Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 Fréttir Friðgeir Bjarkason, háseti á Pétri Jónassyni RE, Vpir í hópi fyrstu björgunarmanna á Flateyri: Fann helming þeirra sem fórust í flóðinu - tengdafaðir hans, Þórður Júlíusson, var meðal þeirra 20 sem létu lífið Hann lenti ekki í því aö þurfa að leita að tengdaföð- ur sínum, hann sá úr fjarlægð að þar sem húsið hans hafði verið var auðnin ein ytlr að líta og litlar líkur á hann fyndist á lífí. „Eftir að hafa verið á svæðinu í þrjá tíma vorum við búnir að finna það marga látna að ég gerði mér grein fyrir því að hann væri líklega látinn. Húsið var það illa farið að það heföi verið al- gjört kraftaverk hefði hann lifað. Ég horfði alltaf upp að húsinu og Frá björgunarstarfinu á Flateyri. Friögeir og 13 félagar hans úr áhöfninni á Pétri Jónassyni tóku það tók á mann.“ þátt í leitinni að þeim sem saknað var. Friðgeir segir aðstæður hafa verið hrikalegar. í þeim hópi sem fundu 11 ára stúlk- una á lífl. Það gaf þeim vonameista. En við fengum engan slíkan neista. Við tökum þátt í að flnna, grafa upp og flytja tíu Flateyringa sem fórust. Það er meira en orð fá lýst. Eftir því sem fólkið var yngra sem við fund- um var erfiðara að flnna það, mað- ur vildi ekki sætta sig við þetta.“ Ýlurnar of fáar Friðgeir segir að björgunarstarf hafí gengið vel en hann vilji þó ekki sleppa að minnast á eitt. Hver björg- unarmaður var látinn hafa ýlu á handlegginn þar sem snjóflóðahætta var enn fyrir hendi. Eftir því sem leið á daginn fjölgaði hjörgunar- mönnum og segir Friögeir ýlumar hafa verið allt of fáar. „Þetta var sorglegt. Menn vom tilbúnir að fara út að hjálpa en það vantaði ýlur. Það voru það margir menn til staðar að það hefði auð- veldlega verið hægt að skipta út án þess að þreyta menn of mikið til lengdar. Þetta þarf að laga því tím- inn skiptir gríðarlegu máli við svona aðstæður." Ekki hægt að halla sér Friðgeir og félagar voru við björg- un í rústunum fram á kvöld á fimmtudeginum. Þá var komið fjöl- mennt lið með varðskipunum að sunnan og þeir fengu hvíld, eftir 12 tíma langa og hrikalega erfiða leit. Áhöfnin fékk þá áfallahjálp hjá sál- fræðingum og læknum og segir Friðgeir það hafa verið ómetanlega aðstoð. En þegar um borð kom aftur í Pétur Jónasson tók við erfið nótt. „Menn ætluðu að halla sér en það var ekki hægt. Þetta var allt ljóslif- andi fyrir augunum á manni um leið og maður lokaði augunum. Við héldum okkur vakandi þar til við vorum orðnir úrvinda úr þreytu,“ segir Friðgeir. Skipið var úti á Önundarfirði um nóttina og lýsti upp leitarsvæðið. Það fór ekki fyrr en allir voru fundnir og aðstoðar ekki lengur þörf. Friðgeir flaug til Reykjavíkur á föstudaginn en skipið hélt áfram við rækjuveiðamar. Frá því hann kom heim hefur hann, líkt og margir aðr- ir sem komu að flóðinu, átt erfiða tíma. Eftir umhugsun ákvað hann að koma í viðtal við DV, meðal annars til að létta á þungum hugsunum sín- um eftir þá átakanlegu reynslu sem hann upplifði. -bjb „Það hefur fallið snjóflóð á Flat- eyri. Komið strax til hjálpar.