Þjóðviljinn - 01.11.1991, Síða 15
Haustráðstefna Alþýðubandalagsins í Rvík
Málefni aldraðra, húsnæðis-
mál og Evrópumálin verða tek-
in tii umfjöilunar á haustráð-
stefnu sem Alþýðubandalagið í
Reykjavík heidur á morgun.
Þarna hittist flokksforystan,
þingmenn og almennir félags-
menn og ræða saman. Gunn-
laugur Júiíusson, formaður
ABR, segir tilganginn vera að
efla málefnagrundvöli félagsins.
„Við þurfum að hafa skýra
stefnu og skapa valkost við það
stjómarfar sem nú er verið að inn-
leiða, það er skylda Alþýðu-
bandalagsins,“ segir Gunnlaugur.
Hann segir ástæðumar fyrir ráð-
stefnunni vera annars vegar mál-
efnaundirbúning og fræðslu fyrir
landsfundinn framundan og hins
vegar sé verið að fylgja eftir starfi
flokksins á landsvísu.
„Undanfarið hafa verið haldn-
ir svokallaðir Alþýðubandalags-
Glit hf. óskar eftir
greiöslustöóvun
Stjórn Glits hf. hefur ákveð-
ið að óska eftir því að fyrirtæk-
inu verði veitt greiðslustöðvun í
þrjá mánuði. Tap hefur verið á
rekstri fyrirtæksins og fjár-
hagsstaða þess er slæm.
Um tuttugu fatlaðir einstak-
lingar með skerta starfsorku hafa
starfað á vinnustofu fyrirtækisins.
Undanfarin þrjú ár hefur fyrirtæk-
ið verið rekið í samvinnu við
Reykjavíkurborg, en. um síðustu
áramót gerðust Öryrkjabandalag
Islands og Blindrafélagið meiri-
hlutaeigendur ásamt borginni.
Eigendur Glits hf. hafa fullan
hug á að endurskipuleggja rekstúr
þess og er unnið af kappi að því
verkefni. Auk þess hefur margt
verið gert til að aðlaga reksturinn
og bæta vinnuaðstöðu fatlaðra.
-grh
dagar á mörgum stöðum. Þá hefur
flokksforystan farið og heimsótt
sveitarstjómir, samtök launafólks
og vinnustaði og einnig haldið
opna fundi. Hér í Reykjavík urð-
um við að fara aðra Ieið,“ segir
Gunnlaugur. Sú leið fólst í því að
einbeita sér að ákveðnum mála-
flokkum. I september fóru þing-
menn Alþýðubandalagsins og
heimsóttu hinar ýmsu stofnanir
aldraðra og reyndu að fá sem
gleggsta mynd af stöðu mála. í
október voru svo húsnæðismálin
tekin fyrir á sama hátt. „A vissan
hátt erum að fylgja þessu eftir,“
segir Gunnlaugur.
Auk þessara málaflokka verð-
ur auðvitað stóra spumingin um
EES- samninginn á dagskrá. Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, formaður
Alþýðubandalagsins og fulltrúi í
utanríkisnefnd Alþingis, mun gera
grein fyrir ýmsum þáttum þess
samnings og síðan verða umræður
um hann.
Gunnlaugur segist eiga von á
fróðlegri og gagnlegri ráðstefnu.
Til hennar er sérstaklega boðið
aðal- og varafulltnium ABR á
landsfundi, borgarmálaráði ABR
Farmenn boða
allsherjarverkfall
Stjórn og trúnaðarmanna-
ráð Sjómannafélags Reykjavík-
ur samþykkti á fundi í gær að
boða til ótímabundins allsherj-
arverkfalls undirmanna á kaup-
skipum frá því kl. 18 þann 8.
nóvember. Það felur í sér að frá
og með fyrsta verkfallsdegi
stoppa skip í fyrstu viðkomu-
höfn sinni á landinu.
Fundur var haldinn með
vinnuveitendum á miðvikudag og
er annar fúndur boðaður í dag.
Jónas Garðarsson, framkvæmda-
stjóri Sjómannafélagsins, segir
ekkert hafa breyst í afstöðu VSI
síðustu mánuði, þrátt fyrir nýaf-
staðið vikuverkfall og yfirstand-
andi yfírvinnubann farmanna.
