Þjóðviljinn - 22.10.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.10.1991, Blaðsíða 7
Ehlendam FlRlETTiriR . Umsión Ólafur Gíslason Friðarráðstefna um Mið-Austurlönd ákveðin Þrautseig viðleitni James Bakers utanríkisráðherra Bandaríkj- anna til þess að leiða deiiuaðila í Mið—Austurlöndum saman að einu samningaborði virðist ætla að bera árangur. Allt benti til þess að deiluaðilar myndu mæta að ráðstefnuborðinu í Madrid þann 30. þessa mánaðar. Að vísu er einn deiluaðilinn formlega undanskilinn, Frelsis- samtök Palestinu, PLO. En sú krafa Israelsstjómar að ekki verði sest að borði með fulltrúum PLO, ekki með Palestínumanni með lög- heimili í A-Jerúsalem og ekki með Palestínumanni sem býr í útlegð utan herteknu svæðanna, hefur verið virt að forminu til. Það var stór biti að kyngja fyrir PLO. En þegar betur er að gáð, sést að hér er aðeins um formsat- riði að ræða. Jórdanía og Palest- ínumenn munu eiga sameiginlega sendinefnd, og fúlTtrúar Palestínu- manna í nefndinni munu tala máli PLO, þótt þeir séu ekki formlega viðriðnir samtökin. Samkvæmt palestínskum heim- ildum munu hinir formlegu gest- gjafar ráðstefnunnar, stjómvöld i Washington og Moskvu, bjóða 20 manna sendinefnd frá Palestínu til ráðstefnunnar. Fjórtán fulltrúar taka þátt í formlegum viðræðum, sex verða ráðgjafar. Þeir eru bæði frá Jerúsalem og úr hópi palest- ínskra útiaga. Jassir Arafat og Hussein Jórdaníukonungur munu síðan mynda æðstu yfirstjóm hinn- ar sameiginlegu nefndar Jórdaníu og PLO ásamt með ráðherrum úr rikisstjóm Jórdaniu og yfirmönn- um í stjóm PLO. Haft var eftir háttsettum ísra- elskum embættismanni á h^rteknu svæðunum að sú ákvörðun Israels- stjómar að taka þátt í viðræðunum fæli í raun í sér að loksins væri bú- ið að rjúfa bannhelgina á því að ræða við PLO. Frelsissamtök Palestínu og þau ríki sem eiga landamæri að Israel ákváðu í gær að eiga sameiginleg- an fund utanrikisraðherra sinna í Damaskus á miðvikudag til þess að samræma sjónarmið, stn. Palest- ínumenn óttast að Israelsmenn muni reyna að sundra arabaríkjun- um með sérsamningum við einstök riki án þess að afgreiða höfúðmál- in sem em sjálfsákvörðunarréttur Palestínumanna og staða Jerúsal- em. , Afangi náðist í samræmingu sjónarmiða, þegar Assad Sýrlands- forseti ákvað að gleyma fomum íjandskap við Arafat á sameigin- legum fundi þeirra í Damaskus sl. sunnudag. Samkvæmt upplýsingum hátt- setts bandarisks embættismanns, sem baðst nafnleyndar, mun felast í boðsbréfí til ráðsteftiunnar það markmið hennar, að Palestínu- menn á herteknu svæðunum fái sjálfstjóm innan árs. í friðaráætlun Bandaríkja- manna mun fyrirhugaður fimm ára umþóttunartími, og samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að end- anlega verði samið um stöðu Vest- urbaldcans og Gaza-svæðisins inn- an þpggja ára. Aæuað er að ráðstefnan í Madrid standi aðeins í þrjá daga, og mun hún heíjast með ávarpi hverrar sendinefndar fyrir sig. Síð- an er áformað að tvíhhða viðræður hefjist innan fjögurra daga, hups- anlega með þátttöku gestgjafa rað- stefnunnar. Þau formsatriði og efnisatriði, sem hér hafa verið talin munu vera gerð með samþykki eða vitorði allra aðila. Deiluefni ráðstefnunnar em mörg og sjónarmið ólík: Sýrlend- ingar setja skilyrði að Golanhæð- um verði skilað, Palestínumenn heimta sjálfstjóm á hernumdu svæðunum, endurheimt A-Jerúsal- em og viðurkenningu á rétti flótta- manna til að snúa, heim og Líbanir