Þjóðviljinn - 22.10.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.10.1991, Blaðsíða 2
Leifursókn gegn landsbyggðinni Það kemur stöðugt betur í Ijós hvílíkt öfugmæla- kver hvítbók ríkisstjórnarinnar er. Þar stendur m.a. „íbúar heilla byggðarlaga hafa þurft að sætta sig við að afkoma þeirra og búsetuöryggi sé komið undir pólitískum duttlungum miðstýringar- valdsins. Við svo búið verður ekki lengur unað.“ Prentsvertan á kverinu var varla þornuð þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti tölu á flokks- ráðsfundi Sjálfstæðisflokksins og boðaði miðstýrða fólksflutninga af landsbyggðinni. „Vissar byggðir eiga tæpast rétt á sér," sagði for- sætisráðherra. Hann tilgreindi ekki nánar hvaða byggðir hann ætti við en lét í það skína að hann ætti fyrst og fremst við byggðir á Vestfjarðakjálkanum. Boðaði hann síðan nauðungarflutninga fólksins frá þessum stöðum og sagði að finna þyrfti úrræði til þess að hjálpa þessu fólki að finna sér búsetu annarsstað- ar. Sveitarstjórinn á Suðureyri sagði, þegar hann heyrði um þessar hugmyndir, að hann hefði haldið að þær hefðu dáið út með Ceausescu í Rúmeníu. Sjálf- stæðisflokkurinn og aðstoðarflokkur hans feta hins- vegar í fótspor einræðisherrans og boða eyðingu byggða og nauðungarflutninga. Boðskapur forsætisráðherra á flokksráösfundinum er enn eitt skrefið í þeirri leiftursókn gegn byggðum landsins, sem ríkisstjórnin virðist hafa að leiðarljósi. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að ekki verði gripið til neinna sértækra aðgerða til hjálpar byggðarlögum sem eiga í erfiðleikum. Hér er um að ræöa staði sem verið hafa í byggð í aldaraðir, staði einsog Vopnafjörð, Bakkafjörð og Fáskrúðsfjörð fyrir austan og Suðureyri, Bíldudal og jafnvel Patreksfjörð fyrir vestan. Allir þess- ir staðir liggja mjög vel að fiskimiðum og því hafa byggðakjarnar risið þar upp. íbúar þessara staða hafa í gegnum árin aflað ómældra tekna í þjóðarbúið, svo hægt hefur verið að byggja upp nútíma samfélag hér á landi. Ófáar krónur hafa runnið frá þessu fólki í verslunarhallir á höfuðborgarsvæðinu. Nú þegar harðnar í ári boðar forsætisráðherra nauðungarflutn- inga burtfrá þessum stöðum, enda sýna útreikningar hagfræðinga ríkisstjórnarinnar að mun hagkvæmara sé að þjappa þjóðinni saman í nokkur Breiðholt en að halda uppi byggð í öllu landinu. Forsætisráðherra verður tíðrætt um „deyfilyfjaað- ferðir" fyrri ríkisstjórna sem hafi bara frestað vandan- um í stað þess að komast fyrir hann. í stað slíkrar lækningar vill hann taka upp aflimunaraðferðina; verði vart þælsæris einhversstaðar ber að höggva af liminn. [ íslandsklukkunni segir frá því að konungur Dana hafi látið flytja allan kopar og eir burt frá íslandi þar sem endurreisa átti Kaupmannahöfn eftir stríð. Meðal þeirra gersema sem þá voru brotnar niður var sjálf ís- landsklukkan. Koparinn var svo notaður til að klæða turnspírur Kaupmannahafnar. Þegar móðuharðindin herjuðu á landsmenn komu upp sterkar raddir í ríki Dana um að flytja íslensku þjóðina til Jótlandsheiða. Það verður tæpast talað um móðuharðindi nú, þótt fyrirsjáanlegur sé samdráttur í afla, en höfuðborgin hefur sogið til sín fjármagn af landsbyggðinni undan- farin ár og koparþök prýöa nú musteri borgarinnar. Reyndar ekki turna einsog í Kaupmannahöfn en með- al nýrra koparþaka Reykjavíkur má nefna braggaþak ráðhússins í Tjörninni. Miöstýringin kemur ekki lengur frá Kaupmannahöfn heldur úr Valhöll í Reykjavík. Þar sitja reiknimeistarar Sjálfstæðisflokksins og hanna módel yfir hvaða byggðir séu hagkvæmar og hverjar