Þjóðviljinn - 22.10.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.10.1991, Blaðsíða 4
STJ ORNMAL Velferð fjármagnsins — vandi fólksins Ríkisstjórn Sjáifstæðisflokks og Alþýðuflokks, Viðreisn II, er nú tæpra sex mánaða gömul. Hún hefur þegar haflst handa við að koma stefnumálum sínum í framkvæmd, en þegar grannt er skoðað reynast þau allt önnur en kosningaloforðin í vor hljóðuðu upp á. Flestum ríkisstjórnum er gefinn sanngjarn tími til að eyða hveitibrauðsdögunum, en þjóðin hefur þegar gefið núverandi ríkisstjórn langt nef og hefur engin ríkisstjórn átt jafn litlu fylgi að fagna, frá því þess konar mælingar hófust, svo skömmu eftir valdatöku sína eins og þessi. Ber þar margt til. Fyrst og fremst er þó að nefna misræmi til orðs og æðis sem víða má sjá í svokallaðri „hvítbók“ - eða stefnu- yfirlýsingu ríkisstjómarinnar. Og hér ber að leggja áherslu á „ríkis- stjómarinnar“, því ef marka má yf- irlýsingar einstakra þingmanna er hér ekki um að ræða stefnuskra ríkisstjómarflokkanna, því hún hefur aldrei verið borin undir aðra en formenn flokkanna, ef til vill að einstakir ráðherrar hafi fengið að sjá skrifin um eigin málaflokka. I upphafi hvítbókarinnar er tal- að um að mál sé að „stjómvöld einbeiti sér að því að skapa ein- staklingum og fyrirtækjum örvandi starfsskilyrði með sanngjömum leikreglum og stöðugleika í efna- hagslífinu. Nýjar leiðir í stjóm efnahags- og atvinnumála eru nauðsynlegar til að íslendingar dragist ekki aftur úr nágrannaþjóð- unum í lífskjömm." Þetta em fog- ur orð, en í reynd hefur ríkisstjóm- in innleitt það sem kallað hefur verið „kemur-mér-ekki-við-stefn- an“ í atvinnumálum. Ríkisstjóm- inni virðist ekki koma við hvað er að gerast hjá atvinnufyrirtækjunum í landinu. Afskiptaleysi rikisstjóm- arinnar af atvinnumálunum mun fyrr en seinna skapa hér svipað ástand og var á haustdögum 1988 þegar atvinnustefna ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar beið skipbrot og stjómin hrökklaðist frá völdum. Ríkisstjómin hyggst, skv. hvít- bókinni, „beita sér fyrir aðgerðum í skatta- og félagsmálum, sem koma hinum tekjulægstu til góða.“ Ekki lofa fyrstu aðgerðir stjómar- innar góðu fyrir þetta loforð, því hingað til hefur hún höggvið sem næst hinum tekjulægstu á meðan fjármagnsbraskarar prísa sig sæla fyrir að ekki eigi að standa við kosningaloforðin frá því í vor um skattamálin. Sérstakir skattar og þjónustugjöld á heilsugæslu og skólagöngu munu fyrst og síðast koma hart niður á hinum tekju- lægstu. Hvað meinar ríkisstjómin með þessu loforði sínu? Ekki eru spöruð orðin um nauðsyn ráðdeildar og aðhalds í opinberum rekstri. Þetta er háleitt markmið og eðlilegt, en treyslir þjóðin þeim manni sem nýlega er kominn frá því að byggja ráðhús og perlu sem farið hafa miljarði króna fram úr áætlun til að ráðsk- ast með fjármuni allra skattgreið- enda? Er liklegt að hann muni standa fyrir fjárhagsáætlunum með öðmm hætti en að reka putta út í loftið nú þegar hann er sestur í stjómarráðið við Lækjargötu? í þeim tilgangi meðal annars að bæta afkomu ríkissjóðs hyggst stjómin selja ríkisfyrirtæki. Sér- stakt kapp verður lagt á að selja þau ríkisfyrirtæki sem notið hafa „óeðlilegrar samkeppnisaðstöðu í samanburði við annað atvinnulíf í landinu“ segir í hvítbókinni. Enn- ffemur að þess verði gætt „að einkafyrirtækjum verði ekki afhent einokunaraðstaða á markaði.