöðum - haldið niðri vegna þess að fyrirtækin em óhag- kvæm og byggðin of smá; vegna þess að sameining og hagræðing hefur ekki átt sér stað. Og vegna þess að vissar byggðir geti tæpast lengur átt rétt á sér og það verði að finna úrræði til að hjálpa fólki að finna sér búsetu annars staðar á viðkomandi svæði, sem þá myndi eflast. Og draga jafnframt úr út- hlutun peninga í óarðbæra hluti ár eftir ár, jafnvel áratug eftir áratug.“ Ekki kom ffam í máli forsætis- ráðherrans hvaða byggðir það væm sem „ekki eigi rétt á sér“ lengur, en þó minntist hann sér- staklega á Vestfirði í þessu sam- hengi, þar sem sú þverstæðufulla staða væri komin upp að hvergi væri atvinnuástand betra og laun hærri, en engu að síður færi fólk- inu fækkandi. 1 stjómmálaályktun fFlokks- ráðsfundarins, sem afgreidd var í gær, segir að byggðastefnan sé nú í kaldakoli eftir 20 ára setu Fram- sóknarflokksins í ríkisstjóm. Síðan segir: „Þessari þróun verður að snúa við, annars er hætta á alvar- legri og varanlegri byggðaröskun.“ Ekki er minnst á réttlausar byggðir eða hjálp til fólksflutninga í stjóm- málaályktuninni. -ólg. 1400 nýir áskrifendur Örn Smári Kjartansson, trillukarl í Grímsey, er áskrif- andi númer 1400 í áskrif- endasöfnun Þjóðviljans. Starfsmenn blaðsins ákváðu í tilefhi þessa að gefa hinum heppna ljóðabókina Hinumegin við sólskinið eftir Elías Mar, áritaða af höfúndi, en höfúndur bókarinnar hefur verið starfs- maður Þjóðviljans í þijá ára- tugi. Óm Smári er nýbúinn að festa kaup á trillu sem hann ger- ir út ffá eynni en þangað flutti hann fyrir tveimur ámm frá Ak- ureyri. -grh Vilja 200 þúsund tonna loðnukvóta Fundur hagsmunaaðila í loðnuveiðum og -vinnslu ásamt skipstjórum loðnuleit- arskipa skorar á sjávarút- vegsráðherra að ákveða nú þegar upphafskvóta tíl loðnu- veiða, allt að 200 þúsund tonn. Þessi áskomn til ráðherra er byggð á mati loðnuskipstjór- anna á því magni og því stóra útbreiðslusvæði sem loðna hef- ur fúndist á í hafinu norðvestur og norður af landinu, í nýaf- staðinni loðnuleit loðnuskipa. -grh Viðræður um nýtt blað Aðstandendur Þjóðvilj- ans og Tímans hafa að undanförnu átt í við- ræðum sín á milli og við fleiri aðila um stofnun nýs dagblaðs upp úr áramótum. Greiðslustöðvun Þjóðviljans rennur út í dag. Sótt hefur ver- ið um framlengingu hennar og mun skiptaráðandi taka afstöðu til umsóknarinnar um helgina. Helgi Guðmundsson, ritstjóri Þjóðviljans og stjómarformaður í Útgáfufélagi Þjóðviljans, sagði í gær að slíku blaði væri ætlað að fýlla upp í það tómarúm sem skapaðist ef Þjóðviljinn, Tíminn og hugsanlega Alþýðublaðið hætturað koma út. „Astæðumar fyrir því að við fómm út í þessar viðræður em rekstrarerfiðleikar Tímans og Þjóðviljans, en rekstur þessara blaða er mjög samtvinnaður. Hætti annað blaðið að koma út eykst kostnaður við útgáfú hins blaðsins veruleg. Kemur þar einkum til aukinn prentunar- og dreifingarkostnaður.“ Askrifendum Þjóðviljans hef- ur nú fjölgað um rúmlega 1400 síðan blaðið fékk greiðslustöðv- un. „Þjóðviljinn hefur þvi val- möguleika, jafnvelr þótt Tíminn hætti að koma út. Á hinn bóginn er ljóst að ef valið verður að Helgi Guðmundsson halda áfram útgáfu Þjóðviljans mun það reynast mjög erfitt, hætti Tíminn að koma út. Það er skýr- ingin á því að við ljáum yfirleitt máls á þessum viðræðum.“ Helgi sagði að það blað sem rætt væri um að stofna yrði allt öðm vísi en bæði Þjóðviljinn og Tíminn, og alls ekki nein sam- suðu upp úr þessum tveimur blöðum. „Þetta yrði mun stærra og burðugra blað og raunvemlegur valkostur við Morgunblaðið. Þetta yrði blað fyrir miklu stærri hóp en Tíminn og Þjóðviljinn geta náð til.“ Hveijir hafa tekið þátt í við- ræðum um þetta blað? „Við höfum rætt við aðstand- endur Tímans einsog fram hefúr komið. Síðan hafa aðrir aðilar komið inn í samtölin, m.a. aðilar sem eiga vemlegan hlut í Stöð 2.“ Hvaða samleið eiga Þjóðvilja- menn með eignaraðilum að Stöð 2? „Við lítum svo á að ef þessi blöð hætta að koma út skapist rými fyrir nýtt þverpólitískt blað. Þetta blað yrði mótvægi við Morgunblaðið. Það yrði umræðu- vettvangur félagshyggjufólks en að sjálfsögðu opið öllum sjónar- miðum. Það sem hugsanlega get- ur samcinað alla þessa aðila er að menn reikna með að slíkt blað geti orðið arðvænlegt fyrirtæki og um leið svarað kröfum lesenda um skynsamt og gagnrýnið morg- unblað.“ Helgi ítrekaði mikilvægi þess að staða Þjóðviljans yrði að vera sem sterkust ef að því kæmi að nýtt blað yrði stofnað. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.