Þjóðviljinn - 22.10.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.10.1991, Blaðsíða 1
Byggðastefna forsætisráð' herra fullreynd í Rúmeníu Menn kaupa ekki og selja lífshamingju þjóðar. Það er litið á þetta sem lélegan brandara, segir Snorri Sturluson, sveit- arstjóri á Suðureyri, um þau ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að vissar byggðir geti tæpast átt rétt á sér lengur. Forsætisráðherra sagði á fiokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins á fostudag að finna yrði úrræði til að hjáipa fólki að fínna sér búsetu annars staðar á sömu svæðum. Snorri Sturluson segir fólki á Suðureyri hafa orðið tíðrætt um þessi ummæli og gantast sé með þau. „Maður hélt að þessi stefna hefði verið fullreynd í Rúmeníu á sínum tíma. Það er loks verið að byggja jarðgöng til okkar og með þeim gjörbreytist allt. Þá verður þetta eitt atvinnu- og þjónustusvæði og ég hef trú á því að eftir nokkur ár verði þetta eitt sveitarfélag. Það er alltof seint í rassinn gripið að ætla að fara að kaupa fólk héðan,“ segir hann. Smári Haraldsson, bæjarstjóri á Isafirði, segir augljóst að byggða- stefna síðustu 20 ára hafi mistekist og þar sé hann sammála forsætis- ráðherra. „Þar þarf að hugsa upp á nýtt. Það er hins vegar kaldranalegt að sú nýja hugsun skuli byija á því að því sé slegið fram að það eigi að hjálpa fólki að flytja frá einstaka byggðum sem ekki eigi rétt á sér,“ segir Smári. „Nánast allir sem ég hef hitt síðustu daga byrja á að tala um þessa stefhu forsætisráðherrans og fólk er óttaslegið. í sjálfu sér getur verið rétt að hjálpa fólki sem vill flytja en ég er sannfærður um að fólkið vill búa þar sem það á rætur og er búið að koma sér fyrir. Þegar fólk flytur burt er það frekar vegna þess að það hrekst burt. Það er það sem maður óttast, þ.e. að fólki verði boðið að flytja og sé sagt að þiggi það ekki boð um að það sé borgað burt þá geti það átt sig. Það er ekkert annað en hreppa- flutningur og leysir engan vanda. Slíka fólksflutninga í öðrum lönd- um hafa íslendingar gagnrýnt manna mest og ekki skilið að fólk hafi ekki þau mannréttindi að geta valið hvar það vill búa. Þetta gagn- rýnum við erlendis en svo er komið með þetta inn í alvarlega pólitíska umræðu hér heima. Þetta er mjög mikill tvískinnungur." Sveitarstjór- inn á Bíldudal, Einar Mathiesen, tekur undir þau orð forsætisráðherra að byggðastefha síðustu ára hafi brugðist. „En ég tel fráleitt að ætla að fara að flytja fólk burt héðan. Eg held að það sé brýnna nú en nokkru sinni áður að menn setjist niður og móti varanlega byggðastefnu og taki, í framhaldi af því, á þeim vandamálum sem nú eru að koma upp.“ -vd. sgs# .. mrrm a 1tsm nnaHnnHHDnBHMHHHHa Umhverfi Tjarnarinnar í Reykjavfk tekur smátt og smátt á sig endanlega mynd og eru steinhleðslur eitt aðals- merki fegoinarinnar. I bakgrunni má sjá gömlu Isbryggjuna komna á sinn staö, en hún var fyrir slysni rifin I framkvæmda- gleðinni. Mynd: Kristinn. Bitist um tollflokkun fram á nótt Samkomulag um evrópskt efnahagssvæði hafði enn ekki náðst þegar Þjóðviljinn fór í prentun í gærkvöldi, en samningamenn Evrópubandalagsins og Efta-ríkjanna voru enn að. Fyrr um daginn náðist samkomulag um vöruflutninga yfír Alpana í gegnum Austurríki og Sviss og þá var eftir að semja um sjávarút- vegsmálin og þróunarsjóð sem Efta-ríkin eiga að borga til. Tekist var á um tollflokkanir á fisktegundum og búist var við að Is- lendingar myndu sækja fast að síld yrði undanskilin tolli, en hún er toll- skyld miðað við tilboð EB einsog það var í gær. Hinsvegar var ekki búist við því að neinar nýjar kröfúr yrðu settar ffarn því slíkt myndi ein- ungis leiða til gagnkrafha. Aður en Jón Baldvin Hannibals- son utanrikisráðherra getur sett staf- ina sína undir EES- samkomulag þarf utanrikismálanefnd Alþingis að hafa lagt blessun sína yfir samning- inn. Það segja lögin, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson formaður nefndar- innar í gær. Hann sagði að ef sam- komulag næðist_ yrði að senda samninginn til íslands þar sem nefndin færi yfir hann. Þá gæti nefndin lagt blessun sína yfir það að Jón Baldvin setti stafma sína undir gjörðina með fyrirvara um sam- þykki