“ Afar athyglisverðar yfirlýsingar. í fyrsta lagi vegna þess að ríkissjóður bæt- ir í raun ekkert afkomu sína með því að selja ríkisfyrirtæki, því eng- inn mun kaupa þau fyrirtæki sem engan ágóða veita og ef selja á gróðavænleg ríkisfyrirtæki er ein- ungis verið að selja ávöxtun fram- tíðarinnar fyrir stundarhagnað. Ásetningurinn hlýtur því að vera annar. I öðru Iagi vewgna þess að nú er stefnt að því að afhenda Eimskipafé- laginu einokunaraðstöðu á sjóflutningamarkaðnum með því að leggja niður Skipaútgerðina. Ríkisstjómin segist í hvílbókinni ætla að sam- ræma skattlagningu eigna og eignatekna. Það virðist hins vegar ekkert for- gangsverkefni hjá núver- andi ríkisstjóm að koma slíkri skattlagningu á, meira liggur greinilega á að skattlcggja þá sem þurfa á læknis- eða hjúkrunaraðstoð að halda og þá sem kjósa skólagöngu. Forsætisráðherrann hefur og lýst því yfir að ekki standi til að setja þrep í tekjuskattinn vegna þess að það sé svo flókið mál að stað- greiðslan myndi eyðileggjast með slíkri aðgerð. Nú kann það vissu- lega að vera svo að það sé flóknara að hafa tvö eða þijú stig í tekju- skatti en eitt. Hitt á sér auðvitað enga stoð i raunveruleikanum að staðgreiðslukerfinu væri ógnað ef þrepaskattlagning yrði tekin upp. Þannig kerfi em nú við lýði í mörgum nágrannalöndum og ganga býsna vel, a.m.k. er ekki vit- að til þess að heilu skattkerfin hafi hmnið vegna þess að hátekjumenn séu látnir greiða hærra hlutfall af launum sínum í sameiginlegan sjóð en miðlungs- og lágtekjufólk. Davíð Oddsson telur hins vegar hin miklu sannindi felast í því, að hér verði að vera eitt þrep í tekju- skatti, en ríkisstjómin er nú eins og hún er, svo notuð séu fleyg orð for- sætisráðherrans sjálfs, sannleikan- um verður hver sárreiðastur. I menntamálakafla hvítbókar- innar ber það hæst að auka eigi vægi rannsókna og þróunarstarfs í skólakerfinu, og endurskoða eigi ný lög um leikskóla, lög um grunn- skóla og lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Ekki ber þó fjárlaga- fmmvarp Friðriks Sophussonar þess merki að vægi rannsókna og þróunarstarfs verði ofarlega á for- gangslista stjómarinnar, nema síð- ur sé. Síðan kemur þessi setning í heilbrigðismálakaflanum: „Leitað verður leiða til að gefa almenningi kost á að velja um mismikla sjálfs- áhættu í þessum efnum (þ.e. heil- brigðisþjónustu - innsk. áþs.) gegn breytilegu tryggingarið- gjaldi í einhverri mynd.“ Er nema von að BSRB hafi farið i auglýsinga- herferð gegn kaskótrygg- ingum fólks? Það er greinilega ætlunin að láta fólk borga mismunandi tryggingariðgjald eftir því sem efni þess leyfa. Þeir sem eiga litla pen- inga borga lágt iðgjald, en þeir sem eiga mikla peninga hátt iðgjald. Af- leiðingin verður þá sú að þeir sem eiga litla pen- inga taka mikla sjálfsáhættu, en þeir sem eiga mikla peninga taka litla sjálfsáhættu svo notað sé þetta smekklega orðalag ríkisstjómar- innar um fólkið í