Þjóðviljinn - 01.11.1991, Side 6
Bókmenntir
„Taktvís útrauður flamingófugl77
Þórunn Valdimarsdóttir
Fuglar
Forlagið 1991
Það fer ekki miili mála að
Þórunn Valdimarsdóttir er
spennandi Ijóðskáld. Fuglar er
fyrsta Ijóðabók hennar og tekur
af allan vafa um það.
Myndmál í þessari bók er
verulega athyglisvert: Ugla flýgur
úr tungli, ófiiglinn er skræpóttur,
konan leikfim og brosið jafnaðar-
geðslegt.
í mörgum tilvikum leita
myndir bókarinnar út úr öllu sam-
ræmi við hefðbundið veruleika-
skyn. Það er stundum á þeim
„Undralandsbragur" ef svo mætti
segja, án þess að höfundurinn hafi
þó fengið nokkuð að láni hjá
Lísu.
Reyndar heitir eitt Ijóð-
ið:“Dottið á eftir Lísu“ og leynir
sér ekki tilvísunin til Lewis Car-
roll, sem hét reyndar Charles L.
Dodgson réttu nafni og skrifaði
um ævintýri Lísu i Undralandi.
Um fjarstæðumyndir er víða
hægt að taka dæmi úr bókinni. Til
dæmis mætti taka kvæðið: Hring-
inn, þar sem:
fuglanna. Eins er því látið ósvar-
að hvort Þingeyingar og negra-
höfðingjar eru sá tætari sem tím-
inn notar til þess að hræra með
eða hvort þeir eru sambærilegir
við blóð fuglanna. Sé sú leið farin
Kristján
Jóh.Jónsson
skrifar
er að sjálfsögðu ekki hægt að
ganga framhjá því að bókin heit-
ir:“Fuglar“, sem væntanlega þýðir
að ljóðunum sé hér líkt við fugla
og tilviljanakennt flug þeirra sem
tíminn ákvarðar að meira eða
minna leyti.
Að sjálfsögðu er hér ekki ver-
ið að útiloka þá gömlu og góðu
kennisetningu að ljóð eigi að
skynja en ekki skilja. Það er ágæt
speki út af fyrir sig en hún breytir
því ekki að stór hluti mannkyns-
ins er alltaf að reyna að skilja það
sem fyrir augun ber og hættir því
vonandi ekki í bráð.
í sama ljóði er sérlega falleg
mynd af smáfuglageri sem styggð
kemur að:
„ smáfuglasprengja yfir skóg
inum “
Smáfuglamir hafa rokið upp
úr tijánum með þessum dæma-
lausu látum svo lengi sem menn
muna en hér eru þeir tengdir við
nýja mynd. Smáfuglasprengja
lýsir fyrirbærinu glæsilega.
Þórunn hefur greinilega afar
gott vald yfir myndmáli en stund-
um kýs hún að hundsa hinn
myndræna þátt og þá tekst verr
til. Ég læt vera þó að einhver
sé:“ánægður eins og ostur“ þvi
það er sniðugt vegna þess hve
óvænt það er.
Til dæmis má hins vegar taka
8. hluta í kvæðinu um hringinn:
„ æ væri mjúkt grjót í fjalla
skörðum
og vatnsmiklir höggvarar
streymdu úr grjótinu myndir
mundu allir brátt sjá
myndirnar í ótilhöggna grjót
inu
og þunga grjótið í grjótland
inu
mundi lyftast og speglast í
jökli... “
Til þess mjúkt grjót geti virk-
að í ljóði þarf hugur lesandans að
tengjast mýkt þess á einhvem
annan hátt en þann að það sé í
fjallaskörðum. Til þess að snerta
þarftu að vera til staðar og þó að
ljóðskáldið hefði ekki nema sett
einn fingur á einn stein hefði
komið sú tenging sem hér vantar.
Vatnsmiklir höggvarar em þar að
auki eitthvað sem ég næ ekki taki
á. í fljótu bragði séð hlýtur orðið
höggvarar að vera höggvari í ein-
tölu og þýða eitthvað sem ver fyr-
ir höggi. Það passar sæmilega við
að þeir séu vatnsmiklir. Sé miðað
við næstu línu þar sem myndir
eiga að streyma úr grjótinu virðist
höggvari hins vegar vera einhver
sem heggur eða eitthvað sem
höggvið er með.
