Þjóðviljinn - 01.11.1991, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 01.11.1991, Qupperneq 4
Friðinum gefiö tækifæri Madrid-ráðstefnan um frið í Mið- Austurlöndum, sem hófst á miðvikudag, markar þáttaskil vegna þess að á ráðstefnunni hittast í fyrsta skipti við samninga- borðið talsmenn ísraela og araba, en stríðið við botn Miðjarðarhafs er langvinnasta styrjöld þessarar aldar. Fréttaskýrendur eru hóflega bjartsýnir á mikinn ár- angur af þessari ráðstefnu, en það eitt aö tekist hefur að fá deiluaðila til að setjast við sama borð er þó skref í rétta átt. Það má segja að ráðstefnan sé rökrétt framhald þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í alþjóðamálum á undanförnum árum; lokum kalda stríösins og Persaflóastríðsins. Ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna lágu til grundvallar styrjöld fjölþjóðahersins gegn frak. Bandaríkjamenn lögðu mikla áherslu á nauðsyn þess að þeim ályktunum væri framfylgt. Þá var þeim bent á eldri ályktanir þar sem Öryggisráðið krafðist þess að fsraelar skiluðu aftur þeim svæðum sem þeir hafa hertekið síðan í sex daga stríðinu 1967. Þetta eru Vesturbakki Jórdanar og Gaza-svæð- ið - þar sem Intifata- uppreisnin hefur staðið í rúm þrjú ár og fjöldi palestínskra barna orðið fórnarlömb ísraelskra hermanna - austurhluti Jerúsalem, Gólan- hæðir og Suður-Líbanon. Bush Bandaríkjaforseti minntist á þetta í ávarpi sínu á ráðstefnunni og sagði að málamiðlun um landamæri væri forsenda friðar á svæðinu. Shamir, forsætisráðherra (sraels, þvertók hinsvegar fyrir það í ávarpi sínu í gær að ráðstefnan snerist um landa- mæri, þar eð herteknu svæðin væru þegar hluti af ísrael og ekki til umræðu að skila þeim. Almenningsálitið í heiminum hefur snúist gegn her- skárri útþenslustefnu Ísraelsríkis. Lengst af áttu þeir hauk í horni þar sem bandarísk stjórnvöld voru, en breyttar aðstæður í alþjóðamálum gera það að verk- um að Ísraelsríki er ekki sá nauðsynlegi bandamaður í baráttunni gegn heimskommúnismanum sem haldið var fram. Þá hafa grímulausar ofsóknir ísraela gegn palestínskum flóttamönnum á herteknu svæðunum snúið almenningsálitinum í Bandaríkjunum, sem og annarsstaðar, gegn hernáminu. Einnig hefði verið erf- itt fyrir Bandaríkjamenn að réttlæta það að standa yrði við sumar ályktanir Öryggisráðsins en ekki aðrar. Bandaríkjamenn þvinguðu því Israela til að setjast að samningaborðmu og var þeim nauðugur einn kostur því efnahagur ísraela er meira og minna háður bandarískri aðstoð. Það er afar mikilvægt að lausn fáist á viðkvæmum deilumálum í þessum heimshluta og að sú lausn feli í sér að Palestínumenn verði fullvalda þjóð í eigin landi. Þótt þjóð hafi verið undirokuð í aldir réttlætir það engan veginn að hún undiroki aðra þjóð. Gyðingar fengu eftir síðari heimsstyrjöldina úthlut- að landi, þrátt fyrir að þar byggi fyrir önnur þjóð. Fljót- lega eftir það byrjuðu þeir að færa út landamærin þannig að þau landsvæði sem þeir hafa hernumið eft- ir 1967 eru aðeins hluti af útþenslu ísraels frá stofnun þess. Flestir viðurkenna nú orðið tilverurétt ísraels. Sam- tímis er tilveruréttur Palestínumanna almennt viður- kenndur og sama gegnir um rétt þeirra til að búa í eigin landi. Þetta er viðfangsefni ráðstefnunnar í Madrid, viðfangsefni sem er erfitt en krefst úrlausnar. Stríðið hefur sett mark sitt á íbúa þessa svæðis og seint mun gróa um heilt. Börnin sem haldið hafa á lofti merki Intifata munu aldrei gleyma barsmíðum og drápum albrynjaðra hermanna Israels, ekki frekar en gyðingar gleyma ofsóknum nasista í síðari heims- styrjöldinni. En það er krafa heimsins aö nýjar kyn- slóðir fái að vaxa upp í þessum heimshluta án hins stöðuga ótta sem elur á hatri og grimmd. Það verður að gefa friðinum tækifæri. -Sáf Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson. Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á.Friðþjófsson Umsjónarmaður Helgarblaðs: Bergdís Ellertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Afgreiðsla: »68 13 33 Auglýsingadeild: »68 13 10-68 1331 Símfax: 68 19 35 Verð: 170 kr. í lausasölu Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Aðsetur: Síöumúla 37, 108 Reykjavik Helgarpistill Þau tíðindi gerðust á Kirkju- þingi að ályktað var um þá kyn- legu blöndu í samtímanum sem hefur fengið samnefnarann nýald- arhreyfing. Kirkjan vildi vara við því fyrirbæri. Það var minnst á það, að margt væri þar á kreiki sem væri andstætt kristnum grund- vallarhugmyndum. Það var líka minnst á það „sjálfsdekur" sem einkenni margt í þeim andlegheit- um sem við nýja öld eru kennd. Það var líka á það minnst að hreyf- ingar þessar hrærðust mjög í harðri sölumennsku. Hvað er kirkjan að ybba sig? Nú muna aðrir sjálfsagt betur, en ekki man þessi skrifari hér eftir þvi í svipinn að þjóðkirkjan hafi á seinni árum verið jafn ákveðin í af- stöðu til þeirrar blöndu úr endur- holdgunarhugmyndum, spíritisma, Iífmögnunarfitli og mörgu fleiru sem hefur mjög gert tilkall til at- hygli manna nú á seinni árum. Því má við því búast að samþykktin um nýaldarhreyfingamar verði af þeim sem þar koma helst við sög Kirkjan og nýaldar- hreyringarnar talin mikið ofstækisplagg. Þeir munu kveina sárt og segja að það sé verið að ofsækja þá með útskúf- unum og umburðarleysi. Viðbrögð í þá veru mátti greina í útvarpsspjalli við einn ný- aldarmann, Guðmund Einarsson. Og þeim á vafalaust eftir að íjölga á næstunni, þegar menn hafa kom- ist yfir tiltölulega ómerkileg átök um kirkjugarðspeninga á sama kirkjuþingi. Ekki er allt kristindómur Nú cr það vitaskuld út í hött að tala um að biskup og þjóðkirkjan fari með ofsóknir og bannfæringu í sínum málflutningi. Allt er þar í heldur kurteislegum anda. Margir munu segja að kirkjan hefði átt að taka fyrr til máls urn þcssa hluti og þá með enn afdráttarlausari hætti. Og það sem fram kemur er í raun- inni ckki mikið meira en það, að kirkjan gcgnir þeirri skyldu sinni að niinna menn á að kristindómur er ekki hvað sem vera skal. Þvi það er nefnilega eitt af einkennum nýaldar að breiða sig út yfir allt í einhverri náttúrulausri andlegheita- þoku. Og með þeim hætti er reynt að hnika t.d. Kristi til, gera hann að „fyrsta nýaldarmanninum“ og um leið að einum af mörgum and- ans ljósum scm menn svo eins og gefast fyrirfram upp við að gera nokkum grcinamtun á. Enda skipta þeir ckki máli að ráði; það sem skiptir máli er vegferð MÍN upp feiknalangan þróunarstiga upp í „mcira Ijós“. Kirkjan minnihlutafélag? En það var eitt öðru merkilegra í málfiutningi fyrrgreinds nýaldar- manns um þjóðkirkjuna og sam- þykkt hennar. Hann sagði sem svo, að þessi þjóðkirkja mætti nú ekki við því að vera að belgja sig mik- ið. Hún væri ósköp aum og vesæl. Skoðanakannanir sýndu að um áttatíu prósent þjóðarinnar tryðu á guð að eigin sögn. Afiur á móti væru það ekki nema 12-14% ein- staklinganna sem játuðu kcnningar kirkjunnar (til dæmis um algjöra sérstöðu Krists í sögu mannanna). Og hann hefði getað haldið áfram og minnt á það, að á meðan játar um helmingur íslendinga trú á endurholdgun, sem er fullkomlega ókristin kenning, þótt þeir séu kannski ekki alltof margir sem gera sér það