“ Eitt- hvað á þessa leið hljóðaði neyðar- kallið sem áhöfnin á rækjufrystitog- aranum Pétri Jónassyni RE fékk um áttaleytið á fimmtudagsmorguninn, fáum klukkustimdum eftir að snjó- flóðið féll. Skipið var þá í vari und- ir Grænuhlíð, haföi reyndar verið þar í fjóra daga sökum óveðursins. Einum og hálfum tíma síðar voru 14 af 20 mönnum um borð famir að leita í rústunum að því fólki sem saknað var. Skipverjar af Pétri Jónassyni voru þeir fyrstu sem komu Flateyringum til hjálpar, ef frá eru taldir nokkrir björgunar- menn sem komu landleiðina frá ísa- firði. Neyðarkallið snart einn áhafhar- meðlima meira en aðra en það var Friðgeir Bjarkason háseti. Hann vissi af tengdaföður sínum, Þórði Júlíussyni, sem bjó við Hjallaveg 6 á Flateyri. En þegar til Flateyrar kom og upp á land gerði hann sér fyrst grein fyrir þeim hörmungum sem gerst höfðu. Fljótlega fékk hann að vita að Þórður var meðal þeirra sem saknað var. Sömuleiðis var hann málkunnugur öllum öörum sem ekki höfðu fundist, þótt hann sé bú- settur í Reykjavík, en konan hans er fædd og uppalin á Flateyri. „Þegar kallið kom vissum við ekkert annað en að það hefði fallið snjóflóð. Á leiðinni var maður að gera sér í hugarlund hvar snjóflóða- hættusvæðið var. Það var ekki fyrr en maður kom á svæðið að maður áttaði sig á hvers kyns var. Þetta sló mann mikið í fyrstu því það vantaði alveg þrjár götur af bænum. Upp úr Friðgeir Bjarkason, háseti á Pétri Jónassyni RE, var í hópi fyrstu björgunarmanna á Flateyri en hann missti tengda- föður sinn og fjölda kunningja í snjóflóðinu. Samúðarkveðjur og blóm hafa streymt á heimili þeirra hjóna í Reykja- vík frá ættingjum og vinum. Friðgeir var búinn að kveikja á kerfum og leggja Biblíuna við Ijósmynd af tengdaföður sínum. JOLAGJAFA- HANDBÓK 1995 stóðu eitt og hálft hús,“ segir Frið- geir. Örlögin ákveðin fyrirfram Skipsfélögum hans var skipt upp í tvo flokka. Flokkur Friðgeirs fann strax á fyrsta hálftímanum sex Flat- eyringa látna. Hann segir að það hafi verið hræðileg lífsreynsla. „Við byrjuðum á því að finna hjón látin í húsi sínu. Þar var bók- staflega allt í rúst. Þau höfðu fært sig úr svefnherberginu og inn í stof- una. Heföu þau haldið sig inni í her- berginu hefðu þau að öllum líkind- um sloppið. Það er svo margt svona sem gerðist þama að maður skilur það bara ekki. Það er engu líkara én búið sé að ákveða fyrirfram um ör- lög okkar.“ Horfði alltaf upp að húsinu og það tók á mann DV-myndir GVA Friðgeir segir það grátlegt að tengdaforeldrar sínir hafi verið bún- ir að kaupa húsnæði í Reykjavík og selja raðhúsið á Flateyri þegar flóð- ið féll. Tengdamóðir hans var þegar flutt til Reykjavíkur en Þórður, sem var pípulagningameistari, átti eftir að ganga frá nokkrum hlutum áður en hann færi suður til starfa þar. Fengum engan vonarneista Friðgeir segir björgunarstarfið hafa verið gríðarlega erfitt, snjórinn hafi verið harður og veður vont. „Snjódýptin var svo mikil og við þurftum að moka gríðarmagni. Snjórinn var svo harður að maður vann ekkert á honum nema með stunguspöðum og malarskóflum. Það fannst manni auka líkumar á að við fyndiun fáa sem enga á lífi. Nokkrir skipsfélagar mínir vom þó Miðvikudaginn 6. desember mun hin árlega jóla- gjafahandbók DV koma út í 15. sinn. Jólagjafahandbók DV hefur orðið æ ríkari þáttur í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar að finna hundruð hugmynda að gjöfum fyrir jólin. Skilafrestur auglýsinga er til 24. nóvember en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdótt- ur eða Ragnar Sigurjónsson, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 550-5000 svo að unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. ATH.I Bréfsími okkar er 550-5727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.