Þjóðviljinn - 23.10.1991, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 23.10.1991, Qupperneq 2
Ekki er allt gull sem glóir Samningar hafa tekist milli Evrópubandalagsins og EFTA- ríkjanna um Evrópskt efnahagssvæði. Eftir langa samningalotu á mánudag og aðfaranótt þriðju- dags féllust fulltrúar bandalaganna tveggja á mála- miðlanir sem dugðu til að samningar tækjust. Síðasta lota samningaviðræðnanna hefur fyrst og fremst snúist um fisk og þungaflutninga. Árangur samningamanna EFTA varðandi fiskinn sérstaklega er nokkur pólitískur sigur fyrir Jón Baldvin Hanni- balsson og Gro Harlem Brundtland, sem bæði lögðu mikið í sölurnar fyrir þennan samning. Þau hafa haldið allvel á samningamálunum út frá sínum pólit- ísku forsendum. Það eru hins vegar mikil vonbrigði að ekki tókst að ná fram meginkröfu íslendinga, sem utanríkisráðherra sagði reyndar fyrir skömmu að væri úrslitaatriði af okkar hálfu, en það er frjáls markaðsaðgangur fyrir íslenskar sjávarafurðir. Hinu má ekki gleyma, og Þjóðviljinn hefur áður bent á það í ritstjórnarskrifum sínum, að samningur- inn um EES snýst síður en svo eingöngu um fisk og sjávarútveg. Eins og sakir standa virðist aðeins toppurinn á ísjakanum vera sýnilegur almenningi í landinu, en það sem fylgir með er afar óljóst. Hætturnar sem fylgja þessum samningi leynast víða, ekki síst í tengslum við kaup erlendra aðila á landi og Ijárfestingum almennt í íslensku atvinnulífi. Ennfremur er Ijóst að dregið verður úr kröfum um þýðingu á fjölmiðlaefni, en það hefur verið aðal okk- ar íslendinga í menningarmálum að gera strangar kröfur í þeim efnum. Ein alvarlegasta hættan sam- fara þessum samningi í fyrrinótt tengist þó sjálfri málsmeðferðinni á næstunni. Hætt er við að ríkis- stjórnin muni nota þennan árangur í sjávarútvegs- málum til að knýja sitt fólk til að samþykkja pakkann í heild, jafnvel þótt enn sé með öllu óljóst hvert inni- hald hans er. Hættulegt er það ekki síst vegna þess augljósa valdaafsals sem felst í samningnum, afsals á löggjafarvaldi, dómsvaldi og framkvæmdavaldi. Við munum þurfa að gangast undir lög og reglugerð- ir Evrópubandalagsins um ókomna framtíð og sér- stakur fjölþjóðlegur dómstóll verður settur á laggirn- ar sem dæma mun í ágreiningsmálum. Þessi hluti málsins þarf að vera í forgrunni þeirrar umræðu sem fram mun fara í samfélaginu á næstunni. Einnig þær áhyggjur sem margir hafa lýst, og flestir eru sam- mála um í nágrannalöndunum, að EES- samningur- inn sé aðeins anddyri Evrópubandalagsins og því óhjákvæmilegt að þeirri kröfu vaxi ásmegin hér á landi að ísland sæki um aðild að EB. Enn sem kom- ið er vilja þó fæstir tala hátt um það mál. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að þjóðarat- kvæðagreiðsla fari fram um EES-samninginn. Þetta er sjálfsögð krafa því hér er á ferðinni aöild að „stærsta markaðssvæði heims" eins og samninga- menn sjálfir orða það og trúlega eitt umfangsmesta valdaafsal sem um getur í íslenskri sögu. Ráðherrar geta ekki hafnað þeirri kröfu með vísan til þess að kosið hafi verið um Evrópumálin í kosningunum í vor. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, marglýsti því yfir í kosningabaráttunni, og það sama gerði Jón Baldvin Hannibalsson, að ekki væri tíma- bært að kjósa um Evrópumálin, það kæmi síðar tækifæri til þess. Það er brýnt að hafa í huga, nú þegar samkomu- lag hefur tekist um Evrópskt efnahagssvæði, að þessu máli er síður en svo lokið af hálfu okkar (s- lendinga. Enn á eftir að Ijalla ítarlega um heildar- samninginn í utanríkismálanefnd, sem reyndar hefur verið freklega sniðgengin, ekki síst þessa síðustu daga, á Alþingi og úti í þjóðfélaginu. Og það er úr- slitaatriði að ekki verði aðeins horft á málin frá pen- ingalegu sjónarmiði, til þess eru allt of miklir hags- munir í húfi, hagsmunir frjálsrar þjóðar í sjálfstæðu landi. ÁÞS ÞTópviijinn Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandl: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdasfjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson. Rltstjómarfulltrúar: Ámi Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Rltstjóm, skrlfstofa, afgreiðsla, auglýslngar: Slðumúla 37, Rvfk. