Þjóðviljinn - 23.10.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.10.1991, Blaðsíða 1
J ón Baldvin sér engan ókost við EES Jón Baldvin Hannibalsson kynnti blaðamönnum EES-samninginn I gær og var hann harla ánægður meö gjömlnfllnn. Mynd: Jim Smart. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra kom heim í gær frá Luxemborg með samning um evrópskt efna- jssvæði í farteskinu, samning sem hann sér engan ókost við. Hann vitnar til orða Franks Andreassonar varaforseta fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins sem hafí sagt við sig fyrir lok samningagerðarinnar að ís- lendingar skyldu ekki halda að þeir fengju allt fyrir ekkert, en að sú hafí orðið raunin. Þá stað- hæfði Jón Baldvin þegar hann kynnti blaðamönnum samning- inn í gær að þrátt fyrir það að aukinn árangur hefði náðst varðandi tollaívilnanir á síðustu stigum samningsgerðarinnar hefðu íslendingar ekkert gefíð í staðinn fyrir það. Stjómarandstaðan telur bama- Iegt að halda því fram að Island hafi fengið allt fyrir ekkert í samn- ingnum. Hún hefur krafist þjóðar- atkvæðagreiðslu um samninginn og ætlar að fylgja því eftir, þrátt fynr það að forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra hafa ekki ljáð máls á því. Þá treystir hún ekíd þeim fynrvörum sem em í samningnum af íslands hálfu. Jón Baldvin sagði að munurinn á þessum fundi og svipuðum fundi á sama stað i júni væri að nú hefði samkomulagið verið sett á blað. Jón Baldvin kynnti utanríkismála- nefnd samninginn í gærdag og mun kynna ríkisstjóminni hann á sérstökum fúndi í dag, auk þess sem hann mun gefa Alþingi skýrslu um samninginn. Eftir er að ganga fiá smáatriðum í samningn- um, en eftir að það verður frágeng- ið og samningurinn prentaður munu samningamenn skrifa undir hann. Ráðherrar aðildarlandanna munu ekki skrífa undir samninginn fyrr en seinna í haust og þá með samþykki ríkisstjóma og með fyr- irvara um samþykki þjóðþinga. Jón Baldvin lofaði viðamikilli kynningu á samningum nú eftir að frá honum hefur verið gengið. EES-samningurinn mun skapa innri markað 380 miljóna einstak- Dómur fall- inn í Avöxt- unarmálinu Pétur Bjömsson og Ármann Reynisson eigendur Avöxtunar sf. vom I gær dæmdir til fanga- vistar fyrir fjármálamisferli, í Sakadómi Reykjavíkur, en Hrafn Bachmann og Reynir Ragnarsson vom sýknaðir. Ármann Reynisson var dæmdur í tveggja ára fangelsi og Pétur Bjömsson í tveggja og hálfs árs fangelsi, auk þess sem hann var sviptur leyfi til verð- bréfamiðlunar ævilangt. Dóm- amir yfir Ármanni og Pétri em óskilorðsbundnir. Hinir dóm- felldu hafa tekið sér 14 daga ffest til að ákveða hvort niður- stöðu Sakadóms verður áffýjað. -ag linga og er stærsti samningur sem ísland hefúr staðið að og einnig sá stærsti sem EB hefúr gert. Hann mun fela í sér að fjórfrelsið svo- kallaða mun gilda á Islandi, en um er að ræða fíjálsa fjármagnsflutn- inga, fijálsa för launafólks, fijálsa atvinnustarfsemi og fijálsa þjón- ustustarfsemi. Jón Baldvin sagði í gær að nið- urstaða samninganna væm að eng- ar einhliða veiðiheimildir hefðu verið veittar í íslenskri fiskveiði- lögsögu, útlendingum yrði bannað að fjárfesta í íslenskum sjávarút- vegi og 96 prósent tollffelsi hefði fengist 1997 og að mestu ieyti strax 1993. Jón Baldvin var ánægður