Þjóðviljinn - 23.10.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.10.1991, Blaðsíða 6
FlÉTTIR Sjálfsbjörg segir lyfjakostnað örorkulífeyrisþega hafa hækkað Sambandsstjórnarfundur Sjálfsbjargar, Landssambands fatl- aðra, sem haldinn var dagana 27.-28. september síðastliðinn, sendi frá sér ályktun þar sem sagt er að lyfjakostnaður ör- orkulífeyrisþega hafi stórhækkað og skorað er á stjórnvöld að endurskoða reglugerð um greiðslu almannatrygginga á lyfjakostn- aði. í svarbréfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins við þessari ályktun er því mótmælt að lyfjakostnaður örorkulífeyrisþega hafi stóraukist og jafnframt sagt að miðað við þær athuganir sem ráðu- neytið hafi gert hafi lyfjakostnaður þvert á móti lækkað í sumum til- vikum. Heilbrigðisráðuneytið ósk- ar eftir fullum aðgangi að þeim upplýsingum um stóraukinn lyfja- kostnað sem Sjálfsbjörg byggir ályktun sína á og segir í bréfi sínu að komi í ljós að þær séu réttmætar muni ráðuneytið beita sér fyrir við- hlítandi aðgerðum. Að sögn Ólafar Ríkarðsdóttur, forstöðumanns félagsmáladeildar Sjálfsbjargar, er nú verið að vinna að greinargerð fyrir heilbrigðis- ráðuneytið og byggir hún á sömu gögnum og ályktunin. Ólöf sagði að Sjálfsbjörg hefði unnið kannanir á Iyfjakostnaði meðal sinna félaga og þau dæmi sem þar kæmu fram bentu ekki til lækkunar. Hún bætti við að lítið væri hægt að segja imi málið á þessu stigi þar sem grein- argerðin væri ekki fúllfrágengin. -ag Sddarvertíð fer hægt af stað Af um 50 bátum sem nýta sér leyfi til sfldveiða hafa um 20 byrjað veiðar. Veiðin er ennþá Þessa auglýsingu skaltu lesa vandlega Allan solarhringinn, 365 daga arsinsrfeta born og unglingar hringt í símaþjónustu Rauðakrosshússins til að leita aðstoðar eða ráðlegginga... n r: - ' Áttu í erfiðleíkum ? Hefurðu áhyggjur vegna einhvers ? Vantar þig einhvem á að tala við ? Er þér strítt ? Skilja félagar þínir þig útundan ? Líður þér ia vegna feímní ? Viltu ræða víðkvæm mál ? Vantar þíg upplýsingar um getnaðar- vamir, kynsjúkdóma, blæðingar, þungun eða fóstureyðingu ? Nærðu engu sambandi viö foreldra þína ? Hefurðu orðið að þola ofbeldi ? Hefurðu orðið fyrír kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi ? Ertu að gefast upp á drykkjuskap eða annarrí óreglu heima hjá þér ? Hefurðu ékki iengur stjórn á áfengisneyslu eða notkun annarra vímuefna ? SÍMAÞJÓNUSTA RAUÐAKROSSHÚSSINS hefur veríð starfrækt frá 14. desember 1985 og á þeím tíma hafa yfir 8.000 símtöl átt sér staö á mtílí barna eða unglínga og starfsmanna hússíns. Símhríngíngarnar koma allsstaðar að á landínu og er SÍMAÞJÓNUSTA / RAUÐAKROSSHÚSSINS fyrst og fremst ætluð ungmennum að 20 ára aldrí. J| Nú hefur svokallað grænt númer verið tekíð í notkun. Það er fyrtr þá sem hringja | frá öðru svæðísnúmerí en 91 og kostar nú jafn míktð að hríngja í það og tinj-f ínnanbæjarsímtal væri að ræða og það skráíst ekkí á sundurlíðaða símreíkníng^ og athugíð að ekkí þarf að gefa upp nafn