ekki. Fólkið sem fest hefur rætur á þessum stöðum er afgangsstærð í dæminu. -Sáf Þtóðviuinn Málgagn sósfalisma þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagiö Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Rltstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr. TJPPT & SROIIÐ Eystrasaltsþj óðir og Evrópa Við sem höfiim hafl taugar til þjóðemisshyggju smáþjóða (sem við vonum að geti ekki orðið eins háskaleg og þjóðemishræringar með stórþjóðum) höfum að ýmsu leyti staðið á gati andspænis þeim hreyfingum sem nú hafa sigrað í Eystrasaltslöndunum og tryggt þeim sjálfstæði og aðskilnað frá Sovétríkjunum. Það er ekki erfitt að skilja sjálfstæðisstefhu þessara þjóða: hún hefur tengst því að hið sovéska yfirvald reyndi að „for- rússneska“ þessi lönd, ekki síst með því að flytja þangað fram- leiðslu og rússneskumælandi vinnuafl í stórum stíl. Þessi háski fyrir tilveru þjóðanna hefur yfir- gnæft flest annað og ráðið við- brögðum nýrra forystumanna. En hitt hefur mönnum gengið verr að skilja hvers vegna á að nota nýfengið sjálfstæði til þess að marséra beint inn undir annað yfir- þjóðlegt vald, þeas Evrópubanda- lagið. Menn geta vissulega sagt sem svo, að það sé ólíku saman að jafna að lúta Sovétríkjunum sem voru og miðstjóm Evrópubanda- lagsins. En það er sama: smáþjóðir sem nýheimt hafa sjálfstæði sitt langþráð em venjulega viðkvæm- ari en svo fyrir erlendum dagskip- unum að þær láti sér í léttu rúmi liggja að þurfa að lúta lögum og reglum sem aðrir setja. Samnburðarfræði skáldsins Má vera að Evrópufiknin í Es- ytrasaltslöndunum sé að sumu leyti tengd bláeygum vonum um að Vestur-Evrópa hafi nú leyst öll sín mál nokkuð vel og þeir sem í fang hennar komist eigi von á mik- illi aðstoð og liðsinni til að leysa sín mál líka. En þær væntingar eru eitthvað famar að dofna nú þegar - Eystrasaltsþjóðimar mega reyna það rétt eins og Pólverjar og fleiri, að þótt Vesturlönd segi margt gott og fallegt um frelsið og lýðræðið, þá fer því fjarri að þau vilji opna upp á gátt dymar að „ríka ídúbbn- um“ og hjálpa mönnum inn. Menn verða að geta borgað sinn að- gangseyri. Einn þeirra sem hefur varað við „Evrópuvímunni" sem hann kallar svo er eitt ágætasta skáld Eistlands, Jaan Kaplinski. En Kaplinski hefur nú um hríð verið einn helstur málsvari eistncskra bókmennta á erlendri grund og ljóð hans hafa víða farið í þýðing- um - heima fyrir hefur hann og notið virðingar og vinsælda eins og best verður á kosið. Ekki alls fyrir löngu skrifaði Jaan Kaplinski grein um „Evrópu- vímuna“ i finnska dagblaðið „Uusi Suomi“. Sjálfúr er hann ekki beint hrifinn af Evrópudraumnum. Meira en svo: hann gerir sig sekan um „samanburðarfræði“ af því tagi sem Morgunblaðið og ýmsir aðrir aðilar telja allt að því glæpsamleg. Hann leyfir sér nefnilega að bera saman Evrópubandalagið og þau íyrirheit sem á sínum tíma vom gefin um samfélag þjóða innan sovétríkjanna. Kaaplinski segir: „Nýskipan mála“ „Hástemmdar blaðagreinar um ungt fólk sem ekki lítur lengur á sig sem Frakka eða Þjóðveija, heldur sem Evrópumenn, minna á það unga fólk sem sovéski áróður- inn bjó til. En það unga fólk átti að skynja sig fyrst sem sovétborgara og sá samnefnari átti að heita merkilegri en rússneskt, ukraínskt eða eistneskt þjóðemi einstakling- anna. Eða þá að þetta minnir á bænduma sem (í sovétáróðrinum) afsöluðu sér búum sínum til að ganga í samyrkjubúið þar sem allir áttu allt saman og möguleikamir vom svo miklu meiri. Eða þá á staðhæfingu nasista um „hina nýju skipan mála í Evrópu“ sem átti að fela í sér samband jafnrétthárra þjóða, rikjasamband af nýrri gerð sem ætti glæsta framtíð fyrir sér.