Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 Iþróttir Töpuðum á dómurunum - sagði Maximov, þjálfari Rússa Róbeit Róbertsson skrifer; „Við töpuðum þessum leik fyrst og fremst á ótrúlega óhagstæðri dóm- gæslu. íslendingar græddu mikið á dómurunum og þeir ættu að verð- launa þá vel. Við hefðum unnið ef dómaramir hefðu verið sanngjamir eða þá að engir dómarar hefðu ver- ið,“ sagði Vladimir Maximov, þjálfari rússneska landshðsins, eftir leikinn, og átti erfitt með að fela andúð sína á dómurunum frá Lúxemborg. „Við vanmátum ekki íslenska Uðið því við vitum að það er mjög gott. Nú vomm viö ekki eins einbeittir og á HM en á sama tíma vom íslending- ar ákveðnari og því var ekki skrýtið að úrslitin yrðu önnur. íslendingar léku mjög góða vöm og við áttum í vandræöum sóknar- lega séð. íslenska liðið lék vel í heild en Geir Sveinsson var bestur og hann virðist gífurlega sterkur karakter. Ég tel að íslendingar eigi góða mögu- leika á að vinna riðiUnn því þeir ættu að eiga mjög góða möguleika gegn Pólverjum. Svo er það leikurinn í Moskvu, en ég tel að með heiðarleg- um dómurum ættum við að geta sigr- að íslendinga," sagði Maximov. „íslendingarnir góðir en fengu góða hjáip“ „Mér fannst íslendingar leika vel í þessum leik en þeir fengu góða hjálp frá dómurunum sem vom á þeirra bandi allan leikinn. Þetta var erfiður leikur fyrir okkur en ég hélt að við myndum vinna eftir góða byrjun í leiknum. En íslenska Uðið baröist vel og gafst aldrei upp. Mér fannst Geir fyrirliði Sveinsson besti leikmaður íslendinga í leiknum," sagði Andrei Lavrov, markvörður Rússa. Styrktarleikur fyrir Flateyringa - þekktir kappar mæta KA á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Það er von mín að Akureyringar sýni hug sinn til þessa málefnis og mig dreymir um að fá a.m.k. 1000 manns á leikinn," segir Alfreð Gísla- son, þjálfari handknattleikshðs KA, um styrktarleik fyrir fómarlömb hamfaranna á Flateyri sem fram fer í KA-heimilinu nk. laugardag kl. 17. Mótheijar KA-manna þar verða ekki af lakara taginu, en hóað hefur verið saman úrvalsUði íslenskra og erlendra leikmanna sem spila hér á landi. Af þeim má nefna Sigmar Þröst Óskarsson, markvörð ÍBV, Sig- urð stórskyttu Sveinsson úr HK, Rangerssteinlá ÚrsUt í meistaradeUd Evrópu: A-riðilI Panathinaikos-Porto......0-0 Aalborg-Nantes...........0-2 B-riðill Spartak Moskva-Rosenborg ...4-1 Blackbum-Legia Varsjá....0-0 C-riðiU Gl. Rangers-Juventus......04 Steaua Búkarest-B. Dortmund .........................0-0 D-riðill Grasshopper-Ajax.........0-0 Ferencvaros-Real Madrid..1-1 UEFA-keppnin: Lens-Odessa..........4-0 (4-0) Real Betis-Kaisersl..1-0 (4—1) Bikardráttur Þessi Uð leika saman í bikar- keppni HSÍ í karlaflokki: Grótta- b-Víkingur, BÍ/Valur-FH, HK- Fram, Víkingur-b-ÍBV, Selfoss- Afturelding, Breiðablik-Þór, ÍH- KA, Völsungur-Afturelding-b. • LeUdmir fara fram 13. nóv. Guðmund Guðmundsson, fymum homamann landsliðsins, sem nú leikur með Fram og Jón Kristjáns- son, leikmann og þjálfara Vals. Nokkrir erlendir leikmenn mæta tU leiks en þeir eru Oleg Titov hjá Fram, Petr Bambrauk, Haukum, Aleksei Tmfan, Aftureldingu, og Júrí Sadovski úr Gróttu. Eins og sjá má fer þarna einvalalið og að sögn Alfreðs verður ekkert gefið eftir í þessum leik þótt hann sé ekki alvöruleikur í þeim skUningi að sigur gefur engin stig. Flugleiðir fljúga með þennan hóp fram og tU baka og allur aðgangseyrir rennur óskiptur tU Flateyringa. íslatid- Rússland (8-9)20-18 0-2,3-3,3-5, e-0 (8-9), 8-11,10-11, 13-13,16-13, 18-17, 20-18. • Mörk íslunds: Valdimar 9/5, Geir 3, Júlíus 3, Gunnar 2, Dagur 2, Patrekur 1. Varin skot: Guðmundur 12/1. • Mörk Rússlands: Kudinov 8/6, Voronin 3, Kulintchenkó 2, Pogor- elov 2, Demidov 2, Torgavanov 1. Varin skot: Lavrov 13/3. Brottvisanir: ísland 12 mín., Rússland 14 mín. Dómarar: Jos Nigra og Jean Spartz frá Lúxemborg, mjög slakir. Áhorfendur: 1740. Menn leiksins: Strákamir okk- Staðaní4.riðli ísland....3 2 0 1 63-62 4 Rússland..3 2 0 1 80-64 