Þjóðviljinn - 22.10.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.10.1991, Blaðsíða 5
Fkéttir Þingmenn allra flokka mótmæla forsjárhyggju forsætisráðherra Ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins um hvort ekki eigi að ræða að aðstoða fóik við að flytja frá óhagkvæmum stöðum úti á landi lýsa skilningisieysi hans á byggðum landsins og sýna að forsjárhyggja og miðstýring er í fullum gangi, sagði Kristinn H. Gunnarsson, Abl., er hann hóf utandagskrárumræðu um þessi ummæli Davíðs á Alþingi í gær. Þingmenn allra flokka stóðu upp og mótmæltu ummælunum og því sem í þeim felst. Ein sterkasta röddin kom frá flokksbróður Dav- íðs, Einari K. Guðfmnssyni, en hann sagði það ekki stefnu Sjálf- stæðisflokksins að greiða mönnum peninga fyrir að þeir væru fluttir hreppaflutningum. Hann vitnaði til landsfundarsamþykkta flokksins í þessu sambandi. Davið sagði hinsvegar að það væri ekki ágreiningur um að byggðastefna liðinna ára hefði brugðist og að nauðsynlegt væri að fjalla um þessi mál í samhengi. Hann sagði að snúið hefði verið út úr orðum sinum og að hann hefði varpað fram þeirri hugmynd hvort þeim peningum sem dælt væri í at- vinnufyrirtæki úti á landi væri bet- ur komið á annan hátt, til dæmis til aðstoðar fólkinu sjálfú. Hann taldi að menn ættu ekki að ræða þessi mál á klisjukenndan hátt og bætti við að hann hefði aldrei lagt til að fólk yrði flutt nauðungarflutning- um. Margir þingmenn gátu þó ekki séð hvemig slíkir flutningar yrðu hagkvæmir öðruvísi. Siðar i umræðunni mótmælti Davíð þvi að nokkrir þingmenn hefðu líkt honum við rúmenska harðstjórann Nicolae Ceausescu, en þingmenn bentu á að það hefði mistekist hjá Ceausescu að flytja fólk úr heilu þorpunum og vitnuðu til orða Matthíasar Bjamasonar, Sjfl., í sjónvarpi um helgina. Þingmenn sáu ekki marga kosti við hugmynd forsætisráðherrans og spurðu hvaða byggðir landsins það væm sem ættu ekki rétt á sér og væm ekki hagkvæmar, hver það væri sem ætti að meta slíkt og hveijar ættu að vera forsendumar. Davíð svarði ekki slikum spum- ingum og bar við tímaleysi þar sem umræðan var takmörkuð við hálftíma. Steingrimur Hermannsson, Frfl., lagði til að Byggðastofnun yrði falið að gera úttekt á stöðum á Vestfjörðum, en sá landsfjórðungur hefur helst verið nefndur í sam- bandi við fólksflutninga heilu byggðarlaganna, og athugað yrði hvað heimamenn vildu sjálfir. Undir þetta tók Davíð. En Stein- grímur benti á að ríkisstjómin hefði ekki annað gert í byggðamál- um en að taka fjárhagsforræðið af Byggðastofnun annarsvegar og nú þetta, að leggja til að fólk yrði flutt frá óhagkvæmum stöðum. Margir þingmenn komu með aðrar lausnir. Einar benti til dæmis á að nú væri verið að efla smærri staði úti á landi með bættum sam- göngum sem skiptu öllu máli. Ein- ar Már Sigurðsson, Abl., sagði að réttara væri að aðstoða fólk við að flytjast af höfuðborgarsvæðinu og út á land. Gunnlaugur Stefánsson, Alfl., benti á að ríkið væri stærsti vinnuveitandinn á höfuðborgar- svæðinu og drægi sífellt til sín fleira starfsfólk í Reykjavík. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Kvl., sagði að aðal byggðavandinn fælist í því, að fiskiskipin ættu kvótann og ættu þannig réttinn til fiski- stofhanna, en ekki staðimir sem stofnamir héldu til útifyrir. Jóhann- es Geir Sigurgeirsson, Frfl., taldi háa vexti eiga sök mikla á byggða- vandanum og benti á að Seðla- bankinn reiknaði með að raunvext- ir á síðari árshelmingi þessa árs yrðu 15,8 prósent. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra kom hinsvegar upp og taldi að ríkisstjómin hefði tekið við erfiðu búi og varpaði fram þeirri spumingu hvort þingmenn teldu búvörusamninginn ekki svipaðs eðlis og hugmyndir forsætisráð- herra þar sem í honum fælist 30 prósent niðurskurður á sauðfé. -gpm Stund milli strlða hjá opinberum starfsmönnum: Ætli kaupmáttur launa þessara kennara ( Réttarholtsskóla hafi aukist eða minnkað? Órökstuddar fullyrðingar um kaupmáttaraukningu ^ræðu Sighvats Björgvinssonar, heilbrigðis- og tTyggingamálaráð- X herra, á flokksráðsfundi Alþýðuflokksins um helgina. kom fram að I kaupmáttur opinberra starfsmanna hafl hækkað um 2% að meðaltali á Xþjóðarsáttartímanum. Eiríkur Jónsson, varaformaður Kennarasam- bands Islands, segist ekki geta tjáð sig um þessa tölu þar sem félög opin- berra starfsmanna hafl ekki fengið nein gögn sem rökstyðji þessa fullyrð- ingu. Eiríkur sagði að þessar upplýs- ingar hafi fyrst komið upp á borðið í viðræðum við samninganefnd ríkisins um miðjan september og þá þegar hafi verið farið fram á að fá þetta sundurliðað eftir félögum þar sem erfitt sé að byggja á með- altölum. Að sögn hans tók bæði samninganefhd ríkisins og starfs- menn ráðuneytisins vel í þessa beiðni og umbeðnum upplýsingum hafí verið marglofað. Það gerðist svo á fundi síðasta mánudag að samninginganefndin neitar að leggja ffarn þessi gögn. Agúst Einarsson, formaður samninganefndar ríkisins, kvað það ekki framkvæmanlegt að sundurgreina þessa tölu eftir hóp- um því um sé að ræða milli 60 og 70 félög. Hann sagði útreikninginn ydag hefst 22. kirkjuþing ís- I lensku þjóðkirkjunnar og JLhefst það með messu í Bú- staðakirkju klukkan 14. Meðal þeirra mála sem kirkju- þingið mun fjalla um má nefna ffumvarp um veitingu prestakalla á kaupmáttaraukningunni væri byggðan á tölum kjaranefndar op- inberra starfsmanna og að lögð hafi verið áhersla á að kynna þá fyrir félögunum; „samninganefnd ríkisins reynir að miðla upplýsing- um á sem hlutlægastan hátt. Við erum að fást við heildarstærðir og reynum að skýra málin út ffá því sjónarmiði“. Eiríkur Jónsson, varaformaður KI, segir hins vegar að félögin hafi aðeins fengið fullyrðingu: „Blað sem á stendur að laun hafi hækkað 2% umfram vísitölu, allsendis órökstutt, eru engin gögn í mínum huga“. Eiríkur tók fram að vegna þessa gæti hann út af fyrir sig ekki vefengt þessa staðhæfmgu um meðaltalsaukninguna og talaði ein- ungis út frá þeim tölum sem hann og um biskupskosningu og frum- varp um kirkjubyggingar. Þá verð- ur einnig fjaílað um stöðu prests- setursjarða, um sjálfsvíg ung- menna og lögð frain ályktun um nýtrúarhreyfingar og viðbrögð þjóðkirkjusafnaða. -grh hefði og sneru að félagsmönnum innan KI. „Ég hef gögn í höndun- um ffá kjarannsóknamefnd opin- berra starfsmanna sem sýna það svart á hvítu að við í mínu félagi höfum fallið um 0,4% á timabilinu 1. desember 1989 og til 1. ágúst 1991 og þegar við bætist að frá því í ágúst hefur framfærsluvísitalan hækkað um 1,3% en laun ekki neitt, erum við nær þvi að vera 2% í mínus en plús.“ Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna, tók i sama streng: „Við höfum ekki fengið neinar staðfestingar á þessum útreikning- um á aukningu kaupmáttar, en ailar tölur sem við höfum fengið frá kjararannsóknamefnd benda til kaupmáttarrýrnunar." Páll sagðist ekki geta annað en byggt á tölum kjararannsóknamefhdar sem á að vera óháður aðili. „Við vitum hvemig þessar tölur em reiknaðar og þekkjum þær. Hitt er enn sem komið er bara fullyrðing.“ Agúst Einarsson sagði að þar sem um væri að ræða meðaltöl væm auðvitað einhveijir hópar fyr- ir ofan og einhverjir fyrir neðan og eðlilegt að einstök félög reyndu að glöggva sig á ferlinu. „í minum huga er hins vegar aðalatriðið að menn skynji að þjóðarsáttartíminn hefur gefið vel það sem ætlast var til í kaupmætti. Þetta er það sama og gerst hefur á almennum vinnu- markaði, sem mér finnst vera mjög athyglisvert." -ag Kirkjuþing í Bústaðakirkju TUlaga um nafnbreytingu áVMSÍ S þingi Verkamannasam- A bandsins sem hefst í dag mun koma fram tillaga J JLum breytingu á nafni VMSÍ. Lagt er til að nafninu verði breytt í Landssamband sérhæfðs verkafólks og segir Jó- hannes Sigursveinsson flutnings- maður tillögunnar að verkafólk væri I dag alltaf að verða sér- hæfðara og sérhæfðara í sínum störfum, og ef þetta væri leiðin til að auka virðingu fyrir verka- fólki þá yrði að fara hana. Jóhannes sagði að þetta hafi verið gert í Danmörku og vissi hann ekki annað en það hafi reynst vel. Þeir hefðu alla vega ekki tekið upp gamla nafnið aftur. Hann sagði að nú væru allskonar námskeið i gangi til að auka á sérhæfmgu verkafólks og hvort sem fólk hefði þessi námskeið í farteskinu eða ekki, þá blandaðist engum hugur um að sérhæfing verkamanna væri alltaf að aukast. - Ég neihi sem dæmi að aug- lýsingar eftir verkafólki í dag kveða svo til alltaf á um einhveija sérhæfingu. Fólk af götunni gengur t.d. ekki inn í fyrirtæki og byrjar að handflaka eða að keyra vörubíl, sagði Jóhannes. Avinning nafnabreytingar kvað Jóhannes ótvíræðan. - Ef menn fara að bera meiri virðingu fyrir verkafólki er líklegt að kaupmáttur þess aukist frá því sem nú er. I umræðum um þessa tillögu virðist mér að menn séu já- kvæðir, allavega hef ég ekki getað merkt annað á þeim ftmdum sem ég hef verið á hjá Dagsbrún, sagði Jóhannes. -sþ SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Yfirmadur fjarskiptaeftirlits Staða yfirmanns nýstofnaðs fjarskiptaeftirlits er auglýst laus til umsóknar. Fjarskiptaeftirlitið starfar á grundvelli reglugerðar um Póst- og símamála- stofnun, skipulag á verkefni nr. 173/1991. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólapróf og góða kunn- áttu í ensku. Laun verða í samræmi við launakerfi opinberra starfsmanna. Æskilegt er að sá umsækjandi, sem valinn verður, geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir starfsmannahald Póst- og síma- málastofnunar. Umsóknir skulu sendar samgönguráðuneytinu eigi síðar en 22. október 1991. Samgönguráðuneytið Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.