Þjóðviljinn - 01.11.1991, Qupperneq 8
HELGARRABB
Ólst upp í anda
stéttabaráttunnar
Á nýafstöðnu þingi Verkamannasambands íslands var nafn Björns Grétars
Sveinssonar oftar en ekki á vörum þingfulltrúa. í kosningu um formann samtak-
anna varð hann hlutskarpastur. Á þingi Verkamannasambandsins ræddu
sumir um að pólitíkin væri orðin of mikil í verkalýðshreyfingunni. Björn Grétar er
pólitískur, því er ekki að neita. Hann hefur um langt skeið starfað fyrir
Alþýðubandalagið og sat eitt sinn á þingi fyrir flokkinn sem varaþingmaður. En
hver er maðurinn sem verkafólk hefur valið sér til forystu, nú þegar samningar
eru lausir og allt útlit fyrir erfiða lotu í samningamálum?
Það íyrsta sem forvitnast er um
hjá Bimi Grétari er hvenær afskipti
hans af verkalýðsmálum hófust:
„Blessaður ég hef verið í þessu
alla mína tíð. Ég var unglingur þeg-
ar ég mætti á íyrsta fundinn og síð-
an hef ég verið í þessu meira og
minna síðan,“ sagði Bjöm Grétar.
Það þarf ekki að undrast áhuga
Bjöms Grétars á réttindum verka-
fólks og baráttunni í kringum þau,
þegar haft er í huga að hann ólst
upp í anda stéttabaráttunnar. For-
eldrar hans höfðu flutt frá Seyðis-
firði til Eskiíjarðar, er hann var á
þriðja aldursári, og unnu þar við
verkamannavinnu. Faðirinn Sveinn
Sírensen starfaði sem jámsmiður
og móðirin, Guðbjörg Bjömsdóttir,
var fiskvinnslukona. „Ég var ekki
látinn gleyma því að verkafólk
þyrfti að beijast fyrir sínum réttind-
um. Móðir mín átti t.d. rikan þátt í
að móta þær skoðanir sem ég hef
fylgt fram að þessu,“ sagði Bjöm
Grétar.
Pólitíkin er alstaðar
Bjöm Grétar hefur eins og áður
sagði gegnt ýmsum störfum fyrir
Alþýðubandalagið. Hann var kjör-
inn sem gjaldkeri flokksins á lands-
fundi 1987. Einnig hefur hann verið
hreppsnefhdarmaður lyrir Alþýðu-
bandalagið á Eskifirði þar sem hann
var lengst af búsettur og meira að
segja hefúr hann setið á alþingi sem
varaþingmaður Alþýðubandalagsins
í Austurlandskjördæmi. Mun Al-
þýðubandalagið nú sjá af kröftum
hans þegar hann er orðinn formaður
Verkamannasambandsins?
„Ég hef minnkað við mig störfin
hjá Alþýðubandalaginu að undan-
fömu. Spumingunni um það hvort
ég sé hættur að starfa fyrir Alþýðu-
bandalagið get ég ekki annað en
svarað neitandi. Eg er flokksbund-
inn þar í dag, en hvort þau störf
muni aukast eitthvað aftur get ég
ekkert sagt um. Það hefur aldrei far-
ið mér vel að spá fyrir um framtíð-
ina. Fyrir einu og hálfú ári síðan
hefði ég t.d. aldrei getað ímyndað
mér að ég yrði næsti formaður
Verkamannasambandsins," sagði
Bjöm Grétar.
Á þingi Verkamannasambands-
ins var pólitíkin í samtökunum gerð
að umtalsefni og gagnrýndu sumir
að hún væri orðinn of ríkur þáttur í
starfmu, eins og t.d. í kosningum.
Bjöm Grétar hefur eindregnar skoð-
anir á málinu og segir að pólitíkin
sé alstaðar. Hann sjái ekki hvemig
menn komist hjá því að vera pólit-
ískir á Islandi. Þeir sem hafi kosið
hann til formanns hafi ekki gert það
vegna þess að hann væri Alþýðu-
bandalagsmaður, heldur vegna þess
að þingfulltrúar hafi haft trú á þvi
að hann væri starfmu vaxinn.