„Þetta er sama ruglið og verið
hefur, þeir geta bara sent okkur
prógrammið á spólu,“ segir Jónas.
„Okkar menn vilja fara að drífa
þetta af og berja hressilega á
þeim.“
Kröfur farmanna hafa verið
þær að kauptaxtahækkun, sem
kippt var út úr samningum með
bráðabirgðalögunum, taki aftur
gildi, að bónusgreiðslur hækki um
7,5% og að launataxtar verði sam-
ræmdir. Samanlagt er þetta metið
sem 3% launahækkun. Nú hefur
verið bætt við þetta hækkun á or-
lofi, fæðisgreiðslum á frídaga og
fleiri ákvæðum. Jónas segir að
þaðr eina sem enn hafi komið frá
VSÍ sé tilboð um að taxtahækkun-
in úr fyrri samningi taki gildi
gegn lengingu vinnutíma.
Undirmenn á kaupskipum eru
um 150- 200 talsins.
-vd.
Gunnlaugur Júliusson, formaður Al-
þýðubandalagsins i Reykjavik.
Mynd: Kristinn.
og öðrum sem gegna trúnaðar-
stöðum fyrir félagið. Ráðstefnan
er haldin í Risinu, Hverfisgötu
105 og stendur frá kí. 10 til 17.
-ag
Á fömum vegi. Þeir gáfu sér tíma þessir til að tylla sér niður og rœða lifsins gagn og nauðsynjar. Mynd: Jim Smart.
„Brauðfótamafía" í VMSI
„Nei, svo auðveldlega losnar
hún ekki við mig, þessi „brauð-
fótamafía“ í Verkamannasam-
bandinu“, sagði Sigurður T. Sig-
urður, formaður verkamannafé-
lagsins Hlífar, um orðróm þess
efnis að Hlíf muni segja sig úr
VMSÍ.
Á nýafstöðnu þingi VMSI féll
Sigurður úr framkvæmdastjóm eft-
ir að hafa setið þar eitt kjörtímabil.
Sigurður segir að það hafi verið
ákveðið fyrirfram og ef VMSI
standi á brauðfótum þá sé það
vegna þess að þar hafi menn ekki
lengur pólitískt frelsi og forystan
óttist róttæklinga.
„Bjöm Grétar sagði mér það á
miðvikudeginum að ég yrði ekki
kosinn í framkvæmdastjómina aft-
ur. Þegar ég bað hann að hinkra
með þetta þar til atkvæðagreiðsla
færi fram, sagði hann að búið væri
að ákveða þetta", segir Sigurður og
bætir við, „þvílík mafia ef hægt er
að ákveða svona fyrirfram".
Sigurður segir að ekki sé nóg
að tala um að VMSÍ standi á
brauðfótum heldur verði menn að
átta sig á ástæðunum fyrir því.
Hann telur pólitískt samspil
manna, baktjaldamakk og skort á
frelsi í kosningum vera höfúð-
ástæðuna: „Ef hægt er ákveða fyr-
irfram hveijir em kosnir þá er eitt-
hvað niikið að“.
„Ég er róttækur og ekki dauður
úr öllum æðum“ segir Sigurður og
kveðst vita að hann hafi oft verið
forystunni óþægur ljár í þúfu. „Það
er allt í lagi að tapa, ef það er í
drengilegri keppni“ segir hann og
bætir við: „Við munum mæta tví-
efldir á næsta Verkamannasam-
bandsþing og það er ljóst að hér
eftir verða menn ekki bara kosnir
með lófataki".
-ag
m
Bandarískt
vinnuafl
í stað _
íslendinga
Um 300 starfsmenn á
Keflavíkurflugvelli gengu
nýlega á fund utanríkis-
ráðherra og mótmæltu
ótryggu atvinnuástandi
hjá bandaríska hernum.
Sögðu starfsmennimir
að herinn væri að brjóta
samningsákvæði með því
ráða Bandaríkjamenn í störf
sem íslendingar hafi hingað
til sinnt. Karl Steinar
Guðnason, formaður Verka-
lýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og nágrennis, og
Friðþór Eydal, blaðafulltrúi
hersins, segja að ekkert
ákvæði sé í samningi her-
liðsins og Islenska ríkisins
um að íslendingar hafi for-
gang að almennum störfum
í herstöðinni á Miðnesheiði.
