Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 Afmæli Baldur Sigurðsson Baldur Sigurðsson vélvirki, Löngumýri 28, Garðabæ, verður sextugur í dag. Starfsferill Baldur fæddist í Hnifsdal en ólst upp á ísafirði og í næsta ná- grenni. Hann stundaði nám við gagnfræðaskóla í tvo vetur, stund- aði nám við Iðnskólann í Hafnar- firði og lauk sveinsprófi I vél- virkjun. Baldur fór fyrst tíu ára til sjós á færaskak með föður sínum, varð háseti hjá foður sínum tólf ára á dragnótabátnum Jódisi og var síðan næstu árin með bróður sínum á ýmsum bátum, s.s. Bryn- dísi, Valdísi, Ver, Morgunstjöm- unni og á Víkingi sem þeir bræð- ur keyptu og gerðu út saman. Þá N var hann á samvinnubátunum Vébimi og Auðbimi og loks á tog- urunum Júní og Ágúst. Baldur keypti bátinn Borgþór ásamt bræðram sínum sem þeir gerðu svo út i fjögur ár. Baldur var siðan vélstjóri við frystihús á Langeyri í Hafnar- firði, starfaði í tvö ár við hafnar- gerðina í Straumsvík en hefur sl. tuttugu ár starfað á vélaverkstæði ísal Fjölskylda Baldur kvæntist 9.7.1961 Sig- ríði Ingvarsdóttur, f. 7.12. 1940, húsmóður og fiskvinnslukonu. Hún er dóttir Ingvars Ingimund- arsonar sjómanns, sem er látinn, og Sigríðar Jónsdóttur húsmóður. Böm Baldurs og Sigríðar era Jónas Baldursson, f. 6.7. 1958, vél- virki í Straumsvík, búsettur í Vogum, kvæntur Esther Hans- dóttur og eiga þau fjögur böm; Lilja Baldursdóttir, f. 27.5. 1961, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Sigur- jóni M. Guðmannssyni og eiga þau þrjú böm; Linda Baldursdótt- ir, f. 12.8. 1963, húsmóðir og fisk- vinnslukona en sambýlismaður hennar er Guðmundur Meyvants- son og eiga þau tvö böm; Sigríður Baldursdóttir, f. 25.8.1969, hús- móðir í Svíþjóð, gift Herði Harð- arsyni og eiga þau tvö böm; Ingv- ar Baldursson, f. 5.5. 1975, iðn- nemi í vélvirkjun í Straumsvík, i foreldrahúsum. Systkini Baldurs: Hermann Sig- urðsson, f. 12.7. 1926, d. 18.12. 1986, skipstjóri; Arnór Sigurðsson, f. 4.10. 1927, d. 14.9. 1993, skipstjóri; Jóna Sigríður Sigurðardóttir, f. 14.2. 1929, d. 24.12. 1929; Sigurður Marinó Sigurðsson, f. 23.3. 1931, vélvirki í Straumsvík, búsettur í Kópavogi; Kristinn Sigurðsson, f. 3.9. 1934, d. 31.12. 1953; Guðrún Helga Sigurðardóttir, f. 8.7.1938, húsmóðir á Hvammstanga; Krist- ín Sigurðardóttir, f. 9.3. 1942, hús- móðir í Hafnarfirði. Foreldrar Baldurs voru Sigurð- ur Guðmundur Sigurðsson, f. 19.2. 1902, d. 21.5. 1969, skipstjóri á ísa- firði og í Hafnarfirði, frá Bæjum á Snæfjallaströnd, og Guðmunda Jensína Bæringsdóttir, f. 22.10. 1904, d. 26.12. 