“ Hin rétta formúla Nú mun mörgum þykja sem skáldið eistneska taki djúpt í ár- inni, að líkja „þjóðasamfélagi" Stalíns eða Hitlers við Evrópu- bandalagið. Og víst er það svo að Evrópubandalagið verður til með allt öðmm hætti: það rekur menn ekki á einn stóran bás með vopna- valdi og aðferðum lögregluríkis. Það er svo viss hliðstæða í því fólgin, að Sovétríkin sem vom og Evrópubandalagið byggja bæði á því að búið sé að finna þá formúlu fyrir samskiptum og viðskiptum þjóða og einstakinga sem best er og skilvirkust og því séu það eins- konar „vísindi" að lúta þeirri form- úlu. í Sovétríkjunum var formúlan tengd sögulegri nauðhyggju (allar leiðir liggja til hins „vísindalega“ sósíalisma með hans allsheijar- áætlun). í EB er beitt efnahagslegri nauðhyggju: Sá sem ekki er með, hann mun farast. (Hve oft höfum við ekki íslendingar fengið að heyra slíkt og þvílikt að undan- fomu.) Sá sem ekki dansar með, hann er afturhaldsamður þjóðemis- sinni, hann skilur ekki sinn vitjun- artíma, hann er eiginlega á móti öllum framfomm. Boðendur form- úlanna em mjög hrokafullir í þeirri trú að þeir hafi _ fúndið það svar sem um munar: Aætlunarbúskapur undir samstilltri stjóm eins flokks, hann mun leysa allan vanda - eða þá markaðsbúskapurinn undir sameiginlegu eftirliti skrifráða í Bmssel mun leysa allan vanda, þjóðemislegan, menningarlegan, efnahagslegan. Báðar formúlumar em ávísun á hinn besta heim allra heima og það er allt að því synd gegn skynseminni að velta öðmm möguleikum fýrir sér. Flóttinn til Brussel Og úr því við emm famir að vitna í finnskt blað um Evrópu- bandalagið: Olli Tammilehto skrif- ar fróðlega grein fyrir skömmu í vikublaðið Ny Tid sem hann kallar „Flóttinn til Brussel". Þar talar hann m.a. um hina „efnahagslegu nauðhyggju" sem segir að allir verði að laga sig að EB og helst ganga í það: „Hin efhahagslega nauðhyggja með „kerfisbreytingu" og „stöðug- leika" virðist krefjast æ fleiri dap- urlegra ákvarðana: Það verður að skera niður félagslegt öryggi, það verður að hagræða fólki út í at- vinnuleysi, það verður að lækka laun, það verður að fresta um- hverfisvemdinni... Slíkar ákvarð- anir em erfiðar vegna þess að þær hljóta að spilla fyrir vinsældum valdhafa hjá almenningi. Hvað er þá betra en að flytja þessar erfiðu ákvarðanir til Bmssel - og komast um leið hjá því að missa stöðu sína í hinu finnska valdakerfi? Þar fyrir utan hafa vissir stjómmálamenn finnskir nokkra möguleika á að komast upp og nær tindinum á enn stærri valdaprýamíða (en hér heima), valdapýramíða sem nær yfir alla Evrópu, og þar er hægt að taka ákvarðanir langt í burtu og án þess að gremjulegt augnaráð kjós- enda sé að tmfla menn.“ Þetta em ummæli sem vert er að skoða vegna þess að í þeim er að finna skýra hliðstæðu við það sem hefur verið að gerast hér heima. Það hefur verið að myndast einskonar þögul samstaða ýmissa stjómmálamanna og svo tækni- krata um að best sé að „flýja til Brussel“ með ákvarðanimar. Þær séu svo erfiðar að venjulegt þing- mannsefni sem þarf að horfast í augu við kjósendur geti ekki risið undir þeim. En þegar ákvörðunar- valdið er komið til Brussel, þá em allir yndislega stikkfrí: Atvinnu- leysi, segir einhver, Suðureyri, segir annar, Patreksfjörður - nei því miður, við getum ekkert gert. Það em til einhver „almenn skil- yrði“, og reglur um þau em settar á æðri stöðum. ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. október 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.