krefjast þess að Israelar hörfi frá S-Líbanon. Allir þessir aðilar hafa það meginmarkmið að ek,ki verði saminn neinn friður með Israel án þess að þeirra mál verði útkljáð fyrst. ísraelsstjóm hefur marglýst því yfir að engin þessara krafna verði tekin til greina. Engu að síð- ur gengur hún til ráðstefnunnar, fyrst og fremst vegna ytri þfyst- ings. Shamir forsætisráðherra Isra- els hefúr lýst lítilli hrifningu og enn minni bjartsýni um árangur. „Israel stendur eitt, pg við vitum að hinir em margir. Israel stendur eitt andspænis þeim öllum,“ er haft eftir honum. En þótt öll spjót muni þannig standa á ísrael fygar til ráðstefn- unnar kemur, þa hefur Shamir þó unnið einn sigur með því einu að ganga til samningaborðsins. Þátt- taka hinna ríkianna felur ,í sér formlega viðurkenningu á ísrael. Sovétríkin hafa þegar sýnt það í verki með því að akveða að taka upp stjómmálasamband við Israel. Ljóst er að öfgahópar í báðum vígstöðvum muni gera sitt til þess að koma í veg fyrir ráðstefnuna. Sharon húsnæðisráðherra í stjóm Shamirs hefur þegar krafist afsagn- ar Shamirs og „hústakar" hafa staðið fyrir ranum á húsum í A-Jerúsalem til þess að updirstrika útþenslustefnu Israels. ísraejsher hefur itrekað rofið lofthelgi Iraks undanfarið til þess að magna upp spepnu. I gær lýstu svo tvö samtök Pal- estínumanna, sem eiga aðild að PLO, og samtök nreintrúaðra múslima að þau væm andvíg frið- HEILBRIGÐIS - OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laust lyfsöluleyfi sem forseti íslands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Patreksfirði (Pat- reks Apótek). Fráfarandi lyfsali óskar eftir því að við- takandi lyfsali kaupi húseign þá er lyfjabúðin er í, sbr. 11. gr. laga nr. 76/1982, um lyfjadreifingu. Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. janú- ar 1992. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfja- fræðimenntun og lyljafræðistörf, sendist ráðuneytinu fyrir 15. nóvember 1991. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 17. október 1991 arráþstefhunni. I sameiginlegri yfirlýsingu þessara samtaka í gær er ráðstefn- unni lýst sem „amerískri útfyming- aráætlun". Samtökin sem hér um ræðir eru „Lýðræðisfylkingin til frelsunar Palestínu“ (DFLP) undir forystu Nayef Hawatmeh og Al- þýðufylkingin til frelsunar Palest- ínu (PFLP) undir foiystu George Habash og Hamas-retttrúarhreyf- ingip. Í yfirlýsinpunni er Jassír Arafat gagnrýndur þott nafn hans sé ekki nefnt, en Arafat náði meirihluta- fylgi fyrir aðild að ráðsteínunni innan yfirstjómar PLO síðastliðinn fostudag. „Við lýsum yfir staðfostum vilja okkar til þess að berjast gegn þessari tilraun til þess að svikja vilja þjóðar okkar í nafni meiri- hlutavalds...Hinn ameríski lykill að lausninni á réttlátum kröfúm þjóð- ar okkar er augljós tilraun til þess að eyðileggja málstaðinn og þjóna hinum zíonísku áformum um Pal- estínu,“ segir í tilkynningu þeirra til fréttastofu Reuters. Samtökin boða til allsherjarverkfalls sem hefjast eigi 23. október á her- numdu svæðunum i mótmælaskyni við þetta „samsæri heimsvalda- sinna“. Víst er að nú má vænta örvænt- ingafullra tilrauna úr báðum her- búðum til þess að koma í veg fyrir ráðstefnuna á síðustu stundu. Það pkir kvíðafull stemmning bæði í Israel og á hemumdu svæðunum. Sá kvíði varðar ekki bara mö: úrslit ráðstefnunnar og þ; sfi Israelskir Jandnemar" helga sér land I A-Jerúsalem sem hún kann að ær lomir krefjast. Hún