1994, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Sigurðar, sjómanns á Bæjum á Snæfialla- strönd og á ísafirði, Ólafssonar, b. á Seljalandi, Kárasonar, Guð- brandssonar. Móðir Sigurðar var Jóna Jónsdóttir, hreppstjóra á Hóli í Bolungarvík, Guðmunds- sonar, b. á Ytrihúsum í Amardal, Ásgrímssonar, hreppstjóra í Am- ardal fremri, Bárðarsonar, ættfóð- ur Arnardalsættarinnar, Illuga- sonar. Móðir Jónu var Þóra Áma- dóttir, b. á Meiribakka í Skálavík, Ámasonar. Móðir Sigurðar Guðmundar var María Rebekka Ólafsdóttir. Guðmunda Jensína var dóttir Bærings, b. á Faxastöðum og I Furufirði í Grunnavíkurhreppi, Bæringssonar, b. í Furufirði, Vagnssonar, b. á Dynjanda, Eben- Baldur Sigurðsson. ezersonar. Móðir Bærings Vagns- sonar var Mildiríður Einarsdóttir. Móðir Bærings Bæringssonar var Helga Einarsdóttir, b. í Reykja- firði, Sigurðssonar og Guðfinnu Sigmundsdóttur. Móðir Guðmundu Jensínu var Guðrún Tómasdóttir, b. á Kambi í Víkursveit, Tómassonar, á Barði í Gufudalssókn, Tómassonar. Móðir Tómasar á Kambi var Ragnheiður Sveinsdóttir. Móðir Guðrúnar Tómasdóttur var Hólmfríður Guð- mundsdóttir frá Kjörvogi. Tll hamingju med afmælid 2. nóvember 90 ára Þorbjörg Jóhannesdóttir, Aðalstræti 47, Vesturbyggð. 80 ára Bjarki Kárason, Hallbjarnarstöðum II, .Tjörnes- hreppi. HaÚdóra Jónsdóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. Sigríður Oddsdóttir, Miðtúni 12, Reykjavík. 75 ára Kristjana Kristinsdóttir, Eiríksgötu 23, Reykjavík. Helga Þórðardóttir, Birkivöllum 8, Selfossi. Ingigerður Helgadóttir, Garðbraut 49, Gerðahreppi. Sigurður M. Valdimarsson, Faxabraut 39 A, Kefiavík. 70 ára Birgir Þorvaldsson, Hátúni 6, Reykjavík. Þorsteinn Óskarsson, Mávabraut 1 A, Keflavík. Bárður Auðunsson, Hraunbæ 166, Reykjavik. Sigriður Ólafsdóttir, Sogavegi 212, Reykjavík. 60 ára Vera Tómasdóttir, Holtsbúð 39, Garðabæ. Ásta B. Karlsdóttir, Orrahólum 7, Reykjavík. Ester Jónsdóttir, Kríuhólum 4, Reykjavík. 50 ára Tómas Guðjónsson, Fagrahjalla 62, Kópavogi. Erla Hallgrímsdóttir, Háhlíð 14, Akureyri. Friðbjöm Bjömsson, Sólvafiagötu 6, Hrísey. Magnús Kristinsson, Eyrarholti 5, Hafnarfirði. Hrafn Óskar Oddsson, Bessahrauni 18, Vestmannaeyjum. Lars Brink, Dunhaga 18, Reykjavík. 40 ára Ragnar G. Guðmundsson, Beragötu 22, Borgamesi. Hilmar Teitsson, Fannafold 219, Reykjavík. Rósa Sigríður Sigurðardóttir, Suðurhólum 22, Reykjavík. Bryndis Sumarliðadóttir, Miðengi 21, Selfossi. Þór Sigurjónsson, Melhaga 16, Reykjavík. Rúnar Þór Gylfason, Vallargerði 2 C, Akureyri. Erla Björk S. Steinarsdóttir, Hverafold 120, Reykjavík. Sigurður Grímsson, Þingási 26, Reykjavík. Andlát Sólrún Ása Gunnarsdóttir Frænkumar Sólrún Ása Gunn- arsdóttir og Svana Eiríksdóttir og Halldór Svavar Ólafsson, sem öll létust í sjófióðinu á Flateyri fimmtudaginn 26.10. sl., verða jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 2.11., kl. 15.00. Sólrún Ása Gunnarsdóttir, f. 2.11. 1980, var nemi, búsett að Unnarstíg 4, Flateyri. Foreldrar hennar eru Gunnar Kristján Guð- mundsson, sem er tæknimaður við hraðfrystihúsið Kamb hf., og k.h., Elín Halldóra Jónsdóttir, starfsmaður á Öldrunarstofnun Svana Eiríksdóttir Önundarfiarðar. Systur Sólrúnar Ásu era Frið- björt Gunnarsdóttir og Hallfriður Gunnarsdóttir. Svana Eiríksdóttir, f. 12.4. 