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setnlng: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð I lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr. UPPT & SKOMÐ Ríkisstjórn rúin trausti Morgunblaðið birti í gær niður- stöðu úr skoðanakönnun Félags- vísindastofnunar um fylgi flokka og ríkisstjómar. I könnuninni kem- ur fram að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar er algjörlega rúin trausti. Einungis 35,5 prósent kjós- enda segjast styðja ríkisstjómina og hefur sitjandi ríkisstjóm senni- lega aldrei mælst með minna fylgi, einkum og sér í lagi þegar til þess er litið að stjómin hefur aðeins set- ið í tæpt hálft ár. Þetta kemur þó fæstum á óvart. Þrátt fyrir sterkan þingmeirihluta hefúr þessi ríkisstjóm átt litlu fylgi að fagna ffá upphafi. Mjög margir stuðningsmenn Alþýðuflokksins vildu láta á það reyna hvort ekki væri hægt að endumýja stjómar- samstarf við Alþýðubandalag og Framsóknarflokk eflir kosningar, en forysta flokksins eygði mögu- leika á langþráðum faðmlögum við Sjálfstæðisflokkinn og áttu for- menn Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks sögulegt stefnumót í Við- ey þar sem gengið var frá heiðurs- mannasamkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjómar, í lítilli þökk margra. Yfírleitt hafa ríkisstjómir tölu- verðan velvilja landsmanna til að byija með, en því var ekki svo far- ið með þessa ríkisstjóm. Strax i júní naut ríkisstjómin einungis fylgis 41,3 prósenta þjóðarinnar, en var þó enn með meira traust en stjómarandstaðan, sem naut þá stuðnings 39,6 prósenta þjóðarinn- ar, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofhun gerði í upp- hafi sumars. Uppskera ríkisstjómarinnar í sumarlok er svo ansi rýr þrátt fyrir að tíð hafi verið óvenju góð. 51,2 prósent þjóðarinnar segjast vera andvíg ríkisstjóminni en einungis 35,5 prósent styðja hana. Miðstýringin Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi ætíð sagst andvígur mið- stýringu og forsjárhyggju er sú ekki raunin þegar flokkurinn sest í stjómarráðið. Orð og gerðir fara þar ekki saman. Ferill þeirrar ríkis- stjómar sem nú situr er þar engin undanteknin, nema síður sé. Tilskipanir hafa komið í stað samráðs og fát og fúm einkennt vinnubrögð ráðherranna. Nægir þar að nefna vaxtaskrúfuna sem fjármálaráðherra kom af stað í byijun sumars, hringlandaháttinn með húsbréfakerfið, tilskipanaæði heilbrigðisráðherra, afstöðuleysi umhverfisráðherra, laumuspilið með EES-samninginn, álversklúðr- ið, upphlaup menntamálaráðherra nokkrum dögum áður en skólahald hófst og klúðursleg vinnubrögð við myndun nefndar til að móta framtíðarstefnu í sjávarútvegsmál- um þar sem stjómarandstaða og hagsmunaaðilar em sniðgengnir. Að ekki sé talað um yfirlýsinga- gleði forsætisráðherrans, sem náði hámarki í vikunni sem leið þegar hann setti sjálfan sig í dómarasæti og ákvað að vissar byggðir ættu ekki rétt á sér. Það er því af nógu að taka þeg- ar leitað er skýringa á lélegu gengi ríkisstjómarinnar. Frjálshyggjunni hafnað Hér hefur aðeins verið minnst á framgöngu ráðherranna í einstök- um málum en ekki verið farið út í sálminn um velferðarkerfið og þá stefnubreytingu í þeim málum sem þessi ríkisstjóm hefur boðað. Snúum okkur að því. Heil- brigðisráðherra reið þar á vaðið með auknum álögum á sjúka, aldr- aða og bamafólk þegar lyfjareglu- gerðinni var breytt. Þegar nær dró hausti bámst svo fréttir um að á teikniborði ríkisstjómarinnar væm hugmyndir um frekari gjaldtökur í heilbrigðiskerfinu og skólagjöld. Ljóst var að fijálshyggjan reið röftum á stjómarheimilinu, enda fylgdi hugmyndasmiðurinn og guðfaðir ríkisstjómarinnar, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, forsætis- ráðherranum þegar hann vísiteraði