Þjóðviljinn - 23.10.1991, Page 4

Þjóðviljinn - 23.10.1991, Page 4
Samninga- viðræður stutt komnar „Við hðfum haldið tvo fundi og iagt inn ósk um þann þriðja, en ekki fengið svar við þeirri beiðni," sagði Eiríkur Jpnsson, varafor- maður Kl, um stððuna í samningamáiunum. „Égnef sent samninga- nefnd ríkisins bréf með okkar útreikningum á kaupmáttar- þróun og óskað eftir að fá við- brögð við þeim. Við höftim einnig óskað eftir því, að á næsta fundi fari samningsaðil- ar að snúa sér að því sem þeim ber að gera: Það er að gera nýjan kjarasamning“. Að sögn Eiríks hefiir samninganeínd ríkisins ekki viljað ræða neitt við félögin á grundvelli þeirrar kröfugerðar sem þau hafa lagt fram, heldur hefur verið rætt almennt um efhahagsástandið, farið yfír fíárlögin og kaipað um þróun kaupmáttar. „Ég er að vona að við getum bráðum farið að ræða þessa kröfugerð efnislega,“ sagði Eiríkur. Agúst Einarsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði samningaviðræður við einstök félög vera hafnar, en hins vegar fari þetta hægt af stað eins og alltaf í samninga- gerð þar sem fjöldi félaganna er mikill. Agúst sagðist loks vona að samið verði sem allra fyrst. -ag Verulegur kostnaöur S/rir minni ugfélögin „Þjónustan sem við höf- um haldið uppi verður ekki skert, en þetta er verulegur kostnaðarauki fyrir minni flugfélögin og með einhverj- um hætti verður að fá þann kostnað til baka, annað hvort með bitastæðum áætl- unarferðum, hærri greiðsl- um fyrir þá þjónustu sem við veitum eða þá styrkjum, sambærilegum við þá sem flóabátar og ferjur fá,“ segir Hörður Guðmundsson flug- maður og eigancli Flugfé- lagsins Ernis á Isaflrði um nýjar öryggisreglur sem taka gildi um áramót og kveða á um að ætíð skuli tveir flug- menn vera um borð í far- þegaflugi. Flugfélagið Emir flýgur dagjega póst- og farþegaflug frá Isafírði til sex staða á Vest- fjörðum. Félagið hefur sóst eftir áætlunarflugi frá stöðum á Vestfjörðum til Reykjavíkur en ekki fengið. Hörður bendir á að ekki hafí öll lönd tekið upp þessa öryggisreglu, en þar sem það hafí verið gert hafí ætlunin með því oftast verið sú að þjálfa upp yngri og óreyndari flugmenn. „Ef það á að þjálfa upp flugmenn með þessum hætti þá er eðlilegt að það sé borgað íyrir það,“ segir Hörður. Aðspurður um hvort þetta muni hafa einhver áhrif a sjúkraflug félagsins svaraði hann því til, að oftast færu tveir flugmenn í erfíðari sjúkraflug að nóttu til, en alltaf væri einn á bakvakt. „Þegar þetta verður skylda þá verðum við að setja upp allar vaktir með það 1 huga,“ sagði hann. „Þessi kostnaður bætist ofan á jað að síðustu 2-3 ár hafa öll >jónustu- og lendingargjöld íækkað mjög mikið. Sam- kvæmt fjárlögum fyrir næsta ár á Flugmálastjóm að auka tekjur sínar um 109 milljónir og þá hækka flugvallargjöld og pjónustugjöld Flugmála- stjMiiar sem því nemur. Það kemur auðvitað á endanum niður á flugrekstrinum í land- inu og flugfarþegum með ein- um eða öðrum hætti.“ -vd. ÞwgB S 1 , É, 8 i i I * III Mæðra- og ungbarna- vemd verði lögfest Stefanía Traustadóttir situr þessa dagana á Alþingi í fyrsta skipti sem varamaður Steingríms J. Sigfússonar. Hún sagði í samtali við Þjóðviijann að þetta hefði verið skemmtileg reynsla, þótt hún fyndi sig meira sem áhorfanda en þátttak- anda í stefnumótun um þau mál sem mestu skipta. Stefanfa Traustadóttir: Heilsugæslustöðvunum er ætlað að innheimta 7-10 miljónir I þjónustugjöldum ( meðalstórum sjávarþorpum. Ljósm. Jim Smart. - En meginhlutverk alþingis- manna er þó að setja lög, segir Stefanía, og ég hef því lagt fyrir þingið frumvarp að nýjum lögum um mæðra- og ungbamavemd og fengið vilyrði fyrir því að það verði tekið fyrir í þessari viku. — Hvers vegna er þörf á nýjum lögum um þessi mál? - Jú, það kemur í ljós að ákvæði í gömlum lögum frá 1955 um mæðravemd gilda í raun bara um Reykjavíkursvæðið og eru einungis til bráðabirgða, en falla úr gildi um næstu áramót, þegar almenna heilbrigðislöggjöfin frá 1989 tekur gildi. Samkvæmt henni fellur mæðra- og ungbama- eftirlit undir önnur verkefni heilsugæslustöðva, og verður ráð- herra þá heimilt að leggja þjón- ustugjöld á mæðravemdina sam- kvæmt gjaldskrá. En í fjárlaga- fíumvarpinu stendur að taka skuli gjöld fyrir allar heimsóknir á heilsugæslustöðvar. Það er því ekkert sem vemdar