Þjóðviljinn - 23.10.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.10.1991, Blaðsíða 12
 Fylgið hrynur af ríkisstjóminni Báðir ríkisstjórnarflokk- arnir tapa talsverðu fyigi og ríkisstjórnin nýtur nú aðeins trausts 35,5% kjósenda samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. Samtals hafa ríkisstjórnar- flokkamir nú 46,2% fylgi. Al- þýðubandalagið sækir sig mest allra flokka, bætir við sig 5,1% og hefur nú 19,5% fylgi sam- kvæmt könnuninni á móti 14,4% í kosningunum. Alþýðuflokkurinn heldur áfram að tapa fylgi, hefur misst 4,4% frá kosningum og fengi nú 11,1%. Sjálfstæðisflokkur hefur misst 3,5% og fengi 35,1%. Framsóknarflokkur bætir við sig 3,3% og hefur nú 22% og Kvennalisti eykur fylgi sitt um 3,1% og hefur 11,4% fylgi sam- kvæmt niðurstöðum þessarar könnunar. Það vekur athygli varðandi fylgi Kvennalistans hve það er misjafnt eftir kjördæmum: I Reykjavik hefur flokkurinn 17,4%, en aðeins 7,8% í öðrum kjördæmum. Þessu er öfugt farið með Framsóknarflokk sem nýtur mun minna fylgis á suðvestur- hominu en i öðmm landshlutum. Alþýðubandalagið hefur jafnast fylgi allra flokka milli lands- hluta. Geir Haarde, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins, seg- ist ekki hafa stórar áhyggjur af niðurstöðum þessarar könnunar. „Það er segin saga að stjómar- flokkar og ríkisstjóm eiga iðu- lega undir högg að sækja þegar gripa þarf til óvinsælla aðgerða. Eg er sannfærður um að þegar sú stefna sem boðuð er í Hvítu bók- inni kemur fram, þá breytist þetta,“ sagði Geir Haarde. Svavar Gestsson, Alþýðu- bandalagi, kveðst mjög ánægður og bætti við: „Þetta sýnir að stjómarandstaðan á auðvitað að stefna að hreinum meirihluta á þingi eftir næstu kosningar. Könnunin er sérstaklega glæsileg fyrir Alþýðubandalagið, sem hef- ur náð sínum fyrri styrk með góðu samstarfi og trúverðugum málflutningi, byggðum á raun- vemlegum árangri flokksins við lausn vandamála." _ Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista, segir þessa niður- stöðu ekki koma á óvart: „Fólk er að hafna þessari árás ríkisstjóm- arinnar á velferðarkerfið. Fylgis- aukning Kvennalistans sýnir líka að málstaður okkar kemst til skila.“ „Þessi könnun staðfestir að stjómin vinnur ekki í takt við þjóðina og er þar af leiðandi hafnað,“ segir Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, Framsóknarflokki og bætir við: „Fylgisaukning okkar er marktæk og í samræmi við það sem við höfum fundið.“ Gunnlaugur Stefánsson, Al- þýðuflokki, segir Alþýðuflokkinn ekki koma verr út úr þessari skoðanakönnun en hann gerði alla siðustu kosningabaráttu. „Út frá könnunum er þetta sama fylgi eða meira en það sem við höfum haft. Aftur á móti vil ég hafa meira fylgi í skoðanakönnunum en þetta,“ segir Gunnlaugur. Þegar litið er á hvemig stuðn- ingur við ríkisstjómina skiptist milli flokka samkvæmt könnun- inni, kemur í ljós að fjórðungur Alþýðuflokksmanna er á móti stjóminni (25,6%). Stuðningur við stjómina er mestur meðal Sjálfstæðismanna eða 89%. And- staðan við ríkisstjómina er ein- dregnust meðal stuðningsmanna Alþýðubandalagsins eða 94,4%. Úrtak í könnuninni var 1500 manna tilviljunarúrtak úr þjóð- skrá. Alls fengust svör frá 70,5% úrtaksins. Skekkjumörk em frá því að vera 3,2% fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og niður í að vera 2,1% fyrir minnsta flokkinn, Al- þýðuflokkinn. -ag FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKANNA % G B D FYLGI RÍKISSTJÓRNARINNAR * * * ftt 9 9 8 1 g 8 | i t V ÍIÁmóti 51,2% ■ Fylgjandi 35,5% Óákveðnir 13.3% Þjóðviljinn / ebé Heimild: Félagsvísindastofnun Baneitraðir þungmálmar á Heiðarfjalli Einar • • Ogmunds' son 75 ára Sjðtíu og fimm ára er í dag, 23. október, Einar Ög- mundsson bifreiðastjóri Kleppsvegi 44 Reykjavík. Einar var formaður Lands- sambands vörubifreiðastjóra 1957-1980, einn af stofnendum Vörubílstjórafélagsins Þróttar 1934 og formaður félagsins 1945- 1946, 1948 og 1959- 1963. Auk þess sat Einar í mið- stjóm Alþýðusambands íslands til fjölda ára og kom mjög við sögu vinstri hreyfingarinnar á sínum tíma. Kona Einars er Margrét Bjamadóttir og eignuðust