eða aðrar upplýsíngar þegar hríngt er. " Grænt númer Kíwanísklúbburínn KATLA styrkir þessa auglýsíngu Alþjóðamarkmíð KiwanishreYflngarinnar árin 1990 - 1993: ,3ömín fyrst og fremst“ RAUÐAKROSSHUSIÐ TJARNARGÖTU 35,101 REYKJAVÍK Þeir sem búa á höfuöborgarsvæöinu hringi í síma: 62 22 66 Þeir sem hringja utan af landi hringi í síma: 99-66 22 (Ekki svæöisnúmer 91) frekar treg og hráefnisverð hafa ekki verið ákveðin. „Hafi oft ver- ið óvissa í sfldinni þá hefur hún aldrei verið eins mikil og núna,“ segir Hallgrímur Bergsson hjá Pólarsfld á Fáskrúðsfirði. Bátur- inn sem hefur landað þar hefur aflað þokkalega, fengið um 500 tonn samtals. Búið er að : alta upp í rairana- samning við Pólveija. „Það veit hreinlega enginn neitt um mark- aðsmálin. Einhveijir rammasamn- ingar eru kornnir við Finnland og Svíþjóð, en menn vita ekki enn hvað magnið er mikið,“ segir Hall- grimur. Síld á Finnland er á sama verði í fmnskum mörkum og í fyrra. Það þýðir lækkun í krónu- tölu vegna gengisþróunarinnar. „Við vitum ekki nákvæmlega hvaða verð við fáum fyrir síldina á Pólland," segir Hallgrímur. Hann býst við að flökun hefjist á Fá- skrúðsfirði í vikunni. Vinnsla er hafin á Seyðisfirði, Eskifirði og á Neskaupsstað, en magnið er lítið ennþá. „Þeir finna töluvert af síld, en hún stendur djúpt vegna þess að nætumar eru svo bjartar,“ sagði Jóhann K. Sig- urðsson útgerðarstjóri hjá Síldar- vinnslunni á Neskaupsstað. Búið er að salta í um 500 tunnur þar. -vd. Taxtalaun 65% póstmanna eru undir 70 þúsund á mánuði „Um kaupmáttinn þarf ekki að fjölyrða við fólk sem gerir það efnahagslega kraftaverk að teygja á launum sínum til mán- aðamóta. Taxtalaun 65% póst- manna er undir 70 þúsund krónum á mánuði og verður að hækka þau laun verulega,“ skrifar Lea Þórarinsdóttir for- maður Póstmannafélagsins í fyrsta tölublað nýs Póstmanna- blaðs. Að mati formannsins er nú komið að því að launafólk upp- skeri ávexti þeirrar tilraunar sem gerð var í ársbyijun í fyrra þegar aðilar vinnumarkaðarins sömdu um hina svokölluðu þjóðarsátt. Lea minnir á að þá hafi því verið lofað að samningatiminn yrði not- aður til að búa í haginn fyrir auk- inn kaupmátt launafólks og því ekki að undra að það sé krafa dagsins. Jafnffamt sé markmiðið nú sem endranær að dagvinnan nægi til framfærslu. Þá gagnrýnir formaður Póst- mannafélagsins umræðuna um launamál þar sem því er haldið fram, að meira vit sé í því að tala um heildarlaun en taxtalaun. ,JEn hvað sem öllum meðaltölum um heildarlaun líður er það staðreynd að fjöldi fólks hefúr ekki annað en dagvinnulaunin. Og ffamhjá því verður ekki Iitið að með löngum vinnutíma er frítíma, tómstundum og samvistum við fjölskylduna fómað á altari „heildarlauna". Að endingu skorar formaður Póstmannafélagríns á allt launa- fólk að það standi saman í þeirri kjarabaráttu sem framundan er og ítrekar jaíúffamt mótmæli félags- ins gegn niðursku rðartillögum rikisstjómarinnar. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.