Sótt til vinstri, varist
til hægri
Bjöm Grétar hefúr alltaf verið
til vinstri í lífinu. I frásögn hans firá
æskuárunum á Eskifirði, þar sem
alltaf var sólskin eftir því sem hann
segir, var knattspyma mikið stund-
uð. „Ungmennafélagið Austri var
stórveldi í fótboltanum í þá daga.
Ég lék með liðinu, fyrir um tuttugu
kílóum síðan, og spilaði að sjálf-
sögðu vinstri kant. Síðar, þegar ég
var farinn að eldast og þyngjast, var
ég færður í vömina hægra megin.
Þetta var ágætt fyrirkomulag, og get
ég sagt með sanni að ég hafi ætíð
sótt til vinstri og varist til hægri,“
sagði Bjöm Grétar.
Eftir tæplega þijátíu ára búsetu
á Eskifirði, þar sem Bjöm Grétar
stofhaði heimili með konu sinni
Guðfmnu Bjömsdóttur sem hann á
þijú böm með, eina dóttur og tvo
drengi, fluttist hann til Vestmanna-
eyja 1974. Þar var hafinn uppbygg-
ing eftir gosið og tók Bjöm Grétar
dijúgan þátt í henni, enda húsasmið-
ur að mennt. Eftir fjögur ár í Eyjum
flutti fjölskyldan til Hafnar í Homa-
firði þar sem Bjöm Grétar hefúr
verið búsettur síðan.
Ástæðu búferlaflutninganna
segir hann að hafi verið til að losna
úr félagsmálavafstrinu:
„Þegar fólk talar um að ég leggi
mikið á mig fyrir félagsmálin, vill
það gleyma að ég hef lagt mikið
meira á fjölskyldu mína, en sjálfan
mig. Öll fjarveran og vinnan sem
maður hefúr komið með heim hefúr
skapað ákveðið álag. Ég er þakklát-
ur bæði konunni og bömunum hvað
mikill skilningur hefur ríkt varðandi
þessa vinnu,“ sagði hann.
En það virðist sem fólk hafi
þetta í blóðinu, kannski Bjöm Grét-
ar hafi dmkkið í sig áhugann á fé-
lagsmálunum með móðurmjólkinni?
„Eftir að ég flutti frá Eyjum starfaði
ég um tíma sem sjálfstæður alvinnu-
rekandi, þ.e. sinnti smíðum. Síðan
kallaði sjórinn og ég fór á reknet.
Um leið fór ég að fara á einn og
einn fúnd hjá verkalýðsfélaginu og
fyrr en varði var ég kominn í stjóm
félagsins. Þróunin hefur síðan verið
sú að ég tók við formennsku félags-
ins og hef unnið fyrir það og Verka-
mannasambandið af krafti síðustu
árin.“
Sögusagnir um að hann hafi
byggt upp öflugt verkalýðsstarf á
Höfn, einn á báti, segir hann vera
gaspur.
„Þegar ég flutti hingað til Hafn-
ar í Homafirði var tekið afskaplega
vel á móti mér, og hér hefur mér
alltaf liðið vel. Eftir að ég tók að
starfa með Verkalýðsfélaginu Jökli
hefur ágætis fólk staðið með mér.
Ég hef t.d. engar áhyggjur af málum
hér fyrir austan þegar ég er á fúnd-
um, oft í lengri eða skemmri tíma, í
Reykjavík," sagði Bjöm Grétar.
Ég er ekkert
flughræddur
Búsetan á Höfn í Homafirði
hefúr einmitt vakið athygli. Menn
hafa velt vöngum um hvemig hann
geti sinnt formennsku í Verka-
mannasambandinu búsettur svona
langt frá Reykjavík. En Bimi Grét-
ari finnst þetta ekki langt, rétt að-
eins 500 kílómetrar. „Tæknin er líka
orðinn þannig í dag að þetta ætti
ekki að verða mikið mál. Ég vil
allavega prófa þetta, en ef það geng-
ur ekki verð ég að gera einhveijar
ráðstafanir," sagði hann. Um hina
landsffægu flughræðslu sem fjöl-
miðlar hafa gert góð skil að undan-
fömu segist Bjöm Grétar ekkert
skilja í Flugleiðum að hafa ekki
bjoðið sér námskeið til að losa sig
við kvíðann sem er samfara flug-
ferðum.
