Þjóðviljinn - 23.10.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.10.1991, Blaðsíða 3
9 IBAG 23. október er miðvikudagur. 296. dagur ársins. Fullt tungl. Sólarupprás ( Reykjavík kl. 8.40 - sólarlag kl. 17.43. Viðburðir Kristmann Guðmundsson skáld fæddur 1901. Sjó- mannafélag Reykjavfkur stofnað 1915. Uppreisnin í Ungverjalandi 1956. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Nýtt Dagblað: „Þjóðstjórnin" sagði af sér í gær. Hún sprakk á lögþvingun kaupsins og mun fáum það harmdauði. Ríkisstjóri tók frest til að kynna sér viðhorf Alþingis áð- ur en hann féllist á lausnar- beiðnina. fyrir 25 árum Stærsta skip (slands, Hamra- fell, selt til Indlands. Klukkunni var seinkað í nótt um einn klukkutíma. Átta verkalýðsfé- lög boða verkfall hjá Búrfells- virkjun. Erlendir starfsmenn Í>ar á margfalt hærra kaupi en slendingar. Sá spaki Englendingar voru frumkvöðl- ar að því að koma til móts við þegnana, enda þorðu þeir ekki annað. (Sögur úr skólastofunni úr Nýjum menntamálum) á nýaldar- hreyfingunni Bolli Gústavsson, vígslubiskup á Hólum Kxistur sagði sjálfur: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ Við þurfum ekki á fleiri stefnum að halda til sáluhjálpar. Tilboðin sem við fáum eru mörg, en að mati okkar kirkjunnar manna er leiðin aðeins ein og hún er sú sem Kristur sjálfúr hefúr boðað. Nýaldarhreyfingin hefur ákveðna hluti ffam að færa sem eru jákvæðir. Heilsusam- legt lífemi og afturhvarf til náttúrunnar em t.d. ekki nei- kvæðir hlutir í mínum huga. Nýaldarhreyfingin virðist vera mjög víðfeðm, en þótt sumir þættir séu jákvæðir þurfa þeir ekki allir að vera það. I mínum huga kemur ekkert í stað fagnaðarerindisins sem Jesús Kristur boðaði. Það er ekki um margar leiðir að ræða. Að dómi kirkjunnar er leiðin aðeins ein. EES-samningurinn skerðir fullveldi landsins að sem særir mig mest í sambandi við þennan samning um evrópska efnahagssvæðið og gerði það að verkum að ég snerist gegn honum á sínum tíma er fullveldisskerðingin sem í honum felst,“ segir Bjarni Einarsson, aðstoðarforstjóri Byggðastofn- unar og einn af frumkvöðlum hreyfingarinnar Samstöðu um óháð ísland. Nú þegar samkomulag hefúr náðst á milli EFTA og EB um sameiginlegt efnahagssvæði fara næstu dagar í það að skoða hvað samningurinn r í heild hefúr í for með sér fyrir Islendinga. I umræð- unni ber hæst þann árangur sem náðst hefúr varðandi tollfijálsan aðgang að mörkuðum EB fyrir ftskafúrðir en ýmsir benda á að það sé aðeins toppurinn á ísjakan- um. í fréttatilkynningu ffá Sam- stöðu segir: „Fiskveiðimálin ein sér hefðu aldrei getað réttlætt þennan samning þótt allar kröfur Islendinga hefðu náð fram að ganga á því sviði. Nú er hins vegar langt ffá þvi að svo hafi orðið þar sem EB heldur óbreyttri styrkja- pólitík sinni í sjávarútvegi og ekki hefur náðst ffam fúll niðurfelling á tollum á sjávarafúrðir. Þá hefur verið opnað fyrir veiðiflota Evr- ópubandalagsins í íslenskri lög- sögu. Ymis önnur atriði er snerta sjávarútveginn hafa ekki enn kom- ið fram í dagsljósið.“ Um útreikninginn á hagnaði Is- lendinga af þvi samkomulagi sem náðist í fyrrinótt segir Bjami Ein- arsson: „Það er algjör nýjung_ í mínum huga að meta fullveldi Is- lands til fjár og mér er alveg sama hvort minn hlutur af þeirri upphæð er 25 þúsund kall eða 50 þúsund kall á ári. Fyrir mitt leyti er full- veldið ekki til sölu.“ Að sögn Bjama felst fúllveldis- skerðingin í meginatriðum í skerð- ingu á völdum Alþingis sem lög- gjafa: „Alþingi er gert að taka við 11 þúsund blaðsíðna bálki sem það verður að lögtaka og mun eiga meiri rétt en íslensk lög.“ Bjami bendir enn ffemur á að Hæstiréttur verði ekki lengur æðsti dómstóll og segir það ekki rétta túlkun hjá utanrikisráðherra að Evrópudóm- stóllinn eigi bara að skera úr um deilur á milli þjóðanna. Hann seg- ir: „Hægt verður að kæra íslenska löggjöf sem staðið hefúr í áravís fyrir þessum dómstóli og lýsa hana ómerka. Þannig túlka að minnsta kosti skoskir viskýframleiðendur þessar reglur því þeir undirbúa nú málssókn gegn sænskum stjóm- völdum árið 1993 til þess að ógilda sænsku áfengislöggjöfma.