landinu! Hún heldur það - ríkisstjómin - að hún sé að boða einhveija framtíðarsýn, nýja veröld og fagra, en það er öðm nær. Hér er fortíðarhyggjan lifandi komin, tímamir áður en al- mannatryggingamar komust á, áð- ur en velferðarkerfi fólksins var komið á. Nú ætla Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn að sameinast um atlögu gegn því vel- ferðarkerfi, en hampað er velferð- arkerfi forréttindastéttanna, fjöl- skyldnanna fjórtán, kolkrabbans. Það er þeirra velferð sem á að komast á varanlegan grunn, ekki velferð heimilanna. Margt fleira væri hægt að tína til úr hvitbók ríkisstjómarinnar. Hér verður einungis bætt við kafla um byggðamál. Forsætisráðherrann hefúr með yfirlýsingu á flokksráðsfúndi Sjálf- stæðisflokksins á dögunum afhjúp- að hvers konar afturhald það er sem stendur að ríkisstjóminni. Þar er hann að tala um að flytja fólk milli byggða. Nú skal ekki fyrir- fram útiloka, að það kunni að fara svo að einhveijar byggðir leggist af. Hitt er öllu alvarlegra að for- sætisráðherrann virðist ekki hafa nokkum áhuga á að stuðla að því að blómleg byggð geti þrifist sem víðast, og eins er það áhyggjuefni að leiðtogi rikisstjómarinnar skuli vekja máls á því að fólk verði flutt - nauðugt viljugt eða hvað? Nauð- ungarflutningar fólks vom að vísu stundaðir í Rúmeníu Ceaucescus og i Sovétríkjum Stalíns, en vænt- anlega áttu engir von á þvílikum yfirlýsingum frá forsætisráðherra Islands. Hér þarf fyrst og fremst að efla samgöngubætur, eins og mikilvæg- ur gmnnur var lagður að í tíð síð- ustu ríkisstjómar, til að byggðarlög sem em í raun ekki langt hvert frá öðm einangrist ekki veturlangt, heldur geti orðið ein heild, eitt at- vinnu- og þjónustusvæði. Það verður ekki gert með skipulögðum flutningum fólk milli byggða. En forsætisráðherrann og borgarstjór- inn fyrrverandi hefúr væntanlega litinn skilning á þörfúm lands- byggðarinnar, þó hann sé ættaður frá Fáskrúðsfirði. Öll stefnumál ríkisstjómarinnar hingað til bera þess merki að hún er stjóm fjármagnins en ekki fólks- ins. Alls staðar í orði og á borði kveður við þann tón að vegur fjár- magnsins, peninganna, sé for- gangsverkefni en fóikið sé aukaat- riði. Ríkisstjóm sem byggir á vel- ferð fjármagnsins getur aldrei orð- ið langlíf. Hún er vandi sem fólkið í landinu verður að kljást við og hún mun fyrr en síðar þurfa að hrökklast frá völdum með skömm. Þá verður athyglisvert að fylgjast með gengi Alþýðuflokksins - Jafn- aðarmannaflokks íslands! ÁÞS BC =3 25 I J (/> í i|k Svo leggjum við niður byggðina á Súganda og Bíldudal. Já, réttast væri að loka Vestfirði af og friða þá gegn ágangi manna. Breyta þeim í þjóð garð. Fólkið getur svo flutt I bæinn. Hér er nóg af óseldum íbúðum. Ríkisstjórnin segist í hvítbókinni ætla að samræma skattlagningu eigna og eignatekna. Það virðist hins vegar ekkert forgangsverkefni hjá núverandi ríkisstjórn að koma sfíkri skattlagningu a. meira liggur freinilega á að SKattleggja þá sem urfa a læknis- eða htukrunarað- stoð að halda og þá sem kjósa skóla- göngu. ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. október 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.