Undanfarið hefur starfs-
fólk á Keflavíkurflugvelli
lýst yfir megnri óánægju
með stefnu- og aðgerðar-
leysi stjómvalda og verka-
lýðsfélags síns vegna Qölda
uppsagna sem átt hafa sér
stað hjá hemum. Segir
starfsfólkið að stjómvöld
verði að mynda sér ein-
hverja stefnu í málefnum Is-
Iendinga er starfi hjá hem-
um. Undanfamar uppsagnir
telur það vera byrjunina á
enn meiri fækkun íslensks
starfsfólks hjá bandaríska
hemum.
Karl Steinar Guðnasson
sagði ásakanir um að verka-
lýðsfélagið hafi ekkert að-
hafst í málefnum starfs-
fólksins ekki réttar. Hann
sagðist nýbúinn að ræða við
áhrifamann í Bandaríkjun-
um um uppsagnimar. Málin
væm hins vegar þannig að í
fjárframlögum væri gert ráð
fyrir 25% niðurskurði til
hermála. Karl Steinar sagði
að þetta vera kjaramál sem
erfitt væri við að eiga, en
þeir hjá verkalýðsfélaginu
legðu sig alla fram í þessu
því.
Starfsmenn benda á að á
sama tíma og Islendingum
er sagt upp störfum sé verið
að koma á fót hamborgara-
stað á vellinum. Þar munu
60 bandarískir starfsmenn
starfa. Menn hafa jafnvel
minnst á að þessi störf séu
auglýst í bandarískum her-
stöðvum víða um heim.
Friðþór Eydal svarar
þessu á þann veg að um
misskilning sé að ræða og
að fregnir um að Banda-
ríkjamenn séu að ganga í
störf fslendinga ekki réttar.
-sþ
Náttúruleg
grisjun
mann-
virkja
I óveðrinu sem gekk yfir
landið 3. febrúar síðasliðinn
gjöreyðilögðust 347 hús, þar
af eitt einbýlishús. Flest voru
þetta braggar eða gripahús,
oft gömul. Aðspurður sagði
Björn Marteinsson hjá
Rannsóknastofnun bygging-
ariðnaðarins að það mætti
tala um náttúrulega grisjun í
þessu sambandi. En eitt af
því sem stofnunin bendir
húseigendum á til að koma í
veg fyrir foktjón er að fjar-
lægja mannvirki sem hætt er
að nota eða halda við.
Rannsóknastofnunin og
Skipulag ríkisins hafa gert
könnun á umfangi og ástæðum
skemmda í óveðrinu og er
þetta í fyrsta skipti sem slíkt er
gert hér á landi. Litlar upplýs-
ingar eru til um óveður sem
gengu yfir landið 1973 og
1981. Þó ielja menn að
skemmdir nú hafi verið mun
meiri.
Alls er talið að tjónið hafi
numið einum miljarði króna
og þá eru langbylgjumöstrin á
Vatnsenda ekki talin með.
Alls bárust upplýsingar um
tjón frá 4875 aðilum í 154
sveitarfélögum. Þar af varð
tjón á 3965 byggingum eða
byggingarframkvæmdum. I
ljós kom að tjónið varð mest í
Ames- og Rangárvallasýslum,
en það kom á óvart miðað við
fréttaflutning í óveðrinu og
fyrst á eftir.
Algengast var að þakjám
losnaði eða fyki og var um
939 tilvik að ræða eða 22 pró-
sent. Næst komu skemmdir á
gleri og gluggum, 917 tilvik,
og í þriðja sæti tjón vegna þess
að hús fuku í heilu lagi.
Skemmdir vom tilkynntar
á 159 íbúðarhúsum og 979
gripahúsum, en 208 skemmur,
braggar og geymslur skemmd-
ust.
Þótt i ljós kæmi að lang-
flest þeirra húsa sem skemmd-
ust væm byggð fyrir 1960
vakti athygli að tæplega 10
prósent skemmda urðu á hús-
um byggðum á síðasta áratug,
það er að segja nýjum húsum.
Staðlar hér á landi era
miðaðir við að svona veður
gangi yfir landið á 50 ára fresti
en raunin hefur verið einu
sinni á áratug.
-gpm
NÝTT HELGARBLAÐ
15 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991