4 Rúmenia...2 1 0 1 44-43 2 Pólland...2 0 0 2 44-62 0 • Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari tefldi djarft í Kaplakrika i gærkvöldi en stóð uppi sem sigurvegari í lokin. Á innfe glæsilegum sigri á einu af sterkustu landsliðum heims. Hef komist ótri langt á bjartsýn - sagði Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari eftir frækin] Guðmundur HUmarsson skrifar „Rússar hafa ekki oft lifað þá stund að geta ekki skorað nema 18 mörk. Þetta sýnir okkur að vömin stóð sig geysUega vel og var lykillinn að sigrinum. Eg hafði alltaf ímyndað mér það að ef okk- ur tækist að halda þeim í kringum 20 mörkum þá ættum við góða möguleika á sigri. Strákarnir fómuðu sér algjör- lega 1 verkefnið og ég er mjög stoltur. Ég veit aö viö getum bætt okkur sóknar- lega en þegar tíminn er skammur getur maður bara tekið einn hlut fyrir í einu, fyrir þennan leik var það vömin,“ sagði Þorbjöm Jensson landshðsþjálfari eftir sigurinn á Rússum í gærkvöldi. „Menn vom að tala um fyrir leikinn að ég væri of bjartsýnn en ég er bjart- sýnn aö eðlisfari og ég hef komist alveg ótrúlega langt á því. Eftir því sem verk- efniö er stærra og erfiðara þá bæði reyni ég að leggja mig enn þá meira fram að undirbúa mig og enn þá meira og stappa stálinu í mig og strákana, segja þeim að þetta skuh vera hægt.“ - Með þessum sigri verður væntanlega auðveldara fyrir íslenska liðið að mæta Rússum ytra? „Jú, auðvitað. Nú sjáum við alveg að við getum hangið í þeim og við ætlum ekki að fara út til að gefa þeim 2 stig. Ef þeir ná því ætlum viö að láta þá hafa fyrir því.“ - Voru einhverjir leikmenn sem þú varst ánægðari með en aðra í leiknum? „Nei, mér fannst hðsheildin vera bara mjög sterk. Ég reyndi að skipta mönn- um inn á og hvíla menn og mér fannst strákamir allir vera að leggja sig 100% fram. Það er ekki oft sem Island hefur lagt Rússland að velli þannig að þessi sigur hlýtur að teljast með þeim sætari í sögunni. Dómgæslan var ósköp skrautleg en ég hef séð hana skraut- legri en þetta þegar maður hefur leiki á útivelli. Ég myndi ekki flokka han sem einhveija heimadómgæslu." - Er Kaplakriki að verða eitthva happahús fyrir islenska landsliðið? „Já, það fer að verða það og viö hljó um að athuga það alvarlega að spii heimaleiki okkar hér áfram,“ sagði Þoi bjöm með sigurbros á vör. Valdimar Grímsson: „Þetta var meiri háttar. Eftir HM há heima greip sig ákveðið vonleysi með; íslendinga um að handboltinn væri niðurleið. Ég held að núna fari fólk a trúa því aftur að við séum með gott U en við vorum ekki að toppa á réttui tíma á HM. Það sýnir karakterinn o styrk hðsins að koma upp eftir að ver á tímabili þremur mörkum undir. Liðs heildin er sú besta sem íslenskt landsli hefur átt hingað til og við ætlum a sýna það og sanna að við eigum að ver Almennur félagsfundur Stjórn knattspd. Vals boðar til almenns félags- fundar í kvöld kl. 21.00 að Hlíðarenda. Knattspd. Vals „Varnarteikurinn var ntjög djarfur“ „Það er fyrst og fremst kerflsliöi, eins og Rúss- þjálfari Stjörnunnar. in voru kiaufaleg. Ég raeð öflugum vamarleik amír eru, en þetta er „Það var gífurlega góð held að Filippov hefði semíslandvinnurþenn- einmitt þeirra draumur baráttaíliðinuogstrák- ekki getað breytt miklu an leik. Vai'narleikurinn að spila á xhöti iiði sem anir virtust hafa raikiö hefði iiann spilað. Ég lít var vel útfæröur. Þaö leikur þannig vöm. En sjálfstraust. Sóknin var svo á að viö eigum enga var djarft aö stilla upp í þetta ráð heppnaðist,“ veiki hluti liösins og möguleikaíseinnileikn- 3:2:1 vöm á móti þessu sagði Viggó Sigurösson, nokkur hraðaupphlaup- um.“ „MérfannstTo „Ég held að við hefðum aldrei unniö þei og stöðugt að við gætum það. Viö vorum í af þessu, og gera allt sem viö gætum og má kannski segja að við höfum verið hej feila sem maður sér ekki oft til þeirra. Le og komum þeim í opna skjöldu hvaö við 1 tefla djarft þegar hann ákvað þessa vön út eftir HM,“ sagði Júlíus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.