mæður eða ungböm gegn slíku í lögum. Ég tel fulla ástæðu til að taka af öll tvímæli um það í lögum, að þessi þáttur heilsugæslunnar verði undanskilinn þjónustugjöldum. Heilbrigð móðir kemur í dag minnst 10 sinnum í heimsókn á heilsugæslustöð og ungbam fær 8- 10 heimsóknir, bæði í heima- hús og á hcilsugæslustöð. Ef taka ætti 500-800 kr. fyrir hverja heim- sókn eins og heyrst hefur, þá yrði hér um umtalsverð útgjöld að ræða. Það væri með ólíkindum ef slíkt ætti að koma til fram- kvæmda. - Hvernig er þetta í fram- kvœmd i dag? - Það er hvergi tekið gjald fyrir þessa þjónustu nú, og ég hef rekið mig á að fólk heldur al- mennt að þetta sé tryggt með lög- um. En svo er ekki í raun. Ákvæðið í lögunum frá 1955 gild- ir bara um Reykjavík, og það fcll- ur úr gildi um áramót. Hins vegar eru ýmsir liðir í þjónustu heilsugæslustöðvanna eins og t.d. berklavamir eða kyn- sjúkdómavarnir verndaðir með sérákvæðum í lögum. Það á hins vegar ekki við um mæðra- og ungbamavemdina. Engu að síður stæmm við okkur af þvi úti í hinum stóra heimi að mæðravemd sé hvergi betri í heiminum en hér. Það er að vísu rétt að hér er lægst tiðni ung- bama- og mæðradauða í heimi, og að við höfum fyrirmyndarþjón- ustu á þessu sviði í dag, en það réttlætir ekki að leggja eigi á hana þjónustugjöld eða draga úr henni með einhverjum hætti. Það þarf ekki nema eina móð- ur, sem treystir sér ekki til þess að greiða gjöld fyrir mæðraeftirlit, til þess að þar sé einni konu of mik- ið, og það þarf ekki nema eitt lítið bam, sem ekki fær heimilisvitjun af sömu ástæðum, til þess að það sé einu bami of mikið. Því rétt er að hafa í huga að mæðra- og ung- bamaeftirlit er ekki skylda. Marg- ar konur velja í dag þann kostinn að fara til sérfræðings frekar en á heilsugæslustöð og greiða sínar 800 kr. fyrir þá þjónustu. Það er ekkert við því að segja, en það em hinar, sem ekki hafa fjárráðin, sem hér skipta máli. - Eru fleiri mál sem þú œtlar að sinna þessa viku sem þú átt eftir á þingi? - Ég mun að sjálfsögðu fylgj- ast með umræðum um tjárlaga- frumvarpið, sem fara munu fram í vikunni. Það er alhyglisvert ef lit- ið er á heilsugæsluþáttinn í tjár- lagafrumvarpinu, að heilsugæslu- stöðvunum er ætlað að afla nærri hálfs miljarðs króna í sértekjum á næsta ári. Það gerist fyrst og fremst með þjónustugjöldum. Ef litið er á þetta nánar, kemur í ljós að heilsugæslustöðvar í minni þorpum og bæjum úti á landi, sem hafa hafl 300-700 þúsund kr. í sértekjur á þessu ári, eiga á næsta ári að afla 7-10 miljóna króna í þjónustugjöldum. Það geta allir séð hvað þetta þýðir í sjávarþorp- um og bæjum eins og Þórshöfn, Olafsfirði eða Olafsvík, svo dæmi séu tekin, þar sem íbúatalan er um eða innan við 1000. Þessar nýju álögur munu lyrst og fremst lenda á eldra fólki og ungbamaflöl- skyldum. Miðað við það að hér fæðast 4000 böm á ári er hugsan- legt að verðandi mæður og ung- böm verði að taka á sig 60-70 miljónir króna í aukaálögur ef ekki verða sett sérstök ákvæði þeim til verndar. Mér finnst þetta verðugt verkefni að taka fyrir á Alþingi. -ólg Umhverfisvænn landbúnaður Bændur eru lykill að lausn þeirra vandamála sem tengjast búvöruframleiðslu í heiminum en ekki hluti af þeim, segir í áiyktun ráðstefnu Alþjóðasam- bands búvöruframleiðenda sem haldin var hér á landi í síðustu viku. Yfirskrift ráðstefnunnar var Umhverfi og haldbær þróun: Lykilhlutverk bænda. Megin- áherslan var lögð á umhverfisþátt búvöruframleiðslunnar og í ályktunum ráðstefnunnar er að finna tillögur um hvemig aðstoða beri bændur við að halda áfram framleiðslu án þess að skaða um- hverfið. Einnig er bent á þá stað- reynd að um næstu aldamót verð- ur nær þúsund milljónum fleiri munna að metta í heiminum. Nokkuð var fjallað um vanda bænda í þriðja heiminum og þá staðreynd að fátækt er ein helsta ástæða umhverfismengunar þar. Meirihluti jarðarbúa telst til hins svo kallaða þriðja heims og lifir nær eingöngu á landbúnaði. 130 fúlltrúar bænda frá 30 þjóðlöndum sóttu ráðstefnuna sem haldin var hér á landi í boði íslensku ríkisstjómarinnar. Ályktanirnar sem samþykktar voru verða lagðar íyrir alþjóð- lega umhverfisráðstefnu Samein- uðu þjóðanna á næsta ári. -ag ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. október 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.