Svipað er að segja um það
þegar þungt grjót lyftist og spegl-
ast. Hér er blandað saman snert-
ingu (sem er nauðsynleg til þess
Þórunn Valdimarsdóttir
að finna hvort grjótið er þungt)
og sjónrænni skynjun. Auðvitað
er enginn að segja að það sé
bannað en það er ekki líklegt til
að heppnast vel.
Að vísu segir annars staðar í
þessari ágætu ljóðabók:
„skilningarvitin sex
uxu að næturlagi
með hjálp himinljósa “
Ekkert veit ég um þátt himin-
Ijósa í vexti skilningarvitanna
enda em mín skilningarvit ekki
nema fimm og mig gmnar að
fleiri búi við svo þröngan kost.
„Lagarfljótsormurinn finnur
sig knúinn
til að reka augað langt upp úr
fljótinu “
og stuttu seinna horfir skáldið
svo stíft á veginn upp fjallið að
það sér sjálft sig:
„ riða upp eftir honum á stór
um pelíkana “
Þá má í þessu sambandi einn-
ig nefna ljóðið: Passía móður þar
sem:
„... einn af öðrum rísa upp
kiwifuglar á skósvertudós
með laskaða vængi
kæla brjóstið
og svipast um eftir œti"
I kvæðinu: Fuglar og tré er
myndmál nokkuð með öðrum
hætti. Þar segir frá tímanum sem:
„...kemur úr geimnum í voð
agusum
hellist grimmtyfir lönd
hrærir i fuglum og þeirra
innsta blóði
með tætaranum
Þingeyingum og negrahöfð
ingjum “
p.s.frv.
I þessu dæmi er allt óhlut-
bundnara. Lesanda er gert að átta
sig á því hvert er „innsta blóð“
Nú er kalfr i kiallaranum
Steinar Sigurjónsson
Kjallarinn
Forlagið 1991.
Davíð heitir sá sem sagan er
um og við vitum fátt um hann,
nema hann var í skemmtana-
bransa, hann drakk, hann var
einn, konur girnast hann enn
(það finnst honum óþægilegt),
einhver kunningi úti í löndum
heldur að hann hafi höndlað
hamingjuna. Sem er mesti mis-
skilningur:
Líf Davíðs er volaðs vera.
Hann býr í húsi (í „kassa“ sem er
eins og aðrir kassar eins og segir í
frægum vísum frá mótmælaskeiði
unglinganna) og þó einkum í
kjallaranum. Kjallarinn geymir
eitthvert drasl úr Ieikhúsi lífsins,
en fyrst og síðast er hann heimil-
isfang fyrir undirvitundina. Þar
vill Davíð helst halda sig og
hugsa um tilgang lífsins og þang-
að sækir á hann kvenfólk úr sam-
tíðinni og minningar allskonar
sem taka hoid og verða illskeyttir
draugar og pína hann og plaga. A
einum stað er spurt að því hvort
það sé nokkur munur „á manni
sjálfum og þeim sem eru að þvæl-
ast um í sálarfylgsnum manns
statt og stöðugt“. Og á öðrum
Steinar Sigurjónsson
stað (og er þá mjög af Dabba
dregið) segir sem svo:
„Það mæðir alltaf á manni
þetta eina og sama vandamál,
kvað er maður sjálfur og kvað er
hugur manns, hugsaði hann. Kvað
er hugurinn í raun og veru og
kvað er maður sjálfur? Hann var
jafnan skelfingu lostinn þegar
hann fór að velta því fyrir sér, en
komst samt aldrei burt frá því.