Alþingis. Eyjólfur Konráð sagði að nefhdin væri í viðbragðs- stöðu og að hann vissi hvar hægt væri að ná í alla nefndarmenn ef þess þyrfti í skyndingu. Hann átti þó ekki von á að nefndin yrði köll- uð út í nótt. Ólafur Ragnar Grímsson sem á sæti í nefndinni fyrir Alþýðubanda- lagið gagnrýndi í gær tregðu utan- ríkisráðherrans við að láta nefhdinni í té upplýsingar. Hann vildi að tengd yrði bein símalína frá ís- lensku samninganefhdinni til utan- ríkismálanefndar, en það fékkst ekki. Þá óskaði hann eftir nánari frétt- um af gangi viðræðnanna. „En Jón Baldvin vildi ekki láta í té neinar upplýsingar sem þó er skylt sam- kvæmt lögum,“ sagði Ólafur Ragnar eftir fund nefndarinnar klukkan þijú í gærdag. Eyjólfur Konráð sagðist hafa fengið allar upplýsingar og að hann væri í góðu sambandi við samninga- nefndina sem í gærdag hefðu ekki aðrar fréttir að færa en þær að það væru engar fféttir þar sem ekkert lægi fýrir á þeirri stundu. Það væri því rangt að nefndinni væru ekki látnar í té allar nauðsynlegar upp- lýsingar, sagði Eyjólfúr Konráð. „Nú er sá tími þegar loðnan er verðmætust til vinnslu. Hver dagur sem það dregst að loðnuveiðar hefjist er því þjóðarbúinu, loðnu- verksmiðjum, veiðiskipum og starfsfólki mjög dýr,“ segir í álykt- uninni. „Ég vil halda því fram að það sé ekki spuming um hvort gef- Jón Baldvin lét hafa það eflir sér í gær í Svenska Dagbladet að ef ekki næðust samningar um EES yrðu Islendingar að taka upp beinar viðræður við Bandaríkjamenn, þar sem ef ekki yrði af samningi jafn- gilti það því að Evrópa hafnaði ís- landi. I viðtalinu, sem Reuters-frétta- stofan skýrði frá, benti Jón Baldvin á herstöðina á Miðnesheiði og taldi að um alla fyrirsjáanlega framtíð yrði stöðin starfrækt þar, auk þess sem gildi hennar ykist fyrir Banda- ríkjamenn ef þeir hyrfu frá Evrópu. Steingrímur Hermannsson fyrr- verandi forsætisráðherra sagði um þessi ummæli að hann hefði á sín- um tíma skoðað vandlega þá hug- mynd að gera viðskiptasamning við Bandaríkin, en að í ljós hefði komið að lítill ávinningur fælist í því þar sem tollar væru litlir sem engir á ís- lenskar útflutningsvörur. Þá sagði inn verði út loðnukvóti heldur hve- nær. Islenska þjóðarbúinu veitir ekki af, á þessum tfma kvótaleysis, kreppu og fiskleysis. Það er fisk- leysi hjá togurunum, aflinn er mjög tregur,“ segir Kristján L. Möller. Hann kveðst búast við að fleiri bæjarstjómir muni á næst- hann að í slíkum samningi yrði að heimila fjárfestingar aðila í löndum hvers annars. Núverandi forsætis- ráðherra vildi á engan hátt ræða um- mæli Jóns Baldvins þar sem hann hefði þau ekki ekki staðfest. Kristín Einarsdóttir, Kvenna- lista, sagði að það væri út í bláinn að ganga út ffá því að við yrðum útilokuð ffá Evrópu þó samningar um EES næðust ekki, auk þess sem í Evrópu væm fleiri ríki en EB- rík- in 12. Þá sagði hún að við hefðum alla möguleika til að versla áffam við Bandaríkin og þyrftu ekki að gera sérstakan viðskiptasamning þess vegna. Hún sagist ekki skilja hvað utanríkisráðherra væri að hugsa. Undir það síðasta tók Ólafúr Ragnar og sagðist hann ekki vita hversu mikið mark hann ætti að taka á ummælum sem þessum. unni samþykkja álíka ályktanir, verði enn bið á að kvóti verði gef- inn út. Bæjarstjómin á Siglufirði hélt árlegan vinnufund á föstudag með þingmönnum kjördæmisins og hétu þeir þvi að taka málið upp. „Við munum fylgjast vel með framvindu þessa máls. Við höfúm verið rólegir fram að þessum tíma en nú fóram við að ókyrrast all- vemlega. Menn hér hafa verið að naga neglumar en nú fer að koma að því að þeir þurfa að fara að bretta upp ermar,“ segir Kristján. -vd. -gpra Loðnan þolir enga bið Þetta þolir ekki neina bið og ég segi að ekki seinna en á morgun ætti að gefa út loðnukvóta. Hver dagur sem líður er dýr, segir Kristján L. Mölier, forseti bæjarstjórnar á Siglufírði. Bæjar- stjórnin samþykkti á fímmtudag einróma ályktun þar sem því er beint til sjávarútvegsráðherra að gefinn verði út byrjunarkvóti til loðnuveiða nú þegar, í Ijósi þess að leitarskip hafa fundið mikið af ioðnu úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi. Friðar' ráðstefna í Madrid

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.