íhaldsmenn í Evrópu og á fund við Bush á hótelherbergi í New York. Almenningur hefúr hinsvegar sýnt hug sinn til þessarar steíhu- breytingar. Nægir að minna á íjöldamótmæli námsmanna við setningu Alþingis, undirskrifta- söfnun í Hafnarfirði og nágranna- sveitarfélögum og viðbrögð manna við hugmyndum forsætisráðherra um hreppaflutninga frá byggðar- lögum sem hann hefúr ekki vel- þóknun á. Útkoman í skoðanakönnuninni kemur því engum á óvart, nema ef vera kynni einstaka Alþýðuflokks- manni. Hinn raunverulegi j af naðarmannaf lokkur Ef litið er á fylgi flokkanna í fyiTnefhdri skoðanakönnun kemur í ljós að Alþýðubandalagið vinnur mest á, fengi 19,5 prósent en hafði 14,4 prósent í kosningunum. Al- þýðuflokkurinn tapar hinsvegar mestu fylgi, fengi nú 11,1 prósent í stað 15,5 í kosningunum. Þetta kemur heldur ekki á óvart. Alþýðuflokkurinn hefúr ekki náð neinum af sínum málum fram í samstarfí við Sjálfstæðisflokkinn, ef EES-samningurinn er undanskil- inn, en enn er ekkert um það vitað hvort þingmeirihluti er fyrir sam- komulaginu, þannig að afdrif þess samkomulags á Alþingi eru enn óljós. Stefna ríkisstjómarinnar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmál- um er jafh torræð og ályktanir síð- asta landsfúndar Sjálfstæðisflokks- ins um þessa málaflokka. A þessi tvö mál lögðu þó þingmenn Al- þýðuflokksins höfúðáherslu þegar gengið var frá stjómarsáttmálan- um. Þá hafa ráðherrar Alþýðu- flokksins reynst kaþólskari en páf- inn þegar að frjálshyggjunni kemur og fellur það ekki í kramið hjá stórum hópi kjósenda, sem taldi Alþýðuflokkinn enn standa undir nafni sl. vor. Hvað Alþýðubandalagið varðar þá blasir nú við að kjósendur lfta til þess sem höfuðandstæðings rík- isstjómarinnar og þeirrar stefnu sem hún stendur fyrir. Það er til Alþýðubandalagsins sem fylgi jafnaðarmanna leitar, enda Al- þýðubandalagið hinn raunvemlegi jafhaðarmannaflokkur þessa lands, flokkur sem vill standa vörð um velferðarkerfið og jafna lífskjörin í landinu. Reykjanesið Einsog áður hefur verið sagt kemur fylgishrun ríkisstjómarinnar fæstum á óvart. Hið raunverulega undmnarefni þessarar könnunar er hinsvegar hvemig pólitískt lands- lag á Reykjanesi hefúr gjörbreyst frá þvi í vor. Þar hefúr gengi A-flokkanna snúist við. Alþýðuflokkurinn hefúr löngum átt mjög góðu gengi að fagna á Reykjanesi en Alþýðu- bandalagið átt erfitt uppdráttar. Kemur þar margt til. Alþýðu- bandalagið hefur goldið fyrir ein- arða afstöðu sína gegn hemum á Miðnesheiði en virðist ekki gera það lengur. Endalok kalda stríðsins endurspeglast því á dálítið annan hátt í þessari könnun en Bjöm Bjarnason og sálufélagar hans hefðu búist við. Alþýðubandalagið er samkvæmt þessari könnun næst- stærsti stjómmálaflokkurinn á Reykjanesi með 20,6 prósent at- kvæða. Fylgi Alþýðuflokksins hefur hinsvegar hrapað úr 23,3 prósent- um í kosningunum í vor í 11,9 pró- sent og virðist nú í sömu spomm og Alþýðubandalagið þegar það hefúr átt erfiðast uppdráttar í kjör- dæminu. Tvennt hefur eflaust haft afger- andi áhrif á fylgi Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi. Þar kemur fyrst til hringlandaháttur Jóns Sig- urðssonar í álmálinu. Suðumesja- búum finnst sem þeirra hlutverk hafi verið asnans sem elst hefiir við álgulrót iðnaðarráðherrans. í öðm lagi er það svo atlagan að St. Jósefsspítala, sem Hafnfirðingar munu aldrei fyrirgefa Sighvati Björgvinssyni. Fyrsta umræða um fjárlaga- fmmvaip ríkisstjómarinnar hófst í gær. Niðurstaðs skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar er þarft veganesti fynr óbreytta stjómar- þingmenn þegar þeir taka afstöðu til einstakra liða fmmvarpsins, einkum þeirra liða sem snúa að velferðinni og þeim jöfnuði sem íslendingar, þrátt fyrir allt, búa við í dag. Munu þingmennimir láta ráðherrana svínbeygja sig til hlýðni eða munu þeir laka mark á afstöðu almennings? _s£f JóÐVILJiN'N fvliuvikudagur 23. uktóber 1»91 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.