varðar líka óttann við að hún mis- takist. „Það sem ég óttast mest er að ráðstefnan mistakist og það leiði til stríðs,“ er haft eftir 71 árs gamalli ísraelskri húsmóður á göt- unni í Jerúsalem. Deilt um hlutverk NATO S I koðanaskiptin um stöðu og hlutverk NATO í Evrópu framtíðar- . innar verða stöðugt skarpari, þar sem forn ágreinuingur 'Frakka um forræði Bandaríkjanna yfir vörnum Evrópu verður stöðugt augljósari um leið og Evrópuþjóðir leita leiða til þess að leysa öryggismál sín sjálfar. Nýlega komu utanríkisráðherr- ar Bandaríkjanna og Þýskalands með þá tillögu, að leiðtogafúndur 16 NATO-ríkja, sem haldinn verð- ur í Róm 7.-8. nóv. næstkomandi, skyldi fjalla um myndun formlegs öryggisráðs NATO og fyrrverandi andstæðinga þess úr Varsjárbanda- laginu. Þessi hugmynd var gagn- fynd af Frökkum á þeirri forsendu að með því væri NATO að seilast yfir verksvið RÖSE, ráðstefnunnar um frið og öryggi í Evrópu, sem væri hinn rétti vettvangur fyrir þessi ríki að fjalla um öryggismál. I gær gerðist það hins vegar að Juri Dervabin, aðstoðarutanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, lýsti því yfir að Sovétríkin væru hlynnt hugmyndinni og viljug að ganga til formlegs samstarfs við NATO um öryggismál. „Við lítum á NATO sem langtímabandamann okkar og við viljum byggja samskipti okkar við bandalagið á traustum grunni,“ sagði ráðherrann í aðalstöðvum NATO í Brussel í gær. Annað deilumál, sem verður væntanlega ofarlega á dagskrá á fúndinum í Róm, varðar nýlega og óvænta tillögu utanríkisráðherra Frakklands og Þýskalands um að Evrópuþjóðimar 9 sem mynda Vesturevrópubandalagið, komi sér upp sameiginlegum herafia óháð- um NATO. Þessi hugmynd virtist hafa komið bandamönnum þessara öx- HEILBRIGÐIS - OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða forstöðumanns Lyfjaeftirlits ríkisins Laus er til umsóknar staða forstöðumanns Lyfjaeftirlits ríkisins. Staðan veitist frá 1. janúar 1992. Samkvæmt 49. gr. lyfjalaga skal forstöðumaður Lyfjaeftirlits ríkis- ins uppfylla þær kröfur er lög áskilja til að geta öðlast lyfsöluleyfi. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfja- fræðimenntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu fyrir 15. nóvember 1991. Frekari upplýsingar veitir ráðuneytið. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 17. október 1991 ulvelda í Evrópu í opna skjöldu, og voru sfrax gagnfyndar af Banda- rikjamönnum, sem töldu að með þessu væru Evrópuríkin að seilast inn á verksvið NATO, auk þess sem þama væri verið að útiloka mikilvæga bandamenn eins og Norðmenn og Tyrki frá hemaðar- samvinnu ríkjanna. Talsmaður Frakka um öryggis- mál sagði í gær að hinn nýi Evr- ópuher ætti að miðast við megin- landið og vera óháður NATO. Hann sagði jafnframt að Frakkar myndu aldrei taka þátt í hemaðar- samstarfi NATO-ríkja eins og það væri nú. En ef NATO tekur breyt- ingum getur hernaðarsamvinna orðið sjálfgefin, sagði talsmaður frönsku stjómarinnar. í gær tók Manfred Wömer, framkvæmdastjóri NATO og fyrr- verandi vamarmálaráðherra Þýska- lands undir þessa gagnfyni og sagði það „fáránlegt“ að mynda nýjan evrópskan herafla óháðan NATO. VlnningMStur laugardaginn FJÖLDI UPPHÆÐAHVERN VINNWGSHAFA VINNINGSHAFA 3. 134 4. 4.128 2.636.532 114,628 5.902 447 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 5.731.128 UPPLÝSINGAR:SlMSVARl91-681511 LUKKULlNA991002 Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.