1976, var nemi og starfsmaður við Grand-hótel í Reykjavík, til heim- ilis að Unnarstíg 2, Flateyri. For- eldrar hennar eru Eiríkur Guð- mundsson, trésmiður og fram- kvæmdastjóri á Flateyri, og k.h., Ragna Óladóttir skrifstofumaður. Systkini Svönu eru Óli Öm og Sóley. Feður Sólrúnar Ásu og Svönu, Gunnar og Eiríkur, era bræður. Halldór Svavar Ólafsson Halldór Ólafsson, f. 18.5. 1971, var sjómaður. Foreldrar hans era Ólafur Halldórsson, skipstjóri í Hnífsdal, og k.h., Sigurlaug Ingi- mundardóttir húsmóðir. Halldór lætur eftir sig eina dótt- ur, Hrafnhildi Ósk, f. 29.11. 1990. Albræður Halldórs eru Baldur Smári Ólafsson og Rögnvaldur Ólafsson. Hálfbróðir Halldórs, samfeðra, er Guðmundur Smári Ólafsson en hálfsystkini hans, sammæðra, era Þorsteinn Ingi Hjálmarsson og Ingibjörg Hjálmarsdóttir. Menning Opus 111 AIIIR 9 0 4 * 1 7 0 0 Verð aðeins 39,90 mín © afþreymg Antonio Vivaldi: Konsertar fyrir strengi Flyfiendur: Europa Galante og einleikarar undir stjórn Fabio Biondi. Ofangreind geislaplata er ein nokkurra sem imdir- ritaður hefur hlýtt á nýlega frá plötufyrirtækinu Opus 111. Aðaldriffiöður fyrirtækisins er kona að nafnai Yolanta Skura og hefur henni tekist að gera upptöku- samninga við fiölmarga unga hljóðfæraleikara, söngvara og hljómsveitir sem sérhæft hafa sig í flutn- ingi tiltekinnar tónlistar, ekki síst frá barokktíman- um. ffl Dagskrá Sjónv. Dagskrá St. 2 m Dagskrá rásar 1 m Myndbandalisti vikunnar - topp 20 Myndbandagagnrýni ísl. listinn - topp 40 Tónlistargagnrýni Nýjustu myndböndin Gerfihnattadagskrá Tónlist Áskell Másson Einn þessara ungu listamanna er fiðlusnillingur- inn og hljómsveitarstjórinn Fabio Biondi. Að undir- lagi Yolanta Skura stofnaði hann hljómsveitina Europa Galante, sem sérhæfir sig í flutningi barokktónlistar. Áðurnefnd geislaplata með konsertum Vivaldis inniheldur einhvem þann ágætasta flutning á bcU'okktónlist sem undirritaður hefur heyrt. Einleik- aramir allir eru hver öðrum betri, Fabrizio Cipriani, fiðluleikari, sellóleikararnir Maurizio Naddeo og Ant- onio Fantinuoli, orgelleikarinn Rinaldo Alessandrini, og að ógleymdum sjálfum Fabio Biondi á fiðluna og við stjórnvölinn. Þessi gamla tónlist eins og sprettur til lífsins á ný í flutningi þessara listamanna. Meðal þess sem sérlega forvitnilegt er af öðrum út- gáfum Opus 111, má nefna fyrstu plötuupptökur sem gerðar hafa verið á ópera Handels, Poro, óratoríun- um Cain (Káin) og Maddalena (Magdalena) eftir Al- essandro Scarlatti auk ýmissa verka eftir t.d. Charpentier, Frescobaldi og fleiri höfunda. Þá mætti nefna útsetningar, t.d. Mendelssohns á Mattheusar- passíu Bachs og Mozarts á Óði til dags Sankti Cecilíu og Acis og Galatheu, svo eitthvað sé nefnt. Það ætti enginn að verða svikinn af þessum upptökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.