þau fjögur böm. Efnarannsóknastofan The Citícens’ Environmental La- boratory í Bandaríkjunum hefur greint mikið magn þung- málma, þar á meðal hið baneitr- aða efni kadmíum, í þremur sýn- um af Heiðarfjalli. Landeigendur Eiðis sendu sýn- in út til greiningar þar eð mögu- leikar á greiningu á Islandi em ekki fyrir hendi. Tvö sýnanna era úr jarðvegi og eitt í fljótandi formi. Stofhunin sem rannsakaði sýnin er rekin af Umhverfisvemdarstofnun Bandaríkjanna (EPA) og tekur við sýnum frá almenningi og efna- greinir sendendum að kostnaðar- Guðmundur fjallaði einna helst um skattkerfið á Islandi og nefndi fjölmörg dæmi um hvemig það væri byggt í kringum þá sem fjár- magnið eiga. Hann ícrafðist rót- tækra breytinga á skaltkerfinu og lausu. Fyrstu niðurstöður rann- sóknastofunnar sýna magn þung- málma sem er langt yfir hættu- mörkum. Þess má geta að sýnin voru send til mengunarmælingar af völdum lífrænna efiia og ekki búist við að í þeim fyndust þungmálmar. í sýnunum mældust allt að 1,5 hím (hlutar í miljón) af kadmíum, 14 hím af krómi, 87,5 hím af kopar, 73,2 hím af blýi, 18 him af nikkeli, 3,3 hím af silfri og 381 hím af sinki. Til viðmiðunar þessum tölum má geta þess að samkvæmt stöðl- um Alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO) er leyfilegt magn af kadmíum 0,01 hím í drykkjar- nefndi þar nauðsyn á fleiri skatt- þrepum, hærri sícattleysismörkum og afnámi skattfrelsis fjármagns- tekna. Hann sagði að lágt skatt- hlutfall fólks sem búi í hálfgerðum höllum og aki um á dýrindis bílum vatni og 0,05 hím af krómi og sama magn af blýi og silfri. Magnið af kadmium í sýnunum af Heiðarfjalli er því 150 sinnum meira en leyfi- legt er í drykkjarvatni. Einar Valur Ingimundarson umhverfisverkffæð- ingur, sem hefur verið landeigend- um Eiðis til ráðgjafar, segir að kadmíum sé einn eitraðasti þung- málmur sem finnst í umhverfinu. „Til dæmis má geta þess að kadm- ium í magninu 0,1 hím getur skað- að nýra manna og í magninu 1 him traflað allan vöxt og þroska. í ljósi þessara niðurstaðna er þetta Heið- arfjallsmál komið á mjög alvarlegt stig,“ segir Einar Valur. Málið verður sótt fyrir banda- rískum dómstólum og óskað eftir bandarískri rannsókn á haugunum á fjallinu. „Rannsóknin yrði fjármögnuð úr þeim gríðarlegu sjóðum sem Bandaríkjamenn hafa stofnað til að leysa svona mál,“ segir Einar Valur. „Þess má geta að á þessu ári hafa verið ætlaðir sjö miljarðir Banda- ríkjadala til að rannsaka og hreinsa svona eiturhauga. Á næstu árum er talið að Bandaríkjastjóm muni veija 400 miljörðum dala til slíkra verkefna." -vd. stjómarinnar, hækkun rafmagns og nýir skattar í formi þjónustugjalda sýni að núverandi ríkisstjóm starfi ekki í anda þjóðarsáttar. Guðmundur sagði að þrátt fyrir allt tal um spamað ríkis og fyrir- tækja, væri ekki vikið að spamaði launafólks. Það væri sjálfsagt vegna þess að kjör þess væru það bág að þrátt fyrir spamað næði það ekki endunum saman. -sþ Dýrt að vera fátækur á Islandi Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasam- bands íslands, var harðorður í setningarræðu sinni á þingi VMSÍ. Hann gagnrýndi skattkerfið hérlendis og kallaði eftír efndum stjórnarflokkanna um hærri skattleysismörk. Guðmundur iýsti yfir áhyggjum yfir þróun íslensks þjóðfélags undanfarin ár og sagði að launamismunurinn færi sífellt vaxandi. Hann sagði og, að margt bæri að varast varðandi EES og telur hætt við að litla ísland muni eiga í vök að verjast gagnvart auðugustu ríkjum Evrópu. væri óeðlilegt. Láglaunafólk borgi oftar en ekki hærri skatta en þeir sem fjármagnið eiga. „Neðanjarð- arhagicerfið á Islandi er stærra og dýpra en menn ímynda sér, og eng- ar hatrammar ráðstafanir gerðar gegn því. Og það er alltaf að breið- ast út,“ sagði Guðmundur. Hann hrósaði árangri þjóðar- sáttar og sagði það merkilegt að flest sem samið hafði verið um í henni hafi gengið eftir. En nú væru aðrir tímar. Vaxtahækkanir ríkis- 2000 Nýir áskrifendur Þjóðviljans eru nú komnir á 15. hundrað « Tökum öll á og tryggjum trausta stööu Þjóöviljans Áskrifendasíminn er 681333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.