„Þeir ættu að vita eins og er að
ég yrði ágætur viðskiptavinur.“
Ánnars sagðist hann ekkert vera
flughræddur. Hann flaug 1981 og
svo aftur síðasta vor.
„Menn hafa talað um að ég hafi
oft verið óhlýðinn þegar flokksfor-
ysta Alþýðubandalagsins er annars
vegar. Olafúr Ragnar Grimsson lét
hafa eftir sér um daginn að helsti
gallinn við mig væri flughræðslan,
og hún væri hlutur sem ég þyrfti að
gera bragarbót á. Það getur bara
verið að ég hlýði flokksforystunni
þetta sinnið og fara að fljúga i meira
mæli en ég hef gert,“ sagði Bjöm
Grétar.
Það liggur í augum uppi að ef
menn fljúga ekki verða þeir að sigla
eða ferðast með bíl. Þó Bjöm Grétar
sé hrifinn af sjónum og hafi stundað
sjómennsku er hætt við að sjóleiðin
til Reykjavíkur tæki of langan tíma.
Bíllinn er því mikið notaður og seg-
ist Bjöm Grétar aka um 30 þúsund
kílómetra á ári og er samt lítið ekið
innanbæjar í Höfn þar sem vega-
lengdir em stuttar.
Eins og búast má við hefúr hann
lent í ýmsum ævintýrum á ferðalög-
um sínum um landið, mesta ævin-
týrið er fegurðin að hans mati.
„Það er alveg ótrúlegt hvað Is-
land hefúr upp á að bjóða. Maður
sér alltaf eitthvað riýtt í hverri ferð
og litimir virðast aldrei vera þeir
sömu,“ sagði Bjöm Grétar.
Um miður skemmtilega reynslu
hefúr hann sitthvað að segja líka.
Nýlega lenti hann t.d. í þvílíkri
gijóthríð í Öræfasveit að rúðumar í
bílnum brotnuðu og hreinlega
gengu inn i farþegarýmið.
Ein saga er Bimi minnisstæðari
en aðrar. Eitt sinn, er hann var á leið
austur á Höfn og var staddur rétt
austan við Freysnes í Öræfasveit, ók
hann inn í óveður. „Það var alveg
ótrúlegt, það sást ekkert út úr bíln-
um, og vegurinn var gjörsamlega
horfinn. Ég stöðvaði því bílinn og
bakkaði út úr óveðrinu. Skilin vom
svo skörp að það var eins og ósýni-
legur veggur héldi veðrinu öðrum
megin við hann en hinum megin var
þoldcalegasta veður. Síðan ók ég
upp að Freysnesi og gisti þar. Ætli
þessi ferð hafi ekki tekið hvað
lengstan tíma af þeim öllum,“ sagði
Bjöm Grétar.
Kjarasamningamir
framundan
Mikið er að gerast innan Verka-
mannasambandsins þessa dagana.
Samningar em lausir og viðræður
að heíjast við Vinnuveitendasam-
bandið í næstu viku. Bjöm Grétar
segir að þessir samningar muni
verða mjög erfiðir. „Það em svo
margir þættir sem þarf að taka tillit
til. Við emm ekki bara að ræða um
launin, heldur þarf að huga að
ástandinu í þjóðfélaginu í heild
sinni. Við höfum sýnt það í þjóðar-
sáttinni að samstaðan hefúr mikil
áhrif, t.d. á þróun efnahagsmála. En
ef áhrifin eiga að vera jákvæð verða
allir aðilar að taka þátt í aðgerðun-
um, ekki bara launafólkið," sagði
Bjöm Grétar. Mál var komið að
slíta samtalinu, því formaður Verka-
mannasambandsins, var orðinn
óþolinmóður. Framundan var sex
tíma ferðalag frá Höfn til Reykja-
víkur, það var mikilvægur fúndur á
döfmni.
-sþ
NÝTT HELGARBLAÐ
8 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991