“ Um leið og við göngumst undir reglur evrópska efnahagssvæðisins taka gildi hér fjölmargar reglugerð- ir sem að sögn Bjama varða dag- legt líf okkar og „em margar hveij- ar fáránlegar“. Hann segir að þegar allt sé tekið saman sé um stórfellt fullveldisafsal að ræða. Vegna þessa fúllveldisafsals hefúr Sam- staða ítrekað krafist þess að ffam fari þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn um evrópska efna- hagssvæðið. I tilkynningu samtak- anna segir að því verði ekki trúað að óreyndu að meirihluti sé fyrir þessum gjömingi á Alþingi og að á herðum hvers þingmanns hvíli sú skylda að setja sig nákvæmlega inn í efni samningsins og þær afleið- ingar sem hann hefúr, meðal ann- Bjarni Einarsson: „Fyrir mitt leyti er full- veldiö ekki til sölu." Mynd: Kristinn. ars fyrir þróun byggðar í landinu. Bjami tekur fram að hann sé ekki á móti því að opna íslenskt samfélag og gera ,það fijálsara, hins vegar verði íslendingar að ráða því sjálfir hvemig þeir þrói sitt þjóðfélag og stígi þau skref sem stíga þarf í átt til aukins við- skiptaffelsis á næstu árum. „Með því að stíla alfarið inn á Evrópu er- um við að veðja á rangan hest því Evrópa verður ekki hagvaxtarpa- radísin á næstu árum. Markaður sem lokar sig svona af er ekki vænlegur til hagvaxtar. Við Islend- ingar eigum að opna samfélag okk- ar gagnvart öllum heiminum og gera fifverslunarsamninga við öll stórveldin í stað þess að stefúa fullveldi okkar í hættu með því að setja öll eggin í eina körfú,“ sagði Bjami Einarsson. -ag Samkeppnisstaða sjávar- útvegsins batnar mjög EES-samkomulagið hefur fýrst og fremst jákvæö áhrif á útflutning á saltfiski, saltslldarflökum og ferskum flökum. Tollar á saltfiskflökum hafa veriö 20% og á ferskum flökum 18% en falla alveg niöur árið 1993. Tollar á saltslld lækka mikið. etta þýðir miklu betri samkeppnisstöðu íslenska saltfisksins gagnvart norskum og færeyskum saltflski vegna þess að við höfum haft miklu verri kjör á útflutn- ingi okkar til Evrópubandalags- ins en þessar tvær þjóðir. Þetta hefur því mikið segja,“ segir Magnús Gunnarsson, forstjóri SÍF, um þýðingu EES- samning- anna fyrir saltfiskframleiðendur. Magnús segir samkomulagið opna mörg tækifæri i sjávarútvegi og nauðsynlegt sé að nýta tímann fram til 1993 vel til undirbúnings og stefhumörkunar. Tollur á saltfiskflökum hefur verið 20% en fellur niður árið 1993. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur að þessi tollur fellur niður því flökin hafa verið sá hluti af markaðnum sem neyslan hefúr verið að færast yfir á, sér- staklega á Spáni, ltalíu og í Frakk- landi,“ segir Magnús. Söltuð flök hafa verið um 10% af heijdarút- flutningsmagni þorsks hjá SÍF. „Ég á von á því, nema við lendum í þeim mun harðari samkeppni, að við höfum möguleika á að auka flakaútflutning töluvert," sagði hann. Tollur á þurrkuðum saltfiski hefúr verið 13% en lækkar í þrep- um næstu fjögur ár í 5,4% eða um 70%. Magnús segir erfitt að segja til um hvort EES-samningar færi aukna markaðshlutdeild þar sem vandinn síðustu tvö ár hefiir frem- ur legið í því að SlF hefúr vantað fisk frá framleiðendum hérlendis. „Undanfarin ár hefúr verið skortur á fiski. Hins vegar er eftir að sjá hvaða áhrif þetta hefúr þegar ffam í sækir. Sveiflumar á þessum markaði geta orðið þær að verðið fari niður og upp aftur áður en þetta tekur gildi eftir 15 mánuði,“ segir hann. Samkvæmt samningunum falla niður tollar á ferskum fiski. Tollar á ísfiski eins og þorski og ýsu hafa verið 3,7% og 2% á ferskum óunn- um karfa. Tollar á ferskum flökum hafa verið 18%. „Það breytir ekki öllu þótt tollar á ísfiski falli niður, þeir eru það lágir, og hæpið að það hafi áhrif á gámaútflutninginn," segir Magnús um þetta. „Hitt skiptir mestu að ef við höfúm ætl- að að flytja út flakaðan fisk hefur tollurinn verið 18% þannig að við höfúm ekki ráðið við það, ekki einu sinni í samkeppni við okkar eigin fisk sem fluttur hefur verið út ísaður.“ Með samkomulaginu fæst toll- ffelsi á fersk flök, þ.e. þorsk, ufsa og ýsu en ekki karfa. Tollur á hon- um lækkar þó yfir íjögurra ára tímabil. EES-samkomulagið hefur þannig jákvæð áhrif á þijá vegu í sjávarútvegi: á útflutning saltfisks, á útflutning á ferskum flökum þar sem nýir möguleikar opnast og á útflutning saltsíldarflaka en vinnsla á þeim hefúr aukist mjög í stað vinnslu á heilsaltaðri síld. Samkvæmt bókun 6 hafa ffyst- ar afurðir verið tollfijálsar og sam- komulagið hefúr þar engin áhrif á. -vd Sfða 3 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.