Hann velti því kvað eftir annað
fyrir sér kvort hugsunum hans
væri ætlað að sitja um hann og ef
til vill koma honum fyrir kattar-
nef.“
Þetta er það höfuðtema sem
draugagangur í kjallara bókarinn-
ar snýst um. Þar verða ýmisleg
tíðindi fáránleg og skuggaleg sem
ekki verða rakin hér. Sumpart er
draugagangurinn í sálinni næsta
hefðbundinn, efsvo má segja:
rottur, pöddur,leðurblökur, lík-
kistur, kirkjugarðar. Einhver
mundi segja: séð hefur maður
annað eins. I annan stað getur það
taflð fyrir lesandanum, hve lítið
hann hefur til að styðjast við úr
hinu „opinbera“ lifi Davíðs, þegar
hann er á flakki með honum um
skúmaskotin í kjallamum. Og má
þar um vitna til viðvörunarorða í
sögunni sjálfri: „En þótt hugsunin
sé að öllu jöfnu fleyg, þarf hún
eittkvað til að styðjast við, því
annars fer hún að snúast í kring-
um sjálfa sig og verður um megn
að standast.“
En á móti kemur svo sérstæð-
ur og undirfurðulegur stíll Stein-
ars sem nær sér oftar en ekki vel
á strik við að miðla þeirri kennd
sem áðan var kölluð volaðs vera:
þú ert einn og þýðingarlaus og
lífið gekk fram hjá þér: „Það sem
sárast er er það að þú skulir ekki
fá að lifa. Að þú skulir aldrei hafa
Árni
Bergmann
skrifar
lifað! Og brátt fer yfir bein þín að
gróa. Grasið vex. Það heldur sér
bráðum ekki uppréttu. Þvilík er
gróskan, slíkt er lífið. Það vex
eins og takmarkalaus hugsun um
ekki neitt.“
Þessi kennd er þama með
ýmsum tilbrigðum og einnig ein-
hver merkilegur ofsi sem beinist
gegn henni og kviknar af þessu
orðalíf sem verður undarlega
áleitið þegar best lætur: „Nú byij-
ar sálarstormurinn að brjótast
gegnum mig svo ég linni ekki lát-
um fyrr en ég flæmi storminn úr
mér í einkvem annan...“
Brotunum raðað saman
Brot (Shattered) sýnd í
Laugarásbíó.
Það eru stór nöfn sem
standa að baki spennumynd-
inni Brot. Hinn þýski Wolf-
gang Pettersen leikstýrir, og
hann hefur fengið í lið með sér
einvalalið leikara. Það er
skemmst frá því að segja að
útkoman er mjög viðunandi,
og myndin kemst í flokk betri
spennumynda síðustu ára.
Myndin segir frá arkitektin-
um Dan Merrick, leiknum af
Tom Berenger, sem lendir i al-
varlegu umferðarslysi, og missir
við það minnið. Eiginkona hans,
sem Greta Scacchi leikur, hjálp-
ar honum við það að ná sér eftir
slysið, ogí sameiningu reyna þau
að hressa upp á gloppótt minni
Dan. Dan fer fljótt að gruna að
ekki sé allt með felldu í sam-
bandi við bílslysið og aðdrag-
anda þess. Hann ræður til sín
einkaspæjara, sem Bob Hoskins
leikur með tilþrifum, til þess að
raða saman brotunum. Að
sjlfsögðu kemur ýmislegt mis-
jafnt upp á yfirborðið, meðan
gott handritið vindur sig áfram á
rökréttan hátt.
Það er fyrst og fremst mjög
fagmannlegt handrit, og hand-
bragð leikstjórans sem gera Brot
að eftirminnilegri mynd. Stíl-
brögð Pettersens minna að sumu
leyti á Alfred Hitchcock, og
myndin minnur um margt á
Spellbound, eina af bestu mynd-
um Hitchcock, þar sem minnis-
leysi var eitt meginþemað svip-
að og í Brotum.
Urvalsleikarar eru í öllum
aðalhlutverkunum. Tom Beren-
ger fær líklega minnst bitastæða
hlutverkið, og leikur hans er
ekki tilþrifamikill, en hann er
samt traustur. Greta Scacchi er
mjög góð í hlutverki eiginkonu
arkitektsins minnislausa, og er
ég viss um að innan nokkura ára
á hún eftir að teljast til stærstu
stjamanna í Hollywood. Bob
Hoskins fer létt með hlutverk
gæludýrasalans sem stundar
spæjarastörf í hjáverkum, en
manni finnst að það sé tími til
kominn að hann fari að leika
stærri og viðameiri hlutverk
heldur en hann hefur gert síðan
hann sló í gegn í Monu Lisu um
árið. Joanne Whalley- Kilmer og
Corbin Bemsen standa sig ágæt-
lega í litlum hlutverkum sínum
sem vinafólk Merrick hjónanna.
Árni Kristjánsson
NÝTT HELGARBLAÐ
6 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991