ljóst. I framhaldi af þessu sagði ný- aldarmaðurinn að vel mætti kalla þjóðkirkjuna sértrúarsöfnuð. Altént væri hún ekki í takt við tímann, fylgdist ekki með skoðunum al- mennings. Og var auðséð að þetta sem síðast var nefnt var talið mjög ámælisvert. Að eltast við meirihlutann Hér er nú rétt að nema staðar og gá til veðurs. Það getur vel verið að í þeim skilningi sem Guðmundur Einars- son nefnir sé þjóðkirkjan orðin „sértrúarsöfnuður“. Altént minni- hlutafélag (eins þótt hún sé í þeirri þverstöðufullu aðstöðu að njóta mikilla forréttinda framyfir önnur sannfæringarsamtök sem opinber stofnun). Að vísu mundi það reyn- ast mjög erfitt að greina sundur kristin og ókristin viðhorf í ís- lensku trúarlífi, því landsmenn eru mjög seigir við það að „blanda á staðnum" eins og kunnugt er. En hvað sem því líður: við skulum barasta taka því að ýmsar grund- vallarkenningar kirkjunnar njóti ekki lengur viðurkenningar nema minnihluta þjóðarinnar. Spuming- in sem þá kemur upp er þessi: hvemig ætla menn að laka á því? Og þá er rétt að taka það skýrt fram að það er alls ekki ámælisvert ef þjóðkirkjan er ekki í takt við eitthvað sem nefna má „tíðaranda“. Eitthvað sem er „best og vinsæl- ast“ á okkar dögum. Þvert á móti: hún getur talið sér það til tekna ef svo reynist vera. Það er auðvelt að sýna fram á að það sé háskalegt fyrir kirkjuna að einangrast frá al- menningi, tala ekki það mál sem fólk skilur og þar fram eftir götum. En miklu hættulegra er það þó ef kirkjan er á hlaupum efiir hverjum þeim tískuskilningi sem uppi verð- ur á hverjum tíma í eilífðarmálun- um. Lagar sig sífellt að því sem þægilegast er. Passa að enginn styggist. Hann var ekki þægilegur Vegna þess blátt áfram að þá em menn komnir út í einhverskon- ar markaðsskilning í trúmálum. Með öðrum orðum þann, að það sem mestrar hylli nýtur það sé rétt. Besta trúin er vinsælasta trúin. (Og þeir sem tapa í vinsældum eiga bara að halda sér saman.) Ergo: endurholdgun er sannari en hið kristna drama. Með slíkri hegðun væru menn fijótir að grafa sér gröf, íyrirgera bæði sjálfsvirð- ingu sinni og möguleika á að njóta virðingar annarra. Með því hefðu menn líka misst sjónar á einu því grundvallaratriði sem mestu skipt- ir. En það er blátt áfram þetta: Kristur er síst af öllu þægilegur. Það hefur að sönnu verið oft og mikið reynt í sögunnar rás að gera hann að meinleysingja (til að allir geti haldið áfram að lifa eins og þá lysti, utan við alla alvarlega kröfu- gerð). Kirkjunnar menn hafa vitan- lega komið þar mikið við sögu sjálfir. En hvemig sem menn engj- ast og teygja sig og toga sundur orð og athöfn verður ekki fram hjá þessari höfuðstaðreynd komist: að Kristur er ekki þægilegur. Síst af öllu okkar sérhyggju, sjálfumgleði og „eignagleði“. Fagnaðarerindi? Endurholdgunin til að mynda, hin nýja þjóðtrú við hliðina á þjóð- kirkjunni, hún er hinsvegar afar þægileg. Ef menn leggja sig eftir innri röksemdum hennar, þá þýða þær að allt sé eins og það á að vera og geti ekki öðruvísi verið. Þeir sem eru illa settir í heiminum, þeir em það af því að þeir hafa til þess unnið með hegðun í fyrra lífi. En við meðalíslendingar, sem eigum hundrað þúsund bíla og mesta hús- næði í heimi, við erum vel settir af því við eigum það skilið. Við erum „gamlar sálir“ sem hafa til þess unnið í mörgum endurfæðingum. Og við ætlum að halda áfram að vera góðir við okkur sjálfa, af því að við erum svo góðir, merkilegir og yndislegir nú þegar. Svona er nú það. NÝTT HELGARBLAÐ 4 FÖSTUDAGUR l. NÓVEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.