með þessa niðurstöðu og hann hafði, ekki áhyggjur af því að fyrirvarar íslands vegna búsetu- og atvinnuréttar, um kaup útlendinga á landi og annað slíkt héldi ekki. Á móti koma gagnkvæmar veiði- heimildir í tvíhliða samningi ís- Við upphaf kirkjuþings í gær sagðist Ólafur Skúla- son, biskup íslands, hafa orðið fyrir vonbrigðum með að skerðingin á kirkjugarðsskattin- um í fyrra væri ekki leiðrétt i fjárlögum núverandi ríkisstjórn- ar. Hann sagði að það sem fyrir ári hafí borið auðkenni þjófnað- ar og verið kallað stuldur, væri nákvæmlega sama í ár. Um leið og Ólafúr Skúlason bauð Þorstein Pálsson velkominn til starfa sem kirkjumálaráðherra sagði hann að það hefði verið þeim mun sárari vonbrigði sem annars var vænst, þegar enn var höggið í sama knérum, eins og fyrr hafði verið gjört. Þar átti biskup við tregðu ríkisvaldsins að standa við gerða samninga um skil á hlutdeild lands og EB, en EB fær að veiða 2600 þorskígildi af langhala og karfa og Islendingar fá að veiða 30.000 tonn af loðnu á Grænland- smiðum. Jón Baldvin sagði að samning- urinn snerist um margt annað en fisk, en rétt er að benda á í því sambandi að íslensk stjómvöld hafa fyrst og ffemst kynnt samn- ingagerðina sem samninga um sjávarafúrðir. Hann sagði að samn- ingurinn væri vegabréf þjóðarinnar inní 21. öldina. Vegabréf sem gild- ir þrátt fyrir það að aðrar Efta- þjóðir myndu ganga í EB, taldi ráðherrann. Hann sagði að við myndum með samningnum tengjast því sem er eftirsóknarverðast innan EB svo sem frjálsum viðskiptaháttum, samstarfi um umhverfisvemd, menntamálum, rannsóknum og þróun og mörgu fleiru. Hann sagði að með samningn- safnaða og kirkjugarða í sköttum. I umfjöllun um mótmæli kirkj- unnar vegna þessa fyrir ári sagði Ólafúr: „Við fognuðum banda- mönnum í striðinu í fyrra og vænt- um hins sama í ár. En svo hefur því miður ekki orðið, enda þótt vel vit- um við, að það sem í fyrra bar auð- kenni þjófnaðar, og var kallaður stuldur, er nákvæmlega hið sama í ár. Auk þess að fá ekki féð, svo sem skyldugt er, eru vonbrigðin mikil yfir þeim breytingum, sem geta orðið á mönnum við að skoða ei lengur má! úr þingsölum við Austurvöll, heldur ffá skrifborði í stjómarráði. Eykur þetta ekki trú á þessi vísindi, sem kallast stjóm- mál, en veldur beyg um, hvaða áhrif þau geta haft á þá, sem stjómmálum sinna.“ -sþ um hefðu Islendingar aflað sér rétt- arins til að nýta tækifæri ffamtíðar- innar. Enda hefðu Islendingar nú náð sömu viðskiptakjörum fyrir sjávarafúrðir og aðrar vörur, nema hvað landbúnaðarvörur stæðu úti- fyrir. Á síðustu stigum samninga- gerðarinnar í Luxemborg á mánu- dagskvöld og nótt náðu Islendingar ýmsu ffam, sagði Jón Baldvin. Svo sem að tollívilnanir hækkuðu úr 60 prósent í 70 prósent af tollum sam- kvæmt tilboði EB. Tollffelsi fékkst á saltsíldarflök, en ekki á heilli og heilfrosinni síld. Þá fékkst tollfrelsi fyrir hörpudisk á síðustu stigunum, sagði Jón Baldvin. Og að lokum varð ffamlag Efla-ríkjanna í þróun- arsjóð lægra, en búist var við. Búist var við að ísland þyrfli að greiða 80 miljónir á ári í fimm ár í sjóð- inn, en niðurstaðan varð 67 miljón- ir íslenskra króna. -gpm Biskup þjóf' kennir stjómvöld Fylgið hrynur af ríkis' stjóminni 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.