Þjóðviljinn - 01.11.1991, Síða 20
Helgarblað
Föstudagur 1. nóvember 1991
„Vinur stríðir aldrei, kjaftar ekki frá leyndarmálum og við getum
leikið okkur saman að dótinu“, segja krakkarnir í Foldaskóla í
Grafarvogi um vináttuna.
Þessa dagana taka ungir sem
aldnir höndum saman og gera eitt-
hvað í þágu vináttu viða um land:
Vinaböll, vináttumessur, hlaup og
vináttuhátíðir. A morgun, laugardag,
verður svo risastór vináttuhátíð allr-
ar fjölskyldunnar i Laugardagshöll-
inni. Allt fer þetta fram undir merkj-
um yerkefnis sem heitir Vinátta ‘91.
I pínulítilli skrifstofu við Frí-
kirkjuveg 11 er miðstöð verkefhis-
ins til húsa og þar starfa fram-
kvæmdastjórarnir Sveinn M. Ottós-
son og Edda Olafsdóttir. Þau segja
hugmyndina hafa kviknað í ung-
lingaathvarfi Reykjavíkur þegar ver-
ið var að ræða mannleg samskipti.
Smám saman þróaðist þetta og nú
standa Unglingadeild Félagsmála-
stofnunar og Iþrótta- og tómstunda-
ráð að Vináttu ‘91.
„Við vildum koma með jákvætt
innlegg í umræðu, sem var á mjög
neikvæðum nótum“ segir Edda.
Hugmyndin er að fá sem flesta að-
ila, samtök, félög og einstaklinga til
að taka þátt. „Við viljum tengja kyn-
slóðimar saman og Ieggja áherslu á
jákvæð mannleg samskipti,“ segir
Sveinn. 1 jæssu starfi felst ákveðin
forvöm gegn einelti og ofbeldi í
skólum og þá með því að rækta vin-
áttuna í stað þess að velta sér upp úr
neikvæðu hliðunum.
Sveinn segir Vináttu ‘91 vera
„grasrótarverkefhi“ þar sem kraflar
og hugmyndir bæði bama og full-
orðinna geti notið sín.
I Grafarvogi var stofnaður vin-
áttuhópur fjölda félaga og stofnana
sem hefur unnið mikið verk. Einmitt
þessa dagana stendur yfir vináttu-
vika í Húsaskóla og Foldaskóla
enda var vinalegt. andrúmsloft í
þeim báðum: Allir veggir vom
skreyttir myndum og spakmælum
um vináttuna. 1 Húsaskóla var 4-SG
að teikna óskavininn sinn, sem þau
ætluðu síðan að klippa út og lýsa
fyrir hinum. Strákamir vom sam-
mála um að óskavinurinn eigi að
hafa áhuga á handbolta og fótbolta
og stelpumar tóku undir það. Stelp-
umar bættu við að óskavinurinn eigi
líka að hafa gaman af að lesa, teikna
og synda.
I Húsaskóla var búið að reisa
heilan vináttubæ í einni skólastof-
unni. Götumar í Vináttubæ bám
nöfn á borð við Friðargata, Vinagata
og Oskagata. Krakkamir í Húsa-
skóla taka líka öll þátt í að búa til
risastóran vináttuorm sem á að ná á
milli allra stofanna í skólanum.
Ormurinn var hálfnaður í gær og
kappsamlega unnið við að mála efh-
ið í hann, sauma saman og flétta á
hann fætur.
Kennurum bar saman um að
Edda Ólafsdótlir og Sveinn M.
Ottósson, framkvœmdastjórar
verkefnisins Vinátta ‘91,
í vinalegu húsnæði
Iþrótta og tómstunda-
ráðs við Fríkirkju
veginn.
Mynd: Jim
Smart.
Vinkonur í 4-SG í
Foldaskóla að klippa
út teikningu af óska-
vininum sínum.
Mynd: Jim Smart.
þetta væri mjög
skemmtilegt verkefni og
til þess fallið að efla
samkennd meðal krakk-
anna. Selma, skólastjóri
í Húsaskóla, telur þetta
verkefni mjög mikil-
vægt fyrir þau þar sem
skólinn er í nýju hverfi
og krakkamir þekkist
lítið. Selma segir
vilja til þess að halda svona vinnu
áfram.
I raun er hægt að vinna óendan-
leg mörg verkefhi í þágu vináttunn-
ar, enda getur hún tekið á sig margar
myndir. Dæmi um það sáum við á
meðal spakmæla um vináttuna, sem
héngu upp á vegg í Húsaskóla. Þar
hafði Eyjólfur skrifað: „Ég á vin.
Hann lemur mig alltaf þegar ég segi
brandara". Allt í góðu vonandi!
-ag
Vináttu-
hátíð í
Höllinni
Á morgun geta krakkamir boð-
ið afa og ömmu, pabba og mömmu
á Vináttuhátíðina í Laugardalshöll-
inni. Þar verður dagskrá frá klukk-
an 15-19 og aðgangur ókeypis því
þeir fjölmörgu listamenn sem fram
koma gefa vinnu sína. Meðal þess
sem boðið er upp á má nefna
Bubba Morthens, Sororicide, Júp-
íters, Kuran Swing, Neislana, kór-
söng og fjöldasöng, grænlensku
rokksveitina Ole Kristiansen
Band, afrískan dans, götuleikhús,
mini golf og leiktæki. Sniglamir
og Lögreglan verða á staðnum,
ásamt björgunarsveitum og Land-
helgisgæslunni. K.ynnir verður
Edda Björgvinsdóttir.
Umvajin vinattuorminum langa sem
allir krakkarí Húsaskóla taka V
þátt í að búa til og á að ná á
milli allrastofanna i skólanum.mttr
Mynd: Kristinn.